Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016 ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Traustur, snjall, uppátækjasamur, dulur, skipulagður og duglegur eru þau orð sem koma fyrst upp í hugann þegar Rikki er nefndur. Þegar ég var krakki var ég alltaf aðeins hrædd við Rikka. Ekki vegna þess að hann hefði gert nokkuð mér til meins, held- ur vegna þess hve hann var dulur og sást sjaldnast frammi þegar við vorum í heimsókn. Ég var al- veg handviss um það að hann þyldi ekki okkur krakkana svo ég passaði mig í lengstu lög að gera aldrei neitt til að ónáða hann. Ég talaði í raun ekkert við hann fyrr en ég mætti honum á balli með Sálinni hans Jóns míns á skemmtistaðnum Nasa sem var og hét. Þá greip hann um ennið og sagði: „Það hlaut að koma að því að ég yrði svo gamall að mæta litlu frænku á djamminu!“ og svo hló hann innilega. Þetta kvöld játaði ég fyrir honum að hafa verið hrædd við hann og það fannst honum ákaflega fyndið þar sem hann hafði ekkert á móti okkur krökkunum heldur hefði hann nú líklegast bara verið upp- tekinn við eitthvað annað. Þetta Richarður Þór Ásgeirsson ✝ Richarður Þórfæddist 15. nóvember 1970. Hann lést 6. júní 2016. Útförin fór fram 16. júní 2016. kvöld eignaðist ég vin í frænda mínum. Ég held að Rikki hafi hugsað meira en nokkur annar sem ég þekki. Hann var ekkert endilega að viðra hugsanir sínar eða deila þeim, en þegar hann gerði það þá voru pælingar hans svo greinilega þaul- hugsaðar og skipulagðar eins og hægt var. Það er ekki þar með sagt að hann hafi aldrei gert neitt í hvatvísi, þvert á móti átti hann ótal prakkarastrik sem enduðu misvel. Kæri Rikki. Það var sem þruma úr heiðskíru lofti þegar þú kvaddir þennan heim. Enginn var undirbúinn og ég held mér sé óhætt að segja fyrir hönd allra aðstandenda, að allur tilfinninga- skalinn sé búinn að ganga yfir undanfarna daga. En ætli það sé ekki bara þann- ig að þú lifðir hraðar en við hin. Þú hefur gert og prófað meira en flestir gera alla sína lífstíð. Skátastarf, björgunarsveit, fall- hlífarstökk, jeppamennska, vél- sleðar, mótorhjól, flugeldaskot- stjórn, köfun, slökkviliðsstörf, sjúkraflutningar, flugnám, skíði, klifur, ferðalög og svo má lengi áfram telja. Í hverju áhugamáli áttirðu svo stóran hóp af góðum vinum. Jarðvistinni er nú lokið en ótrúlega margar frábærar minningar lifa áfram hjá ættingj- um þínum og vinum. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þig, en líka þakklæti fyrir að hafa fengið að vera þér samferða í líf- inu. Ef, hjartað myndi hætta að slá myndu sorg og eftirsjá ekki eiga rétt á sér, ekki sjá á eftir mér. En mitt líf er einsemd tóm englamynd í hvítum snjó, en ég saddur er og sáttur færi í dag. Hvernig er það líf sem engan endi fær? Stundir endurtaka sig, dagurinn í gær er dagurinn í dag. Þú færist ekki úr stað, endurtekningar. Hvernig væri það? Ef, ég myndi hætta að anda í dag vona ég að þetta lag segi þeim sem lifa mig að þeir verði að elska sig. Því að líf er tímabil frá fæðingu og þangað til þú lygnir aftur augunum í hinsta sinn. (Í Svörtum fötum.) Kær kveðja, Dóra litla frænka. Rikki var partur af sterkum vinahópi sem varð til í skátunum. Á ákveðnu skeiði ævinnar eydd- um við ómældum tíma saman sem varð til þess að við þekkj- umst mjög vel þó samverustund- irnar væru eitthvað stopulli seinni árin. Það má velta fyrir sér hvað bindur slíkan hóp svo sterkt saman sem raun ber vitni því öll erum við ólík, sérlunduð og sérstök. Kannski var það fyrst og fremst hangsið í skáta- heimilinu flest kvöld og fjölmarg- ar helgar í skátaskálanum Þristi við rætur Móskarðshnjúka og öll uppátækin. Upplifun ævintýra æskunnar þar sem einskis er ófreistað í vitleysisgangi og skemmtilegheitum lifir í minn- ingunni. Í skátunum stigum við fyrstu skrefin saman í ferðamennsku og mörg hafa þau orðið síðan þá, því leið okkar flestra lá í Hjálpar- sveit skáta í Kópavogi. Víða var ratað og í mörgu lent, farið á skátamót, í útilegur, fjallgöngur, snjóhúsaferðir, jeppaferðir, skálavörslu og allt hitt. Þetta er ómetanleg lífsreynsla sem hefur verið skemmtileg en stundum líka tekið á og þroskað okkur öll. Úr varð einstök vinátta sem ekki rofnar. Síðustu daga hafa minning- arnar hrannast upp hjá vina- hópnum. Rikki var klár og uppá- tækjasamur húmoristi, hann var dulur og reyndist vinum sínum vel. Hann var sérvitur og hafði gaman af því að koma fólki á óvart. Rikki var sannur fagmað- ur í því sem hann tók sér fyrir hendur, hann undirbjó samvisku- samlega uppákomur af einstakri nákvæmni án þess að nokkur vissi og ekkert var til sparað til að fullkomna verkið. Öll munum við eftir æðar- dúnssvefnpokanum hans Rikka sem var saumaður á Baldursgöt- unni og lengdur eftir þörfum. Rauði Land Cruiserinn með stýrinu vitlausum megin var ein- stakur eins og bílstjórinn. Þá má ekki gleyma Remi kexinu sem var hans uppáhald og alltaf til staðar. Rikki átti mörg áhugamál; fjallamennsku, fallhlífastökk, köfun, mótorhjól, jeppaferðir, vélsleða, skíði og ábyggilega fleiri. Á unglingsárunum var hann í brunaliðinu en í slökkviliðinu fann hann snemma sína hillu. Hann lærði flug og sameinaði fjölbreytta þekkingu og reynslu í störfum sínum. Stórt skarð er höggvið í vina- hópinn, það er bara einn Rikki. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur, elsku Dóra, fjölskylda og aðrir vinir. Karl Emil, Vilhelm og Krist- ín, Þórarinn, Magnús, Hlyn- ur og Hrönn, Guðlaug Harpa, Rósbjörg, Margrét og Jón Haukur, Þórdís, Davíð, Sigríður Ragna. Farinn er góður maður. Richarður Þór Ásgeirsson hóf nýliðaþjálfun í Hjálparsveit skáta í Kópavogi haustið 1989 og síðan þá hefur hann verið mik- ilvægur hlekkur í okkar keðju. Hann kom víða við í starfi sínu fyrir sveitina þar sem hann sinnti meðal annars þjálfun ný- liða, snjóbílastarfi og gegndi um tíma formennsku í sveitinni. Einnig var það að frumkvæði Rikka að okkur var falinn gúmmíbjörgunarbátur Isavia til varðveislu í þeim tilgangi að efla björgunarstarf í kringum Reykjavíkurflugvöll ásamt því að flugeldasýningar í Kópavogsbæ voru í hans höndum í mörg ár. Innan sveitarinnar átti Rikki marga vini og félaga enda átti glettnin og sérviskan vel heima í okkar félagsskap. Við erum hon- um ævinlega þakklát fyrir sam- starfið og vinskapinn í gegnum árin. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér samfylgdina. Þín verður sárt saknað. Fyrir hönd Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, Aðalsteinn Maack, formaður. Fallinn er frá góður vinnu- félagi og vinur. Richarður, Rikki, hóf störf hjá Flugstoðum, fyrirrennara Isavia, árið 2009, þar sem hann átti stór- an þátt í breytingum og mótun á grunnþáttum í rekstri og skipu- lagi flugvalla á mótunartímum fyrirtækisins. Hann hafði yfir- gripsmikla þekkingu á öllu sem laut að flugmálum og neyðarvið- búnaði sem nýttist vel í vinnu við þær breytingar sem urðu hjá fé- laginu á þessum tíma. Hann starfaði sem þjónustustjóri Reykjavíkurflugvallar frá 2012 og var settur flugvallarstjóri og umdæmisstjóri undanfarna mán- uði. Rikki var drengur góður í orði og verki. Hann var rólegur og yf- irvegaður í grunninn en gjarnan hrókur alls fagnaðar á góðum stundum og oft kom þá í ljós beittur húmor sem hann bjó yfir. Við minnumst Rikka sem heið- arlegs og trausts vinnufélaga. Hann var orðvar og lét aldrei falla styggðaryrði í garð ann- arra. Eftirfarandi erindi úr Háva- málum á vel við: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Við kveðjum góðan samstarfs- mann með virðingu og söknuði. Jón Karl Ólafsson og aðrir vinnufélagar hjá Isavia. Bjössi frændi er dáinn. Það koma marg- ar minningar upp í hugann. Við kynnumst þegar Gylfi fluttist fimm ára í Grjóta- þorpið og þekkti engan þar. Þar kynnist Gylfi m.a. frændfólki sínu og fjölskyldunni hennar Herborgar, móður Bjössa. Þetta var á þeim tíma sem Grjótagengið réði yfir bryggj- unum. Stóru strákarnir pössuðu upp á að reka krakkana úr Austurbænum af bryggjunum. Engin mátti veiða marhnúta og þorsktitti á þeim nema með leyfi þeirra. Þetta voru líflegir og góðir tímar. Bjössi vann á þremur stöðum á lífsleiðinni. Hann byrjaði að vinna 15 ára og fyrsti vinnustað- urinn var hjá Eimskip við út- og uppskipun. Næsti vinnustaður Bjössa var hjá Steypustöðinni OK. Þaðan færði Bjössi sig til og fór að vinna hjá Bygginga- vöruverslun Kópavogs á Kárs- nesbrautinni í kringum árið 1970. BYKO tapaði á ekki á þessari ráðningu enda var Bjössi mjög traustur starfsmaður sem vann hjá BYKO alla sína tíð eftir það, eða í yfir 45 ár. Við vorum fimm félagarnir í þorpinu sem héldum hópinn í yf- ir 70 ár. Bjössi og Siggi bjuggu í Aðalstræti 16, Nonni í Grjóta- götu 12, Gunnar í Garðastræti 21 og ég í Grjótagötu 14. Við fórum ófáar helgarferð- irnar á hálendið saman á Dodge Weapon, gömlum hersjúkrabíl sem Nonni átti á sínum tíma. Sigurbjörn Gunnar Haraldsson ✝ SigurbjörnGunnar Har- aldsson fæddist 30. apríl 1940. Hann andaðist 27. maí 2016. Útför Sig- urbjörns fór fram 7. júní 2016. Það má segja að það hafi varla dott- ið úr helgi yfir sumarið árum sam- an. Þetta voru skemmtilegar há- lendisferðir þar sem við m.a. heim- sóttum Þórsmörk, Kerlingarfjöll, Landmannalaugar, Kverkfjöll og Öskju. Bjössi fór sem gutti á sumrin í Djúpadal, þar sem hann dvaldi hjá Kristjáni móðurbróður sín- um sem var bóndi þar. Þegar Kristján lést hélt Bjössi upp- teknum hætti en dvaldi þá hjá Samúel sem tók við búmennsku af Kristjáni og enn síðar hjá Leifi syni Samúels. Bjössi var meinstríðinn og gat æst menn upp, hvort sem það var í pólitík eða í einhverj- um viðkvæmum málum. Hann var þá jafnvel á öndverðum meiði bara til að lífga upp á um- ræðurnar og til að æsa mann- skapinn aðeins upp. Svo brosti Bjössi bara, hló að öllu saman og hafði gaman af. Bjössi var samt ljúflingur í eðli sínu, rólegur, dagsfarsprúð- ur og anaði aldrei út í neina óvissu. Bjössi var sannur vinur vina sinna. Drengur góður er fallinn frá, hann lifir í minningunni. Grjótaþorpsgengið, Gylfi, Gunnar og Jón. Í dag kveðjum við góðan sam- starfsfélaga, Sigurbjörn Har- aldsson, eða hann Bjössa okkar eins hann var oft kallaður af samstarfsfélögum. Bjössi hóf störf hjá BYKO árið 1971 þá fyrst á vörubílnum Bedford við útkeyrslu og síðar sem starfs- maður hjá okkur í Timburversl- un BYKO. Þar starfaði hann sem verkstjóri og síðar sem vörumóttökustjóri allt til sept- emberloka 2013, en þá lét hann af störfum að eigin ósk sökum aldurs. Bjössi var með eindæm- um samviskusamur starfsmaður, afskaplega hjartahlýr og metn- aðarfullur í sínum störfum. Holl- ustu og tryggð sýndi hann BYKO alla sína starfsævi og allt fram að andláti. Hann kom reglulega og heim- sótti gamla samstarfsfélaga sem mikill söknuður verður að. Ég votta þeim sem eiga um sárt að binda mína dýpstu sam- úð á þessum erfiðu tímum. Minningar um góðan mann með hlýja nærveru og fallegt hjarta- lag munu styrkja okkur og hjálpa þeim sem næst standa til að finna á ný lífinu jákvæðan til- gang. Sigurður Pálsson forstjóri BYKO. Fallinn er nú frá faðir minn, Krist- vin Guðmundsson, oftast kallaður Diddi í Valsholti. Pabbi fæddist 1927, ólst upp við erfiðar aðstæður þar sem amma, Kristín Helgadóttir, flutti hann með sér milli bæja þar sem hún stundaði vinnu- mennsku. Pabbi byrjaði snemma að vinna við bústörf og annað sem til féll á bæjum í sveitinni. Á þessum tíma í sveitinni voru traktorar og vélar að koma til sögunnar og náði pabbi snemma góðum tökum á þess- um vélbúnaði. Var hann ráðinn til Ræktunarsambands Þverár- þings árið 1961 og vann þar á jarðvinnsluvélum, lengst þó á Caterpillar-jarðýtum næstu 35 árin. Flakkaði hann um sveit- ina, bjó til tún og vegi, tók hús- grunna, ýtti upp möl, breytti ám og á veturna var hann oft í snjómokstri uppi á Holtavörðu- heiði. Ef ekki var snjómokstur var hann í viðhaldi og viðgerðum á vélunum á Kaðalstöðum í góð- um félagsskap vinar síns, Steina á Kaðalstöðum. Það eru ekki margir bæir í Stafholtstungum og nærsveitum þar sem pabbi hefur ekki gert tún, tekið húsgrunn eða ýtt fyr- ir vegi. Það má til sanns vegar færa að ekki hafi margir breytt ásýnd Stafholtstungnanna eins mikið á lífsleiðinni og pabbi gerði. Pabbi var ákaflega handlag- inn maður, hagur bæði á járn Kristvin Guðmundsson ✝ Kristvin Guð-mundsson fæddist 27. janúar 1927. Hann lést 8. júní 2016. Kristvin var jarðsunginn 11. júní 2016. og tré, hann hafði einnig góðan skiln- ing á vélum og búnaði. Það var al- veg sama hvað var sett í hans stóru hendur, hvort það var jarðýta eða saumavél, hann gat alltaf komið því í lag. Pabbi var mjög greiðvikinn og hjálpsamur við sveitunga sína, alltaf tilbúinn að aðstoða og hjálpa þegar eftir því var leitað. Hann hafði yndi af því að kenna ungum mönnum í sveitinni um vélar, járnsmíði og suðu. Nokkur ár kenndi hann við Barnaskólann í Varmalandi við- gerðir á dráttarvélum og málm- suðu. Pabbi er af þeirri kynslóð sem ruddi fyrir okkur brautina inn í nútímann, hann fæðist í torfkofa og deyr á tölvuöld. Elsku pabbi minn, fyrir ung- an dreng var það ævintýri að fá að flakka með þér á milli bæja, sitja með þér í jarðýtunni, brasa í skúrnum heima eða á Kaðalstöðum með þér og Steina. Takk fyrir allt sem þú kennd- ir mér og allar samverustund- irnar okkar, þú varst góður fað- ir og góður vinur. Guð geymi þig, elsku pabbi. Þinn sonur, Þorsteinn Helgi. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Tengdafaðir minn, Kristvin Guðmundsson, eða Diddi eins og hann var alltaf kallaður, hef- ur nú kvatt okkur. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 30 árum þegar ég heim- sótti sveitina hans fyrst. Stór maður með stórar hendur tók þéttingsfast í höndina á verð- andi tengdadóttur sinni. Þessar hendur hafa á mörgu tekið, hvort sem var í vinnu eða til skemmtunar. Leiddist Didda ekki að segja frá því hvað hann hafði gert með þeim, m.a. lyft Húsafellshellunni og Fullsterk- um á Snæfellsnesi. Hann hafði sem ungur maður eignast mót- orhjól sem hann þeysti á um Borgarfjörðinn. Á þeim tíma voru ekki marg- ir sem áttu þannig grip. Þessum stóru höndum fylgdi líka stórt hjarta. Hann var bóngóður. Kristvin átti tjaldvagn sem hann vildi lána okkur og þar sem við átt- um ekki bíl til að draga vagninn fengum við auðvitað lánaðan Volvoinn einnig. Hann var vinnusamur, stöðugt að og vinnudagarnir voru ekki allir stuttir, hvort sem verið var að vinna við jarðvinnu inn í sum- arnóttina eða snjómokstur á vetrum. Kæru ástvinir, minn- ingin um Didda afa lifir með okkur. Sóley Stefánsdóttir. HINSTA KVEÐJA Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Hvíl í friði, elsku afi, Hlynur Logi, Helgi Sævar og Birkir Örn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.