Víkurfréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 22
Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali
Sölumenn: Þröstur Ástþórsson og Þórunn Einarsdóttir
Hafnargata 27 • 230 Keflavík • Símar421 1420 og 421 4288
Fax421 5393 • Netfang: asberg@asberg.is
Faxabraut 34b, Keflavík.
Góð 75m2 íbúð í fjölb. á 1.
hæð með 3 svefnh. Eign í
góðu ástandi og hagstæð lán.
7.100.000,-
Kirkjuvegur 45, Keflavík.
Efri hæð í tvíb.húsi, 3 herb.
með sérinng. Endurn.
vatnslagnir, laus strax.
5.200.000.-
Njarðvíkurbraut 20, Njar.
121m2 einb. með 3 svefnh. og
47m2 bílskúr. Búið að endurn.
að hluta. Eign á góðum stað,
laus strax.
11.500.000,-
Kirkjuteigur 7, Keflavík.
Nýlega tekin í gegn að innan
3 herb. íbúð á e.h. með
sameiginlegum inng.,
hagstæð lán.
6.500.000,-
Túngata 15, Sandgerði.
129m2 einbýli með 4 svefnh.
eitt í risi 40m2 bílskúr. Mikið
endurn. eign og góðu ástandi.
.500.000.-
Brekkustígur 17, Njarðvík.
Góð 116m2 neðri hæð í
þríbýlishúsi með sérinngangi
og 3 svefnh. Stór sólpallur.
10.000.000.-
Heiðarholt 22, Keflavík.
Einstaklingsíbúð á 1. hæð.
Hagstæð lán áhvíiandi. Laus
strax.
5.900.000,-
Sóltún 20, e.h Keflavík.
Góð 2ja. herb. íbúð á 2. hæð
í tvíbýli. Töluvert endurn. að
innan. Getur verið laus fljótl.
5.300.000,-
Norðurgarður 17, Keflavík.
Gott 128m2 raðhús með 3
svefnh. og bílskúr. Eign í
góðu ástandi, vinsælar eignir.
13.900.000.-
Sjafnarvellir 15, Keflavík.
Glæsil. 151m2 parhús á 2 h.
með 4 svefnh. og 32m2 bílsk.
Parket og flísar á gólfum.
Skipti á ódýrari eign mögul.
19.500.000.-
Kirkjuvegur 1, Keflavík.
Mjög góð 3ja herb. 76m2
íbúð á 1. hæð í fjölbýli fyrir
eldri borgara. Stór sameign.
Laus strax.
9.800.000.-
Fífumói 3c, Njarðvík.
Góð 2ja herb. 50m2 íbúð á 3.
hæð í fjölbýli. Eign í góðu
ástandi.
5.900.000,-
Faxabraut 2, Keflavík.
Ný standsett glæsileg 96m2
3ja herb. íbúð á 1. hæð með
sérinng. Allt nýtt, laus strax.
9.600.000.-
Heiðarból 8, Keflavík.
2 herb. 49m2 íbúð á 3. hæð í
fjölbýli. Hagstæð lán áhvíl-
andi.
6.200.000,-
Ball ársins um helgina
- alltaf verið uppselt á Bergás!
Bergásballiö í Stapa, ballið
sem allir hafa beðið eftir,
verður um hclgina. Skipu-
leggjendur ballsins, þau Harald-
ur Helgason, Stefán B. Olafsson,
Sigríður Gunnarsdóttir og Aðal-
stcinn „diskó“ Jónatansson,
segja að Bergásballið í ár verði
með svipuðu sniði og undanfarin
ár. Búið er að taka Stapann í
gegn og gera á honum heiimikla
andlitslyftingu. Ekkert verður
sparað í þetta ball og er mark-
miðið að gera alltaf betur en árið
áður. „Við erum að bæta við
ljósakerfi og leigjum eitt flottasta
hljóðkerfi landsins. Það er mikið
lagt í þetta ball til að gera það
flottara en nokkru sinni“. Búast
má við rosalegu fjöri á þessu
Bergásballi, gos, glimmer-
sprengjur og bréfasprengjur
dynja um kvöldið í takt við frá-
bæra diskótónlist. „Það má segja
að þetta sé eins og að ganga inn í
Saturday Night Fever myndina,
nema bara helmingi flottara“,
segir Haraldur og bætir því við
að ballið í ár verði helmingi stær-
ra og flottara en í fyrra. „Ballið í
fyrra var bara upphitunarbal!
fyrir þetta“, segir Stefán. Tónlist-
in sem spiluð er á Bergás er m.a.
úr myndunum Greese og Satur-
day Night Fever. Michael
Jackson, Donna Summer, Bee
Geas og Eart, Wind and Fire
verða einnig mikið spiluð, svo
eitthvað sé nefnt en það má segja
að spilaður verði rjóminn af
diskóinu. „Fólkið sem kcmur
hingað veit að hverju það er að
ganga. Gestirnir eru að koma til
að heyra gömlu lögin og upplifa
stemninguna frá því í gamla
daga“.
Aðspurð hvemig þau upplifi mun-
inn á sjálfu Bergás og Bergásböll-
unum segja þau að munurinn sé sá
að þau séu orðin eldri, flottari og
þurfi meira pláss. „Þetta var auð-
vitað aldrei svona risastórt í gamla
daga. En við erum að reyna að
halda minningunni á lofti og gerum
það með stæl. Þess má geta að fólk
hefur reynt að halda þessi böll í
bænum og apað hlutina eftir okkur
en það bara virkar ekki eins vel.
Hérna er þetta toppurinn", segja
þau og bæta því við að ef þú kemur
einu sinni á Bergásball þá kemur
þú aftur. „Þetta er ball sem fólk vill
ekki missa af, ekki bara út af því að
þetta er stærsta og flottasta ball árs-
ins heldur líka vegna þess að það er
ekki talað um annað í margar vikur
eftir“.
Þeir sem fara á Bergás böllin vita
að þetta er nánast eins og risastórt
„reunion" eða endurfundir þar sem
fólk er að hitta gamla félaga og vini
sem það hefur kannski ekki séð í
mörg ár. Einnig em margir hópar
sem hittast fyrir ballið, sauma-
klúbbar og veiðiklúbbar, fólk fer út
að borða, grillar og hitar upp fyrir
flottasta ball ársins.
„Það er ekkert ball haldið hér á
landi þar sem myndast eins mikil
stemning fyrir ball, á meðan á ball-
inu stendur og eftir ball eins og á
Bergás. Fólk er farið að spyrja um
dagsetningu strax um áramótin".
Fólk er að koma utan af landi, úr
Reykjavík og stundum utan úr
heimi til að skemmta sér á Bergás.
„Hingað mætir fólk snemma, upp
úr 22:00 og skemmtir sér til 4:30.
Við verðum með Happy-hour frá
22:00 til miðnættis og því borgar
sig að mæta snemma enda var hús-
ið orðið pakkað kl. 23:00 í fyrra.
Rúnar Róberts á fm 95.7 byrjar
kvöldið en hann kemur með smá
eighties pakka inn í þetta“, segir
Siddí.
Þess má geta að í þetta skiptið
verður ekki hægt að hringja og
panta miða á ballið. I fyrra var
næstum því uppselt áður en miða-
salan opnaði og það gerist ekki aft-
ur. Miðasalan bytjar á morgun kl.
17:00 og því er um að gera fyrir
fólk að vera vakandi því miðar á
Bergás seljast eins og heitar lumm-
ur. Fyrstur kemur fýrstur fær.
r 1. deild karla
Keflavíkurvöllur
Mánudaginn 19. maí kl. 20
Keflavík - Stjarnan
Fjölmennum á völlinn
Sparisjóðurinn í Keflavík
INesjnyáij
22
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!