Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Gengisskráning 6. júní 2016 Kaup Sala Mið DOLLARI 122,89 123,47 123,18 STERLINGSPUND 176,86 177,72 177,29 KANADADOLLARI 94,78 95,34 95,06 DÖNSK KRÓNA 18,718 18,828 18,773 NORSK KRÓNA 14,951 15,039 14,995 SÆNSK KRÓNA 15,055 15,143 15,099 SVISSN. FRANKI 125,89 126,59 126,24 JAPANSKT JEN 1,1458 1,1526 1,1492 SDR 173,43 174,47 173,95 EVRA 139,24 140,02 139,63 MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 173,1534 Heimild: Seðlabanki Íslands Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Icelandair flutti 320 þúsund farþega í millilandaflugi í síðasta mánuði og voru þeir 20% fleiri en í maí á síðasta ári, að því er fram kemur í upplýsingum frá Icelandair Group til Kauphallar. Fram- boð í sætiskílómetrum jókst hins vegar um 25% og dróst því sætanýting lítil- lega saman, úr 79,7% í 77,5% miðað við maí í fyrra. Alls hefur millilandafarþegum fjölgað um 19% hjá flugfélaginu á fyrstu fimm mánuðum ársins og eru þeir nú komnir yfir 1,1 milljón. Seldum gistinóttum á hótelum Ice- landair Group fjölgaði um 5% miðað við maí 2015. Herbergjanýting var 79,4%. Icelandair komið yfir milljón farþega í ár ● Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs nam 27,1 milljarði króna á fyrsta þriðjungi ársins, sem er verulegur bati miðað við sama tímabil í fyrra þegar það var nei- kvætt um 35,7 milljarða. Þetta kemur fram í greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir janúar til apríl, en það gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli inn- heimtra tekna og greiddra gjalda. Aukið handbært fé á þessu ári skýrist að stærstum hluta af tekjum af stöðug- leikaframlagi sem námu 17 milljörðum í janúar og 25 milljörðum í mars. Handbært fé frá rekstri ríkisins 27 milljarðar STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Jón Þórisson jonth@mbl.is „Ef fjöldi bílaleigubíla er seldur í einu getur það haft áhrif á markað með notaða bíla,“ segir Egill Jó- hannsson, for- stjóri bifreiða- umboðsins Brimborgar sem jafnframt á og rekur Thrifty- bílaleiguna. Sam- kvæmt upplýs- ingum frá Sam- göngustofu eru nú um 22 þúsund bílaleigubílar til útleigu fyrir ferðamenn hér á landi. Bílaleiguflotinn hefur vaxið hraðar en fólksbílaflotinn í heild sinni og hlutfall bílaleigubíla því aukist af heildinni. Þannig voru bílaleigubílar um 2,4% af flotanum árið 2006 en 6,8% árið 2015. Hefur hlutfallið því tæplega þrefaldast á þessu tímabili. Fari fram sem horfir mun hlutfall bílaleigubíla af heildarflota halda áfram að vaxa á þessu ári. Lengra leigutímabil Þessa bíla þarf að selja svo að eðlileg endurnýjun í flotanum geti átt sér stað. Í skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna frá því í febr- úar segir að helsta fyrirsjáanlega hættan af stórum bílaleiguflota gæti legið í endursölu á notuðum bílaleigubílum út á hinn almenna markað. Ekki verði auðveldlega spáð fyrir um hvenær flotinn verði of stór fyrir endursölumarkað not- aðra bíla. Egill segir nýtingu bílanna breytta frá því sem fyrr var. Nú séu bílaleigur að halda stærri hluta flotans í rekstri yfir veturinn. Af- leiðing þess sé að bílarnir séu meira eknir og ódýrari í endursölu og höfði þannig til annars markhóps. „Yfirleitt er miðað við það að lág- marki að sá tími sem bíll er í leig- ustarfsemi nái yfir tvö sumur. En þessi mikla fjölgun ferðamanna til landsins hefur dreifst yfir árið og það jafnar út árstíðasveiflur í rekstrinum. Maí og september eru orðnir risastórir. Bílarnir eru því meira notaðir núna en var og það hefur þau áhrif að sala á bifreið- unum er á öllum árstímum. Því hef- ur dregið úr söluálagi notaðra bíla- leigubíla á haustin.“ Að sögn Egils eru notaðir bíla- leigubílar yfirleitt góð söluvara og hagsmunir bílaleiganna að fá sem best verð fyrir bíla sína. „Þetta eru almennt mjög góðir bílar og hafa fengið þjónustu í samræmi við regl- ur framleiðenda. Það eina sem greinir þá frá öðrum bílum er að þeir eru að jafnaði meira keyrðir, sem kemur líka fram í verðinu,“ segir Egill. „Við erum að selja bíla úr flotanum allan ársins hring.“ Sala úr landi óraunhæf Aðspurður segir Egill ekki raun- hæft að ætla að selja notaða bíla- leigubíla úr landi. „Annars vegar eru há gjöld á bílum á Íslandi. Jafn- vel þó að gjöld á bílaleigubíla séu niðurfelld að hluta er verið að draga úr þeim niðurfellingum. Víða eru engin gjöld á bílaleigubílum, svo sem í Þýskalandi og Bretlandi. Hins vegar er flutningskostnaður mikill ef flytja á bíl úr landi. Ég sé því ekki að þetta sé raunhæft. Not- aðir bílaleigubílar verða áfram seld- ir á Íslandi.“ Hætta á að endursala bíla- leigubíla muni hafa áhrif Morgunblaðið/RAX Floti Bílaleigubílar eru meira notaðir nú en var og það hefur þau áhrif að sala á bifreiðunum er á öllum árstímum. Leiga á bílum » Um þessar mundir eru starf- andi 150 bílaleigur hér á landi og eru skráðir bílaleigubílar um 22 þúsund. » Í tölum Íslandsbanka kemur fram að velta bílaleigufyrir- tækja hafi verið 33 milljarðar árið 2015. » Þar er því einnig spáð að bein fjárfesting bílaleiganna í bifreiðum nemi 22,5 milljörð- um í ár.  22 þúsund bílaleigubílar á landinu  Óraunhæft að flytja bílaleigubíla utan á ný Egilll Jóhannsson Töluverður óróleiki einkenndi verð- bréfamarkaði hér á landi í gær og féllu bæði hlutabréf og skuldabréf í verði. Hækkaði ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisskuldabréfa um nærri 30 punkta. Þá lækkaði Úrvals- vísitala Kauphallarinnar um 1,75% í 4,5 milljarða króna viðskiptum. Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að lækkunin skýrist aðallega af reglum Seðlabankans sem gefnar voru út á laugardag. „Sett er bindiskylda sem dregur úr fýsileika fyrir erlenda fjárfesta að koma inn í skamman tíma. Það mun eflaust hafa áhrif á eftirspurn á skuldabréfamarkaði.“ Stefán bendir á að erlendir fjár- festar hafi verið nokkuð virkir fjár- festar á skuldabréfamarkaði síðustu misserin, ekki síst á bréfum með lengri líftíma. „Þannig keyptu er- lendir aðilar ríkisskuldabréf fyrir um 20 milljarða á fyrstu fjórum mán- uðum ársins og liðlega 60 milljarða á síðari árshelmingi í fyrra. Þegar menn sjá fram á að eftirspurn frá er- lendum aðilum minnki hefur það töluverð áhrif á verð á markaðnum.“ Stefán telur að þessar reglur muni örugglega lita þróunina á markaði áfram en erfitt sé að spá fyrir um í hvaða átt þróunin verði. „Þessar nýju reglur höfðu líka áhrif á verðþróun hlutabréfamarkaðar. Ríkisbréf eru grunnurinn að verð- lagningu í öllum eignaflokkum í krónum og ef ávöxtunarkrafa hækk- ar á ríkisbréf gera fjárfestar sjálf- krafa hærri kröfu á allar aðrar eignir í krónum.“ jonth@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Markaðir Sviptingar hafa orðið eftir að Seðlabankinn fékk ný stýritæki. Óróleiki í Kaup- höllinni í gær  Lækkanir vegna nýrra stýritækja Seðlabankans þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.