Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 15.05.2003, Blaðsíða 14
ÞAKKIR TIL SUÐUR- NESJAMANNA Að afloknum kosningum færi ég Suðurnesjamönnum inni- legar þakkir fyrir góðan stuðn- ing í kosningunum þann 10. maí sl. Framsóknarflokkurinn hlaut góða kosningu með at- kvæðum ríflega fjórðungs kjósenda. Aðeins vantaði herslumun til að ná þriðja manni inn. Sérstaklega vil ég þakka þeirri vösku sveit er starfaði svo ötullega á kosn- ingaskrifstofum og ekki síður öllum því fólki sem hvatti mig áfram í baráttunni. Ég heiti því að leggja mig fram um að vinna í þágu okkar allra að góðum málefnum. Sumarkveðjur, Hjálmar Árnason, alþingismaður. Förum varlega við grillið Nú fcr sá tími í liönd þar sem f'ólk fcr að huga að grillum sínum og Inia sig undir sumarið, en það færist sífelll meir og meir í vöxt að fólk grilli gómsætar steikur á góðviðrisdiiguni. Á hverjii sumri fær sliikkviliðið nokkiir út- kiill vegna elda frá grillum, oftast er það vcgna þess að sliingu- lagnir frá gaskút að grilli eru orðnar fúnar, kviknnð liefur í feiti sem liefur safnast saman, og rúður í liúsuin hafa sprimgið vegna þess að grillið er ekki rctt staðsctt. Vegna þess vill eldvarnareftiilit Brunavarna Suðurnesja benda fólki á eflirfarandi atriði. Áður en farið er að nota grillið eflir veturinn og er nauðsynlegt að fara yl'ir grillið alliuga með slöngur, þéttingar, o.s.frv. þannig að það se í góðu lagi þegar það er tekið í notkun, þegar grillað er stað- setjið þá grillið ekki við glugga eða auöbrennanleg efni þvi að glerið getur sprungið og kviknað getur í klæðningum. ■ Til öryggis er gott að hafa slökkvitæki eða eldvarnarteppi við höndina þegargrillað er. ■ Þegar gengið er frá eftir notkun þarf að skrúfa fyrir gaskútinn, ekki er nóg að skrúfa eingöngu fyrir grillið sjálft. ■ Geymið gaskúta ávallt utandyra. ■ Þegar grillað er á kolagrillum á eingöngu að nota þar til gerðan grillvökva til að kveikja upp í grillinu. ■ Látið kolin kulna alveg áður en þau eru tekin afgrillinu. ■ Grillið ávalll utandyra. • Yfirgefið aldrei heitt gi ill og passið að börn scu ekki í kringum það. Brunavarnir Suðurncsja óskar Suðurnesjabúum gleðilegs sumar. Jóii Gtiólaiigsson vaiaslökkviliösstjóii. REYKJANESBÆR ViðskLptavlnir athugið Afgreiðsla Reykj anesbæj ar Tjamargötu 12, verður lokuð frá kl. 8:30 að morgni mánudagsins 19. maí nk. til kl. 13 vegna námskeiðs starfsfólks. Skiptiborð verður opið frá kl. 8:30. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa. Starfsþróunarstj óri Tveggja hæða strætó á Suð- urnesjum Hársnyrtistofan Klifs á nýjum stað: Síðar línur hjá strákum og styttur hjá stúlkum Hársnyrtistofan Klifs, sem starfað hefur í 10 ár, opnaði á dögunum á nýjum stað og er nú til húsa að Gónhóli 11 (að aftan) í Njarð- vík. Þar er boðið upp á alla al- menna hársnyrtiþjónustu fyrir dömur og herra. Hár- snyrtidömurnar Byigja Sverr- isdóttir og Bjarklind Gísladótt- ir segja að hártískan í dag sé mjög mismunandi og í raun sé allt inni. „Það hefur auðvitað verið mikið um síðar Iínur hjá strákunum en við finnum þó fyrir því að það sé að breytast og eru þeir að koma til að láta stytta. Strípurnar eru auövitað alltaf vinsælar en það er þó persónubundið", segja þær og bæta því við að hjá stúlkunum sé allur gangur á hártískunni en það sé þó nokkuð um að stúlkur séu með miklar stj ttur í hári sinu. Aðspurðar hvort þær hafi tekið eftir miklum breytingum á hár- tískunni undanfarin ár segja þær að það sé þá aðallega síðu línum- ar hjá strákunum. „Yngri strák- arnir eru með rosalega sítt hár. Stelpurnar eru Hka farnar að safna meira hári en áður en auð- vitað er allur gangur á því“, segir Brynja. Hársnyrtistofan Klifs er með vör- ur frá Sebastian sem er þekkt ameriskt efni og mjög vinsælt. Brynja og Bjarklind vildu nota tækifærið og þakka fyrir góðar viðtökur við opnuninni en nýju stofúnni hefúr verið tekið mjög vel. að urðu margir vegfar- endur undrandi að mæta tveggja hæða “breskum” strætó á götum Suðurnesja á dögunum. Hér var á ferðinni strætó sem er í eigu KFUM og KFUK í Reykjavík og er notaður í starfi félaganna á Reykjavík- ursvæðinu. KFUM og KFUK í Reykjanesbæ fengu strætóinn tii afnota síðustu dagana í aprfl til að nota á fundum sínum í bænum. Heimsóknin hófst á fostudags- kvöldi með unglingafundi. Ung- lingarnir kunnu vel að meta vagninn, svo vel að nokkrir þeirra sváfú í honum um morg- uninn. Nóttin var notuð í tölvu- leiki. Á laugardeginum var “opið hús” í strætónum við hús KFUM & KFUK í Reykjanesbæ. Mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag voru siðan fundir í vagninum og var bíllinn óspart notaður, allir fengu að fara í bíltúr og flestir fengu útrás i leiktækjunum. Fyrri hluti miðvikudagsins 30. apríl var notaður til að heimsækja Garð og Sandgerði þar sem börnunum var boðið í bíltúr og leiki. Hátt í 300 böm heimsóttu vagninn þessa daga. Styrktaraðilar verkefnisins voru Hitaveita Suðurnesja og Sam- kaup, auk þess sem Skipaaf- greiðsla Suðumesja hýsti þílinn nokkrar nætur. Deildarstarfi KFUM og KFUK lauk að mestu leiti í síðustu viku eftir ágætan starfsvetur. Um 250 börn og unglingar tóku þátt í starfi félagsins. Hjálmur er höfuðatriði Allir þeir sem eru á reiðhjóli ættu að vera með viðurkenndan hlíföarhjáim, en lög- um samkvæmt er öllum yngri en 15 ára skylt að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar. Lögreglan mun á næstunni vera með átak og fylgj- ast sérstaklega með að þessum lögum sé framfylgt. Lögreglan mun hafa afskipti af bömuin yngri en 15 ára sem eru á reiðhjóli og eru ekki með hlífðar- hjálm, taka niður nafn þeirra og heimilisfang. For- eldrar þeirra fá síðan sent bréf frá lögreglunni um þessi afskipti og afrit af bréfinu verður sent til Bamavemdamefndar. Foreldrar bera ábyrgð á bömum sínum: Foreldrar þurfa að meta hvort að bam þeirra hefur þroska til að nota reiðhjól og hvort að umferðaraðstæður eru þannig að þau geti bjargað sér án fylgdar. Almenna reglan er sú að böm undir 12 ára aldri hjóli aðeins á göngu-og hjólreiðastígum, fyrr hafa þau ekki þann þroska og reynslu sem þarf til að hjóla samhliða bif- reiðum. Lögreglan gerði könnun á notkun hlífðarhjálma hjá bömum sem komu á reiðhjólum i skólann á morgn- ana og var könnunin gerð dagana 24.-29. april s.l. Er skemmst frá því að segja að ástandið er mjög slæmt, fæst böm vom með hlífðarhjálma. Af 88 börnum sem komu á reiðhjóli í skólann voru 53 böm ekki með hjálm eða 60 %. Nokkur atriði sem ber að hafa í huga varðandi hjól- reiðahjálma: 1. Allir hjálmar eiga að vera CE merktir sem þýðir að þeir uppfylli lágmarkskröfur um öryggi. 2. Hjálminum eiga að fylgja íslenskar leiðbeiningar 3. Hjálmurinn þarf að vera af réttri stærð, merking sem sýnir stærð hans er inni í honum. 4. Foreldrar þurfa að fylgjast reglulega með að hjálmurinn sé rétt stilltur, hann sitji þétt á höföinu. 5. Hjálmur í skæmm litum sést best í umferðinni. 6. í kulda er best að nota þunna lambhúshettu eða sérstakar eymahlífar. 7. Hvorki má líma merki eða mála á hjálminn, höggþol getur þá minnkað. 8. Ef böm eru reidd á hjóli er skilyrði að þau séu í sérstöku sæti með hjálm. 9. Hjálmur sem orðið hefur fyrir miklu höggi er ónýtur. Hjálmur kemur ekki í veg fyrir slys en hann ver okkur fyrir meiðslum. Hjálmur getur greint á milli heilahristings og höfúðkúpubrots eða greint á milli lífs og dauða. 14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.