Morgunblaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016 Gunnar Sólnes var einstaklega hæfileikaríkur mað- ur og skipti ekki máli hvar hann steig nið- ur fæti, hann var jafnan í fremstu röð, snjall lögfræðingur, Íslands- meistari í golfi og forystumaður höggleiksmanna um árabil, af- burðagóður laxveiðimaður og síð- ast en ekki síst einstakur félagi. Við áttum langa samleið í Laxár- félaginu. Saga þess spannar ára- tugi og verður ekki sögð án þess að Gunnar fái þar veglegan sess. Hann fór snemma með föður sín- um, Jóni Sólnes bankastjóra, að veiða í Laxá en í 75 ára sögu fé- lagsins hefur félagsaðildin einatt gengið í erfðir og þegar búið var að strjúka af sér á kvöldin biðu hinir margfrægu kokkteilar Gunnars sem var örlátur að miðla af reynslu sinni og þekkingu á ánni. Gunnar átti ríkan þátt í að móta félagsandann, hann beinlínis gaf félaginu sál og sinnu. Enginn fór oftar til veiða í Laxá og þar var hann í essinu sínu – og hrókur alls fagnaðar í lok veiðidags. Það var mikið lán að þau Margrét rugluðu saman reytum sínum; hún var enginn eftirbátur hans í veiðinni og þau hjón ákaflega samhent; það geislaði af þeim hamingjan. Oftar en ekki fann hún réttu flug- una og hann þóttist vera hneyksl- aður á valinu. Gunnar var greindur maður og fylginn sér, orðheppinn og stutt í gáskann en gætti jafnan stillingar og hélt ró sinni. Ótal mál leysti hann farsællega og sá oftast lengra fram en samferðamenn. Ýmis ágreiningsmál leysti hann eftirminnilega og gengu allir sátt- ir frá borði. Hann var röggsamur og atorkumikill; þegar við félagar hans vorum að jafna okkur eftir veikindi dreif hann menn austur í ána „til þess að veiða úr sér hroll- inn“. Gunnar var fljótur að eignast fjölda vina. Við hjónin áttum þess kost að ferðast og veiða með Gunnari og Margréti. Ekki var hægt að hugsa sér betra sam- ferðafólk, bæði hér heima sem og á Írlandi, í Skotlandi og á norður- strönd Spánar þar sem við heim- sóttum og signuðum Sellaána í Gunnar Sólnes ✝ Gunnar Sólnesfæddist 12. mars 1940. Hann lést 5. júní 2016. Útför Gunnars fór fram 16. júní 2016. Asturias og hlustuð- um á heimamenn segja sögur af veiði- ferðum Francisco Francos hershöfð- ingja, sem bannaði laxveiðar undan ströndum Spánar og útnefndi menn í stöður innan hersins um leið og hann skipaði þeim að hjálpa sér að landa. Gunnar var öflugur baráttu- maður fyrir verndun villta laxins og lagði hönd á plóg með NASF til verndar villtra laxastofna á al- þjóðavettvangi og átti gott sam- starf við menn sama sinnis í fjöl- mörgum löndum. Hann var leiðandi í samskiptum NASF um verkefni nágrannalandanna þar sem við vorum einatt að funda með netamönnum sem auðvitað höfðu sínar eigin hugmyndir um skyldur sínar og réttindi. Enginn þeirra efaðist um réttsýni og heil- indi í málflutningi Gunnars og hann eignaðist stóran hóp aðdá- enda og vina. Við Laxárfélagsmenn, NASF og veiðifélagar þökkum Gunnari fyrir óeigingjarnt sjálfboðaliða- starf undanfarna áratugi og send- um Margréti og ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Orri Vigfússon. Ég kom í Menntaskólann á Ak- ureyri 15 ára gömul til að taka landspróf. Bekkurinn taldi innan við 20 nemendur og einn af þeim var Gunnar Sólnes. Við fylgdumst síðan að upp að stúdentsprófi. Gunnar var afar skemmtilegur, lét ekki mikið fyrir sér fara en hann hafði eftirminnilega kímnigáfu. Fyrir suma gat hún virst hrjúf á yfirborðinu, en hún var aldrei særandi. Sighvatur Pétursson, bekkjarbróðir okkar, ólst upp í næsta húsi við Gunnar og þeir voru vinir frá fjögra ára aldri. Hann segir að þeir hafi verið mikl- ir prakkarar og að sjálfsögðu oft verið flengdir. Í gamni segir Sighvatur að kannski hafi annar verið flengdur fyrir að gera hrekk og þá þótt vissara að flengja hinn líka. Gunnar átti við slæm nýrna- veikindi að stríða í bernsku og um átta ára aldur var annað nýrað tekið úr honum . Það var mikil að- gerð á þeim tíma og frekari veik- indi hefðu trúlega verið dauða- dómur. Þó ekki hafi verið um þetta rætt er hægt að gera sér í hugarlund að Gunnar var vel með- vitaður un það á uppvaxtarárun- um. Þetta vissi ég ekki þá, og aldr- ei vissi ég til að Gunnar æðraðist sjálfur. Þegar stúdentsprófi lauk dreifðist hópurinn og ég hitti Gunnar ekki oft eftir það nema á bekkjarmótum. Hann varð lög- fræðingur og lék mikið golf, var í tvígang Íslandsmeistari í golfi. Þegar síðasta kallið kom var Gunnar nýlega kominn úr golftúr til Skotlands. Þangað var honum boðið í heiðursskyni til að leika á frægum golfvelli og búa á lúxus- hóteli. Á sínum starfsferli sinnti Gunn- ar mörgum stöðum í félagsmálum en var þó fyrst og fremst lögmað- ur. Ég veit að ég tala fyrir munn okkar MA-stúdenta 1960 þegar ég þakka Gunnari fyrir ánægjulega samveru og ljúfar minningar um góðan mann og sérstakan per- sónuleika. Einnig flyt ég eftirlifandi eig- inkonu Gunnars, Margréti Krist- insdóttur, og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Iðunn Steinsdóttir. Gunnars Sólnes er sárt saknað. Genginn er lífskúnstner sem vegna einstaks félagslyndis og vinsælda skilur eftir skarð í lífi margra. Hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar, snögg- ur til svars og hnyttinn með af- brigðum. Honum var einkar lagið að njóta margs þess besta sem líf- ið hefur að bjóða og deila gæðum með öðrum. Gunnar var vel greindur og fróður. Ævinlega var gefandi að eiga við hann orðastað. Hann hafði vel grundaðar skoðanir og vildi leggja gott til í öllum málum. Vandaður maður, raungóður og ráðagóður. Gunnar var trygglyndur, vin- fastur og ótrúlega vinamargur, enda kunni hann öðrum betur að rækta vináttu, jafnt með smáu og stóru. Hann var traustur félagi. Samband hans og Margrétar var einkar fallegt og innilegt. Þau höfðu sömu lífssýn og voru sam- stiga í dugnaði sínum við að njóta hvers dags. Um leið og áratuga vinátta er þökkuð minnumst við veiðiferða, ferðalaga og dýrindis kvöldverða á smekklegu rausnarheimili hans og Margrétar. Þegar Gunnar er kvaddur er huggun að trúa því að við hittumst við hinar himnesku laxár og njót- um þar veiða og dýrra veiga. Við vottum Margréti og öðrum aðstandendum samúð okkar. Sigríður Svana Pétursdóttir, Jón Sigurðarson. Mér var brugðið við andlát Gunnars Sólnes. Það var hlýja í loftinu og sumarið brosti við okk- ur. Gunnar hafði verið mikill úti- vistarmaður og ég vissi ekki betur en hann væri líkamlega vel á sig kominn. Ungur hafði hann verið einn af snjöllustu golfleikurum landsins og hélt leikni sinni vel við. Hann var góður laxveiðimaður, kunni að lesa í árnar og þekkti land sitt. Hann var traustur ferða- félagi og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hvarvetna au- fúsugestur, vinmargur og traust- ur vinum sínum, – góður drengur. Við Gunnar kynntumst í Menntaskólanum á Akureyri og síðan hefur vinátta okkar haldist, þótt fundir okkar hafi orðið stop- ulli, sérstaklega eftir að ég lét af þingmennsku. Þó tókum við í spil ef tækifæri gafst til þegar hann átti erindi suður. Spilafélagar okk- ar voru gjarna Davíð Oddsson og Gunnar Birgisson. Ekki er langt síðan hann hringdi, hlýr og sló á létta strengi, – og við planlögðum næsta spilakvöld. Það er margs að minnast. Nokkur ár fórum við í Blöndu með Þórarni B. Jónssyni og nokkrum vinum okkar. Það voru sólskins- dagar. Gunnar passaði upp á það, að veiðibúnaður minn væri eins og best varð á kosið og var fyr- irhyggjusamur í þeim efnum. Undirbúningur var góður og fyrir öllu séð. Ég veiddi á flugu en afl- anum var jafnt skipt eftir á milli okkar félaganna og fór ég vel út úr þeim skiptum. Gunnar var hamingjumaður í sínu einkalífi. Þau Margrét áttu fallegt heimili og voru höfðingjar heim að sækja, samhent og horfðu fram á veginn. Þess vegna eigum við Kristrún svo góðar minningar um þau, sem við erum þakklát fyrir. Gunnar var ein- stakur maður. Guð blessi minn- ingu hans. Halldór Blöndal. Ég var 12 ára og Gunnar 10 þegar ég man fyrst eftir honum. Góður kunningsskapur var á milli foreldra okkar og þegar komið var til Akureyrar heimsóttu þau venjulega Jón og Ingu, foreldra Gunnars. Það hefur því verið stutt á milli okkar í nær 70 ár því leiðir okkar lágu saman í Mennta- skólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Síðan í 45 ár á Akureyri. Var hann því einn af mínum elstu og bestu vinum. Ekki spillti því að báðir náðum við í húsmæðra- skólastjóra fyrir konur. Sagði Gunnar að í staðinn fyrir að gefa þeim blóm og segja „sig det med blomster“ ættum við miklu held- ur að gefa þeim danskar sósur og þá lægi beinast við að segja „sig det med sósur“. Gunnar var mik- ill húmoristi og sérdeilis orðhepp- inn. Voru skyndisvör hans mörg hver alveg óborganleg. Svo sem þegar við nokkrir veiðimenn sát- um saman í kvöldmat í veiðihús- inu á Laxamýri, svangir og þreyttir. Segir þá einn, að það sé ekkert betra en að borða góðan mat. Annar svaraði þá, að það væri nú margsannað að það besta fyrir manninn væri ástarleikir með fögrum konum. Jæja, það má rétt vera sagði sá fyrri, en þá er alla vega maturinn í öðru sæti. „Þið ætlið þó ekki að segja manni að brennivínið sé komið í þriðja sætið?“ gall þá í okkar manni, við mikinn hlátur viðstaddra. Gunnar lærði lögfræði. Fljót- lega eftir nám kom hann til Ak- ureyrar og setti á stofn lög- mannsstofu ásamt fleirum. Þá naut ég oft aðstoðar hans í störf- um mínum. Kynntist því vel að hann var afburða lögfræðingur og öruggur í því sem hann gerði. Veit ég að þetta var ekki bara mín reynsla heldur naut hann al- menns álits sem lögmaður. Gunnar var vinmargur og átti mjög auðvelt með að umgangast fólk. Hafði enda mjög góða nær- veru og var einstaklega léttur í lund. Hann átti mörg áhugamál. Var slyngur veiðimaður, ferðaðist mikið og var afburða golfleikari. Hann náði því að verða tvisvar Íslandsmeistari í golfi og var í fremstu röð til margra ára í þeirri grein. Golfarar þurfa að huga að mörgu og gæta margs til þess að láta þennan litla bolta svífa rétt. Eitt af grunngildunum er staðan og hreyfing líkamans í högginu. Er þá númer eitt tvö og þrjú að einblína á kúluna og hreyfa ekki hausinn fyrr en högginu er lokið. Golfari, vinur okkar Gunnars, sagði mér að hann hefði eitt sinn sýnt 100% nákvæmni í þessu. Röðin var komin að honum á teig. Hann var að reykja vindil og setti hann upp í sig meðan hann sló. Komin var um 1 - 2 cm aska sem stóð fram úr vindlinum. Golfarinn sló og askan hreyfðist ekki . Gunnar hefur átt láni að fagna á lífsleiðinni. Gott uppeldi, mark- mið í námi, farsæld í störfum og mikinn og traustan vinahóp. En hans mesta gæfa var hússtjórn- arkennarinn sem áður er minnst á. Margrét var hans stoð og stytta og þau áttu einstaklega góða sambúð. Á heimili þeirra var gott að koma. Ég vil að lokum þakka fyrir að hafa átt hann að vini og allar þær stundir sem við áttum saman. Megi góður Guð blessa Mar- gréti og alla hennar fjölskyldu og styrkja þau í þessari miklu sorg. Gunnar Ragnars. Maður lærir ekki allt af bókum. Það var hvalreki á fjörur mínar þegar leiðir okkar Gunnars Sólnes lágu saman fyrir nokkrum árum. Hann var örlátur maður. Ekki bara á allar veraldlegar velgjörðir í mat, drykk, veiðiflugur og fleira, heldur enn frekar að gefa af visku sinni og reynslu en umfram allt umhyggju og vináttu. Gunni Sól var tilbúinn að miðla til samferða- fólks og greiða götu þess ef hann hafði til þess einhver ráð, bæði í stóru og smáu. Þessa alls fékk ég að njóta eftir að vinátta tókst með okkur þegar við fórum að starfa saman á skrifstofu Pacta lög- manna á Akureyri. Af honum átti ég eftir að læra margt. Ég sá fljótt að Gunni var vina- margur og vinirnir komu úr öllum og ólíklegustu áttum frá öllum heimshornum. Ég skynjaði sterkt að vinaböndin voru ekki bara sterk, heldur virtust eilíf og var- anleg. Það var ósjaldan að hann fór á vinafundi út úr bænum eða af landi brott og kom til baka ríkur af súkkulaði, elixír á skápinn góða og sögum – endalaus uppspretta af skemmtilegum sögum. Gunni var afar skemmtilegur og glaðlyndur með tilsvör og athugasemdir á hraðbergi hvenær sem var. Gestrisni og höfðingsskapur var aðalsmerki Gunna og þeirra beggja, hans og Margrétar, eftir- lifandi eiginkonu hans. Ef taka átti á móti góðum gestum, hvort sem voru minnstu meðbræður, veiði- menn, golfarar eða sendiherrar – hver sem vera skyldi, var enginn betri en Gunni og með honum hans góða kona, Miss Maggý eins og hann sagði stundum. Hver gestur gat fundið sig í einlægni og ástríðu þeirra til að gera hverja heimsókn sérstaka. Alltaf var hægt að setjast niður og ræða lögfræði við Gunna. Flest hafði hann séð á sinni ævi. Fyrir ungan lögmann hefur verið ómet- anlegt að fá samferðamann eins og Gunna með alla sína reynslu og þekkingu. Fyrir okkar fyrri vinnu- stað var ómetanlegt að hafa þenn- an síunga „grand old man“ um borð. Fyrir hvern sem fékk að njóta vináttu og persónu Gunnars Sólnes er höggvið skarð í tilveruna en eftir situr þakklæti og virðing og svo margt sem hann kenndi mér – sem ekki verður lært af bók- um. Ólafur Rúnar Ólafsson. Það er óneitanlega tómlegra um að litast hér á skrifstofunni núna eftir að vinur okkar Gunnar Sólnes er ekki lengur einn af hópnum. Fráfall hans var óvænt enda var hann í vinnu fram á síðasta dag og var sjálfum sér líkur, hló og sagði brandara. Gunnar hafði þann ein- staka eiginleika að það var ekki annað hægt en að líka vel við hann og í raun voru það forréttindi að fá að vinna með Gunnari. Góð- mennska hans og gjafmildi sýndi sig einna best í því þegar hann kom heim úr ferðalögum erlendis átti hann það til að færa okkur gjafir auk þess sem súkkulaðið sem hann kom gjarnan með var alltaf af fínni sortinni. Þetta færði hann fólkinu með þeim orðum að ekki ætti að snerta á þessu fyrr en um jólin. Gunnar var kominn vel yfir miðjan aldur þegar hann hóf störf á skrifstofunni hjá okkur en féll strax vel í hópinn. Hann var manna fyrstur að skrá sig til leiks ef eitthvað stóð til og skemmti sér manna best, hvort sem um var að ræða óvissuferðir, ratleiki eða hvaðeina annað. Ekki var á honum að sjá að hann væri tvöfalt eldri en nær flestir samstarfsmenn hans og aldrei lét hann okkur hin finna að hann gæti verið afi okkar flestra. Gunnar átti upptökin að mörgum uppákomum á skrifstof- unni og var til að mynda sérstakur áhugamaður um grillveislur sem haldnar voru í hádeginu. Margir frasar eru til sem Gunnar átti og munu lifa með okkur. Þannig tókst honum, á sinn einstaka hátt, að kalla nær allt samstarfsfólk sitt almúga og það án þess að nokkur móðgaðist. Þá kunni hann það betur en flestir að fá fólk til að gera eitthvað fyrir sig og þá alltaf án þess að sýna yf- irlæti eða hroka. Ef veðrið var gott yfir sumartímann þurfti hann gjarnan að mæta á mikilvæga fundi, eins og hann orðaði það sjálfur, sem áttu sér stað á golf- vellinum að Jaðri. Á skrifstofunni er skápur sem Gunnari þótti allra skápa bestur. Í skápnum eru geymdar veigar sem Gunnari þóttu góðar og var skápurinn opnaður á sama tíma í viku hverri. Þó að Gunnar hafi ekki verið með okkur síðast þegar sá tími rann upp þótti okkur ekki annað hægt en að opna skápinn engu að síður og minnast hans í stutta stund. Þannig hefði hann viljað hafa það. Gunnars verður sárt saknað af okkur öllum enda hafði hann góða nærveru og það var gott að hafa hann hjá okkur. Minningin um góðan vin mun lifa með okkur öll- um um ókomna tíð. Fyrir hönd starfsfólks Motus og PACTA lögmanna, Akureyri. Anna María Ingþórsdóttir. Síðasta samtal okkar Gunnars snerist um það hver ætti að vera bílstjóri fyrir okkur í veiðiferðum sumarsins. Við vorum með góðan mann í því sem vann með okkur, en er nú horfinn til annarra starfa. Gunnar þurfti ekki að velta þessu lengi fyrir sér. Sá aðili var æviráðinn í hlutverk bílstjóra og þar við sat. Málið leyst hratt og vel og hægt að snúa sér að öðrum málum. Vinátta okkar Gunnars hófst þegar ég hóf störf hjá PACTA lögmönnum á Akureyri þar sem Gunnar starfaði. Nánast frá fyrsta degi náðum við ákaflega vel saman enda áhugamálin svipuð, þó svo að árin á milli okkar væru nokkur. Gunnar reyndist mér vel frá upphafi og það var ómetanlegt að geta borið undir hann hin ýmsu vandamál sem upp komu, enda gaf hann sér alltaf tíma til að svara og leiðbeina ungum og óreyndum lögfræðingi. Stang- veiði var sameiginlegt áhugamál okkar og voru þær ófáar stund- irnar sem við sátum og ræddum um lax og laxveiði, veiðistaði, flug- ur og hvaða viský væri best á ár- bakkanum. Þá voru þær ófáar ferðirnar sem við fórum saman í veiði og þó að eftirsjáin eftir góð- um vini og veiðifélaga sé mikil, þá standa upp úr minningarnar um skemmtilegar stundir við árbakk- ann. Ég mun alltaf varðveita minninguna um ferðina okkar í Mýrarkvísl hvar við áttum saman frábæra stund í veiðihúsinu um kvöldið og mátti vart á milli sjá hvor okkar væri fæddur 1940. Í hinu daglega amstri var alltaf einn fastur punktur hjá okkur Gunnari í viku hverri, þegar við opnuðum skápinn. Í síðasta skipti sem við opnuðum skápinn í sam- einingu tók ég af Gunnari mynd sem nú er komin á góðan stað á skrifstofunni. Hefði ég vitað það þá að þetta væri síðasta stundin okkar saman yfir góðum drykk, hefði ég gert það að tillögu minni að við helltum aftur í glösin og ræddum áfram um laxveiðiferðir sumarsins. Það bíður betri tíma. Það verður tómlegt um að lit- ast á skrifstofunni framvegis því þó svo að maður komi í manns stað, þá mun ekki nokkur maður geta fyllt það tómarúm sem Gunnar skilur eftir sig. Gaman- semin og góðmennskan, sem átti sér engin takmörk, er eitthvað sem ég á eftir að sakna og minn- ast með hlýhug um ókomin ár. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Gunnari Sólnes og tel mig hepp- inn að hafa getað kallað hann vin minn. Minningin um góðan vin lifir. Ásgeir Örn Blöndal. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ALFREÐ JÚLÍUSSON vélfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 15. júní. . Guðbjörg Alfreðsdóttir, Ásmundur Karlsson, María Júlía Alfreðsdóttir, Símon Ólafsson, Ólöf Alfreðsdóttir, Ágúst Victorsson, Kristín Gróa Alfreðsdóttir, Ragnar Ríkharðsson, barnabörn og barnabarnabörn. SR. ÖRN FRIÐRIKSSON sóknarprestur og prófastur á Skútustöðum í Mývatnssveit, lést fimmtudaginn 9. júní síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 1. júlí klukkan 13.30. . Álfhildur Sigurðardóttir, Áslaug Arnardóttir, Klaus Wendt, Friðrik Dagur Arnarson, Sigyn Eiríksdóttir, Arnfríður Arnardóttir, Erlingur Harðarson, Þórdís Arnardóttir, Ingólfur Sigurðsson, Sigurður Ágúst Arnarson, Svanhildur Ástþórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.