Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvik Simi 421 0000 (15 h'nur) Fax 421 0020 Ritsljóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Siguijónsson, simi 421 0001, franz@vf.is AugLýsingar: Kristin Njálsdóttir, sími 421 0008 kristin@vf.is, Jófrióur Leifsdóttir, sími 421 0009 jofridur@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Krisfjánsson simi 421 0004 johannes@vf.is Sævar Sævarsson, sími 421 0003 saevar@vf.is Hönnun/umbrot: Stefan Swales, stefan@vf.is, HalLur Guðmundsson, hallur@vf.is Skrifstofa: Stefania Jónsdóttir, Aldis Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun: Vikurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: Fréttablaðið dreifing s: 515 7520 Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: VF - Vikulega i Firðinum Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon, Kapalsjónvarp Vikurfrétta. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn opnar í Kjarna Laugardaginn 10. maí var upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn opnuð formlega í Kjarna, Hafnar- götu 57, Reykjanesbæ. Mið- stöðin verður landshlutamið- stöð fyrir Reykjanesið og rek- in af Reykjanesbæ í samstarfi við Ferðamálaráð ísiands. Upplýsingamiðstöð Reykja- ness verður staðsett í húsnæði Bókasafns Reykjanesbæjar í Kjarna. Upplýsingamiðstöðin verður opin virka daga frá kl. 10-20 og á laugardögum kl. 10-16. Þjónustusvæði hennar er Reykjanesið og helstu verkefni eru að annast upplýsingastarf um ferðamál á svæðinu, hafa aðgengilegar allar upplýsingar um þjónustu og viðburði á svæðinu og svæðið sjálft, svara almennum fyrirspurnum um viðkomandi svæði eða vísa á rétta aðila og hafa á boðstólum bæklinga um svæðið og þá þjónustu sem þar er í boði ásamt helstu heildarbæklingum fyrir landið. Kallinn á kassanum KALLINN REYNDIST sannspár um úrslit kosn- inganna að langmestu leyti. Kallinn vissi að sjálf- sögðu ekki hvar jöfhunarsætið myndi lenda, en því var vel varið því Jón Gunnarsson á eftir að vinna vel fyrir kjördæmið og Suðumesin. ALLAR LÍKUR em á því að núverandi stjórnarflokkar haldi áfram stjórnarsam- starfinu og nú tekur við hörð barátta meðal stjórnarþingmanna um ráðherrastóla. Kallinn vonar innilega að forysta Framsókn- arflokksins beri gæfu til þess að velja Hjálmar í ráðherrastól. Hjálmar hefur unnið gríðar- lega vel fyrir Suðumesin frá því hann var kosinn á Alþingi og ekki síður þegar hann var skólameistari. KALLINN TELUR að nokkur ráðherraembætti komi til greina fyrir Hjálmar. Menntamálaráðuneyt- ið myndi henta honum gríðarlega vel því hann hefur mikla reynslu af skólamálum. Iðnaðarráðuneytið myndi líka henta honum mjög vel því hann hefur kallinn@vf.is unnið manna harðast að vetnismálum á íslandi. Heilbrigðisráðuneytið væri líka kjörið fyrir Hjálm- ar, því það er erfitt ráðuneyti og Hjálmar kann að takast á við erfið mál. MEÐ ÞESSUM PISTLI vill Kallinn tjá þá skoðun sína að Hjálmar á svo sannarlega skilið að verða ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Kallinn minnist þess ekki, þrátt fyrir nokkum aldur, að Suðumesjamaður hafi nokkum tírna gengt ráðherraembætti. Nú er komið að Hjálmari, hinum mæta Suðumesjamanni að setjast í stól ráðherra. SUÐURNESIN em stærsti byggðakjaminn í hinu nýja Suðurkjördæmi og Hjálmar hlaut ágætis kosn- ingu. Það yrði algjört klúður hjá forystu flokksins ef Hjálmar yrði ekki ráðherra. Halldór Ásgrímsson hefur sýnt skynsemi fram að þessu og Kallinn hefur fulla trú á því að svo verði áfram. Með því að gera Hjálmar að ráðherra er Halldór að stuðla að góðu gengi Framsóknarflokksins á Suðumesjum í næstu Alþingiskosningum. HJÁLMAR SEM RÁÐHERRA! Kveðja, kallinn@vf.is Tilboðsdagar í Kóda vegna Bergás Fimmtudag-laugardags 20% yjfsláttur af öllum toppum Opið laugardag kl. 10-13. Nýtt kortatímabil Nýjungar í Bláa lóninu Bláa iónið mun bjóða upp á skemmtilegar breytingar í heilsu- lindinni í sumar og auka þar með þjónustu við gesti. Breytingarnar fela í sér tölu- verða stækkun og aukin þægindi fyrir gesti. Má þar nefna foss sem einnig virkar sem kröftugt nudd, tvö gufuböð og tvo heita potta. Aðstaða fyrir nudd mun stækka til muna eða um rúma 100 m2. Nuddaðstaðan mun einnig verða færð til svo að gestir geti notið nuddsins í kyrrlát- ara og þægilegra umhverfi. Áætlað er að breytingunum verði lokið fyrir 1. júní svo óhætt er að fara að hlakka til að eyða deginum í enn glæsi- legri heilsulind Bláa lónsins. Stromparnir teknir niður Byrjað er að rífa loðnubræðsluna í Sandgerði og í síðustu viku voru strompar verk- smiðjunnar teknir niður. Víkurfréttir sögðu frá því þann 14. mars sl. að öllum starfsmönnum verksmiðj- unnar hefði verið sagt upp störfum og að til stæði að rífa verksmiðjuna og flytja búnað hennar annað. Sam- kvæmt heimildum Víkur- frétta hafa aðilar frá Marokkó verið að skoða verksmiðjuna og lýst yfir áhuga á kaupum á búnaði hennar. Eftir helgina er gert ráð fyrir fleiri aðilum að skoða búnað verksmiðjunn- ar. Aðili sem Víkurfréttir ræddu við í Sandgerði sagði að þegar strompamir hefðu verið teknir niður væri áratugasögu loðnu- bræðslu lokið í Sandgerði. 6 VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.