Fréttablaðið - 23.01.2017, Side 8
rauðlauk og chili, kórónaður með kókós-
eftir hátíðarmatinn.
gottimatinn.is. Uppskriftavefurinn er jafn
aðgengilegur í tölvunni, spjaldtölvunni og
snjallsímanum.
Hollustan hefst á gottimatinn.is
ferskur
fiskréttur
Allir velkomnir
!
Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa ásamt sendinefnd
ESB kynna styrki og samstarfsmöguleika.
Tækifæri fyrir skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika
til evrópsks samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs.
Kynning á tækifærum
og styrkjum í Evrópusamstarfi,
þriðjudaginn 24. janúar 2017
Háskólanum í Reykjavík kl. 11-13 í Sólinni
Háskóla Íslands kl. 14-16 á Háskólatorgi
ErlEnt Hitastig mun fara niður
fyrir núll gráðurnar næstu daga í
suðurhluta Englands og Wales og er
búist við að tafir verði á flugvöllum
í London. Þá segja breskir fjölmiðlar
frá því að akstursskilyrði í morg-
unumferðinni gætu verið hættuleg
enda mun frostþoka verða yfir og
því er búist við mikilli hálku. „Hætta
er á að frostþokan nái frá norðvest-
ur hluta Englands og að suðaustur
hlutanum. Þetta gæti haft áhrif á
flugvelli í London og umferðina því
þetta eru ekki aðstæður sem eru
vel þekktar í Englandi,“ er haft eftir
veðurfræðingi hjá Veðurstofu Bret-
lands í breskum fjölmiðlum.
Fólk er hvatt til að fylgjast vel með
veðurspám en veðurafbrigðin munu
trúlega standa yfir til morguns.
Búast má við allt að fjögurra stiga
frosti í dag og tveggja stiga frosti á
morgun. Norðurhluti Englands og
Skotland munu að mestu sleppa við
kuldann.
Átta stiga frost mældist í South
Farnborough í Hampshire héraðinu
á föstudag. – bb
Fimbulkuldi í Bretlandi
Séð yfir Thames. NordicPhoToS/GeTTy
ÍSrAEl Stjórnvöld í Ísrael samþykktu
í gær að heimila byggingu á sjötta
hundrað nýrra húsa í landtöku-
byggðum í austurhluta Jerúsalem.
Áður hafði afgreiðslu á málinu verið
frestað.
Skömmu fyrir jól samþykkti
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
ályktun þar sem landtökubyggðir á
hernumdum svæðum Palestínu voru
gagnrýndar harkalega. Fjórtán þjóð-
ir greiddu atkvæði með tillögunni en
ein sat hjá. Afgreiðslan vakti athygli
þar sem Bandaríkin hafa yfirleitt
beitt neitunarvaldi sínu í málefnum
Ísrael.
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra Ísraels, gagnrýndi afstöðu
Bandaríkjanna harkalega og fór fram
á að því yrði frestað að taka ákvörð-
un um málið. Ákvörðunin var tekin
í gær, tveimur dögum eftir að Donald
Trump sór embættiseið sem forseti
Bandaríkjanna.
„Reglur leiksins hafa breyst eftir
að Trump tók við sem forseti,“
segir Meir Turgerman, aðstoðar-
borgarstjóri Jerúsalem, við AFP um
ákvörðunina. Hann bætti því við að
um 11.000 nýjar íbúðir til viðbótar
væru á teikniborðinu þó ekki liggi
fyrir hvenær framkvæmdir við þær
geta hafist. „Hendur okkar eru ekki
lengur bundnar af Barack Obama.
Nú getum við loksins byggt.“
Í gær upplýsti Netanyahu að hann
hyggðist síðar þann daginn ræða
við Trump símleiðis. Var þar á ferð
fyrsta símtal leiðtoganna frá því að
sá síðarnefndi settist í forsetastól.
Ekki er vitað hvað þeim fór á milli. Í
kosningabaráttu sinni lofaði Trump
meðal annars að styðja Ísrael og
berjast fyrir því að Jerúsalem yrði
viðurkennd sem höfuðborg ríkisins.
„Það er tímabært að þjóðir
heimsins hætti að líta á Ísrael sem
ríki sem er óháð lögum og reglum,“
segir Nabil Abu Rudeineh talsmaður
Mahmoud Abbas, forseta Palestínu.
Með því fordæmdi hann hinar fyrir-
huguðu byggingar og kallaði eftir
því að Sameinuðu þjóðirnar fylgdu
áfram þeirri línu sem fram kom í
ályktun öryggisráðsins.
Umræddar íbúðir eiga að rísa á
landsvæði sem Ísraelar hernumdu
árið 1967 í sex daga stríðinu. Alls býr
nú um hálf milljón Ísraela á svæðinu
sem inniheldur meðal annars Vestur-
bakkann, Austur-Jerúsalem og Gol-
an-hæðir. Málið hefur síðan þá verið
tilefni deilna milli Ísraela og alþjóða-
samfélagsins. johannoli@frettabladid.is
Byggt á ný eftir
embættistöku
Donald Trump
Á sjötta hundrað nýrra íbúða munu rísa í landtöku-
byggðum Ísraela á næstunni. Afgreiðslu málsins
hafði verið slegið á frest í fyrra eftir fordæmingu
öryggisráðsins á framkvæmdum Ísraela á svæðinu.
Byggt hefur verið á 140 stöðum á svæðinu á þeim tæplega fimmtíu árum sem
Ísraelar hafa haft yfirráð á svæðinu. FrÉTTABLAÐiÐ/ePA
Átta stiga frost mældist í
South Farnborough í Hamp-
shire héraðinu á föstudag.
2 3 . j A n ú A r 2 0 1 7 M Á n U D A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð
2
3
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
0
4
-6
1
1
C
1
C
0
4
-5
F
E
0
1
C
0
4
-5
E
A
4
1
C
0
4
-5
D
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K