Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 23
Elsku langamma, sem ég kallaði reyndar alltaf bara ömmu. Það voru forréttindi að alast upp rétt hjá þér enda margar fal- legar minningar úr Hraunbæn- um og Fljótshlíðinni. Takk fyrir að hafa alltaf haft orku og þol- Sigríður Fanney Jónsdóttir Ísaksen ✝ SigríðurFanney Jóns- dóttir Ísaksen fæddist 17. sept- ember 1912. Hún lést 20. maí 2016. Útför Sigríðar fór fram 1. júní 2016. inmæði í að stússast í öllum þeim „mikil- vægu“ verkefnum sem lágu fyrir, hvort sem það var kaffi- gerð, niðursetning á kartöflum eða fjall- göngur. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Kveðja frá „dugnaðarforkun- um“ þínum, Viktoríu Rós og Árna Þór. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 ✝ Þórir SigurðurHersveinsson fæddist í Reykjavík 2. apríl 1931. Hann lést á Landspít- alanum 14. maí 2016. Foreldrar hans voru hjónin Mar- grét Árný Helga- dóttir, húsfreyja frá Reykjavík, og Hersveinn Þor- steinsson skósmiður, sem fædd- ur var á Hvassafelli í Norður- árdal í Borgarfirði. Þórir var næstyngstur fjögurra barna þeirra, sem öll eru nú látin. Eldri voru bræður hans tveir, þeir Helgi og Sigursteinn Har- aldur, og yngst var Hanna Reg- ína. Margrét móðir Þóris lést á 82. aldursári snemma vors 1988 og Hersveinn faðir hans féll frá tæplega níræður síðsumars 1992. Þórir ól allan sinn aldur í Reykjavík, en á uppvaxtarárum hans átti fjölskyldan heima á Hömrum við Suðurlandsbraut. Hann sótti æskulýðsstarf KFUM á æskuárum sínum, bæði hér í Reykjavík og í Vatnaskógi, og kynntist þar leiðtoganum séra Friðriki Friðrikssyni. Að loknu námi í barnaskóla og í Náms- flokkum Reykjavíkur lá leið Þóris í Iðnskólann í Reykjavík og lagði hann þar stund á skó- smíði, en hann vann á skó- smíðaverkstæði föður síns á Vitastíg 11 um skeið. Þórir vann einnig ýmis land- búnaðarstörf, var bílstjóri í vega- vinnu og starfaði í vöruskemmu hjá Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli um tveggja ára skeið uns hann hóf störf hjá lögregl- unni í Reykjavík haustið 1952. Lauk hann tveggja vetra lögreglunám- skeiði vorið 1954 og sótti síðan ýmis endurmenntunarnámskeið á því sviði, en í lögreglunni starfaði hann óslitið í 39 ár, til ársloka 1991. Meðfram þjónust- unni í lögreglunni starfaði Þórir sem ökukennari frá 1963 í röska tvo áratugi, en eftir það vann hann við smíði sumarhúsa um árabil. Þórir kvæntist hinn 23. maí 1953 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Ármanns- dóttur úr Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Hilda Mad- sen, húsfreyja frá Danmörku, og Ármann Kristinn Eyjólfsson kaupmaður og síðar þingvörður frá Hvammi í Landsveit. Þórir og Guðbjörg stofnuðu heimili í húsi foreldra hennar að Fjöln- isvegi 4, og áttu þar heima óslit- ið uns þau fluttust að Klappar- stíg 1a árið 1995. Útför Þóris fór fram í kyrr- þey 25. maí 2016. Örfá kveðjuorð að þessu sinni, kæri vinur. En þeim mun fleiri ljúfar og hlýjar minningar, gaml- ar sem nýjar, hafa þegar komið sér fyrir í huga mér og sækja fast að komast í þakkarkveðjurnar til þín, ekki síst þessar elstu – þú manst, þegar við sátum saman á okkar fyrsta degi í skóla, þá að- eins sjö ára gamlir og höfðum mikið gaman. Nú mættar hér hjá mér, þó komnar séu líka vel til ára sinna, þessar gömlu og bros- hýru minningar okkar. Ég veit þú ert mér sammála að ég láti þær hafa svolítinn forgang, svo þær nái örugglega til þín. Minn- ingar sem farið hafa um svo lang- an veg – og það er vel. Já, það er margs að minnast þegar hugur fer um liðna tíð, sérlega þó þegar fylgja minningunum myndir sem sýna ávallt bros og góðan húmor, kæri vinur. Í Guðs friði. Kæra Guðbjörg. Vottum þér okkar dýpstu samúð við fráfall Þóris. Valgeir og Helga. Þórir Sigurður Hersveinsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RAFN GESTSSON, fyrrverandi bankafulltrúi, Árskógum 8 (áður Háaleitisbraut 28), Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 4. júní. Jarðarför auglýst síðar. . Helga Guðrún Helgadóttir, Lára S. Rafnsdóttir, Jóhannes Atlason, Theodóra Guðrún Rafnsdóttir, Hlöðver Örn Rafnsson, Sigríður Sverrisdóttir, Högni Rafnsson, Antonia Gutes Turu, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN REYNIR FRIÐGEIRSSON, Lækjarvaði 22, Reykjavík, sem lést á Sólvangi mánudaginn 31. maí, verður jarðsunginn frá Lindakirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 15. . Ásta Gunnarsdóttir Gunnar Ingi Björnsson Lena Ýr Sveinbjörnsdóttir Ásthildur K. Björnsdóttir Viðar Örn Ágústsson Elsa G. Björnsdóttir Bragi Bragason barnabörn og barnabarnabarn ✝ SigurbjörnGunnar Har- aldsson fæddist 30. apríl 1940 í Reykjavík. Hann andaðist á heimili sínu 27. maí 2016. Foreldrar hans voru Haraldur Jónsson, f. 19. maí 1893, d. 26. júní 1977, og Herbjörg Andrésdóttir, f. 26. júlí 1906, d. 20. desember 1978. Sigurbjörn var áttundi í röð 12 systkina, Ágúst, f. 25. ágúst 1930, d. 13. ágúst 2014, Guðrún Jóna, f. 4. febrúar 1932, d. 27. desember 2008, Jón Sigurður, f. 27. maí 1933, d. 7. júní 1933, Guðlaug Sigríð- ur, f. 21. maí 1934, Elsa, f. 4. ágúst 1935, d. 6. júlí 2012, Andrés Eyberg, f. 21. sept- ember 1936, d. 16. febrúar 1955, Þóra, f. 18. janúar 1939, d. 20. júlí 1984, Sigurður, f. 22. desember 1941, Ása Ásthildur, f. 9. janúar 1944, d. 30. júní 2010, Lára Jensína, f. 9. apríl 1945, d. 2. júlí 2015, Sigurdís, f. 24. júní 1948. Sigurbjörn ólst upp í Aðal- stræti 16 Reykjavík umkringd- um stórum systkina- og vina- hópi. Þar varð til sterk vinátta sem hélst fram á síð- asta dag. Ungur fór Sigurbjörn í sveit hjá móður- bróður sínum í Djúpadal í Gufu- dalssveit og má segja að hann hafi verið þar í sveit síðan, því hann fór þangað á hverju sumri og eyddi sumarfríinu sínu þar á hverju ári. Sigurbjörn hóf sinn starfs- feril hjá Eimskip á höfninni í Reykjavík við ýmis störf, þar á meðal við uppskipun og lestun, Þar næst lá leiðin í akstur á vörubíl hjá Verki og síðar steypubíl hjá Steypustöðinni Oki í Hafnarfirði. Árið 1971 hóf Sigurbjörn störf í Timbursölu BYKO þar sem hann vann til starfsloka árið 2013. Sigurbjörn sinnti ýmsum störfum hjá BYKO, fyrst sem vörubílstjóri, verk- stjóri, vörumóttökustjóri ásamt því að sinna almennum afgreiðslustörfum. Útför Sigurbjörns fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 7. júní 2016, klukkan 13. Hann Bjössi bróðir er dáinn. Það koma upp í huga minn margar minningar, minningar um góðan dreng og frábærar samverustundir í gegnum árin. Bjössi var rúmu árinu eldri en ég og við bræðurnir höfum alla tíð verið mjög nánir. Við ól- umst upp í stórum systkinahópi, sem samanstóð af fimm bræðr- um og sjö systrum. Foreldrar okkar voru hjónin Herbjörg Andrésdóttir frá Þórisstöðum og Haraldur Jónsson frá Bíldudal. Af þessum stóra systkinahópi eru það bara við Guðlaug og Sigurdís sem enn erum á lífi. Bjössi fæddist í Aðalstræti 16 í Reykjavík og Grjótaþorpið í gamla miðbænum var okkar leikvöllur. Þar var mikið sprell- að og ærslast, við fórum á skauta á Tjörninni og veiddum af gömlu bryggjunni þegar færi gafst. Við bræðurnir höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga sameiginlega vini sem fylgt hafa okkur allt frá æskuárunum, þá Gylfa, Jón og Gunnar. Við ól- umst allir upp í Grjótaþorpinu og þar brölluðum við ýmislegt saman á æskuárunum. Eftir að við komumst á fullorðinsár höf- um við farið í nokkrar ógleym- anlegar fjallaferðir um Ísland. Á unglingsárunum vorum við félagarnir tíðir gestir í bíóhús- um borgarinnar og á tímabili fórum við á allar bíómyndir sem sýndar voru í bænum. Það kom oft fyrir að við færum í bíó öll kvöld vikunnar. Bjössi var ungur að árum þegar hann fór að hafa áhuga á bílum og þann áhuga hafði hann alla tíð. Hann var ekki einu sinni kominn með bílpróf þegar hann keypti sér sinn fyrsta bíl. Man ég þó sérstaklega eftir bláa Chervolettinum, sem var í miklu uppáhaldi hjá honum. Bjössi fór ungur í sveit til móðurbróður okkar, Kristjáns, og konu hans, Herdísar, í Djúpadal fyrir vestan. Þar tók hann miklu ástfóstri við fólkið og staðinn og segja má að það hafi mótað alla hans ævi. Hann nýtti hvert tækifæri til að fara vestur og hvergi undi hann sér betur. Bjössi bróðir hóf vinnu snemma, aðeins þrettán ára vann hann við uppskipun í Reykjavík. Þar vann hann við hlið föður okkar. Þeir feðgar voru í sama genginu sem sáu um uppskipun og lestun skipa hjá Eimskipafélagi Íslands. Bjössi vann einnig bæði hjá Verki og OK við þungaflutninga áður en hann hóf störf hjá BYKO þar sem hann starfaði mestan hluta starfsævinnar við góðan orðstír. Takk fyrir allt og hvíldu í friði, elsku bróðir. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Sigurður Haraldsson. Bjössi frændi er farinn í sína hinstu ferð. Það er mér mjög erfitt að hripa niður allar minn- ingarnar um Bjössa sem þjóta í gegnum hugann í örfáum orðum í einni minningargrein. Á meðan ég hripa niður þessi örfáu orð þá hlusta ég á Ivan Rebroff, sem Bjössi hafði mikið dálæti á, að minnsta kosti heyrðum við skæruliðarnir, ég og bræður mínir, hann oft spilaðan á plötu- spilarann hans Bjössa þegar við komum í heimsókn á Kapla- skjólsveginn. Þá lokaði hann að sér og spilaði Rebroff, sjálfsagt til þess að yfirgnæfa lætin í okk- ur bræðrunum. Hann var þá sjálfsagt búinn að reyna að hasta á okkur en það dugði sjaldnast. Bjössi var mjög ró- lyndur í fasi, en staðfastur á sínu og gat orðið mjög þrjóskur, hann hafði lúmskt gaman af því að æsa menn upp og stríða þeim aðeins og „skreytti“ þá sögur og staðreyndir aðeins til að ná því takmarki. Ungur fór Bjössi í sveit hjá þeim Kristjáni, móðurbróður sínum, og Herdísi konu hans í Djúpadal í Gufudalssveit. Hann var þar í sveit í allmörg sumur og eftir að hann byrjaði að vinna eftir skólagönguna fór hann yf- irleitt alltaf vestur í Djúpadal í flestum fríum sem hann fékk, fyrst til Kristjáns og Herdísar og svo þeirra Samúels og Jenn- ýjar og á endanum Leifs og Systu. Nú kemur Bjössi ekki lengur upp á skrifstofu til okkar í BYKO og spyr mig: „Eigum við að skreppa vestur í Djúpadal?“ Hann var alltaf tilbúinn að skreppa vestur, reyndar orðinn nokkuð veðurhræddur í seinni tíð. Hér áður fyrr var það ekki farartálmi þó að spáin væri ekki góð fyrir páskaferðina, enda átti hann í gegnum tíðina nokkuð stæðilega jeppa. Lengst af átti hann International Scout sem hann hafði látið breyta í alvöru jeppa þegar hann hafði átt hann í nokkur ár. Þá var ekkert til- tökumál að fara vestur þó að skaflinn við Múla í Þorskafirði væri svo stór að það komst eng- inn yfir hann og Sammi í Djúpa- dal varð að koma á móti og sækja okkur. Hans fyrsta verk á hverjum morgni var að fara inn á vef vegagerðarinnar til að kíkja á hvernig veðrið væri á Hjallahálsi. Hann kom svo til mín á skrifstofuna og uppfræddi mig um færðina. Síðasta ferð Bjössa vestur var núna í byrjun maí. Þá ákváðum við hjónin að skreppa í sauðburð og buðum honum með og það lifnaði mjög yfir honum því hann var farinn að hugsa um að fara vestur en virtist eitthvað kvíðinn við að fara einn. Þegar við komum á Hjalla- háls þá sáum við þar álftapar á lítilli tjörn við veginn, þá heyrð- ist í Bjössa: „Já, þarna eru þau.“ Hann hafði þá verið að fylgjast með þeim á vefmyndavél vega- gerðarinnar á Hjallahálsi. Það má segja að Bjössi hafi átt þrjár fjölskyldur, fjölskyldu sína, fjölskylduna í Djúpadal og síðast en ekki síst stærstu fjöl- skylduna sem í voru samstarfs- menn í BYKO. Hann vann þar í yfir 40 ár hjá þremur kynslóðum, mætti í kaffi á hverjum degi alveg fram á síð- asta dag, kenndi ungmennum að vinna, þar á meðal mörgum fjöl- skyldumeðlimum. Elsku Bjössi, við þökkum þér fyrir allar samverustundirnar, allar vesturferðirnar og allar skreyttu sögurnar. Andrés og María. Nú er hann Bjössi frændi far- inn í sína hinstu ferð og margar góðar minningar um þig, elsku frændi, koma upp í hugann. Þú varst glaðvær og oftast með bros á vör. Þú lást þó ekki á skoðunum þínum og gerðir í því að vera á öndverðum meiði til að gera samræðurnar líflegri. Þér fannst líka gaman að því að fá fólk til að trúa sumum af lygasögunum þínum. Þá var aldrei langt í hláturinn og gleðin skein úr andliti þínu. Þú varst hjálpsamur og alltaf reiðubúinn að leggja öðrum lið. Það var ekkert mál fyrir þig að hafa gesti frá Noregi heima hjá þér þegar ég gifti mig þrátt fyr- ir að þið töluðuð ekki sama tungumál. Þú sagðir að það væri alltaf hægt að tala með fingr- unum. Svo lengi sem ég man eftir mér var tvennt sem átti hug þinn og hjarta, það var Djúpi- dalur fyrir vestan og hin stóra BYKO-fjölskylda sem þú varst sjálfsagður hluti af. Ég varð þess aðnjótandi að vinna í BYKO með þér nokkur sumur á mínum yngri árum og þar sá ég hvernig þú lifðir og hrærðist í öllu sem viðkom BYKO og fólkinu sem vann þar. Hjá þér jafnaðist ekkert á við að fara vestur í Djúpadal, þar varst þú í essinu þínu. Við í fjöl- skyldunni höfðum stundum orð á því að bíllinn þinn þekkti leið- ina og ekkert annað væri hægt að fara. Man ég þó eftir bæði dagsferð að vetrarlagi inn í Þórsmörk af því að ég hafði aldrei farið þangað um vetur og bílferð að Heklu til að reyna að sjá eldgos. Þú varst alltaf boðinn og búinn að keyra ef þess þurfti. Þú varst samur við þig síðast þegar við töluðum saman á af- mælisdaginn þinn. Í gamansöm- um tón lést þú í það skína að þar sem þú og sænski konung- urinn ættuð sama afmælisdag hefði hann nú getað boðið „kónginum“ frá Íslandi í afmæl- isveisluna sína. Svo komu hlátrasköllin og efast ég ekki um að þú hafir verið með bros á vör á hinum endanum. Blessuð sé minning þín, elsku frændi, og þakka þér fyrir allt í gegnum árin. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) María Sigurðardóttir. Með nokkrum orðum langar okkur að minnast kærs vinar. Við höfum báðar unnið með Bjössa okkar til fjölda ára. Hann hætti í BYKO vegna ald- urs að hausti 2013 rúmlega 73 ára, en þá var hann búinn að vinna hálfan daginn í nokkur ár. Elstu menn muna eftir Bjössa á vörubílnum og fengu margir ungir að sitja með honum í framsætinu viðútkeyrslu í þá daga. Hann var góður leiðbein- andi, leiddi marga fyrstu skrefin þeirra í BYKO. Hann var ákveð- inn en ljúfur. Þó Bjössi væri hættur störf- um kom hann á hverjum degi í Breiddina. Hann byrjaði í kaffihorninu með stelpunum að morgni, fékk sér kaffi og með því. Um hádeg- isbilið kom hann alltaf í sér- vinnsluna, setti í kaffivélina og sat með strákunum í matartím- anum. Næst heilsaði hann upp á sölumenn og skýlisstráka, síðast kíkti hann til okkar vinkvenanna og átti hann sinn „stól“ hjá okk- ur. Við minnumst hans með þakklæti og virðingu. Við sökn- um hans. Samstarfsfólkið í BYKO var honum kært, kærleikur á báða bóga. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu hans og send- um frændfólki og vinum kær- leikskveðjur. Þú varst hraustur, þjáning alla þoldir þú og barst þig vel, vildir aldrei, aldrei falla: Uppréttan þig nísti hel. Þú varst sterkur, hreinn í hjarta, hirtir ei um skrum og prjál; aldrei náði illskan svarta ata þína sterku sál. (Matthías Jochumsson) Kærleikskveðjur, Margrét Kristín og Guðrún Halla. Sigurbjörn Gunnar Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.