Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016
Magnús var í sveit á Hraðastöðum
í Mosfellsdal og í Óskoti við Hafra-
vatn. Hann starfaði í skátahreyfing-
unni og með Hjálparsveit skáta í
Reykjavík 1967-73, bar út Morgun-
blaðið með skóla og var sendisveinn,
hjá Alþýðublaðinu og Gunnari Ás-
geirssyni hf.. Hann var umboðs-
maður hljómsveitanna Tóna og Són-
et, tónleikahaldari, sölumaður hjá
heildverslunum 1975-79, starfaði við
verslun föður síns og var leigubíl-
stjóri í Reykjavík frá 1989.
„Ég var alltaf sleipur í ensku og
áður en ég vissi af var ég orðinn leið-
sögumaður fyrir enskumælandi
ferðamenn sem tóku leigubíl hjá
mér. Ég hef lengi haft áhuga á ferð-
um um landið og sögu lands og þjóð-
ar og dreif mig því í leiðsögunám,
stofnaði ferðaþjónustuna Green
Energy Travel og hef síðan sinnt
akstri og leiðsögn fyrir ferðamenn.
Það er skemmtilegt starf, hafi mað-
ur á annað borð áhuga á því að fræða
fólk um það sem fyrir augu ber.“
Fjölskylda
Magnús kvæntist 1974 Jóhönnu
Björk Jónsdóttur, f. 19.1. 1954,
þroskaþjálfa. Hún er dóttir Jóns
Adolfssonar, f. 15.6. 1927, d. 12.10.
1982, verslunarstjóra, og Matthildar
Sigurjónsdóttur, f. 21.9. 1929, d.
24.11. 2011, húsfreyju í Reykjavík.
Fósturfaðir Jóhönnu var Elíeser
Jónsson, f. 20.4. 1926, d. 24.11. 2013,
flugmaður og forstjóri Flugstöðvar-
innar.
Börn Magnúsar og Jóhönnu eru
Andrea Þórey, f. 11.4. 1977, nemi í
sálfræði í Pennsylvaníu í Bandaríkj-
unum, en maður hennar er Elmar
Freyr Víðisson kerfisfræðingur og
eru synir þeirra Kristófer Leó, f.
1998, Ísak Þór, f. 2008, og Jóhann
Elí, f. 2010; Elísa Sóley, f. 29.1. 1979,
lögfræðingur í Reykjavík og eru
synir hennar Baltasar Leví, f. 1998,
og Bjarni Snæland Magnússon, f.
2007; Guðrún Björk, f. 1.2. 1990,
nemi í fæðingarorlofi í Reykjavík, en
maður hennar er Sigurður Ragnars
Arnarsson viðskiptafræðingur og
sölustjóri og er dóttir þeirra Berg-
lind María, f. 2015, og Helgi Ársæll,
f. 16.12. 1991, stuðningsfulltrúi við
sambýli í Reykjavík og er kona hans
Jóhanna Lind Þrastardóttir, leikari
og leikskólakennari.
Systkini Magnúsar eru Vilhjálm-
ur Þór Kjartansson, f. 28.12. 1943,
verkfræðingur og fyrrv. lektor við
HÍ; Anna, f. 4.11. 1949, fyrrv. banka-
starfsmaður; Kjartan Gunnar, f.
27.6. 1952, blaðamaður; Ingibjörg
Ósk, f. 17.2. 1957, leikskólakennari;
Birgir, f. 16.3. 1962, vélvirki, og
Sveinn Sigurður, f. 6.7. 1967, tölv-
unarfræðingur.
Foreldrar Magnúsar: Kjartan
Magnússon, f. 15.7. 1917, d. 3.12.
1998, kaupmaður í Reykjavík, og
k.h., Guðrún H. Vilhjálmsdóttir, f.
3.11. 1922, d. 18.7. 2014, húsfreyja og
kennari.
Úr frændgarði Magnúsar Kjartanssonar
Jóhannes
Magnússon
kaupm. í
Rvík
Klemens Jónsson
skólastj. og oddviti í Vestri-
Skógartjörn á Álftanesi
Ísleifur Jónsson
b. í Jórvík og Hraun-
gerði í Álftaveri
Teitur Jónsson
b., úrsmiður,
tré- og járn-
smiður á Ferju-
bakka, síðar í
Borgarnesi
Gróa Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Óskar
Vilhjálmsson
fyrsti
garðyrkjustj.
Rvíkurborgar
Rósbjörg
Beck
húsfr. í Rvík
Bjarni Jóhannesson
yfirvélameistari hjá Landhelgisgæslunni
Skúli
Jóhannesson
kaupm. í
Tékkkristal
Guðjón
Klemensson
læknir í Keflavík
Jón Ísleifsson
kennari, kórstjóri og
organisti í Neskirkju í Rvík
Ingveldur Teitsdóttir
húsfr. í Borgarnesi
Ingbjörg Teitsdóttir
húsfr. í Rvík
Þorkell
Teitsson
kaupm. og
símstöðvarstj.
í Borgarnesi
Helgi Sigurðsson
verkfr. og fyrsti hitaveitustj. Rvíkur
Helgi
Vilhjálmsson
verkfr. í
Þýskalandi
Þórólfur Beck
helsta knattspyrnukempa KR, Glasgow
Rangers og Íslendinga á árum áður
Vilhjálmur
Skúlason
framkv.stj.
Teitur Jónasson
forstjóri
Ásgerður Búadóttir
veflistakona
Oddný
Teitsdóttir
húsfr. í
Borgarnesi
Trausti
Jónsson
veður-
fræðingur
Andreas
Böhne
framhalds-
skólakennari
í Þýskalandi
Unnur Birna
Vilhjálmsd.
alheims-
fegurðar-
drottning
Guðríður Klemensdóttir
húsfreyja í Jórvík
Jón Jónsson
b. í Jórvík í Álftaveri
Þórey Jónsdóttir
húsfreyja í Rvík
Vilhjálmur Árnason
húsasmíðameistari í Rvík
Guðrún H. Vilhjálmsdóttir
húsfr. og kennari í Rvík
Ingibjörg
Teitsdóttir
húsfr. á
Hvanneyri
Árni Jónsson
b. á Ausu í Andakíl
Rósbjörg Hallgrímsdóttir
húsfreyja í Vindási
Jóhannes
Bjarnason
b. í Vindási
í Eyrarsveit
Guðrún Jóhannesdóttir
húsfr. á Hellissandi og í Rvík
Magnús Sigurðsson
sjóm. á Hellissandi og í Rvík
Kjartan Magnússon
kaupmaður í Rvík
Þóra Kristbjörg
Magnúsdóttir
húsfreyja í
Norska húsinu
Sigurður Ólafur Sigurðsson
útvegsb. í Norska húsinu í Ólafsvík
Magnús
Kjartansson
Tómas fæddist að Kúhól íLandeyjum 7.6. 1807, sonurSæmundar Ögmundssonar,
dbrm. í Eyvindarholti, og Guðrúnar
Jónsdóttur.
Sæmundur var sonur séra Ög-
mundar, á Krossi, bróður séra Böðv-
ars í Holtaþingum, föður séra Þor-
valdar í Holti, forföður ýmissa
menningarforkólfa, s.s. Vigdísar
Finnbogadóttur, Matthíasar Jo-
hannessen og Gylfa Þ. Gíslasonar.
Kona Tómasar var Sigríður Þórð-
ardóttir, sýslumanns í Garði Björns-
sonar og komust upp tvö börn
þeirra, Þórhildur, kona Helga Hálf-
dánarsonar lektors, og Þórður,
héraðslæknir á Akureyri.
Tómas lærði hjá Steingrími Jóns-
syni í Odda, síðar biskupi, lauk stúd-
entsprófi frá Bessastaðaskóla 1827,
tók 2. lærdómspróf við Hafnarhá-
skóla, lauk próf í hebresku 1831 og
guðfræðiprófi 1832. Hann ferðaðist
um Suður-Evrópu 1832-34 og stofn-
aði Fjölni, er hann kom til baka,
ásamt Jónasi Hallgrímssyni, Brynj-
ólfi Péturssyni og Konráð Gíslasyni.
Tómas fékk Breiðabólstað í
Fljótshlíð 1834, varð prófastur
Rangárþings 1836 og hélt Breiðaból-
stað til dánardags. Hann var líklega
áhugasamastur og raunsæjastur um
Fjölni, skrifaði mikið í ritið og gagn-
rýndi Konráð fyrir ofstæki í staf-
setningarmálum og Jónas fyrir rót-
tækni og harða gagnrýni á menn.
Tómas er, ásamt Baldvini Ein-
arssyni, Jónasi og Jóni Sigurðssyni,
helsta ættjarðar- og frelsishetja
þjóðarinnar á 19. öld. Hans var sárt
saknað er hann lést 17.5. 1841.
Jónas samdi æviágrip um Tómas
og Steingrímur Thorsteinsson skrif-
aði um hann í bókaflokknum Merkir
Íslendingar. Á legstað hans á
Breiðabólstað er minnisvarði þar
sem greypt er andlitsmynd hans úr
marmara og þrjár myndir úr lífi
hans. Um Tómas orti Jónas frægt
saknaðarljóð, en síðari hluti síðasta
erindisins er á þessa leið:
„Flýt þér, vinur, í fegra heim;
krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.“
Merkir Íslendingar
Tómas Sæ-
mundsson
90 ára
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir
85 ára
Anna Emilía Viggósdóttir
Gríma Sveinbjörnsdóttir
Guðjón Guðmundsson
Jónatan Aðalsteinsson
Jón Skagfjörð Stefánsson
Karitas Ólafsdóttir
Nanna L. Pedersen
Nanna Sigfríður
Þorleifsdóttir
Sigurður J. Ágústsson
Sjöfn Jóhanna
Haraldsdóttir
Svanhildur Jóhannesdóttir
80 ára
Anna Guðmundsdóttir
Brynjólfur Samúelsson
Haukur Þorkelsson
Herdís Jónsdóttir
Kristján Þorkelsson
Sigurður Sigurþórsson
75 ára
Emhild Kjærtrud Olsen
Gerður Ólafsdóttir
Gestur Steinþórsson
Magnús Ingvarsson
Nanna Þórðardóttir
Vigfús Jónsson
70 ára
Björg Magnúsdóttir
Finnur Birgisson
Kjartan Jeremíasson
Magnús R. Kjartansson
60 ára
Benjamín Kristinsson
Björn Guðmundsson
Guðríður Sigurðardóttir
Hrólfur Björnsson
Ingunn Kristín
Guðjónsdóttir
Ketill Hólm Freysson
Matthildur Ágústsdóttir
Rut Magnúsdóttir
Sigurbjörn Marinósson
Sigurjón Ingi Ingólfsson
50 ára
Berta Gerður
Guðmundsdóttir
Chuai Thongsawat
Hrönn Pétursdóttir
Ingunn Steingrímsdóttir
Jun Gaviola Malana
Sigurbjörg Jóhannesdóttir
40 ára
Ann-Dörte Kyas
Arnar Oddfríðarson
Atli Eggertsson
Ásgeir Bachmann
Erla Birna Birgisdóttir
Eva Lára Hauksdóttir
Guðlaugur Júníusson
Hildur Markúsdóttir
Jökull Þór Ægisson
Kristinn Júníusson
Marta María Jónsdóttir
Runólfur Geir Benediktsson
Sigríður Björk Þórisdóttir
Sigríður Ósk Kristinsdóttir
Simon Karstensen
Þórunn Bolladóttir
30 ára
Haukur Þorsteinsson
Iulian-Ionut Burlacu
Miroslav Georgiev
Karakolev
Sebastian Wieslaw Witwicki
Þórunn Skúladóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Þórunn ólst upp í
Reykjavík, býr þar og
stundar nám í þroska-
þjálfunarfræði við HÍ.
Maki: Særós Rannveig
Björnsdóttir, f. 1982, rek-
ur tómstundamiðstöð í
Hafnarfirði.
Börn: Embla Margret Sæ-
rósardóttir, f. 2001, og
Oddur Hersveinn Særós-
arson, f. 2015.
Foreldrar: Þuríður Pét-
ursdóttir, f. 1956, og Skúli
Oddsson, f. 1954.
Þórunn
Skúladóttir
30 ára Haukur ólst upp
í Garðabænum, er bú-
settur þar, lauk stúd-
entsprófi frá FG og
stundar nú nám í lög-
fræði við Háskólann í
Reykjavík.
Systir: Halldóra Þor-
steinsdóttir, f. 1984, lög-
fræðingur.
Foreldrar: Ingibjörg
Hauksdóttir, f. 1957,
deildarstjóri við LSH, og
Þorsteinn Gunnarsson, f.
1954, skrifstofustjóri hjá
MATVÍS.
Haukur
Þorsteinsson
40 ára Þórunn lauk
B.Sc.-prófi í líffræði frá
HÍ, atvinnuflugmanns-
prófi og er flugmaður hjá
Wow air.
Maki: Sigurgeir Guð-
laugsson, f. 1976, við-
skiptafræðingur.
Börn: Aron Fannar, f.
1998; Ísak Andri, f. 2003,
og Guðlaugur Breki, f.
2006.
Foreldrar: Halla Lár-
usdóttir, f. 1945, d. 2009,
og Bolli Þór Bollason, f.
1947.
Þórunn
Bolladóttir
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is
40 ára
Stýrðu birtunni heima hjá þér
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga