Víkurfréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 16
Fyrirlestur
Reynir Katrínar verður með fyrirlestur
og kynningu um Freogyðjuheilun
sunnudaginn 18. maí kl. 20.
að Víkurbraut 13, Keflavík.
Húsið verður opnað kl. 19.30.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
____
Vortónleikar
Síðustu vortónleikar skólans á þessu
vori verða haldnir sem hér segir:
Laugardaginn 17. maí kl.17 á sal
Listasafns Reykjanesbæjar, Duus-
húsum: Blandaðir tónleikar.
Mánudaginn 19. maí kl.19.30 á sal
Listasafns Reykjanesbæjar, Duus-
húsum: Blandaðir tónleikar
Á báðum framangreindu tónleikunum
koma fram nemendur á flestum stigum
tónlistarnáms í bæði einleik, einsöng
og samleik.
Þriðjudaginn 20. maí kl.19.30 á sal
Listasafns Reykjanesbæjar, Duus-
húsum: Tónleikar strengjasveita
skólans. Einnig mun kór söngdeildar
koma fram.
Miðvikudagur 21. maí kl.19.30 í
Frumleikhúsinu: Tónleikar léttsveita
skólans.
Suðurnesjamenn eru eindregið hvattir
til að mæta á þessa áhugaverðu
tónleika.
Aðgangur er ókeypis
og eru allir velkomnir.
Vortónleikar deilda og kennara eru
auglýstir innan skólans og eru
aðstandendur nemenda hvattir til að
mæta vel á þá tónleika.
Geymið auglýsinguna.
Skólastjóri
Viðbrögð frambjóðenda á Suðurnesjum við
úrslitum alþingiskosninganna:
Gleði og sorgir þingmanna
Hjálmar Árnason,
2. sæti Framsóknarflokksins
Þetta var góður
varnarsigur og
þetta vai' líka sig-
ur fyrir Fram-
sóknarflokkinn að
því leytinu til að
hann náði að
koma sterkur inn með breytta
ímynd. Það eru ákveðin von-
brigði að hafa misst Isólf Gylfa
fyrir borð. Við urðum fyrir mjög
óvægnum áróðri vegna stöðunn-
ar í heilbrigðismálum hér suður-
frá, en mér er efst í huga gífurlegt
þakklæti til allra sem unnu með
okkur og til allra þeirra sem
studdu okkur og sýndu okkur
hlýhug í heimsóknum okkar í
kjördæmið á siðustu vikum.
Kristján Pálsson,
1. sæti framboðs óháðra
í Suðurkjördæmi
T-listinn bauð
ffam í einu kjör-
dæmi af sex. Við
erum með kosn-
ingaskrifstofu í
einum bæ af sext-
án og fylgið sem
við fáum er nánast allt úr Reykja-
nesbæ. Það eru 844 íbúar sem
standa upp með mér til að mót-
mæla vinnubrögðum og ég er
mjög þakklátur fyrir það. Það er
óráðið hvað tekur við hjá mér. Eg
er tiltölulega ungur maður, við
góða heilsu og get tekist á við
hvað sem er. Við erum með T-
listann og þessi 844 atkvæði á
bakvið hann og við erum heil-
mikið afl hér ef við viljum. Það
hefur ekki enn verið tekin
ákvörðun um það hvað verður
gert en það skýrist fljótlega. í
mínum huga verður þessarar
kosningabaráttu minnst fyrir það
hvað fólkið á T-listanum var
áhugasamt og lagði óskaplega
mikið á sig. Við dreifðum blóm-
um og sungum fyrir fólkið á
milli þess sem við vorurn að
boða stefnuna sem er náttúrlega
mjög góð. Eg er mjög þakklátur
öllu þessu fólki.
Árni Ragnar Árnason,
1. sæti Sjálfstæðisflokksins
Það er alveg ljóst
að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur
orðið fyrir rniklu
áfalli með kosn-
ingaúrslitunum
og við gerum
okkur alveg grein fyrir því hvað
það merkir. En við sjáum líka að
stjórnin heldur velli með góðum
styrk og við skiljum þá niður-
stöðu með ákveðnum hætti. Ef
við horfiim til okkar kjördæmis
þá finnst okkur það súrt að tapa
fjórða manninum með innan við
hundrað atkvæða mun. Fjórði
maðurinn okkar var inni nær alla
kosninganóttina, en svona eru
kosningar.
Jón Gunnarsson,
4. sæti Samfylkingarinnar
Við náðum þeim
markmiðum sem
við stefndum að í
kjördæminu, náð-
um fjórum þing-
mönnum inn. Það
tókst með mikilli
vinnu og hjálp margra. Eg er
mjög ánægður með úrslitin. Eg
sóttist eftir því að komast inn á
þing og það tókst.
Magnús Þór Hafsteinsson,
1. sæti Frjálslynda flokksins
Ég hlakka mikið
til að taka til star-
fa og takast á við
þau verkefni sem
bíða, bæði í kjör-
dæminu og á
landsvísu. Ég
hlakka einnig til að kynnast fólk-
inu í kjördæminu og læra á mál-
in. Það eru mörg hagsmunamál
sem við munum strax fara að
vinna að. Þessa stundina bíð ég
eftir því að konan mín fæði bam
okkar hjóna. Ég er þingmaður
sem horfi langt fram í tímann og
bíð spenntur eftir litlu sund-
drottningunni. Við þurfum að fá
góða sunddrottningu fyrir
Olympiuleikana árið 2020.
Þórunn Friðriksdóttir,
2. sæti Vinstri hreyfingarinnar
Græns framboðs
Ég hafði vonast
til að stjórnin
félli, en þa_ð gerð-
ist ekki. Urslitin
hvað varðar
Vinstri Græna í
k j ö r d æ m i n u
komu mér í sjálfu sér ekki á
óvart. Samfylkingin er mjög
sterk hér í kjördæminu, en við í
Vinstri Grænum höfum fjögur ár
til undirbúnings fyrir næstu kosn-
ingar.
Alþingiskosningar 2003
Suðurkjördæmi
Þingmcnn kjördæmisins
• Margrét Frimannsdóttir
V Árni Ragnar Árnason
U Guðni Ágústsson
• Lúðvik Bergvinsson
V Drifa Hjartardóttir
U Hjálmar Árnason
Aíkvœði 5.934 1
Hlutfall 23,7%
Þingsœti 2
L L
• Björgvin G. Sigurðsson
V Guðjón Hjörleifsson
O Magnús Þór Hafsteinsson
Jöfnunarþingmaður
& Jón Gunnarsson
7.307 2.188 166
29.2% 8,7% 0.7%
3 1 0
I L
u V @
7.426
29,7%
3+1
m
A kjörskrá: 28.374 Kjörsókn: 25.343 89,3%
844 1.167
3,4% 4,7%
0 0
mmgmn H
T
* ......................... — 1 >
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf.
Sumarafleysingastörf
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. óskar eftir að ráða sumarstarfsfólk I verslun og á skrifstofu
félagsins.
Fríhöfnin: Um er að ræða hlutastörf. Störfin felast I afgreiðslu og áfyllingum í verslunum.
Við leitum að reyklausum, snyrtilegum og þjónustuliprum einstaklingum. Tungumála-
kunnátta og hæfni I mannlegum samskiptum eru skilyrði. Aldurstakmark 20 ár.
Skrifstofa: Um er að ræða heilsdagsstarf sem felst í almennum skrifstofustörfum. Leitað
er að einstaklingi með góða tölvu- og enskukunnáttu. Reynsla af Navision Financials er
æskileg.
V
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. í Leifsstöð.
Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu flugstöðvarinnar www.airport.is.
Umsóknum skal skila fyrir 22. maí. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 1. júní n.k.
■^§F
FRÍHÖFNIN
t— FLUGSTÖO
Ct LEIFS
EIRlKSSONAR HF
✓
16
VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!