Víkurfréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 18
KNATTSPYRNUKYNNING VF • GRINDAVÍK!
..IjbS
l'fc £ . t "i JP
Spjall við þjálfara:
ÍTOPPBARÁTTU
FRÁ BYRJUN
Bjarni Jóhannesson er að
heQa sitt annað tímabil með
Grindavíkurliðið en á síðasta
tímabili end-
aði liðið í 3.
sæti eftir góð-
an endasprett.
Bjarnisagðií
samtaii við
VF-sport
lýtast vel á
komandi
tímabil.
„Deildin hef-
ur ekki verið sterkari í mörg
ár. Liðin koma betur undir-
búin til leiks og er því ekki
síst að þakka öllum þeim fjöl-
da knattspymuhalla sem ris-
ið hafa. Þá hafa mörg lið ein-
nig styrkt sig mikið með fyrr-
um íslenskum atvinnumönn-
um og því má búast við
fjörugra móti og betri bolta í
sumar”, segir Bjarni. Grind-
víkingum gekk vel á undir-
búningstímabilinu framan af
en á vordögum hefur liðið
fengið smá bakslag. Bjarni
hefur þó ekki miklar áhyggj-
ur af því að Iiðið nái ekki að
stilla sína strengi. “Markmið
liðsins er að koma sér í topp-
baráttu frá byrjun. Gengi
Iiðsins hefur verið gott síð-
ustu ár og er það góðum
endaspretti að þakka. Núna
þurfum við að demba okkur í
toppbaráttuna strax ásamt
því að ná betri árangri á
heimavelli”.Aðspurður um
spá VF-sport sem spáir
Grindvíkingum 2. sæti segir
Bjarni það ekki vera óeðli-
lega spá og nú verði liðið
bara að standa undir því.
Grindvíkingar hafa bætt við
sig fjórum leikmönnum og
þar á meðal tveimur fyrrum
atvinnumönnum frá
Englandi, þeim Ólafi Gott-
skálkssyni og Lee Sharpe.
Bjami segir þessa lcikmenn
koma til með að styrkja liðið
töluvert. „ÓIi er auðvitað
mjög góður markmaður eins
og allir vita. Lee Sharpe þarf
að komast í betra form en
hans hæfileikar eiga án efa
eftir að nýtast okkur. Ég hef
enga ástæðu til að ætla ann-
að. Okkur er farið að hlakka
mikið til að spila íyrsta leik-
inn. Nú verðum við bara að
standa undir væntingum
okkar sjálfra”.
Knattspyrnuvertíðin er
hafin og um helgina
verður leikið í þremur
efstu deildum í karlaflokki.
Suðurnesjaliðin eiga sem fyrr
fulltrúa í öllum deildum. Ein-
ungis eitt lið leikur í efstu deild
að þessu sinni en það er
Grindavík. Nágrannaliðin
Keflavík og Njarðvík leika í 1.
deild. Víðir í Garði leikur í 2.
deild og Reynir Icikur í 3. deild.
Þá leika RKV og Grindavík í 1.
deild kvenna. VF-sport mun
kynna Suðurnesjaliðin sem
leika í efstu deildunum til leiks
og verður byrjað á Grindavík.
Grindvíkingar eiga eftir að
heyja mikla baráttu við KR,
Fylki og IA um meistaratitilinn.
Liðið er sterkara en i fyrra og
ekki skemmir fyrir að umgjörðin
í kringum liðið er fýrsta flokks.
Menn sem gengið hafa til liðs
við félagið eru kappar á borð við
Lee Sharpe og Ólaf Gottskálks-
son. Þá fengu þeir einnig vamar-
manninn Óðinn Amason úr Þór
og Jóhann Benediktsson frá
Keflavík en hann á enn eftir að
sína sínar bestu hliðar í úrvals-
deild en ljóst að hæfileikamir eru
fýrir hendi hjá pilti.
Famir em Scott Ramsey, Albert
Sævarsson og Vignir Helgason
og að auki lánaði Grindavík
bræðuma Heiðar og Jóhann Að-
algeirssyni.
Grindavík mætir Val á Grinda-
víkurvelli í fýrstu umferð Lands-
bankadeildarinnar sem ffam fer
kl. 14:00 sunnudaginn 18. maí.
VF-spá: 2. sæti
Ragnars-mótið í knattspyrnu
haldið laugardaginn 17. maí
Eldri leikmenn hjá
Knattspyrnudeild
Keflavíkur munu
halda knattspyrnumót til
minningar um Ragnar Mar-
geirsson, fyrrum leikmann
Keflavíkurliðsins og íslenska
landsliðsins. Mótið fer fram
laugardaginn 17. maí í
Reykjaneshöllinni og byrjar
kl. 14.30 og stendur yfir til
18.30. Leikið verður á fjórum
völlum samtímis (32 x 50 m)
og er áætlað að hvert lið spili
5-6 leiki. Leiktími er 2 x 10
mínútur og gengur sama
klukka fyrir alla velli. Leik-
mannafjöldi í hverju liði er 5
+1 (markvörður)
Þátttökutilkynningar skulu ber-
ast undirrituðum eigi síðar en
mánudaginn 12. maí. Bikar
verður veittur fyrir fýrsta sæti
og gull, silfur og brons. Mótinu
líkur með verðlaunaafhendingu
og smá sprelli og spjalli á efri
hæðinni í höllinni.
Þátttökugjald er 4000 kr á lið.
Með kærri kveðju og von
um góð og skjót viðbrögð.
f.h.eldri leikmanna
Keflavíkur
Freyr Sverrisson
S:897-8384
Netfang: freyrsv@simnet.is
Lyhilmenn í hverri stöðu!
Mark: Enginn efast um Ólaf Gottskálksson sem
markmann. Forðist hann meiðsli á hann eftir að
vera Grindvíkingum peninganna virði. An efa
sterkasti markmaður deildarinnar.
Vörn: Sinisa Kekic fór úr stöðu framheija í vömina
á síðasta tímabili og átti einstaklega gott tímabil.
Hann mun verða betri í ár.
Miðja: Margir góðir leikmenn eru á miðjunni í
Grindavík en sá sem auðvitað kemur fyrst upp í
hugann er Lee Sharpe. Ef hann kemst í form getur
hann orðið það sem Grindvíkingar þurfa til að lyfta
bikamum.
Sókn: Grétar Hjartarson verður að vera duglegur að
skora í sumar eins og í fyrra. Hann er fljótur, með
mikla tækni og skotviss. Topp eintak!
18
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!