Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Sláttur er hafinn. Einna mesta sprettan á þessu ári er í miðhluta Fljótshlíðar. Á bæjunum Teigi og Butru hófst sláttur um helgina. Á Teigi voru slegnir alls um fimm hektarar. Ekki er vitað til þess að haf- inn sé sláttur víðar en á Holtsseli í Eyjafirði var sleg- inn um helgina rúmlega einn hektari. Á Teigi var byrjað á nýrækt sem friðuð hefur ver- ið fyrir beit. Þetta reyndist mjög góð slægja. „Það var sáð í þetta í fyrrasumar, góðum grastegundum. Svo var borið snemma á og stykkið friðað,“ segir Guðni Jensson, bóndi. Jens Jóhannsson, fyrrverandi bóndi á Teigi, segir óvanalegt að byrjað sé svona snemma. „Það er sjald- an byrjað fyrr en 17. til 20. júní, eða jafnvel seinna. Í fyrra var ekki byrjað að slá fyrr en komið var undir mánaðamót.“ Hann getur þess að í sumar hafi verið meiri raki í mið-hlíðinni en víða annars staðar, þar hafi gert fjallaskúrir. „Hingað kom ráðunautur sem verið hefur að flækjast um mestallt land. Hann sagði að gróður hér væri einna lengst kominn,“ segir Jens. Pétur Guðmundsson, bóndi í Stóru-Hildisey I í Landeyjum, telur að sláttur þar um slóðir hefjist ekki fyrr en eftir viku eða hálfan mánuð. Grasið vaxi vel í hlýindunum en það mætti alveg vökna aðeins. „Við slógum rúman hektara á laugardaginn. Það er hólf sem við beitum og grasið var orðið of mikið,“ segir Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi í Holts- seli í Eyjafirði. Hann telur að nærri hálfur mánuður sé í það að hægt verði að hefja alvöru heyskap í Eyjafirði. „Það er allt að skrælna hér. Hér í Holtsseli hefur úrkoman verið 0,2 millimetrar frá því fyrstu dagana í maí. Grösin skrölta á hálfum hraða,“ segir Guðmundur. Sem dæmi um þetta nefnir hann að að- eins hafi þurft að slá lóðina við íbúðarhúsið einu sinni en þann blett þurfi alltaf að vera að slá í betri árum. helgi@mbl.is Ljósmynd/Guðni Jensson Heyskapur Sláttur á Teigi hófst á laugardag og síðdegis í gær átti að byrja að rúlla uppskerunni. Fyrstir í Fljótshlíð  Fjallaskúrir gefa gróðrinum í Mið-Hlíðinni forskot  Sláttur hafinn  Vika eða tvær í almennan heyskap Benedikt Bóas Viðar Guðjónsson Sólarhringsvakt er í gjaldskýli norð- an Hvalfjarðar og þaðan er beint símasamband við slökkvilið. Sívöktun er á 57 myndavélum en alls vakta hátt í 100 myndavélar Hvalfjarðargöngin. Viðbragðsáætlun sem fór af stað við harðan árekstur í göngunum á sunnu- dag gekk vel og æfingar sem haldnar eru reglulega í göngunum skiluðu sínu. Einn lést og fjórir slösuðust í alvar- legasta umferðarslysi í Hvalfjarðar- göngum frá því þau voru opnuð sum- arið 1998. Líðan hinna slösuðu er eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. „Það er til sérstök viðbragðsáætl- un við Hvalfjarðargöngin sem er virkjuð og ákveðið kerfi sem fer í gang,“ segir Ómar Smári Ármanns- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í slysi eins og varð á sunnudag tók lög- reglan yfir. „Allt starf gekk vel í göngunum. Þar eru haldnar æfingar reglulega þar sem ákveðin atvik eru æfð. Menn eru því vel samstilltir í viðbrögðum,“ segir Ómar. Fimm manns voru í bílunum sem rákust saman í göngunum. Ökumenn og farþegar í báðum bílum voru flutt- ir á Landspítala í Reykjavík í sjúkra- bílum og þyrlu Landhelgisgæslunn- ar. Voru göngin lokuð í um þrjár klukkustundir vegna slyssins. Tölvubúnaður greinir frávik Vaktmaður í gjaldskýli getur rofið útsendingar útvarps og flutt vegfar- endum í göngunum tilkynningar, ef ástæða þykir til. Það var þó ekki gert, að sögn Gylfa Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra Spalar. „Mínir menn sem voru niðri í göng- um sögðu að þetta hefði gengið mjög vel fyrir sig. Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu tók yfir og sýndi fum- lausa frammistöðu. Viðbragðsáætlun í gang við svona slys og hún virkaði mjög vel,“ segir Gylfi. Tölvubúnaður sívöktunarkerfisins greinir á sjálfvirkan hátt öll frávik frá því sem talið er eðlilegt ástand og læt- ur vaktmenn í gjaldskýli til dæmis vita ef bílar lenda í árekstri. „Það er sívöktunarkerfi í göngun- um og um leið og eittvað svona gerist kemur það upp í gjaldskýli. Vaktmað- ur lokar þá göngunum og hringir í Neyðarlínuna. Það er hægt að koma skilaboðum til ökumanna í gegnum Rás 1 og 2 og Bylgjuna en það var ekki gert svo ég viti. Annar sem er í gjaldskýlinu þarf að fara niður í göng, svo öryggisstjórinn og svo koll af kolli. Það var gott að þyrlan var stutt frá, því að hún kom á örskotsstundu. Lögreglan, sjúkralið og slökkvibílar komu einnig á skömmum tíma beggja vegna. Það gekk allt upp,“ segir Gylfi. Önnur göng öryggis vegna Ekki kom upp eldur í slysinu en engu að síður er vert að velta fyrir sér brunavörnum í kjölfar þess. Björn Karlsson, forstjóri Mann- virkjastofnunar, segir ýmsar aðferðir til að minnka áhættuna. Ein sé sú að gera önnur göng við hliðina sem hægt sé að nota sem björgunargöng. „Sam- kvæmt stöðlum Vegagerðarinnar sætta þeir sig við þá áhættu sem þarna er. En við sem hugum að brunamálum, slökkviliðin og Mann- virkjastofnun, viljum bæta þarna brunavarnir. Stærsta málið í því yrði að byggja önnur göng, sem gætu þjónað sem björgunargöng.“ Unnið vel eftir áætlun Spalar  Æfingar í göngunum skiluðu sínu Morgunblaðið/Golli Banaslys Frá vettvangi slyssins í Hvalfjarðargöngum á sunnudag. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stjórnmálaflokkarnir eru byrjaðir að undir- búa alþingiskosningar í haust en eru misjafn- lega langt komnir í þeirri vinnu. Listar líklega í ágúst Valgerður Björk Pálsdóttir, framkvæmda- stjóri Bjartrar framtíðar, sagði að flokkurinn hefði ráðið kosningastjóra fyrir síðustu helgi. Þriggja manna teymi sem vinnur að kosn- ingaundirbúningi hefur hafið störf. Sex manna valnefnd mun leggja fram tillögu að framboðs- listum í öllum kjördæmum. Svo þarf 80 manna stjórn að samþykkja framboðslistana. Stjórn- in heldur væntanlega fund í ágúst. Líklegt er að framboðslistar verði lagðir þar fram. Fimm leiðir hjá Framsókn Einar Gunnar Einarsson, framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins, sagði fimm leiðir koma til greina við að velja á framboðslista. Þær væru: Opið prófkjör eða lokað, póstkosn- ing, tvöfalt kjördæmisþing eða uppstilling. Kjördæmisþing ákveða hvaða aðferð er not- uð í kjördæminu. Þau eru boðuð með 2-3 vikna fyrirvara eftir því hvert kjördæmið er. Ekkert þing hefur enn verið boðað. Fyrsta prófkjörið 20. júní Píratar hafa ráðið kosningastjóra og eru að undirbúa prófkjör sem haldin verða í öllum kjördæmum. Fyrsta prófkjörið verður í Norðausturkjör- dæmi. Framboðsfrestur er runninn út og hefst rafrænt prófkjör í kosningakerfi Pírata 20. júní og stendur í viku. Önnur kjördæmisráð eru að undirbúa prófkjör en hafa ekki ákveðið dagsetningar. Píratar halda aðalfund um næstu helgi. Sig- ríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmda- stjóri Pírata, taldi að það myndi skýrast eftir aðalfundinn hvenær önnur prófkjör yrðu hald- in. Hófst með landsfundinum Landsfundur Samfylkingarinnar um síð- ustu helgi var upphafið á kosningabaráttu flokksins, að sögn Kristjáns Guy Burgess, framkvæmdastjóra flokksins. Kjördæmisráð eru að funda og þau munu ákveða hvernig og hvenær valið verður á framboðslista. Kristján sagði einhverja komna langt í undirbúningsvinnu. Hann taldi að mál- in myndu skýrast þegar liði á mánuðinn. Framkvæmdastjórn og þingflokkur halda sameiginlegan fund í vikunni og ný stjórn flokksins kemur saman á morgun. Prófkjör og kjördæmisþing Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafið undirbún- ing alþingiskosninga, að sögn Þórðar Þór- arinssonar framkvæmdastjóra. Prófkjör verða í Norðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. Fundur verður í Reykjavíkurkjördæmum í dag og liggur fyrir honum tillaga um að halda prófkjör. Þá hefur verið ákveðið að halda tvö- falt kjördæmisþing í Norðausturkjördæmi. Fulltrúar í kjördæmisráði og varamenn þeirra munu þá koma saman og stilla upp lista. Þórður sagði stefnt að því að prófkjörin og val á framboðslista færu fram um mánaðamót ágúst og september. Forval eða uppstilling Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmda- stjóri Vinstri grænna (VG), sagði að undir- búningur væri hafinn. Þau færu sér þó ekki að neinu óðslega enda lægi kjördagur ekki enn fyrir. Að hennar sögn eru félagsfundir haldnir í kjördæmunum um hvaða leið verður farin við val á framboðslista; forval eða upp- stilling. Björg Eva gerði ráð fyrir uppstillingu í Suðurkjördæmi og líklega einnig í Norð- austurkjördæmi. Ekki hefur verið ákveðið hvaða leið verður farin í öðrum kjördæmum. Í kvöld verður haldinn fundur VG í Reykjavík um hvaða leið verður farin við val á framboðs- listana þar. Stilla upp í öllum kjördæmum Stjórn Viðreisnar er byrjuð að undirbúa kosningabaráttu. Benedikt Jóhannesson for- maður sagði að uppstillingarnefndir myndu stilla upp listum í öllum kjördæmum. Væntan- lega lægju listarnir fyrir snemma í september. Flokkarnir búa sig undir kosningar  Flokkarnir fara mismunandi leiðir við að velja frambjóðendur á lista  Opin eða lokuð prófkjör, uppstilling, forval eða tvöföld kjördæmisþing  Prófkjör Pírata í NA-kjördæmi hefst 20. júní Morgunblaðið/Ómar Kosningar Flokkarnir undirbúa nú að velja fólk á framboðslista fyrir næstu kosningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.