Morgunblaðið - 17.06.2016, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
Þú verður langlíf-
ur eins og margir í
þinni ætt, sagði ég
við Steina stjúpa
minn á afmælinu
hans í vor, hann gaf lítið út á það.
Þetta reyndist vera hans síðasti
afmælisdagur, sem hann deildi
með Betu drottningu eins og hann
sagði í gamni. En það var fátt orð-
ið gaman, þeir voru sjaldgæfari
kersknu brandararnir hans og
kímnin var langt undan. Hún vék
fyrir hinum þunga krossi, þung-
lyndinu, og sífellt seig í.
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Mamma var kjölfestan en
Steini varð hluti af fjölskyldu okk-
ar fyrir 30 árum. Þau voru sam-
hent hjón og hann tók að sér hlut-
verk afa. Saman ræktuðu þau
garðinn sinn og bjuggu sér glæsi-
legt heimili þar sem nostrað var
við hvert smáatriði. Steini var ná-
kvæmur og þolinmóður. Hann
hafði hæfileika í höndum og ávallt
var hægt að leita til hans ef eitt-
hvað bilaði eða koma þurfti til
blómi.
Þótt okkur systkinunum hafi
ekkert litist á þetta mannsefni í
upphafi átti það eftir að breytast,
enda bættist við hann hold og við
kynntumst mannkostum hans.
Steini var glæsilegur maður á velli
og bar hann aldurinn vel. Það tóku
kannski ekki allir eftir honum,
enda hæglátur og töluvert feim-
inn, en þeir sem voru honum nánir
Þorsteinn Ívar
Sæmundsson
✝ Þorsteinn ÍvarSæmundsson
fæddist 21. apríl
1945. Hann lést 6.
júní 2016.
Útför hans fór
fram 16. júní 2016.
þekktu sannkallaðan
húmorista sem mátti
ekkert aumt sjá.
Ég spurði fyrr: Hvað
hjálpar heilög trú
og hennar ljós?
Mér sýndist bjart, en
birtan þvarr, og nú
er burt mitt hrós.
Ég elti skugga, fann þó
sjaldan frið,
uns fáráð öndin sættist
Guð sinn við.
Steini fann ekki leiðina heim
eftir fráfall mömmu, og þótt hjálp-
in hafi verið til staðar gat hann
ekki nýtt sér hana. Hin stóra eik
var orðin visin og krónan ekki
svipur hjá sjón. Hún féll hljóðlega
til jarðar. Nú stendur hún há og
keik á öðrum stað, við hliðina á
annari eik. Vindurinn þýtur í
greinum og hvíslar, ég er kominn
heim.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr.
(Matthías Jochumsson)
Fyrir hönd Maggýjarbarna,
tengdabarna og drusluverka,
Dagný Gísladóttir.
Enn eitt skarð er höggvið í okk-
ar litla hóp. Steini bróðir er farinn.
Það verður tómlegt á Merkurgöt-
unni. Hann var búinn að vera hjá
okkur síðastliðið ár og þótti okkur
gott að hafa hann. Það verður ekki
oftar „tea for two“ í hádeginu og
slátur og grjónagrautur fyrir
framan sjónvarpið á kvöldin. Það
var ekki alltaf talað mikið en það
var líka allt í lagi, þögnin getur
líka verið góð. Barnabörnin okkar
eiga eftir að sakna hans úr sóf-
anum þar sem þau horfðu á barna-
tímann saman. Steini bar harm
sinn í hljóði, í raun náði hann sér
aldrei alveg eftir að Magnea fór.
Elsku Steini, við höfðum svo mikl-
ar væntingar um að þú myndir
hressast á Heilsuhælinu í Hvera-
gerði en það fór á annan veg. Við
sem eftir erum verðum að virða
þessa ákvörðun þína. Þú og Magn-
ea eruð nú sameinuð á ný. Við
systkinin hittumst öll hjá mömmu
daginn áður en hann fór og verður
sú góða minning um góðan dreng
greypt í huga okkar. Guð blessi
mömmu og börnin hans öll á þess-
um erfiðu tímum. Sofðu rótt, elsku
Steini bróðir, þínar systur
Guðrún og Sjöfn.
Við Steini kynntumst fyrst tíu
ára gamlir þegar Steini og fjöl-
skylda hans flutti á Merkurgötu 3
í Hafnarfirði, ég átti þá heima á
númer 9 og fljótlega eftir það hóf-
ust ævilöng kynni okkar. Við vor-
um alltaf í sama bekk, fyrst í
Lækjarskóla og síðar í Flensborg.
Við urðum heimagangar og
fjölskylduvinir heima hjá hvor
öðrum og oft pössuðum við systur
Steina, þær Gunnu og Sjöfn, þeg-
ar foreldrar þeirra voru erlendis í
viðskiptaferðum.
Æskuárin liðu fljótt við leik og
prakkaraskap. Eins og aðrir
krakkar stunduðum við alls konar
íþróttir, fórum á skíði á vetrum og
í veiðitúra og útilegur á sumrin.
Við stunduðum bíóferðir af
kappi í bænum og sáum t.d.
dönsku myndina Karlson stýri-
maður í það minnsta tíu sinnum og
hlógum alltaf jafn mikið.
Árið 1955 flutti ég með fjöl-
skyldu minni í Garðabæinn, vin-
skapur okkar hélst óslitinn og var
Steini fastagestur í Mörk ásamt
mörgum öðrum vinum okkar Villa
bróður míns.
Alltaf var glatt á hjalla, mikið
grínast og hlegið að fimm aura
bröndurum, spilað á spil og borð-
tennis í stofunni við undirspil Bítl-
anna og fleiri góðra sveita.
Árið 1965 flutti unnusta mín og
síðar eiginkona, Áslaug Hall-
grímsdóttir, til okkar í Mörk
ásamt nýfæddum syni okkar Hall-
grími. Steini var alltaf svo barn-
góður og hafði mikið gaman af
honum. Hann hjálpaði okkur einn-
ig við byggingu á húsi okkar á
Flötunum.
Árið 1970 fluttum við Áslaug
með börnin okkar þrjú ásamt
móður minni, Villa bróður og
Agnesi systur minni til Bandaríkj-
anna eftir sviplegt dauðaslys föð-
ur míns. Systir mín Erla bjó þar
fyrir.
Steini var á sama tíma í námi í
flugvirkjun í Tulsa í Oklahoma, en
við bjuggum of langt hvor frá öðr-
um og hittumst því aldrei þar.
Ég og fjölskylda mín fluttum
heim aftur 1975, eftir heimkom-
una fór ég að læra húsasmíði og
vinskapur okkar Steina endurnýj-
aðist þegar við fluttum í Hafnar-
fjörð. Steini var nú giftur Heiðdísi
Sigursteinsdóttur og þau búin að
eignast börnin sín tvö, þau Steina
litla og Helmu. Urðum við öll góð-
ir vinir og fengu þau mig til að
endurbyggja húsið sitt við Hverf-
isgötuna.
Ég fluttist aftur með fjölskyldu
mína til Bandaríkjanna og var þar
1986-1998.
Þegar við snérum aftur heim
bjó Steini með seinni konu sinni
Magneu í Keflavík og heimsóttum
við þau á fallega heimilið þeirra
þar. Magnea lést fyrir nokkrum
árum.
Eftir að Steini hætti að vinna
við flugvirkjun var hann mikið í
Hafnarfirði hjá mömmu sinni og
systur á Merkurgötunni. Tókum
við nú upp þráðinn og hittumst oft
í Firðinum í morgunkaffi og rifj-
uðum upp liðna tíð, skruppum
stundum í veiði og fórum í veglega
veislu, sem skólasystkin okkar
héldu í fyrra í tilefni af 70 ára af-
mælis árgangsins.
Eins og sagt er, þá eignumst
við marga kunningja á lífsleiðinni
en fáa vini, en vinskapur okkar
Steina stóðst tímans tönn þrátt
fyrir margra ára aðskilnað inni á
milli.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HJH)
Hvíl þú í friði, kæri vinur minn.
Reynir Svansson.
Jæja elsku Marta
mín, núna er kallið
þitt komið, ég vona
að núna sé friður hjá
þér og að allar þínar
þrautir séu afstaðnar. Mikið var
ég heppin að fá að eiga þig sem
tengdamömmu og börnin mín að
eiga þig að ömmu.
Ég kom í fjölskylduna þína fyr-
ir 12 árum og var mér tekið strax
sem einni af fjölskyldunni, féll ég
strax fyrir þér með allri þinni
hlýju og þínu bjarta brosi. Ég man
alltaf eftir þér svo skælbrosandi.
Þegar ég kom í heimsókn til þín
varstu svo montin af garðinum
þínum og tókst mig alltaf með þér
út í fína garðhúsið þitt þar sem þú
varst að setja niður jarðarberin
þín og varst með eplatré líka sem
þú varst svo stolt af og bauðst mér
alltaf smakk af. Man að þú hafðir
líka gaman af blómunum þínum
og voru þau held ég óteljandi því
svo mikinn fjölda sá ég ekki oft.
Eftir hverja ferð sem þú fórst,
hvort sem það var í einhvern ann-
an landshluta eða út fyrir land-
steinana, þá birtist óvart í þínum
höndum og jafnvel í ferðatöskunni
alltaf einhver nýr blómaafleggjari
og alltaf varst þú jafn sposk á svip-
inn þegar þú sýndir okkur hann og
hlógum við oft að þessu. Í minn-
Marta
Baldvinsdóttir
✝ Marta Bald-vinsdóttir
fæddist 19. október
1943. Hún lést 6.
júní 2016.
Útför Mörtu fór
fram 16. júní 2016.
ingunni var grallara-
svipurinn alltaf til
staðar.
En elsku Marta
mín, fljótlega bönk-
uðu þó veikindin upp
á hjá þér og var
þetta löng þrauta-
ganga. Erfitt var
fyrir alla að sjá
svona sterka og
hrausta konu verða
svona veikburða og
voru elsku börnin þín sofin og vak-
in yfir þér, mikill er styrkur þeirra
búinn að vera allan þennan tíma.
Núna munu þau eiga engil á himn-
um sem mun vitja þeirra og vaka
yfir. Elsku Marta mín, ég á einn
fallegan engil á himnum, hana
mömmu mína, og veit ég að hún
mun taka á móti þér með opinn
faðminn og hlýja þér.
Með kærri þökk og innilegri
hlýju kveð ég þig að sinni.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér,
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar.
Þakklæti og trú.
Þegar einhvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig,
geyma mig og gæta hjá þér.
Og þó ég fengi ekki að þekkja þig
þú virðist alltaf getað huggað mig,
það er eins og þú sért hér hjá mér
og leiðir mig um veg.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig,
geyma mig og gæta hjá þér.
Og þegar tími minn á jörðu hér,
liðinn er þá er ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt visa veg
og taka á móti mér
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Þín tengdadóttir
Hólmfríður (Hófí).
Elsku Marta mín.
Þó að þetta sé erfiðara en tár-
um taki þá kveð ég þig með gleði,
söknuði og þakklæti.
Gleði vegna þess að nú ertu aft-
ur heil og laus við þjáningar veik-
inda þinna, og gleði vegna þess að
nú ertu loksins búin að fá litlu
stelpuna þína í fangið og ég veit
hversu heitt og lengi þú ert búin
að þrá það.
Ég kveð þig með söknuði því að
í þér átti ég góða vinkonu sem ég
sakna sáran á hverjum degi. Ég
var 18 ára og þú rétt rúmlega
fimmtug þegar ég kem inn í þína
fjölskyldu sem tengdadóttir og
strax mynduðust með okkur sterk
vináttubönd. Ég leit alltaf miklu
meira á þig sem vinkonu en
tengdamömmu enda gátum við
talað saman um hluti sem við
ræddum ekki við nokkurn annan.
Margt sem við töluðum um mun
ég alla tíð geyma í hjarta mínu fyr-
ir mig eina til að muna. Guð minn
góður hvað ég sakna kaffibolla-
samtalanna okkar, það voru
stundir sem gáfu okkur báðum
svo ofsalega margt.
Síðast en ekki síst þá kveð ég
þig með ótakmörkuðu þakklæti.
Ég er svo óendanlega þakklát fyr-
ir allt sem þú gafst mér með því að
vera þú og með því að taka mér
eins og ég er. Ég er svo ofsalega
þakklát fyrir allar góðu minning-
arnar, bæði mínar minningar og
líka fyrir þær minningar sem
börnin mín eiga um þig, þær eru
ansi margar. Ég er svo þakklát
fyrir allt sem þú kenndir mér og
ég er þakklát fyrir vináttu þína.
Það að hafa átt þig að gerir mig að
svo miklu betri manneskju – takk
fyrir það.
Elsku Marta mín, þú lifir í huga
mér og okkar allra og bið ég guð
að gæta þín þar til við hittumst á
ný.
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Guðrún Heiða
Guðmundsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir )
Sendi fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði, elsku Marta mín.
Helga Rut Guðjónsdóttir.
Það er dýrmætt
að eiga góða vini –
líka dýrmætt að
eiga góðar minn-
ingar. Þetta var
mér efst í huga
þegar Jón Ágústs féll frá 4. júní
sl.
Sem barn og unglingur
þekkti ég Jón. Sérstaklega man
ég eftir honum að draga hey-
sæti með traktor – algjört und-
ur.
Oft var talað um Jón og Ástu
í sama orðinu, a.m.k. þegar um
heimsóknir var að ræða. Eftir
margra ára búsetu í Gröf fluttu
þau á Hvammstanga. Mjög
gestkvæmt varð hjá þeim. Þeg-
ar ég leit þar inn voru venjulega
einhverjir ýmist að koma eða
fara. Fólk á öllum aldri hændist
að Jóni. Hann hafði gott skop-
skyn sem var alveg græsku-
laust, hafði prýðisgóða frásagn-
arhæfileika og brá þá stundum
fyrir sig eftirhermum. Auk þess
var hann prýðilega hagmæltur.
Þessu kynntist ég á síðustu ára-
tugum í hans lífi.
Jón var mikill hestamaður og
átti marga góða félaga í þeim
málum. Í mínum huga var hann
ljúfur í hestamennskunni og ég
sé hann fyrir mér kjassa hest-
ana sína sem voru á beit rétt hjá
Lyngholti. Hógvær hlýjan
leyndi sér ekki.
Síðustu árin sem móðir mín
lifði kom vel í ljós vinarþel Jóns
og Ástu til hennar. Hjálpsemi
sinni flögguðu þau ekki, en hún
var augljós þegar betur var að
gáð.
Þegar ábúð var ekki lengur í
Lyngholti tók Jón að sér að
fylgjast með húsinu og jörðinni.
Oft dyttaði hann að einhverju en
gerði lítið úr því þegar honum
var þakkað fyrir. „Ah, þetta var
nú sosum ekkert.“ Handbragðið
leyndi sér ekki og varð ekki öðr-
um eignað. Stundum þurftu eig-
endur Lyngholts að leita ráða
Jón Ágústsson
✝ Jón Ágústssonfæddist 28. júlí
1924. Hann lést 4.
júní 2016.
Útför Jóns fór
fram 10. júní 2016.
með ýmis mál sem
þurfti að taka af-
stöðu til. Þá var
gott að leita til Jóns
sem var skynsamur
og hógvær ráðgjafi.
Eitt af því sem
Jón gerði fyrir okk-
ur í Lyngholti var
þegar hann,
skömmu fyrir alda-
mót, gerði við trak-
torinn sem varð
þannig nothæfur.
Í mars á þessu ári bilaði
vatnsrör í Lyngholti og mikill
leki kom í hluta hússins. Jón og
Ásta voru í hefðbundnu eftirliti
(til allar hamingju) þegar Ásta
fór inn í stofu og steig á renn-
blautt gólfteppi.
Jón benti á traustan viðgerð-
armann, og sem betur fer var
hægt að búa þannig um að það
kom ekki að sök þó viðgerð
drægist fram í júníbyrjun.
Heilsu Jóns hrakaði mjög á
þessu ári. Þegar ég hitti hann
síðast var hann rúmfastur á
Sjúkrahúsi Hvammstanga, með-
vitundarlítill. Morguninn eftir
hringir Helga, dóttir hans, til
mín; pabbi hennar vaknaði hress
og spjallfær – og ég skundaði af
stað til að hitta Jón. Hann sat
framan á rúmstokk, borðaði
morgunmat og sagðist vera
verkjalaus. Við spjölluðum dálít-
ið, bæði glöð yfir betra ástandi.
Og þarna gat ég sagt honum
að deginum áður hefði pípulagn-
ingamaðurinn gert við allar
röraskemmdir í Lyngholti. Þá
glaðnaði yfir Jóni. „Jæja!“ sagði
hann með fögnuð í röddinni,
gleðisvip og glampa í augum.
Það var svipur sem gjarnan kom
fram ef eitthvað gerðist sem
honum líkaði vel. Honum létti
greinilega að heyra að viðgerð
væri lokið. Jón andaðist rúmum
sólarhring síðar. Ég er viss um
að hann hefur farið léttur í spori
inn í himnaríki (kannski á hest-
baki?).
Undirrituð, Stella, Hannes,
Gréta og annað Lyngholtsfólk
hugsar til Jóns með þakklæti
fyrir góð kynni og hjálpsemi.
María Björnsdóttir
(Maja í Lyngholti).
Ástkær sambýliskona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ALDA ÓSKARSDÓTTIR
frá Strönd,
V-Landeyjum,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi
fimmtudaginn 9. júní, verður jarðsungin frá Akureyjarkirkju í
V-Landeyjum laugardaginn 18. júní kl. 14.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hjálparsveitina Dagrenningu,
Hvolsvelli, b.: 0182-26-3227, kt.: 670286-1699.
.
Gunnar Karlsson,
Guðrún Georgsdóttir, Einar Heiðarsson,
Halldóra Georgsdóttir, Baldur P. Thorstensen,
Sæmundur Hnappdal, Aldona Kosobuzka,
Ágúst Þorvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SVALA JÓNSDÓTTIR,
Smárahvammi 6, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild
Landspítala mánudaginn 13. júní. Útför
hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 22. júní
klukkan 15.
.
Örn Bergsson,
Valur Arnarson, Elín Perla Kolka,
Halla K. Svölu- og Arnard., Óskar Björnsson,
Jón Arnarson, Rósa M. Grétarsdóttir,
Ingibjörg Arnardóttir, Páll Jakob Malmberg,
Bergur Arnarson, Þórhildur S. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.