Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Rétt rúmartvær vikureru þar til
Bretar ákveða
hvort framtíðin
skuli liggja innan
eða utan Evrópu-
sambandsins.
Kosningabaráttan er hörð og
víglínan liggur um Íhalds-
flokkinn miðjan. David Came-
ron forsætisráðherra og
George Osborne fjármálaráð-
herra standa þar fremst í
stafni þeirra sem vilja vera
áfram innan sambandsins, á
meðan þungavigtarmenn á
borð við Boris Johnson, fyrr-
verandi borgarstjóra Lund-
úna, og Michael Gove dóms-
málaráðherra hafa tekið
slaginn fyrir útgöngumenn.
Ásakanir og svikabrigsl
fljúga fram og til baka yfir
skotgrafirnar. Cameron hefur
til að mynda gengið mjög langt
í baráttu sinni fyrir áframhald-
andi veru Breta innan ESB,
svo langt að sumum flokks-
systkinum hans blöskrar.
Hann hélt til dæmis fund með
Harriet Harman, fyrrverandi
formanni Verkamannaflokks-
ins, Natalie Bennett, formanni
Græningja og Tim Farron,
leiðtoga Frjálslyndra demó-
krata.
Ástæðan fyrir þessu pólit-
íska bandalagi er sú að Jeremy
Corbyn, formaður Verka-
mannaflokksins, hefur ekki
sinnt kosningabaráttunni af
þeim eldmóði sem aðildar-
sinnar vonuðustu eftir þegar
hann tilkynnti að
hann myndi segja
já við ESB. Fundi
Camerons og fé-
laga var því ætlað
að vinna hug og
hjörtu vinstrisinn-
aðra kjósenda, en
vandinn er að Cameron er ekki
beinlínis dáður í þeirra hópi.
Það sem hann hefur helst unn-
ið með samstarfinu við þessa
pólitísku keppinauta er að
reita marga af eigin kjósend-
um til reiði. Þannig herma
bresku blöðin að töluverður
fjöldi þingmanna flokksins
muni krefjast þess eftir at-
kvæðagreiðsluna að Cameron
víki, hver sem úrslitin verði.
Annað sem veldur Cameron
vanda er að skoðanakannanir
benda nú til að útgöngusinnar
séu að sækja í sig veðrið og
hafi náð meirihluta. Áhrif á
markaði hafa verið töluverð og
breska pundið lækkaði í gær í
kjölfar tíðindanna, sem gæti
hjálpað aðildarsinnum að rétta
hlut sinn meðal kjósenda.
Það á þó eftir að koma í ljós
hvort sú barátta skilar ár-
angri, en vísbendingar hafa
verið um að mörgum Bretum
finnist bölmóðurinn sem ein-
kennir málstað aðildarsinn-
anna fráhrindandi. Finni þeir
ekki leiðir til þess að benda á
jákvæðar hliðar á framtíð
Bretlands innan Evrópusam-
bandsins gætu útgöngumenn
borið sigur úr býtum. Það yrði
sannarlega söguleg niður-
staða.
Brexit skekur
Íhaldsflokkinn og
setur forystu
Camerons í óvissu,
hvernig sem fer}
Söguleg niðurstaða?
Hnefaleikamað-urinn Mu-
hammad Ali er lát-
inn, 74 ára að aldri,
eftir áralanga bar-
áttu við Parkinson-
sjúkdóminn. Í lífi hans skiptust
á skin og skúrir, en áhrif Alis á
bandarískt samfélag náðu langt
út fyrir hnefaleikahringinn. Ali,
sem hét í fyrstu Cassius Clay,
vakti fyrst á sér athygli sem há-
vær og rígmontinn hnefaleika-
kappi sem var sannfærður um
að hann væri „sá mesti“. Þegar
horft er yfir ferilinn nú kemur
má sjá að töluverð innistæða
var fyrir þessu mikla sjálfsáliti.
Í Muhammad Ali komu sam-
an óbilandi sjálfstraust og
heillandi persónuleiki sem fáir
gátu staðist. Á sama tíma og
hann ögraði bandarísku sam-
félagi með öflugri þátttöku
sinni í réttindabaráttu blökku-
manna og andófi sínu gegn Ví-
etnamstríðinu átti hann engan
sinn líka í hringnum. Þar „sveif
hann eins og fiðrildi og stakk
eins og býfluga“ en hann gat
einnig greitt andstæðingum
sínum þung högg
utan hans með orð-
um sínum og lát-
bragði.
Ali sýndi einnig
af sér ótrúlega elju
og metnað þegar á móti blés.
Þannig töldu margir feril hans
á enda árið 1966 þegar Ali neit-
aði að gegna herþjónustu. Í
kjölfarið var hann sviptur titl-
um sínum og neitað um leyfi til
hnefaleika fram til ársins 1970.
Það tók hann fjögur ár að kom-
ast aftur á toppinn og fáir aðrir
en Ali sjálfur höfðu trú á að
honum tækist það.
Að hnefaleikaferlinum lokn-
um tók við önnur barátta, sem
einkenndi líf Alis síðustu 30 ár
ævi hans eða svo. Í þeirri bar-
áttu stóð hann keikur líkt og áð-
ur og lét ekkert á sig fá.
Bandaríkjamenn sýndu hug
sinn til Muhammad Ali þegar
hann var fenginn til að kveikja
ólympíueldinn á leikunum í
Bandaríkjunum árið 1996.
Hann hafði unnið hug þeirra og
hjörtu, og heimsbyggðarinnar
með.
Muhammad Ali átti
glæstan feril innan
og utan hringsins}
Goðsögn í lifanda lífi
É
g hef áður rætt um það á þessum
vettvangi hve margt var betra
hér í eina tíð. Er þá ekki bara
vísað til þeirrar staðreyndar að
þá fengust morgunkorn á við
Trix og alvöru Cocoa Puffs (já – það sem fæst
núna er ekkert á við það sem áður var), Jack
Nicholson lék eingöngu (nánast, að minnsta
kosti) í góðum bíómyndum og var alltaf hel-
svalur, og þá var hægt að horfa á besta körfu-
boltamann allra tíma leika listir sínar. Ekkert
af framangreindu á við í dag. Svona nöldur
fylgir því bara að skríða yfir fertugt en er samt
alveg satt.
Ég hef nefnilega hitt fyrir menn sem halda
því blákalt fram að Stephen Curry, besti leik-
maður NBA-deildarinnar nú um stundir og
liðsmaður Golden State Warriors, sé betri en
Michael Jordan. Það er vitaskuld aldeilis fráleitt, eins og
þú veist vel.
Nú gæti einhver afskrifað þetta sem svo að miðaldra
menn segi einfaldlega allt betra sem áður var, burtséð frá
staðreyndum, og sumpart er þetta örugglega alveg rétt.
En gætið að því að ég er aftur á móti þeirrar skoðunar að
Lionel Messi sé besti fótboltamaður sögunnar, en ekki
Diego Maradona, Pelé, Johan Cruyff eða George Best.
Eitt er það sem hefur farið snarlega á verri veg eftir
því sem árin líða. Það eru smíðahæfileikar og verkfæra-
hæfni þess sem þetta ritar. Þegar ég var yngri maður
léku ólíklegustu hlutir í höndum mér og ég var merkilega
sjálfbjarga um hluti sem þurfti að eiga við og
dytta að. Þegar við hjónin vorum nýflutt í hús-
næði í syðsta hluta Hafnarfjarðar haustið
2000 pantaði ég til að mynda strimlaglugga-
tjöld í stofuna og festi svo upp sjálfur. Tíndi til
verkfæri, mældi fyrir og stillti af, boraði götin
og festi upp. Einn míns liðs. Í dag myndu mér
fallast hendur andspænis álíka verkefni og ég
kalla í mér flinkari menn til hjálpar. Þetta er
auðvitað hin ferlegasta þróun og ekki til eftir-
breytni.
Mig grunar að þetta sé birtingarmynd þess
að verða kröfuharðari og óumburðarlyndari
gagnvart sjálfum sér. Gert er ráð fyrir að gáf-
ur og almenn færni aukist með árunum og
skekkjumörk til fúsks minnka þar af leiðandi
með hverju árinu. Þetta er ekki nema sjálf-
sagt og eðlilegt enda rétt að gera auknar kröf-
ur til sjálfs sín með aldri og viðbættum þroska. Afleið-
ingin er aftur á móti sú að streita og taugaveiklun vegna
mögulegra mistaka vex að sama skapi og í stað þess að
seilast í verkfærakassann seilist ég bara í símann, í al-
gerri uppgjöf. Hvílík öfugþróun! Ég vildi óska að ég væri
flinkari með verkfærin.
Hitt er svo annað mál að þessi brestur gefur mér
ástæðu til að bjóða góðum gestum heim og bjóða þeim um
leið í mat, en það er list sem ég verð sífellt betri í, bæði að
elda og hafa ofan af fyrir gestum. Ef til vill er ég ekki sem
verstur þegar allt kemur til alls, á minn sann.
jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Á minn sann
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Þungaðar konur með söguum fósturmissi upplifameiri kvíða og depurð áfyrri hlusta meðgöngu og
um miðbik hennar en konur sem
ekki hafa misst fóstur. Eins virð-
ast þær mun líklegri til að grein-
ast með heilsu-
kvíða en þær
konur sem ekki
eiga sögu um
fósturmissi.
Þetta eru
niðurstöður
nýrrar rann-
sóknar sem Guð-
rún Soffía Gísla-
dóttir vann í
tengslum við
lokaverkefni sitt
í meistaranámi í klínískri sálfræði
við Háskólann í Reykjavík, en
leiðbeinandi hennar var Linda
Bára Lýðsdóttir sálfræðingur.
„Ég fékk aðgang að gögnum
úr íslenskri rannsókn á geðheilsu
kvenna á meðgöngu og eftir fæð-
ingu,“ segir Guðrún Soffía í sam-
tali við Morgunblaðið, en áður-
nefndum gögnum var safnað árin
2006 til 2012 í hefðbundnu
meðgöngueftirliti. „Þá var skimað
fyrir bæði kvíða og þunglyndi og
konurnar í kjölfarið teknar í
greiningarviðtöl,“ segir hún.
Skoðuð gögn 650 kvenna
Í þessari rannsókn, sem Guð-
rún Soffía vísar til og unnin var af
leiðbeinanda hennar í meistara-
verkefninu, voru yfir 2.500 konur
skoðaðar.
„Af þeim skoðaði ég gögn 650
kvenna sem skimuðust jákvætt
fyrir þunglyndi og kvíða eða lentu
í samanburðarhópi og þær konur
sem höfðu sögu um fósturmissi,“
segir Guðrún Soffía, en 31% þess-
ara kvenna sögðust hafa upplifað
fósturmissi.
„Það var skimað fyrir þung-
lyndis- og kvíðaeinkennum alls
þrisvar sinnum á meðgöngunni. Í
fyrstu skimun, þ.e. á 16. viku, kom
í ljós að þær konur sem áður
höfðu misst fóstur sýndu mark-
tækt meiri kvíðaeinkenni en þær
sem ekki höfðu sögu um missi. Í
annarri skimun, sem var á 25.
viku, sýndu þær meiri einkenni
um þunglyndi en þær sem ekki
höfðu áður misst fóstur,“ segir
Guðrún Soffía.
Aðspurð segir hún að
einkennin hafi þó verið undir þeim
viðmiðum sem notuð eru þegar
fólk er formlega greint með þung-
lyndi eða kvíða. „Þetta er undir
greiningarviðmiðum en samt eru
þetta það mikil einkenni að
ástæða er til að fylgjast með og
skoða betur, enda geta þessi ein-
kenni verið mjög truflandi og und-
ið upp á sig,“ segir Guðrún Soffía.
„Óttinn gagntekur fólk“
Í þeim greiningarviðtölum
sem konurnar voru teknar í var
meðal annars kannað hvort þær
næðu greiningarviðmiðum fyrir
ýmsar geðraskanir, þ.e. þunglyndi,
almenna kvíðaröskun, þráhyggju-
og árátturöskun, áfallastreitu-
röskun og heilsukvíða.
„Þá kom einnig í ljós að þær
konur sem misst höfðu fóstur voru
miklu líklegri en aðrar til að
greinast með heilsukvíða. Aðrar
raskanir komu hins vegar ekki
fram hjá þessum hópi,“ segir hún.
Aðspurð segir hún þá einstak-
linga sem upplifi heilsukvíða hafa
mjög miklar og alvarlegar áhyggj-
ur af eigin heilsu. „Þessi kvíði
byrjar oft í kjölfar þess að einhver
nákominn veikist eða eftir að eitt-
hvað kemur upp í sambandi við
heilsu viðkomandi. Og fólk verður
mjög upptekið af öllum líkamleg-
um einkennum og óttinn gagn-
tekur það,“ segir Guðrún Soffía.
Kvíði getur einkennt
meðgöngu eftir missi
Morgunblaðið/Kristinn
Fæðingardeild Þungaðar konur með sögu um fósturmissi eru líklegri en
aðrar til að upplifa meiri kvíða og depurð á fyrri hluta meðgöngu.
Guðrún Soffía
Gísladóttir
Guðrún Soffía Gísladóttir, verðandi sálfræðingur frá Háskólanum í
Reykjavík, segir heilsukvíða geta haft miklar og alvarlegar afleiðingar
fyrir fólk, einkum þungaðar konur.
„Fólk fer að túlka öll líkamleg einkenni, s.s. væga verki, á versta veg. Í
kjölfarið stressast fólk mjög og þá aukast gjarnan einkennin. Þetta getur
því hæglega orðið að vítahring,“ segir hún og bætir við að einstaklingar
með heilsukvíða séu yfirleitt tíðir gestir hjá læknum.
„Óléttar konur með heilsukvíða breyta gjarnan hegðun sinni og hætta
að þora að gera þá hluti sem þær gerðu áður,“ segir Guðrún Soffía og
nefnir í því samhengi að margar hætti að fara í sund eða ferðast.
Breyta oft hegðun sinni
HEILSUKVÍÐI