Morgunblaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
Lýðveldistréð verði merkt
Greni á bak við Þingvallabæ er 72 ára í dag Var gróðursett 17. júní 1944
Í undirbúningi að setja upp merkingar við þjóðargrafreitinn svonefnda
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Garður Grenið er vel snyrt og keilulaga og fellur vel inn í umgjörðina þar sem Þingvallabærinn er í aðalhlutverki.
Ljósmynd/Alta ehf/Arni Geirsson
Flugsýn Horft yfir Þingvallastað. Þjóðargrafreiturinn er krosslaga hringur
fyrir aftan kirkjuna. Lýðveldistréð sést hér líka, að baki burstabænum.
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Mér finnst vel við hæfi að
fræðsluskilti verði sett upp við
þetta sögufræga tré, sem á sinn
hátt er minnismerki um stofnun
lýðveldisins,“ segir Ólafur Örn
Haraldsson, þjóðgarðsvörður á
Þingvöllum. Þar
er, að áeggjan
Sigurðar Inga
Jóhannssonar
forsætisráð-
herra, í und-
irbúningi að
setja upp merk-
ingar við þjóð-
argrafreitinn
svonefnda, sem
er hringlaga
reitur á Þing-
völlum, austan við litlu timb-
urkirkjuna þar. Þjóðargrafreit-
urinn var útbúinn og vígður
snemma árs 1940 í tilefni af útför
Einars Benediktssonar skálds, sem
þar hvílir og annað þjóðskáld til:
Jónas Hallgrímsson.
En fleira athyglisvert og þarft
sem tengist sögunni kann að verða
gert á næstunni á Þingvöllum; sem
eru heimsminjastaður á lista
UNESCO.
Þingvellir eru sögustaður og þar
er margar merkar minjar að finna
og sumar hverjar eru alþjóð lítt
kunnar. Þar má nefna svonefnt
Lýðveldistré sem er að baki Þing-
vallabæjarins, sem er sumardval-
arstaður – og móttökuhús for-
sætisráðherra.
Það eina áþreifanlega
Lýðveldistréð svonefnda var
gróðursett að morgni 17. júní
1944, daginn sem lýðveldið Ísland
var stofnað. Þetta var mikill rign-
ingardagur og þegar rignir er
upplagt að gróðursetja eins og
Thor J. Brand þjóðgarðsvörður
gerði á þessum degi, fyrir réttum
72 árum.
Nú er Lýðveldistréð um það bil
fimm metra hátt greni og hefur
staðið af sér öll brot og áföll í tím-
ans rás. Ágætlega hefur verið hlúð
að því í gegnum árin, það klippt til
og snyrt og mótað í keilulag. Saga
trésins, sem er í raun það eina
áþreifanlega á Þingvöllum um lýð-
veldisstofnunina, er þó hvergi sett
fram með greinargóðum hætti. Að
bæta úr því kemur nú til greina.
Áhugaverð hugmynd
„Þingvellir og mál viðvíkjandi
þjóðgarðinum heyra undir forsæt-
isráðuneytið og menn þar yrðu að
ráða för varðandi allt svona. En
hugmyndin um að merkja Lýðveld-
istréð sérstaklega finnst mér mjög
áhugaverð,“ segir Ólafur Örn Har-
aldsson.
Ólafur Örn
Haraldsson
Ræktunarmaðurinn Thor J.
Brand var þjóðgarðsvörður á
Þingvöllum á árunum 1940-
1953. Hann var að ¾ Dani,
fæddur á Eskifirði árið 1888, og
bjó og starfaði í rúman ald-
arfjórðung í Kanada. Eftir það lá
leiðin til Þingvalla. Frá störfum
þar sögðu Thor og Elísabet
Helgadóttir í viðtalsbókinni
Heim til Íslands sem Vilhjálmur
S. Vilhjálmsson skráði og kom
út árið 1967. Er þar meðal ann-
ars að finna stutta en gagnorða
lýsingu Thors á ræktunarstarfi
á lýðveldisdeginum.
„Að morgni lýðveldisdagsins
17. júní 1944 gróðursetti ég 70
sentimetra hátt grenitré í
hringnum bak við Þingvallabæ-
inn og hef alltaf síðan kallað
það Lýðveldistréð. Nú er þetta
orðið allstórt og fallegt tré sem
hefur dafnað vel. Ég minnist
þess, að alltaf þegar Sveinn
Björnsson forseti dvaldist á
Þingvöllum, var það ávallt
fyrsta verk hans á morgnana,
þegar hann kom út, að ganga
hringinn í kringum Lýðveld-
istréð,“ segir í áðurnefndri bók.
Forsetinn gekk
einn hring
RÆKTUNARMAÐUR
Thor J. BrandSveinn Björnsson
„Ég kom þeim skilaboðum á framfæri að æskilegt væri
að merkingum við þjóðgarðsgrafreitinn yrði komið
upp,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Málefni viðvíkjandi Þingvöllum og þjóðgarðinum þar
hafa alla tíð heyrt undir forsætisráðuneytið. Sigurður
Ingi sat sjálfur í Þingvallanefnd í nokkur ár.
Eins og kemur fram annars staðar hér á síðunni eru
tvö höfuðskálda Íslands jarðsett í grafreitnum á Þing-
völlum. Er þegjandi samkomulag um að fleiri verði ekki
grafnir þar, þótt hugmyndir um slíkt hafi vissulega
nokkrum sinnum komið upp.
„Grafreiturinn og saga hans er nokkuð sem ég nam ungur sem strákur
á Suðurlandi. Ef til vill er vitneskja um þennan stað fólki fjarlægari í dag
en áður og útlendingar þekkja væntanlega ekki mikið til hennar. Að koma
upp merkingum um þennan stað er því æskilegt að mínu mati og vænt-
anlega er smámál að bæta úr því,“ segir Sigurður Ingi.
Vitneskjan er fólki fjarlæg
ÞJÓÐARGRAFREITURINN VERÐI MERKTUR
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Gert er ráð fyrir að 200 íbúar flytjist
til Húsavíkur vegna uppbyggingar
kísilvers PCC á iðnaðarsvæðinu á
Bakka og að þörf verði á um 120 nýj-
um íbúðum vegna þess. Kemur þetta
fram í húsnæðisskýrslu sem ráðgjaf-
arfyrirtækið Alta hefur unnið fyrir
sveitarfélagið Norðurþing og kynnt
var síðdegis í gær.
Mikill húsnæðisskortur er á Húsa-
vík og markaðurinn hefur ekki verið
virkur. Forsvarsmenn bæjarfélags-
ins leggja áherslu á að uppbyggingin
verði farsæl fyrir samfélagið og að
dreginn verði lærdómur af reynslu
annarra sveitarfélaga. Sérstaklega
er litið til vankanta sem upp hafa
komið vegna uppbyggingar í bæjun-
um á Austurlandi.
Reitir í byggðinni í forgangi
Í skýrslunni er lögð áhersla á að
heildarframboð þurfi að henta íbúum
á öllum aldri og nauðsynlegri þróun
samfélagsins. Gæta þurfi að sam-
ræmi við yfirbragð byggðarinnar,
styrkja það búsetumynstur sem fyr-
ir er, nýta vel innviði og tryggja að
ekki verði offramboð á markaði.
Mesta þörfin er á litlum og meðal-
stórum íbúðum og talið mikilvægt að
stýra deiliskipulagsvinnu í þá átt.
Mælt er með því að í fyrsta áfanga
verði nýttir sem mest reitir inni í
byggðinni til uppbyggingar. Þannig
nýtist innviðir vel, tækifæri gefst til
að þétta byggðina og fjölbreytileiki
eykst.
Sérstaklega er bent á tvö upp-
byggingarsvæði, reitina og Skógar-
gerðismel, vegna staðsetningar við
hjarta bæjarins. helgi@mbl.is
Byggja þarf 120 íbúðir
Gert er ráð fyrir að 200 starfsmenn setjist að á Húsavík
vegna atvinnuuppbyggingar á iðnaðarsvæðinu á Bakka
Hæðarhryggur
með hlýindum og
þurrvirðri sem
verið hefur yfir
landinu að und-
anförnu er nú að
brotna upp svo
suðlægur vindur
mun eiga greiða
leið að landinu
næstu daga. Frá
og með miðjum degi á morgun,
laugardag, og alveg út næstu viku
má því búast við talsverðri og stífri
rigningu og stundum hvassviðri um
landið sunnan- og vestanvert.
Úrkoman í Reykjavík fyrri hluta
júní hefur aðeins mælst 8 milli-
metrar. „Ef það rignir samfleytt nú
frá laugardegi og eina viku þaðan í
frá gæti úrkoman á þeim tíma orðið
samanlagt 50 millimetrar. Spár
núna benda til þetta mikils úrkom-
umagns og bleytu. Þetta eru mikil
veðrabrigði eftir blíðuna und-
anfarnar vikur en maður sér þetta
oft gerast í einni hendingu á sumr-
in,“ segir Einar Sveinbjörnsson,
veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni
ehf.
Eðlilegar hreyfingar á loft-
straumum eru ástæða þess að hæð-
in brotnar upp. Og þegar hún víkur
eiga lægðirnar greiðari aðgang að
landinu með skýjakerfum og rign-
ingu. Vænta má þó, segir Einar, að
þurrt gæti orðið að mestu í inn-
sveitum og dölum á Norður- og
Austurlandi. sbs@mbl.is
Rigning í
eina viku
Lægðirnar leggja
nú upp að landinu
Ísland er í 14.
sæti af 37 þjóðum
eftir fyrsta
keppnisdag á
Evrópumótinu í
brids, sem hófst í
gær í Búdapest í
Ungverjalandi.
Ísland tekur
þátt í opna
flokknum á mótinu og vann Hvíta-
Rússland, 19,85-0,15 í fyrsta leik
mótsins. Í öðrum leik vann Ísland
Ungverjaland, 10,91-9,09 en tapaði
fyrir Georgíu, 8,52-11,48 í þriðju um-
ferð og fyrir Englandi, 7,71-12,29, í
þeirri fjórðu.
Eftir fjórar umferðir er Ísland
með 46,99 stig en Króatar, sem eru
efstir, hafa 62,91 stig, Írar 59,84 stig
og Pólverjar 54,50 stig í efstu sæt-
unum. Sex efstu liðin vinna sér
keppnisrétt á heimsmeistaramóti á
næsta ári.
Íslenska liðið spilar á morgun við
Walesverja, Búlgara, Serba og Svía.
Mótinu lýkur eftir rúma viku.
Tveir sigrar
og tvö töp á
EM í brids
Stangarhyl 1a, 110 R • S:5678030
www.rj.is
testo
hitamyndavélar
Við mat á ástandi bygginga
eða lagna, hættu á myglu,
við eftirlit og bilanagreiningu
á vélum og rafbúnaði.
www.rj.is
We measure it.