Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 13
Getty Images
Gáfaðri? Frammistaða fólks í greindarprófum hefur batnað með hverri kynslóð allt frá árinu 1930.
verið talið að erfðir og umhverfis-
áhrif spili inn í, t.d. betra mataræði,
meiri menntun og flóknara og meira
krefjandi samfélag.
Í bókinni fullyrðir Flynn að á
heimilum þar sem tíðkast að fólk
eigi líflegar samræður sín á milli;
ögri, vefengi, rökræði og grínist,
hækki greindarvísitala fjölskyld-
unnar um nokkur stig. Með árunum
verði sama uppi á teningnum á
vinnustöðum þar sem verkefnin eru
ögrandi og reyna á gáfnafar starfs-
manna.
The Sunday Times hefur eftir
Flynn að þeir sem aftur á móti um-
gangist alla jafna heimskingja, til að
mynda á heimili eða
vinnustað, eigi á hættu
að greindarvísitala
þeirra hrapi snarlega,
enda sé örvunin engin
við slíkar kringum-
stæður.
Að giftast til gáfna
„Heilinn er eins og vöðvi, því
meira sem hann er notaður þeim
mun sterkari verður hann. Þess
vegna hefur manneskjan tækifæri
til að auka greind sína allt lífið,“
segir Flynn og blæs á bölsýnisraus
og viðteknar skoðanir um að genin
ráði gáfum alfarið og því geti menn
ekki orðið betri gáfum
gæddir eftir átján ára
aldur. Svo stingur hann
upp á að fólk fái sér
maka og vini sem eru
gáfaðri en það sjálft og
komi sér hugsanlega í
meira krefjandi starf.
„Allt þetta getur hækkað greind-
arvísitölu fólks,“ áréttar hann.
Önnur tveggja meginniður-
staðna Flynns er sú að „vits-
munalegir hæfileikar“ fjölskyld-
unnar hafi mikil áhrif á greindar-
vísitölu hvers einstaklings,
sérstaklega barna. Hann útskýrir
niðurstöðu sína á þann veg að vel
greint tíu ára barn, sem á í meðal-
lagi greint systkini, eigi á hættu að
greindarvísitala þess skerðist um 5
til 10 stig. Meðalgreint barn eða
barn með lága greindarvísitölu geti
aftur á móti bætt við sig 6 til 8 stig-
um eigi það systkini með greind yfir
meðallagi.
20% tengd lífstílnum
„Upp að tólf ára aldri ræðst til
dæmis af heimilisbragnum hversu
reikningsglögg börnin eru og að
sama skapi hefur hann áhrif á tal
þeirra og orðaforða fram á fullorð-
insár og um leið hversu vel þau
standa sig í skóla,“ segir hann.
Önnur veigamesta niðurstaða
Flynns er að þótt gen og lífsreynsla
á unga aldri séu þættir sem ákvarði
greindina upp að 80%, séu 20%
sterklega tengd lífstíl fullorðins
fólks. Samkvæmt kenningum hans
ætti flestum sem komnir eru af
barnsaldri því að vera í lófa lagið að
bæta greind sína þegar þeim verður
ljóst að umhverfið sem þeir lifa og
hrærast í er ekki nægilega hvetj-
andi. Eða a.m.k. að vera á varðbergi
og láta greindarvísitöluna ekki
hrapa um 10 stig eða meira. „Leikn-
um er ekki lokið, vitsmunalegir eig-
inleikar þínir eru í þínum höndum,“
segir Flynn.
„Heilinn er eins
og vöðvi, því
meira sem hann
er notaður þeim
mun sterkari
verður hann.“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016
Greindarvísitala (IQ, Intelligence Quotent) er tala
sem metur greind fólks. Til þess að reikna hana
út þarf að láta fólk taka sérstakt greindarpróf og
athuga hvernig það stendur sig á því miðað við
aðra.
Upphaflega var greindarvísitala notuð til að at-
huga hversu mikið börn voru á undan eða eftir
jafnöldrum sínum í greind, og kallaðist hún þá
aldursmiðuð greindarvísitala (ratio IQ). [...] Hóp-
arnir voru valdir með það í huga að þeir væru lýs-
andi fyrir hvern aldurshóp, t.d. með því að velja
af handahófi hvaða börn voru með í úrtakinu. Því
næst var greindarprófið lagt fyrir það barn sem meta átti greind hjá
og greindaraldur þess (mental age) borinn saman við raunaldur
(chronological age) með þessari formúlu:
Aldursmiðuð greindarvísitala
= (greindaraldur/raunaldur)*100
Raunaldur er það sem í daglegu tali kallast aldur. Greindaraldur
gefur aftur á móti upplýsingar um hvernig fólk stendur sig miðað
við aðra. Sá sem stendur sig jafnvel og 8 ára meðalbarn hefur 8 ára
greindaraldur. [...] Ef reiknað er út úr formúlunni sést að þegar
greindaraldur er sá sami og raunaldur er greindarvísitalan = 100.
Þetta þýðir með öðrum orðum að meðalgreint barn á tilteknum aldri
hefur ávallt greindarvísitöluna 100.
Heimild: visindavefur.is
IQ – greindarvísitala
RAUNALDUR OG GREINDARALDUR
James Robert Flynn
Hringbraut-miðlun ehf. | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Missið ekki af áhugaverðum þætti um um starfsemi
Mountaineers of Iceland og viðtölum við eigendur. Hringbraut næst á rásum7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar
í kvöld kl. 22.00
Heimsókn til Mountaineers
of Iceland á Langjökul
í þættinum Atvinnulífið sem er á
dagskrá Hringbrautar kl. 22.00 í kvöld. • Stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á
Íslandi og hefur starfað í 20 ár
• Á 2. hundrað snjósleðar á boðstólum
fyrir ferðamenn frá öllum
heimshornum
• Lúxusmatur á jöklinum og
mikil upplifun ferðamanna
• Upphækkaðar risarútur og
4x4 jeppar af stærstu gerð