Morgunblaðið - 17.06.2016, Side 10
10 EM Í FÓTBOLTA KARLA
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
Í MARSEILLE
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Íbúum og gestum hafnarborg-
arinnar Marseille við Miðjarðarhafið
verður væntanlega boðið að sjá jök-
ulinn loga á morgun. Tólfan og aðrir
dyggir stuðningsmenn íslenska
landsliðsins í fótbolta eru farnir að
streyma til þessarar annarrar
stærstu borgar landsins og munu án
efa syngja hátt og hressilega bæði á
Stade Vélodrome-leikvanginum
meðan Ísland mætir Ungverjalandi
og jafnvel víðar um borgina.
Veðrið var hálfhaustlegt, á ís-
lenskan mælikvarða, í Marseille í
gærmorgun. Svo rættist úr og sólin
skein síðdegis og þá var eins og Ís-
lendingar spryttu út úr öllum
skúmaskotum! Ekki að þeir væru
neitt að trana sér fram en óhjá-
kvæmilegt var að sjá þá sem voru
skrýddir annaðhvort landsliðstreyj-
unni eða Tólfutreyjunum. Margir
voru svo auðvitað borgaralega
klæddir en víða heyrðist íslenskan
töluð og þá fór heldur ekki á milli
mála hverjir voru á ferð.
Einn íslenskur fáni á brautarstöð-
inni kom hins vegar á óvart. Þegar
spurt var hvort þarna færu Íslend-
ingar rak viðkomandi upp stór augu.
Þetta var ungur Íri, Joshua Healy,
ásamt bróður sínum og vini. „Ég
held með Bolton Wanderers í ensku
knattspyrnunni og hef haft miklar
taugar til Íslands vegna þess hve
margir góðir íslenskir leikmenn hafa
spilað með Bolton,“ sagði Joshua við
Morgunblaðið. „Guðni Bergsson,
Grétar Steinsson og síðast en ekki
síst Eiður Smári Guðjohnsen. Ég
ákvað því að ekki væri hægt að
sleppa því tækifæri að sjá Ísland
keppa á stórmóti eins og hér í
Frakklandi. Ég á miða á alla þrjá
leiki Íslands í riðlinum, sá Írland
keppa móti Svíþjóð og nældi mér
líka í miða á leik Frakklands og Alb-
aníu sem var hér í Marseille í vik-
unni.“
Þeir Íslendingar sem Morg-
unblaðið hefur hitt hér í Marseille
eru allir himinlifandi. Bæði vegna
frábærrar frammistöðu landsliðsins
í Saint-Étienne og allrar umgjarðar.
Í dag verður svo þjóðhátíð lýðveld-
isins fagnað hér sem annars staðar
og samstaðan verður augljóslega
mikil. Einn landi sem blaðamaður
hitti sagðist hafa glatað veskinu sínu
í svokölluðu Fan Zone – stuðnings-
mannasvæðinu stóra – á leikdegi í
Saint-Étienne og talið næsta víst að
hann sæi það ekki framar. En svo
fór aldeilis ekki. Hann fékk allt í
einu hringingu frá öðrum Íslendingi
sem hafði fundið veskið. Sá hafði séð
nafn eigandans, grafið upp síma-
númer eiginkonu hans og þannig
komist í samband við manninn sjálf-
an þarna í hópi þúsundanna. Ein-
hverjir hefðu nú líklega bara hirt
veskið, sagði eigandinn. En ekki Ís-
lendingur á svona degi. Samstaðan
er mikil. Það er í anda landsliðsins.
Manni þykir vænt um svona sögur.
Gleðilega þjóðhátíð!
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Spegilmyndir Fallegt er og fjörugt mannlíf við gömlu höfnina, Vieux Port, í Marseille.
Stuðningsmenn! Þessir ungu Írar fylgja Íslandi að málum vegna tengingarinnar við Bolton
Wanderers og sjá alla leikina. Frá vinstri, Thomas McQuittv, Joshua Healy og Aaron Healy.
Veiði? Þeir fiska hugsanlega sem sitja með veiðistöng við gömlu höfnina í
Marseille. Fróðlegt verður að sjá hver afli Íslendinga verður í borginni.
Fljótir í förum Löggæsla er mjög öflug í tengslum við EM. Ekki eru allir
laganna verðir þungvopnaðir, þessir hjóluðu um Marseille-borg í gærdag.
Gaman saman Þessar tvær fjölskyldur njóta lífsins í Marseille. Frá vinstri,
Eyvör Halla Jónsdóttir, Margrét Eva Sigurðardóttir, Soffía Hilmarsdóttir,
Jón H. Steingrímsson, Kristín Magnúsdóttir og Sigurður Einarsson.
„Ég er kominn heim …“ – til Marseille
Þjóðhátíðarstemning verður við Miðjarðarhafið í dag og svo verður annar í þjóðhátíð á vellinum
Samstaða íslenskra stuðningsmanna í Frakklandi í anda landsliðsins Áhangendur víða að
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
1.395
Öflugar
Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
Greinaklippur
frá 595
695
Strákústar á
tannbursta-
verði
Garðklóra/
Garðskófla
595
1.995
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
frá 1.995
Garðslöngur
í miklu úrvali
Fötur í
miklu úrvali
4.995
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar,
sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar,
stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
Úðabrúsar
í mörgum
stærðumfrá 995
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295