Morgunblaðið - 17.06.2016, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
talinn hentugur mælikvarði til að
bera saman velferð á milli ríkja.
Sé samanburður við helstu ná-
grannaríki skoðaður kemur í ljós að
Ísland blandar sér í toppbaráttuna.
Af heildarlistanum er Ísland í sjö-
unda sæti með 15% umfram með-
altal ríkjanna. Efst á listanum er
Lúxemborg með 37%. Af Norður-
löndum er Noregur efst með 33%,
Ísland í öðru sæti, með 15% eins
fyrr segir. Þriðja Norðurlandaríkið
er Danmörk með 14%. Næst kemur
Finnland með 13% og lestina rekur
Svíþjóð með 11%. Af öðrum ríkjum
ná nefna Þýskaland með 24%, Bret-
land með 16%, Belgíu með12%.
Holland og Frakkland með 11%,
Ítalíu sem vantar 3 prósentustig í
meðaltalið og Spán sem vantar 12
prósentustig.
Verg landsframleiðsla á mann á
Íslandi var 24% yfir meðaltali Evr-
ópusambandsríkjanna árið 2015,
samkvæmt bráðabirgðaniðurstöð-
um að því er fram kemur í nýjum
tölum frá Hagstofu Íslands. Er nið-
urstaðan sú að Ísland er í 9. sæti í
röð 37 Evrópuríkja. Í samanburð-
inum tóku Evrópusambandsríkin
þátt, auk Íslands, Noregs, Sviss,
Tyrklands, Svartfjallalands, Serb-
íu, Bosníu-Herzegovínu, Albaníu
og Makedóníu.
Einstaklingsbundin
neysla yfir meðaltali
Nýjar tölur frá Hagstofunni sýna Ísland í sjöunda sæti
Hlutfall einkaneyslu af meðaltali ESB ríkja
Noregur Þýskaland Bretland Ísland Danmörk Svíþjóð Spánn
150
120
90
60
30
0
133%
124%
116% 115% 114% 111%
88%
BAKSVIÐ
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Magn einstaklingsbundinnar
neyslu á mann var 15% yfir með-
altali ESB ríkja samkvæmt bráða-
birgðaniðurstöðum fyrir árið 2015
að því er kemur fram í tölum frá
Hagstofu Íslands. Þar var Ísland í
7. í röð landanna 37. Lúxemborg
var í fyrsta sæti, 37% yfir meðaltali
ESB ríkjanna.
Einstaklingsbundin neysla er
neysla einstaklinga og heimila,
hvaða nöfnum sem nefnist, óháð því
hver greiðir fyrir hana. Á vef Hag-
stofunnar segir að einstaklings-
bundin neysla samanstandi af öll-
um vörum og þjónustu sem
heimilin neyta án tillits til þess
hver greiðir.
Þannig teljist til einstaklings-
bundinnar neyslu öll neysla sem
greidd er af heimilum og einnig
neysla sem greidd er af öðrum að-
ilum, svo sem hinu opinbera. Dæmi
þess er þáttur hins opinbera í
rekstri skóla og heilbrigðisþjón-
ustu.
Samanburður
við nágrannalönd
Segir á vef Hagstofunnar að ein-
staklingsbundin neysla sé gjarna
Verðlag brauðs, kornvöru, osts,
mjólkur og eggja var 39% yfir með-
altalinu. Verðlag tóbaks var 47%
hærra en meðaltal Evrópusam-
bandsríkja og reynist fjórða hæsta
af ríkjunum 38.
„Í fljótu bragði er óhætt að segja
að við komum verr út úr þessum
samanburði en undanfarið og höfum
þokast upp listann,“ segir Erna
Bjarnadóttir, hagfræðingur og að-
stoðarframkvæmdastjóri Bænda-
samtakanna um að verðlag kjöts sé
þriðja hæst og mjólkur, osts og
eggja fjórða hæst í samanburðinum.
„Verð til bænda hefur ekki verið að
hækka almennt og ef litið er til
svínakjötsbænda sérstaklega þá hef-
ur verð til þeirra verið að lækka.“
Hún segir þó að í tilfelli mjólkur hafi
verð til bænda hækkað lítillega. „Ég
held að ekki sé hægt að fullyrða að
ástæða þess að við höfum þokast
upp listann í þessum samanburði sé
sú að verslunin hafi aukið sína
álagningu. Það eru fleiri milliliðir í
virðiskeðjunni og ekki hægt að slá
neinu föstu svona að óathuguðu
máli. Ennfremur er ljóst að geng-
isþróun evru gagnvart krónu er lík-
lega einn megináhrifavaldur þess að
samanburðurinn kemur verr út en
verið hefur.“ jonth@mbl.is
Verð matar og óáfengra drykkja á
Íslandi er 30% hærra en meðaltal í
Evrópusambandsríkjum, samkvæmt
nýjum tölum frá Eurostat, Hagstofu
Evrópusambandsins og OECD og
Hagstofa Íslands birtir. Jafnframt
kemur fram að verðlag á kjötvöru á
Íslandi sé 39% yfir sama meðaltali
og hafi reynst þriðja hæst af þeim
ríkjum sem tóku þátt í samanburð-
inum. Þau eru Evrópusambands-
ríkin 28, auk Íslands, Noregs, Sviss,
Tyrklands, Svartfjallalands, Serbíu,
Bosníu-Hersegóvínu, Albaníu,
Makedóníu og Kósóvó. Þegar kemur
að verðlagi á áfengum drykkjum
var það 126% hærra á Íslandi en að
meðaltali í Evrópusambandsríkj-
unum.
Verðlag 30% hærra hér en í ESB
Ísland fjórða dýrast í mat og drykk
Morgunblaðið/Kristinn
Egg Verðlag eggja, mjólkur og osta var 39% yfir meðaltali í ESB.
● Hagar verða
teknir inn í úrvals-
vísitölu Kauphallar
Íslands, OMXI8, frá
1. júlí næstkom-
andi. Á móti fellur
Vátryggingafélag
Íslands, VÍS, úr
vísitölunni.
Endurskoðun
vísitölunnar fer
fram tvisvar á ári.
Þau átta fyrirtæki sem mestan selj-
anleiki hafa í Kauphölllinni eru í vísitöl-
unni. Ræðst vægi þeirra af flotleiðréttu
markaðsvirði, sem þýðir að einungis
það hlutafé sem ætla má að myndi
grunn að virkum viðskiptum í Kauphöll
er hluti af vísitölunni.
Eftir breytinguna eru þessi fyrirtæki í
vísitölunni: Eimskip, HB Grandi, Ice-
landair, Marel, N1, Reitir og Síminn auk
Haga.
Breyting á úrvals-
vísitölu Kauphallarinnar
Kauphöllin Hagar
inn í úrvalsvísitölu
Arion banki hefur sent Kauphöll til-
kynningu sem varðar söluferli á
bankanum. Þar segir meðal annars:
„Í ljósi áframhaldandi jákvæðrar
þróunar íslensks efnahagslífs meta
nú Arion banki og Kaupþing, sem er
meirihlutaeigandi Arion banka, þá
möguleika sem fyrir hendi eru varð-
andi eignarhlut Kaupþings í bank-
anum.“
Stefán Pétursson, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs Arion, segir að
tilkynningin hafi verið send til að
upplýsa markaðinn um stöðuna á
söluferlinu. „Bankinn er með skráð
bréf á markaði og því var talið rétt að
upplýsa markaðinn um þetta. Salan
er nú komin í formlegra ferli en áður
var og meirihlutaeigandi bankans er
að kanna ýmsa möguleika varðandi
söluna. Þar kemur meðal annars til
greina að selja hlut í bankanum í al-
mennu útboði. “
Stefán staðfestir í samtali við
Morgunblaðið að nú sé unnið að því
að koma upp gagnaherbergi fyrir
mögulega kaupendur en að það hafi
ekki verið opnað. Hann segir mikla
áherslu lagða á að taka eitt skref í
einu. „Það skiptir miklu máli að
vinna þetta faglega og rétt, meðal
annars til að koma í veg fyrir að ein-
hverjir sem mögulega munu bjóða í
hlutinn eða taka þátt í útboði verði
innherjar í ferlinu.“
Þá staðfestir hann einnig að stjórn
og stjórnendur bankans hafi ráðið
Citibank sér til ráðgjafar við sölu-
ferlið en að eigandinn, Kaupþing,
hafi ráðið Morgan Stanley sér til
ráðgjafar af sama tilefni.
ses@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Söluferli Kaupþing á 87% í Arion banka á móti 13% hlut íslenska ríkisins.
Söluferli Arion
formlega hafið
Möguleiki á almennu hlutafjárútboði
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
BMW 520D XDRIVE F10 nýskr. 01/2015, ekinn 25 Þ.km, diesel, sjálfskiptur (8 gíra).
Sóllúga, leður, rafmagnskrókur ofl. Stórglæsilegur! Verð 8.690.000 kr. Raðnr. 254961
BMW 535D XDRIVE F10 nýskr. 04/2015, ekinn 25 Þ.km, diesel, sjálfskiptur.
Gríðarlega vel búinn og öflugur bíll! Verð 11.990.000. Raðnr. 255003
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Fjórhjóladrifnir lúxusbílar