Víkurfréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 17
Minna feimnismál að
karlar fari á snyrtistofu
FRÉTTIR
Vortónleikar
Víkinganna
Söngsveitin Víkingar
heldur sína árlegu
vortónleika fimmtu-
daginn 15. maí kl. 20.30 í
Ytri-Njarðvíkurkirkju og í
Safnaðarheimiiinu í Sand-
gerði fostudaginn 16. maí kl.
20.30.
Söngsveitin Vikingar var
stofnuð 1994 og er Suður-
nesjamönnum af góðu kunn.
Víkingarnir eru undir stjórn
hins góðkunna Sigurðar Sæv-
arssonar. A efnisskránni er
léttleikinn i fyrirrúmi, blanda
af íslenskum og erlendum lög-
um frá ýmsum tímum. Hluti
söngskrárinnar er fluttur án
undirleiks en að öðru leyti er
undirleikurinn dillandi harm-
oníka Einars Gunnarssonar.
Suðumesjamenn og aðrir vel-
unnarar eru hvattir til að koma
og hlýða á söng Víkinganna.
Gott að muna!
421 0000
Auglýsingasími VF
Ný snyrtistofa var opnuð
fyrir nokkru að Tún-
götu 12 í Keflavík, þar
sem hárgreiðslustofan Edilon
er til staðar, en er dag undir
nafninu Hár- og snyrtistofan
Edilon. Eigandi snyrtistofunn-
ar er Brynja Astráðsdóttir en
hún lærði snyrtifræði í Ray
Cochrane Beauty School í
London. Þaðan útskrifaðist
hún vorið 2001 ásamt því að
hún lærði einnig förðun í Förð-
unarskóla Face í Reykjavík
haustið 2002.
A nýju stofunni er boðið uppá
alla almenna snyrtingu; andlits-
bað, húðhreinsun, litun og plokk-
un, vaxmeðferðir, handsnyrtingu,
fótsnyrtingu, forðun, og slökun-
arnudd, fyrir dömur jafnt sem
herra en Brynja segir það sé orð-
ið mun algengara að herrar komi
í húðhreinsun og fótsnyrtingu en
áður. „Það er ekki eins mikið
feimnismál og áður að karlar
komi í snyrtingu enda jafn eðli-
legt fyrir þá eins og dömumar”.
Hún sagði að snyrtistofunni hefði
verið tekið vel af Suðurnesja-
mönnum. Vörurnar sem Brynja
notar heita Guinot og eru frá
Frakklandi. Vömmar eru einnig
til sölu og geta viðskiptavinir
fengið ráðgjöf hvaða vömr henta
þeim best.
Opnunartími snyrtistofunnar er
frá kl. 10-18 mánudaga - föstu-
daga og laugardaga ffá kl. 10-13
eða eftir þörfum viðskiptavina.
Brynja segist reglulega ætla að
vera með ýmiskonar tilboð 1
gangi á snyrtistofunni, bæði á
vömm og þjónustu og em Suður-
nesjamenn hvattir til að fylgjast
með þeim.
REYKJANESBÆR
Grunnskólar
Reykjanesbæjar
Innritun 6 árabama (fædd 1997), sem
hefja eiga nám í grunnskólum
Reykj aneshæj ar haustið 2003, fer fram
á Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar,
Hafnargötu 57, í síma 421 6750
eða á heimasíðu Reykjanesbæjar:
reykjaneshaer.is
Foreldrar/forráðamenn vinsamlegast
athugið að innrita börn ykkar fyrir
30. maínk.
Fræðslustjóri
Lára Halla hjá S.R.F.S.
Lára Halla Snæfells miðill mun starfa hjá
Sálarrannsóknarfélaginu 20. og 21. maí.
Tímapantanir í síma 421 -3348!
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Vinna -vöxtur - velferð
Frambjóðendur
Framsóknarflokksins
íSuðurkjördæmi.
Suðurnesjamenn
* Þökkum veittan stuðning
Innilegar þakkir fyrir
hlýjar móttökur
undanfarnarvikur.
VlKURFRÉTTIR 20.TÖLUBLAO FIMMTUDAGUR15. MAÍ 2003 17