Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. J Ú N Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 140. tölublað 104. árgangur
SKÚLI FAG-
MAÐUR OG
SNILLINGUR
ELLINGSEN Í 100 ÁR
PUFFIN ISLAND
GEFUR ÚT SKÍFU
Í FYRSTA SINN
EIN ELSTA VERSLUNIN 14 LUNDAEYJAN 41ÚTHLUTUN 39
Mikil fjölgun
hefur orðið á
nýrri og óhefð-
bundinni gerð
húsbíla síðustu
ár, en stór hluti
þeirra húsbíla
sem leigðir eru
út til ferðamanna
eru sendibílar
sem hafa verið gerðir upp. U.þ.b.
600-800 slíkar bifreiðar eru nú í
umferð á Íslandi og vel bókað í
sumar. Sífellt fjölgar í hópi fyr-
irtækja sem leigja bílana út, en
þeirra á meðal eru Kúkú Campers
og Happy Campers.
Að sögn framkvæmdastjóra
Kúkú Campers er nægt pláss fyrir
þessa gerð ferðamanna á Íslandi,
hún bætist við þá ferðamenn sem
fyrir eru og dragi ekki úr eftir-
spurn eftir hótelherbergjum. Í raun
sé um að ræða nýjan hóp sem sæk-
ist eftir annars konar upplifun af
landi og þjóð. »4
Fleiri ferðamenn
kjósa að keyra um
landið á húsbílum
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Vegna óláta og hávaða sem urðu við
þjóðhátíðarathöfnina á Austurvelli í
fyrra, komu upp umræður um að með
einhverjum hætti yrði aðgangur al-
mennings takmarkaður að hátíðar-
höldunum í dag. Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins áttu sér stað
slíkar umræður, bæði í þjóðhátíðar-
nefnd og innan forsætisráðuneytisins.
Engin slík áform eru íhuguð, að
sögn Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoð-
arlögreglustjóra á höfuðborgarsvæð-
inu.
„Ég var á undirbúningsfundi með
fulltrúum frá forsætisráðuneytinu,
borgaryfirvöldum og Alþingi, vegna
hátíðahaldanna á morgun [í dag], þar
sem sérstaklega var rætt um hvernig
mætti takmarka hávaðamengunina
með hliðsjón af því sem var í fyrra. En
það verður ekki gripið til neinna sér-
stakra ráðstafana,“ sagði Jón í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
„Ég tel persónulega að girðingar
séu af hinu illa og við eigum að vera
tilbúin að treysta fólki,“ sagði Sigurð-
ur Ingi Jóhannesson forsætisráð-
herra þegar Morgunblaðið náði tali af
honum vegna málsins.
Sigurður Ingi lagði áherslu á það í
máli sínu að málið væri ekki í höndum
forsætisráðuneytisins, heldur þjóðhá-
tíðarnefndar og lögreglu.
Rætt um að takmarka aðgang
Talað um að draga úr aðkomu almennings að Austurvelli í dag, 17. júní Engin slík
áform íhuguð að sögn lögreglunnar Forsætisráðherra segir girðingar af hinu illa
Ljósmynd/Guðrún Svana Sigurjónsdóttir
Skemmdir Ódrjúg uppskera verður
í heyskap á brunnum túnum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Víða um land hafa þurrkar dregið úr
sprettu og sums staðar eru tún
brunnin og standa í þeim stórir gulir
flekkir. Þetta er sérstaklega áber-
andi við suðurströnd landsins, meðal
annars í Álftaveri og Hornafirði.
„Það hefur nánast ekkert rignt í
apríl, maí og það sem af er júní. Þeir
dropar sem fallið hafa eru teljandi á
fingrum annarrar handar. Á þessum
tíma hefur aldrei vatnað saman á
rúðu,“ segir Gottsveinn Eggertsson,
bóndi á Holti í Álftaveri. Hann er í
vandræðum vegna þess að lítil upp-
skera verður af hans bestu túnum.
Þau eru gul og brunnin.
„Það er enn ekki komið í ljós. Hef-
ur allavega þau áhrif að við náum
ekki nema einum slætti, þótt það fari
að rigna núna, og getur þýtt að við
náum ekki nema þriðja parti af upp-
skeru á þessum túnum,“ segir Gott-
sveinn um uppskeruna.
Áburðurinn gufaður upp
Hann bar á þessi tún fyrir mánuði.
„Sá áburður hefur rýrnað og gufað
upp úr túnunum. Ég þarf sennilega að
bera á aftur, án þess að fá nokkra
uppskeru af þeim áburði.“
Sumir bændur í Álftaveri hafa ver-
ið að bera á tún annars staðar, til að
reyna að bjarga sér. Gottsveinn hefur
til dæmis fengið tún lánuð í Mýrdal.
Hann segir að það bjargi þó ekki mál-
um. „Þau tún sem eru að brenna eru
bestu túnin, þau sem gefa kúgæf hey
og við fáum mestar afurðir úr. Í slík
tún komast menn ekki annars staðar.
Lánstúnin gefa bara rudda og ræfil
sem fóðrast ekki vel, en allt er betra
en ekki neitt.“ »4
Lánstúnin gefa bara rudda og ræfil
Bestu túnin eru brunnin og gulflekkótt eftir þurrkatíð Vænta lítillar uppskeru
Vatnið buldi án afláts á ævintýragjörnum ferða-
löngum sem gengu á bak við hinn 60 metra háa
Seljalandsfoss undir Eyjafjöllum. Nokkrir þeirra
skörtuðu mjög þjóðlegum húfum sem pössuðu
vel í aðdraganda þjóðhátíðardagsins í dag og í
tilefni af þátttöku Íslands í EM í knattspyrnu.
Morgunblaðið/Ómar
Gleðilega þjóðhátíð
Í sumar verða
20% rúma á
Landspít-
alanum ekki í
notkun vegna
sumarlokunar
spítalans og
nær lokunin há-
marki í lok júlí.
Á síðasta ári
voru um 19%
rúmanna lokuð
þegar samdrátturinn náði hámarki
sínu.
Fleiri rúmum verður þó lokað á
lyflækningasviði nú en í fyrra þar
sem ekki hefur tekist að manna all-
ar stöður hjúkrunarfræðinga. »4
20% sjúkrarúma
ekki í notkun í sumar
Sjúkrahús Lokanir
ná hámarki í júlí.
„Þungu fargi
er af okkur létt
eftir að markmið
okkar náðist,“
sagði Geir
Sveinsson, lands-
liðsþjálfari í
handknattleik
karla, í gær-
kvöldi eftir að ís-
lenska landslið-
inu tókst að tryggja sér keppnisrétt
á heimsmeistaramótinu sem fram
fer í Frakklandi í upphafi næsta
árs. Það tókst þrátt fyrir eins
marks tap í síðari leiknum við
landslið Portúgals í Porto, 21:20.
Þriggja marka íslenskur sigur í
Laugardalshöllinni á sunnudaginn,
26:23, varð til þess að íslenska
landsliðið vann leikina tvo sam-
anlagt.
Dregið verður í riðla á heims-
meistaramótinu í ráðhúsi Par-
ísarborgar á fimmtudaginn.
» Íþróttir
Ísland á HM og fargi
létt af þjálfara og
leikmönnum