Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 22
FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundu@mbl.is Ég er þeirrar skoðunarþað sé æskilegt og mik-ilvægt að viðhalda ís-lenskri nafnahefð þannig að fólk kenni sig til föður eða móð- ur. Hins vegar er ekki hægt að við- halda þeirri hefð með lögum,“ sagði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, þegar leitað var álits hans á nýju laga- frumvarpi Ólafar Nordal innanrík- isráðherra þar sem gert er ráð fyrir nær algjöru frjálsræði um manna- nöfn. Samkvæmt frumvarpinu, sem er til kynningar á vef ráðuneytisins, verður mannanafnanefnd lögð niður og foreldrum verður frjálst að velja börnum sínum nánast hvaða nafn sem er, konur geta heitið karl- mannsnöfnum og karlar kven- mannsnöfnum, ættarnöfn verða leyfð og ekki þarf lengur að upp- fylla það skilyrði að nöfn verði nafn- bera ekki til ama. Horft á mannréttindi Eiríkur telur frumvarpið til stórra bóta. Það afnemi alla helstu agnúa á núverandi lögum. Hann segir að upphaflega hafi menn rætt um mannanöfn út frá verndun ís- lenskrar tungu. Nú séu viðhorfin breytt og umræðan snúist um að mannanöfn séu sterkur þáttur í sjálfsmynd hvers einstaklings. Litið sé á réttinn til að ráða nafni sínu án afskipta hins opinbera sem mann- réttindi. „Ég tel það til dæmis aug- ljóst brot á jafnræðisreglu og mannréttindum að sumir megi hafa ættarnöfn en aðrir ekki. En ég tel líka að þetta komi íslensku máli ekkert við – ættarnöfn eru ekkert síður íslenska en föður- og móð- urnöfn. Framtíð íslenskunnar ræðst ekki af því hvort menn bera ætt- arnöfn eða ekki,“ segir Eiríkur. Í greinargerð með frumvarpinu segir að því sjónarmiði hafi vaxið ásmegin að réttur manna til að ráða sjálfir nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari en hagsmunir sam- félagsins af því að takmarka þennan rétt. Er í því sambandi m.a. vísað til dómaframkvæmda Mannréttinda- dómstóls Evrópu. „Réttur manns til nafns er talinn njóta verndar 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs,“ segir í grein- argerð. Guðrún Kvaran, formaður Ís- lenskrar málnefndar, óttast hins vegar afleiðingar þess að algjört frjálsræði verði tekið upp um mannanöfn. „Ég held að það sé allt- af mikið tap þegar við missum ein- hvern ákveðinn þátt úr tungumál- inu því ég lít á bæði eiginnöfn og nafnakerfi sem hluta tungumálsins. Ef þessi venja, að kenna sig til föð- ur eða móður leggst af, eða verður mjög lítil, þá tel ég þetta mikinn skaða fyrir þjóðfélagið,“ sagði Guð- rún í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í gærmorgun. Óljóst er hvaða afstöðu alþing- ismenn munu taka til málsins þegar það kemur til þeirra kasta, líklega í haust. Haustið 2013 lögðu fjórtán þingmenn fram frumvarp um breyt- ingar á lögum um mannanöfn þar sem lagðar voru til róttækar breyt- ingar á núgildandi löggjöf. Litlar umræður urðu um málið, en þó mátti ráða af þeim að þingmenn vildu að málið yrði skoðað frekar. Í fyrrasumar lét innanríkisráðuneytið í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kanna skoðun al- mennings. Niðurstöður voru þær að meirihluti þátttakenda í könnuninni, eða 60% svarenda, vildi að reglur um mannanöfn yrðu rýmkaðar. Þeir sem vilja tjá sig um frum- varpið geta sent rökstuddar tillögur og/eða athugasemdir til ráðuneyt- isins fyrir 1. ágúst næstkomandi. Morgunblaðið/Kristinn Nafngiftir Það vefst stundum fyrir foreldrum hvaða nafn eigi að gefa barni. Nýtt lagafrumvarp gerir ráð fyrir auknu frjálsræði um nafngiftir. Skiptar skoðanir um nafnalagabreytingar 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sjötíu ár ogtveimurbetur eru liðin frá því að Ís- lendingar fengu sjálfstæði sitt aftur að fullu, eftir nærri sjö alda yfirráð ann- arra. Á þeim tíma hefur ís- lensk þjóð náð undraverðum árangri á ýmsum sviðum, árangri langt umfram það sem hægt væri að ætlast til af svo fámennri þjóð. Í ár eru einnig önnur merk tímamót, þar sem fjörutíu ár eru liðin frá lok- um síðustu landhelgisdeil- unnar, en hún var á sínum tíma kölluð „sjálfstæðisbar- átta þjóðarinnar hin síðari“, enda var þá nánast allur efnahagur þjóðarinnar und- ir þó að fleiri stoðum hafi síðar verið skotið undir tekjuöflun þjóðarbúsins. Í þeirri baráttu náðist fulln- aðarsigur að lokum. Á seinni árum hefur nokk- uð tíðkast meðal sagnfræð- inga að „brjóta niður“ þá mynd sem þjóðin hefur réttilega haft af bæði sjálf- stæðisbaráttunni og síðar landhelgisdeilunum, eins og þær birtust samtíðarmönn- um. Visslega er það verkefni sagnfræðinga að rýna í sög- una, en um leið er hægt að ganga of langt við endur- skoðun hennar, og hreinlega týna sér oft og tíðum í karpi liðinnar stundar, þannig að skógurinn sjáist ekki fyrir einstökum trjám. Það að menn greindi á um leiðir þýðir ekki að markmiðið hafi ekki verið sameiginlegt, að tryggja þjóðarhag sem bestan á hverjum tíma. Í landhelgisdeilunum til dæmis reyndi oft á sam- takamátt þjóðarinnar og blönduðust þar inn deilur um aðildina að Atlantshafs- bandalaginu og fleiri þættir, sem svo oft grípa hugann í hringiðunni miðri, en vilja svo gleymast þegar frá líð- ur. Það getur ekki talist heillavænlegt þegar gengið er fram af hörku við að brjóta niður þá mynd sem landsmenn hafa með réttu af þeim afrekum sem þeir sem á undan gengu unnu í þágu þjóðarinnar. Hið sama gildir um sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar fram til ársins 1944. Í sjálf- stæðisbaráttu 19. aldar var draumurinn um að Íslendingar gætu sjálfir sinnt stjórn sinna mála mjög fjarlægur, ef hann var þá til staðar. Með samstilltu átaki og þrot- lausri vinnu tókst Íslend- ingum hins vegar smátt og smátt að ná aftur til sín þeim völdum, sem gefin höfðu verið úr landi. Í þeirri bar- áttu þurftu Íslendingar að treysta á sig sjálfa við hvert einasta skref sem stigið var. Og þeirri baráttu lauk ekki, þó að lýðveldið væri stofnað. Þegar kemur að sögu- skoðun þjóðarinnar hefur tilhneigingin verið sú að setja nokkurs konar enda- punkt við ártalið 1944, líkt og þá hafi allir draumar ræst. Raunin er sú að þá tók við þrotlaust starf við að koma fótunum undir hið unga lýðveldi á fyrstu árum þess. Sjálfstæðið hefur nefnilega aldrei verið sjálf- gefið, hvorki þá né nú. Það er stöðug vinna, stöðug bar- átta. Það gaf til dæmis vel á bátinn í efnahagshruninu, og vildu þá nokkrir og vilja jafnvel enn, þó að þeir kjósi nú að fara leynt með þá skoðun sína, fórna hluta af fullveldi þjóðarinnar og öll- um fiskimiðum hennar, til þess að þjóðin gæti leitað sér skjóls, eins og það var kallað, fyrir tímabundnum efnahagslegum og pólitísk- um vindum. Á sama tíma var gerð hörð atlaga í Icesave- málinu að ýtrustu hags- munum þjóðarinnar. Þar munaði litlu að illa færi, en á endanum átti þjóðin síðasta orðið fyrir atbeina forseta lýðveldisins sem þá gegndi lykilhlutverki. Í því stóð þjóðin vel saman þó að ein- staka menn svöruðu kalli annarra hagsmuna. „Veraldarsagan ber ljóst vitni þess að hverri þjóð hef- ir þá vegnað best þegar hún hefir sjálf hugsað um stjórn sína og sem flestir kraftar hafa verið á hræringu.“ Þessi áhrínsorð Jóns Sig- urðssonar eiga enn jafnvel við í dag og þegar þau voru rituð fyrir 175 árum. Þær ótrúlegu framfarir sem ís- lensk þjóð hefur náð síðan lýðveldið var stofnað fyrir 72 árum hafa síðan staðfest þessi orð, svo um munar. Sjálfstæðisbarátt- unni lauk ekki árið 1944. Eins og dæmin sanna er hún stöðugt viðfangsefni. } Sjálfstæði Íslands T æp vika er þar til brezkir kjósendur ganga að kjörborðinu og greiða at- kvæði um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Óvíst er hver niðurstaðan verður en niðurstöður skoðanakannana undanfarna mánuði hafa vægast sagt verið mjög misvís- andi. Síðustu daga hafa kannanir þó bent til þess að fleiri eigi eftir að greiða atkvæði með því að segja skilið við sambandið en vera áfram innan þess. Hvort niðurstaða þjóðaratkvæð- isins verður á þann veg á eftir að koma í ljós. Kjarninn í málflutningi þeirra sem vilja úr Evrópusambandinu hefur snúizt um sjálfstæði og fullveldi Bretlands. Hverjir stjórni í raun landinu að miklu leyti, líkt og öðrum ríkjum sambandsins, og þá staðreynd að brezkir kjós- endur hafa lítið sem ekkert yfir þeim að segja. Er þar einkum vísað til framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, sem skipuð er embættismönnum, og ráð- herraráðs sambandsins og Evrópuþingsins sem fulltrúar annarra ríkja skipa að langmestu leyti. Flestar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins eru teknar með auknum meirihluta eða einföldum meiri- hluta sé ekki samstaða um þau. Málaflokkum þar sem krafizt hefur verið einróma samþykkis hefur fækkað hratt og er nú aðeins fyrir að fara í undantekninga- tilfellum. Rannsóknir hafa sýnt að þegar Bretar hafa lagst gegn einhverju í ráðherraráði Evrópusambandsins á undanförnum árum hafa þeir yfirleitt orðið undir. Eftir sem áður hafa þeir þurft að fara að þeim ákvörðunum. Vægi ríkja innan stofnana Evrópusam- bandsins fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Bretland með sínar 65 millj- ónir íbúa hefur margfalt það vægi sem Ísland hefði innan sambandsins værum við Íslend- ingar þar innanborðs. Eftirleiðis yrðum við að vona að teknar yrðu ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem hentuðu okkar hagsmunum. Að öðrum kosti yrði okkur líkt og Bretum gert að framkvæma ákvarðanir sem færu þvert gegn hagsmunum okkar. Talsmenn þess að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins hafa einmitt haldið því fram að ekki sé hægt að líkja Bretlandi við Ís- land í umræðum um sambandið. Bretar hafi áhrif innan Evrópusambandsins í krafti stærðar sinnar ólíkt því sem yrði raunin í tilfelli Íslands. Því sé skiljanlegt að Íslendingar vilji ekki ganga í sam- bandið. Gallinn er hins vegar, líkt og rannsóknar hafa sýnt, að þegar mest hefur legið við fyrir hagsmuni Breta hafa þeir yfirleitt orðið undir. Við Íslendingar þekkjum mörg dæmi þess þegar full- veldið hefur skipt sköpum. Við hefðum ekki fært út land- helgina, staðið vörð um hagsmuni okkar í makríldeilunni né heldur í Icesave-málinu nema í krafti fullveldisins. Fullveldi er einfaldlega annað orð yfir frelsi og baráttunni fyrir frelsinu lýkur ekki á meðan þeir verða til sem vilja það feigt. hjorturjg@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Frelsi og fullveldi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Samkvæmt frumvarpinu skal við tilkynningu til Þjóðskrár Íslands gefa upp fullt nafn, ritað með bókstöfum íslenska stafrófsins. Engar takmarkanir eru á fjölda eða lengd nafna. Einu formskil- yrði eiginnafna eru að þau skulu vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án grein- is. Nafnorð eru heiti á einhverju, svo sem persónum, dýrum, hlut- um eða hugmyndum. Sé nafn af íslenskum uppruna skal það falla að íslensku beyg- ingarkerfi en ekkert skilyrði er um slíkt ef um viðurkennt erlent nafn er að ræða. Með við- urkenndu erlendu nafni er átt við nafn sem viðurkennt er sam- kvæmt nafnalöggjöf annarra ríkja. Við skráningu skal að auki til- greina svokallað birtingarnafn sem dregið skal af fullu nafni ein- staklingsins og innihalda a.m.k. eitt eiginnafn og eitt kenninafn hans. Hægt er að óska eftir því að birting- arnafn sé stytt með einhverjum hætti. Birtingarnafnið er það nafn sem birt er notendum þjóðskrár og notað í opinberum skrám og skjölum, svo sem í vegabréfum. Ný nafnalög MIKLAR BREYTINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.