Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 159. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Var í fólksbifreið á norðurleið
2. Veiðiþjófar staðnir að verki
3. Atvinnuviðtal endaði með …
4. Innlit í herbergið hennar Ísabellu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tenórsöngvarinn Þorsteinn Arn-
björnsson hlýtur lof gagnrýnanda
New York Times fyrir frammistöðu
sína í uppfærslu Loft Opera á óperu
Rossini, Le comte Ory, Ory greifa,
sem sýnd er í Muse í Brooklyn í New
York í leikstjórn John de los Santos.
Þorsteinn syngur titilhlutverk óper-
unnar, hlutverk Ory greifa, sem gagn-
rýnandinn, Zachary Woolfe, segir
liggja „skelfilega hátt“ fyrir raddsvið
tenórsins. Þorsteinn leysi verkefnið
engu að síður með glæsibrag og búi
yfir persónutöfrum.
Þorsteinn nam söng hér á landi áð-
ur en hann hélt til Bandaríkjanna til
náms við Oklahoma-háskóla árið
2003 og síðar við Oberlin-tónlistar-
háskólann. Hann hefur m.a. sungið
við óperuna í Sarasota og í Santa Fe
og þreytti frumraun sína á sviði
vestra í Le Rossignol eftir Stravinskíj
með sinfóníuhljómsveitinni í Cleve-
land.
Hampað fyrir túlkun
sína á Ory greifa
Tríó píanóleikarans Sunnu Gunn-
laugsdóttur kemur fram á djass-
kvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30.
Með Sunnu leika í tríóinu þeir Þor-
grímur Jónsson á kontrabassa og
Scott McLemore á trommur. Þau
munu flytja djass-
standarda og frum-
samda tónlist.
Þetta verða
síðustu tónleikar
tríósins á Íslandi
áður en þau
halda til
Ítalíu.
Tríó Sunnu leikur
djass á Kex hosteli
Á miðvikudag Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, skýjað með
köflum og nánast þurrt. Hiti 12 til 19 stig, hlýjast fyrir vestan og í
innsveitum á Norðurlandi. Á fimmtudag og föstudag Austanátt.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-13 m/s við suðurströndina og
þykknar heldur upp en rofar til fyrir norðan. Líkur á stöku síð-
degisskúrum um landið fyrir vestan. Hiti 10 til 18 stig að deginum.
VEÐUR
Aníta Hinriksdóttir og Ásdís
Hjálmsdóttir náðu báðar
besta árangri sínum á árinu á
sterku móti sem fram fór í
Prag í gær. Aníta hjó nærri Ís-
landsmeti sínu í 800 metra
hlaupi þegar hún sigraði á
tímanum 2:00,54 mínútum,
sem er aðeins 5/100 úr sek-
úndu frá metinu. Þá hafnaði
Ásdís í þriðja sæti í spjót-
kasti þegar hún þeytti því
61,37 metra, sem er lengsta
kast hennar á árinu. »1
Aníta og Ásdís
gerðu vel í Prag
„Ég held að fæstir leikmenn í deild-
inni þoli Davíð Viðarsson inni á vell-
inum, eins góð manneskja og hann er
svo fyrir utan völlinn. Ég hef talað við
nokkra sem gjörsam-
lega þola ekki að spila
á móti Davíð en það
er auðvitað fyrst
og fremst út af
því hversu góð-
ur fótbolta-
maður hann
er,“ segir
leikmaður FH
um fyrirliða
liðsins. »4
Flestir þola ekki Davíð
inni á vellinum
„Við erum mjög ánægðar með það að
geta tryggt okkur sætið á EM strax.
Við höfum þurft að hafa mikið fyrir
því að komast í þessa stöðu og von-
andi klárum við dæmið núna. Mér
finnst við vera á ótrúlega flottri leið,“
segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrir-
liði kvennalandsliðsins í knattspyrnu,
sem getur í kvöld tryggt sér sæti á
EM 2017. »2-3
Þurft að hafa mikið
fyrir þessari stöðu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þetta var skemmtilegt,“ segir Árni
Snorrason, vatnaverkfræðingur og
veðurstofustjóri, sem hjólaði þvert yf-
ir Bandaríkin við þriðja mann, um
5.000 km á tveimur mánuðum, en Jó-
hanna Bogadóttir, eiginkona Árna, ók
á eftir hjólreiðafólkinu.
Árni hefur lengi verið með hjóla-
dellu og hefur oft hugsað um að hjóla
þessa leið en ekki gefið sér tíma til
þess fyrr en nú. Þegar systir hans og
mágur, Anna María Snorradóttir og
Bjarni Helgason, voru til í slaginn var
ekkert að vanbúnaði. „Ferðin byrjaði
að taka á sig mynd fyrir um tveimur
til þremur árum og tækifærið kom í
vor,“ segir hann.
Hópurinn lagði af stað frá Corona
del Mar í Kaliforníu, á milli Los Ang-
eles og San Diego, og lauk ferðinni í
Yorktown í Virginíu. Fyrstu og síð-
ustu 20 til 30 km voru á hjólastígum
en annars hjóluðu þau á þjóðvegum í
11 ríkjum. Að meðaltali hjóluðu þau
tæplega 100 km á dag, oft 120-130 km
undir lokin og mest 177 km. Árni segir
að tímaramminn hafi verið nokkuð
þröngur en þau hafi samt gefið sér
tíma til þess að skoða sig um á leið-
inni.
Tómleikatilfinning
„Við vorum óskaplega ánægð að
loknu þessu verki, trúðum því ekki al-
veg, en það kom líka yfir okkur ákveð-
in tómleikatilfinning,“ segir Árni. „Við
vorum tóm fyrstu dagana á eftir.“
Hann bætir við að ferðin hafi verið
erfiðari en þau hafi átt von á. Sér-
staklega hafi hæðirnar í seinni hluta
ferðarinnar tekið í. „Það var upp og
niður allan daginn með tilheyrandi
áreynslu, auk þess sem umferðin var
meiri, fleiri bæir að fara í gegnum og
allt tafsamara en þegar við vorum á
Route 66 og hjóluðum beint af augum
dag eftir dag.“
Hópurinn var vel undirbúinn, á góð-
um hjólum gerðum fyrir langferðir,
fékk alltaf gistingu við hæfi og lenti
ekki í teljandi vandræðum. Árni segir
að aðalatriðið hafi verið að velja rétt-
ar leiðir og klæðast viðeigandi fötum,
því að veðrið hafi breyst hratt innan
dags og milli daga. „Lykillinn að
þessu vel heppnaða ferðalagi var að
hafa trússara,“ segir Árni. „Það ein-
faldaði marga hluti og eyddi óvissu.“
Árni segir mikinn kost fyrir mat-
menn að fara í svona ferð því að borða
megi eins mikið og menn geti látið of-
an í sig. Í því sambandi vísar hann til
þess að þegar Veðurstofan hafi farið í
hjólaátak með þeim árangri að hún
hafi unnið keppnina Hjólað í vinnuna
tvö ár í röð, hafi hann velt fyrir sér
spurningunni af hverju menn væru
að hjóla og einfaldasta svarið væri til
þess að geta borðað meira. „Það
hefur hvatt marga til þess að hjóla,“
segir hann og bætir við að næsta
verkefni sé að hjóla í liði Veðurstof-
unnar í Wow-hjólreiðakeppninni í
næstu viku.
Hjóluðu þvert yfir Bandaríkin
Hjólaferðir
heppilegar fyrir
matmenn
Ljósmyndir/Bjarni Helgason
Á leiðinni Systkinin Anna María Snorradóttir og Árni Snorrason létu drauminn rætast í Bandaríkjunum.
Næring Jóhanna, Anna María, Bjarni og Árni borðuðu vel í ferðinni.