Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 AFP Minningarathöfn um hnefaleikakappann Muhammad Ali á að fara fram á íþróttaleikvangi í heimaborg hans, Louisville í Kentucky, á föstudaginn kemur. Á meðal viðstaddra verða Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gamanleikarinn Billy Crystal og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sem hefur óskað eftir því að fá að flytja ræðu við athöfnina, að sögn tals- manns fjölskyldu Alis. Líkkistu hnefaleikakappans verður einnig ekið um götur Louisville til að gefa aðdá- endum hans færi á að kveðja hann. Ali var múslími og útför hans fer fram að íslömskum sið. Ali lést á föstudagskvöld, 74 ára að aldri, vegna veik- inda í öndunarfærum, en hann hafði lengi þjáðst af Parkinsons-veiki, hægfara taugasjúkdómi. Margir aðdáenda hans hafa lagt blóm að minnisvarða um hann í Louisville eins og sjá má á myndinni. Útför Alis undirbúin í Louisville Svo gæti farið að svín yrðu notuð til að framleiða líffæri í menn þegar fram líða stundir ef tilraunir vísinda- manna við Kaliforníuháskóla bera tilætlaðan árangur. Þeir hafa sett stofnfrumur úr mönnum í fósturvísa úr gyltum í því skyni að búa til blendingsfósturvísa, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkis- útvarpsins. Vísindamennirnir vona að hægt verði að nota slíka blend- ingsfósturvísa til að rækta ný og heilbrigð líffæri í menn inni í svínum og bæta þannig úr skorti sem hefur verið á líffærum til ígræðslu. Vísindamennirnir segja að svín, sem notuð yrðu í þessu skyni, ættu að vera eins og önnur svín í útliti og hegðun að öðru leyti en því að eitt líffæri væri nær eingöngu með mannsfrumur. Sérlega heppileg til að rækta líffæri í menn Blendingsfósturvísarnir eru látnir vaxa í gyltunum í 28 daga áður en þeir eru fjarlægðir og rannsakaðir. Á vef BBC kemur fram að blending- arnir eru búnir til í tveimur stigum. Fyrst taka vísindamennirnir fóstur- vísana úr gyltunum og fjarlægja kjarnsýru sem ætti að gera þeim kleift að búa til ákveðið líffæri. Við það myndast eyða í erfðaefninu. Síð- an setja vísindamennirnir fjölhæfar stofnfrumur úr mönnum (iPS- frumur) í fósturvísana. Þessar stofn- frumur eiga að geta orðið að hvaða vef í mannslíkamanum sem er. Markmiðið með tilraunum vís- indamannanna við Kaliforníuhá- skóla er að búa til briskirtil sem verði nær eingöngu úr mannsfrum- um og hægt væri að nota til ígræðslu í sjúkling, að því er BBC hefur eftir líffræðingnum Pablo Ross, sem stjórnar tilraununum. Walter Low, prófessor í tauga- skurðlækningum við Minnesota- háskóla, segir að svín séu sérlega heppileg sem „útungunarvélar“ til að rækta líffæri í menn. Beri tilraun- irnar árangur gæti svo farið að svín yrðu notuð til að rækta líffæri eins og hjörtu, lifrar, nýru, lungu og hornhimnur. Óttast að mannsfrumur komist í heila svínsins Slíkar tilraunir hafa þó verið um- deildar. Helsta rannsóknastofnun Bandaríkjanna í heilbrigðismálum, NIH, hefur bannað fjárveitingar til slíkra verkefna. Þeir sem eru andvígir tilraunun- um hafa m.a. áhyggjur af því að mannsfrumur í blendingsfósturvís- inum komist í heila svínsins og geri það líkara mönnum. Ross segir að mjög ólíklegt sé að þetta geti gerst en gætt verði fyllstu varúðar til að koma í veg fyrir það. Forystumönnum bandarískra samtaka, sem berjast gegn tækni- væddum stórbúskap, hrýs hugur við þeirri tilhugsun að svín verði notuð í „líffæraverksmiðjum“. „Við skulum fyrst fá fleira fólk til að gefa líffæri,“ hefur BBC eftir Peter Stevenson, talsmanni samtakanna. „Ef enn verður skortur á líffærum eftir það getum við léð máls á því að nota svín, en þá aðeins ef við borðum minna af kjöti þannig að þeim svínum sem eru notuð í þágu mannanna fjölgi ekki.“ bogi@mbl.is Líffæri í menn ræktuð í svínum?  Umdeildar til- raunir hafnar í Bandaríkjunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Svín Þau eru talin vera sérlega heppileg til að rækta líffæri í menn. Stuðningsmenn úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu hafa náð naumri forystu í fyrsta skipti í tæpar fjórar vikur í baráttunni við þá sem styðja áframhaldandi aðild að ESB, ef marka má nýjustu skoðanakann- anir. Þetta kemur fram á vefsíðunni whatukthinks.org, þar sem reiknað er út meðaltal niðurstaðna skoðana- kannana vegna þjóðaratkvæðisins um aðildina að ESB 23. þessa mán- aðar. Þær benda til þess að um það bil 51% Breta sé nú hlynnt úrsögn úr Evrópusambandinu en 49% styðji aðild. Stuðningsmenn úrsagnar voru með forystu í tveimur könnunum sem birtar voru um helgina og einni sem skýrt var frá í gær. Þetta er í fyrsta skipti frá 12. maí sem úr- sagnarsinnar eru með forystu, sam- kvæmt útreikningum whatukthinks. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og fleiri ESB-sinnar hafa varað við því að úrsögn geti stór- skaðað efnahag landsins. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, og fleiri stuðningsmenn úrsagnar hafa hins vegar lagt áherslu á að hún sé nauðsynleg til að stemma stigu við fjölgun innflytj- enda frá löndum ESB og endur- heimta fullveldi. bogi@mbl.is 51% hlynnt úrsögn  Stuðningsmenn úrsagnar Bretlands úr Evrópusamband- inu eru nú með nauma forystu í fyrsta skipti í tæpan mánuð Jacob Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi í gær of- framleiðslu Kínverja á stáli og sagði hana valda óstöðugleika á alþjóða- mörkuðum. Kínverjar framleiða um helming alls stáls sem framleitt er í heiminum og hafa verið sakaðir um að brjóta alþjóðlegar viðskiptaregl- ur með því að selja stál undir kostn- aðarverði. Offramleiðslan hefur orð- ið til þess að stálverksmiðjum í öðrum löndum hefur verið lokað. Kínversk stjórnvöld hafa lofað að minnka stálframleiðsluna um 100- 150 milljónir tonna fyrir árið 2020 og segja að það verði til þess að um hálf milljón Kínverja missi vinnuna. Yf- irvöld í stálframleiðsluhéruðum í Kína hafa þó verið treg til að fram- fylgja þessari stefnu þar sem þau óttast að uppsagnirnar valdi mikilli ólgu í samfélaginu. Heimild: Alþjóðasamtök stálframleiðenda (WSA) Tíu ríki sem framleiða mest Milljónir tonna, árið 2014 Stálframleiðsla Kína Japan Bandaríkin Indland S-Kórea Rússland Þýskaland Tyrkland Brasilía Úkraína 822,7 110,7 88,2 86,5 71,5 71,5 42,9 34,0 33,9 27,2 Heildarframleiðslan í heiminum: 1,67 milljarðar tonna Ljósmynd: Lokuð stálverksmiðja í Peking (Greg Baker) Kínverjar gagnrýndir fyrir offramleiðslu á stáli Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.