Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016 Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is V ið erum alltaf að stofna klúbba um hvað sem er,“ segir Tinna, sem er umhverfisfræðingur að mennt en bók- menntafræðingur í grunninn. Þær vinkonurnar ákváðu því að stofna bókaklúbb, en fyrir er Guðrún Nanný til dæmis í klúbbi sem gengur út á að drekka freyðivín og borða franskar og Tinna er í B- mynda klúbbi, sem horfir eingöngu á lélegar bíómyndir. Nafn klúbbsins, Heims- bókmenntir og hanastél, er alls ekkert heilagt að sögn Tinnu, en grunnreglurnar tvær eru þó að lesa sem fjölbreyttastar bækur og það þarf alltaf að vera vín. „Upp- haflega vorum við að hugsa um að blanda saman áfengisdrykkju og bókmenntunum. Við vorum með nokkur nöfn, til dæmis Örlagasög- ur og ölvun, Bækur og bús og alls konar áður en Heimsbókmenntir og hanastél kom upp. Við ákváðum að byrja á að bjóða tveimur vin- konum hvor og svo buðu þær vin- konum sínum. Ég valdi tvær vin- konur úr bókmenntafræðinni til dæmis og nú erum við orðnar tíu talsins úr öllum áttum,“ segir Tinna. Í klúbbnum má til að mynda finna þroskaþjálfa, mann- fræðing, kennara og jarðeðlisfræð- ing. Víkka sjóndeildarhringinn „Hugmyndin með að fá alls konar meðlimi er að þú lest kannski fjölbreyttari bækur þegar þú ert með fjölbreytt fólk. Við reynum að lesa eitthvað annað en þessar hefðbundnu afþreyingar- bækur. Síðasta bók sem við lásum er til dæmis „Svartfugl“ eftir Gunnar Gunnarsson. En við erum líka búnar að lesa vinsælar bækur, eins og „The Martian“, sem er bók sem ég myndi persónulega aldrei velja til að lesa. En þetta gengur aðallega út á að víkka sjóndeild- arhringinn.“ Tinna segir að smekkur klúbbmeðlima sé samt svipaður og þær séu auk þess farnar að þekkjast vel innbyrðis. Klúbburinn hittist fyrsta föstudag í hverjum mánuði, yf- irleitt á vel völdum bar. „Ég flutt- ist reyndar til Akureyrar um ára- mótin og mæti stopult á fundi en les alltaf það sem er valið. Ég hef svo reynt að fara suður á fundi og þeim hefur verið hliðrað til fyrir mig,“ segir Tinna. Aðspurð um hversu virkir meðlimirnir séu seg- ir Tinna að það sé allur gangur á því. „Það getur verið erfitt að finna tíma sem allar komast á, en helsti kosturinn við að vera þetta margar er að það eru yfirleitt a.m.k. fimm sem komast á fund.“ Ein af reglum klúbbsins er að það verða allar að hafa klárað bókina fyrir fund. Tinna segist þó hafa nýtt sér tæknina sjálf til að undirbúa sig þegar tíminn var naumur. „Ég „gúgglaði“ endann á „The Martian“, mér fannst hún ógeðslega leiðinleg,“ segir hún og hlær. „En það eru fleiri reglur Bókalestur og hana- stél fara vel saman Tinna Eiríksdóttir er einn af stofnfélögum klúbbsins Heimsbókmenntir og hana- stél sem er virðulegur og dannaður bókaklúbbur, að minnsta kosti á yfirborðinu. Með stofnun klúbbsins vildu Tinna og vinkona hennar, Guðrún Nanný Vilbergs- dóttir, sameina þeirra þrjú helstu áhugamál: Bókmenntir, víndrykkju og stofnun alls konar klúbba. Níu konur hittast nú mánaðarlega og ræða hinar ýmsu bækur og vonast þær til að klúbburinn verði til að eilífu. Útileguvenjur Íslendinga hafabreyst mikið á síðustu árumsamhliða þróun ferðahýsa sem eru dregin á eftir bíl eða flutt á palli. Á sama tíma hefur reyndar verið mikil þróun í tjöldum líka og nú sem áður standa tjöld fyllilega fyrir sínu sem „helgarheimili“ þeirra sem vilja njóta náttúrunnar. Tjaldbúar eiga það sameiginlegt að þurfa að bera innbúið á milli staða, hvort sem það er í bakpoka eða farangursgeymslunni á bílnum. Það er því skynsamlegt að huga að þyngd tjaldsins og koma sér hægt og rólega upp fyrirferðarlitlum og létt- um búnaði á borð við borð, stóla, prímus og þess háttar. Lykillinn að því að sofa vel í tjaldi er að vera hlýtt. Ef þess er gætt að hafa tjaldið lokað þegar ekki er verið að ganga um það (nema auðvitað það sé bongóblíða) og að ekki komist raki inn í tjaldið, og þann búnað sem er geymdur þar, eiga tjaldbúar auð- veldara með að halda á sér hita. Flest minni útilegutjöld í dag eru kúlutjöld, þó útfærslurnar séu fjöl- margar. Fjölskyldutjöld eru gjarnan annað hvort kúlutjöld eða svokölluð cabin- eða kofatjöld. Kofatjöldin eru með beinar súlur í útveggjum svo plássið við þá nýtist betur. Gott kúlutjald stendur á hinn bóginn bet- ur af sér vind en önnur tjöld ef því er rétt tjaldað en það er fleira sem er gott að hafa í huga þegar stendur til að kaupa nýtt tjald. Álsúlur eru almennt sterkari en trefjasúlur en vega hins vegar meira, nema helst í dýrum tjöldum. Í sumum tjöldum eru súlurnar festar með sérstökum smellum sem er mun fljótlegra og auðveldara en að draga súlur í gegnum þröng slíður. Með því að skoða og prófa rennilása á tjaldi getur þú líka metið ágætlega hversu auðvelt verður að ganga um það og hversu mikið er lagt í tjaldið. Stærri fjölskyldutjöld eru gjarnan með skilrúmum á milli svefn- „herbergja“ og jafnvel sér setustofu og eldhús. Þó að ekki verði dregið úr þægindum og flottheitum slíkra tjalda er gott að hafa í huga að þegar íslenska sumarnóttin verður svöl gildir það sama og þegar maður grefur sig í fönn: Það er auðveldara fyrir marga að hita eina holu saman, heldur en fyrir hvern og einn að hita sér holu. Þó að það sé einfaldara að halda hita í litlum tjöldum getur engu að síður verið þægilegt að geta staðið við eldamennsku eða við fataskipti. Óhætt er að mæla með því að gera ráð fyrir einu auka svefnplássi í tjaldi, til þæginda. Það er, að nota þriggja manna tjald fyrir tvo, sex manna fyrir fimm og svo framvegis. Vasar, net og aðrar hirslur fyrir smáhluti koma svo í veg fyrir að allt týnist um leið. Hávaxið fólk ætti að skoða sér- staklega lengd svefnpláss og ef til stendur að ganga með tjaldið verður að bera saman þyngd, vatnsheldni, pláss fyrir íbúa og farangur og verð. Það er vel hægt að hafa það gott í tjaldi, en það verður vissulega auð- veldara með æfingunni. Förum því sem oftast í útilegu!  Höfundur er útivistarskáti, björgunarsveitarkona og starfsmaður Úlfljótsvatns. Útivist fyrir alla Starfsfólk á fjölskyldusvæðinu við Úlfljótsvatn gefur góð ráð fyrir útileguna Færanlegt helgarheimili Tjaldútilegur standa alltaf fyrir sínu. Í greininni eru nokkur góð ráð sem ættu að gagnast fólki við val á tjaldi. Allt um helgar- heimili tjaldbúans Skátahornið Elín Esther Magnúsdóttir Hæ hó jibbí jei og allt það. Það er kominn 17.júní. Þá á maður að vera stoltur Íslendinguren þökk sé karlalandsliðinu er ég búinn aðvera rígmontinn svolítið lengi. Og ég er úr Mývatnssveit og þar skortir okkur lítið loft get ég sagt ykkur. Allavega. Ronaldo kallinn. Hann gerði 330 þúsund ís- lendinga brjálaða og heiminn agndofa með ummælum sín- um um litlu eyjarskeggjana sem munu ekkert vinna. Ronaldo er ægilega stór kall. Verandi einn af bestu fót- boltamönnum þessa heims, spilandi í einu af besta félagsliði heims og með flottasta líkama sem ég hef séð. Skal viðurkenna það. Ef ég væri vaxinn eins og Ronaldo myndi ég líka alltaf vera ber að ofan. En þegar saga Ro- naldo er skoðuð þá kemur svolítið fyndið í ljós, svona í ljósi ummæla hans um litlu eyjarskeggj- ana sem munu ekki vinna neitt. Hann er nefnilega sjálfur frá lítilli eyju sem kallast Madeira skammt utan við Portúgal. Hann hef- ur heldur aldrei unnið neitt með lands- liði sínu og mun ekki gera það á þessu móti. Hann hefur líka oft fagnað eins og bjáni í leikslok. Reyndar yfirleitt eftir sigurleiki. En mér er sama. Ég fagnaði líka þessu jafntefli sem sigri. Ætla ekki að fara segja að það hafi verið hallær- islegt. Það er bara hallærislegt. En ég fór að velta því fyrir mér hvort ummæl- in um litlu kallana frá litlu eyjunni væru kannski bara um hann sjálfan. Að hann væri bara að tala um sjálfan sig. Og að þetta hefði bara skolast til í þýðingunni. Nei, ég held ekki. Ronaldo virkar ekki á mig sem góð manneskja þótt hann hafi gert fullt af stórkostlegum hlutum utan vallar. Hann hefur gefið fullt af peningum til góðra málefna og er ekkert að svíkja undan skatti eða eitthvað álíka eins og Messi. Þeir félagar virðast snúast við utan vall- ar. Þar stendur Ronaldo svo sann- arlega framar en skattsvikarinn frá Argentínu. En hann er ekki auð- mjúkur. Og ein stærsta íþróttastjarna heims olli aðdáendum sínum vonbrigðum með þessum bjánaummælum. Það er ekki gott. En nóg um þennan leik. Á morgun er það Ungverjaland. Og af hverju er ég ekki í Marseille? Ég hreinlega skil ekkert í mér að vera ekki þarna. Þriggja vikna stórskemmtun með fullt af bjór í sól og blíðu að syngja skemmtileg lög og fagna. Það besta við það er að enginn er að dæma mann. Það vilja bara allir vera memm ef maður er að syngja gott lag. Nei. Ég er hér á klakanum. Og að fara upp í bústað með stelpurnar mínar. Það verður fjör. Við munum mála okkur í framan og veifa fánanum, verandi í stuði og stemningu. Enda ætlum við að troða úldnum sokk upp í Ronaldo og vinna þetta mót. Því sá hlær best sem síðast hlær. »Hann er nefnilega sjálfur frá lítillieyju sem kallast Madeira skammt utan við Portúgal. Hann hefur heldur aldrei unnið neitt með landsliði sínu og mun ekki gera það á þessu móti. HeimurBenedikts Benedikt Bóas Í Árbæjarsafni verða þjóðbúningar í aðalhlutverki í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Gestir eru hvattir til að mæta í eigin búningum og fá fyrir vikið frítt inn. Í tikynningu segir að hátíðin standi frá kl 13 til kl 16. Fjall- konu safnsins verður skautað kl. 14 og geta gestir fylgst með því hvernig faldur, faldblæja og spöng eru sett upp og borin við skautbúning. Barna- hópur frá Þjóðdansafélagi Reykjavík- ur sýnir dans kl. 15.30. Meðlimir Fornbílaklúbbsins munu safnast saman á safninu um hádegisbil og verða með bílana sína til sýnis á safn- inu til kl. 16. Á baðstofuloftinu verður spunnið á rokk og bakaðar lummur í eldhúsinu. Á torginu er líka líf og fjör. Fyrir yngstu kynslóðina er tilvalið að heimsækja sýninguna Komdu að leika, þar er fjöldi leikfanga frá ýms- um tímum sem krökkum er frjálst að leika sér með. Fjölbreytt úrval af úti- leikföngum er til staðar sem krökk- um býðst að nota að vild. Frítt inn fyrir börn yngri en 18 ára. Mættu í eigin þjóðbúningi og fáðu frítt inn á Árbæjarsafn Morgunblaðið/Ómar Gleði Fagrir eru búningarnir. Þjóðhátíðargleði í Árbæjarsafni Njóttu hálendisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.