Morgunblaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 33
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
Smáauglýsingar
Dýrahald
Maltese hvolpar til sölu
Maltese hvolpar til sölu með ættbók
frá HRFÍ, Fleiri upplýsingar má fá í
síma 8464221 eða e-mail
laudia92@hotmail.com
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Ýmislegt
Teg. 305204 Mjúkar og léttar
mokkasíur úr leðri og skinnfóðraðar.
Stærðir: 40 - 46 Verð: 15.450.-
Teg. 319304 Léttir og þægilegir
sumarskór úr leðri, fóðraðir. Stærðir:
40 - 47 Verð: 15.500.-
Teg: 305603 Mjúkir og þægilegir
sumarsandalar úr leðri, fóðraðir.
Stærðir: 40 - 47. Verð: 13.585.-
Laugavegi 178
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
lokað á laugardögum í sumar.
Sendum um allt land
Erum á Facebook.
Lækkað verð
Handslípaðar kristal ljósakrónur frá
Tékklandi og Slóvakíu.
Kristal glös, vasar ofl.
Handútskornir trémunir.
Slóvak Kristall (Kaldasel ehf.),,
Dalvegur 16 b, Kópavogur,
s. 5444333.
Sælureitur í sveitinni!
Til sölu glæsilegar lóðir í Fjallalandi í
Landsveit. Veðursæld, fjallasýn og
ægifögur náttúra. Gönguleiðir
meðfram Ytri-Rangá. Aðeins 100 km
frá Reykjavík.
Uppl. s. 8935046 og á fjallaland.is
Raðauglýsingar 569 1100
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Hólaland 125716, 208-5332, Reykjavík , þingl. eig. Eysteinn Þórir
Yngvason, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 21. júní nk.
kl. 14:30.
Kaldasel 22, Reykjavík, fnr. 205-7438 , þingl. eig. Sigurður Pálsson og
Vilborg Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 21.
júní nk. kl. 10:00.
Reynihvammur 6, Mosfellsbær, fnr. 233-1280 , þingl. eig. Benedikt
Bjarnason, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur og Vátrygginga-
félag Íslands hf., þriðjudaginn 21. júní nk. kl. 13:30.
Suðurhólar 16, 205-0886, Reykjavík , þingl. eig. Svanfríður Ósk
Bæringsdóttir, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf.,
Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Arion banki hf.,
þriðjudaginn 21. júní nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
16. júní 2016
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Dofraborgir 23, 224-9128, Reykjavík , þingl. eig. Þorgerður Ósk Jóns-
dóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 22. júní nk. kl.
11:00.
Klukkurimi 73, Reykjavík, fnr. 203-9722, þingl.eig. Erlendur Guðlaugur
Valdimarsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Sýslumaðurinn á
Norðurlandi ves, miðvikudaginn 22. júní nk. kl. 10:00.
Laufengi 15, Reykjavík, fnr. 221-6248 , þingl. eig. Guðlaug Harpa
Harðardóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 22. júní
nk. kl. 10:30.
Mávahlíð 7, Reykjavík, fnr. 203-0113 , þingl. eig. Bjarki Þór Alexanders-
son, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 22. júní nk. kl.
13:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
16. júní 2016
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Friggjarbrunnur 37, Reykjavík, fnr. 230-7022 , þingl. eig. Helga Margrét
Reykdal, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., fimmtudaginn 23. júní nk.
kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
16.júní 2016
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Auka uppboð á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Þórðarsveigur 2, Reykjavík, fnr. 226-0571 , þingl. eig. Sesselja
Þorbjörg Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna,
fimmtudaginn 23. júní nk. kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
16.júní 2016
Styrkir
Sjóðurinn
Gjöf Jóns Sigurðssonar
Auglýst er eftir umsóknum um verðlaun úr
sjóðnum. Ítarlegri auglýsingu og upplýsingar er
að finna á vef mennta- og menningarmála-
ráðuneytis:
http://www.menntamalaraduneyti.is/afgreidsla/
sjodir-og-eydublod/menningarmal/nr/6965 .
Umsóknir skulu berast fyrir 1. september
2016.
Reykjavík, 16. júní 2016,
verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar
Tilkynningar
Tilkynning um
framlagningu kjörskrár
Umhverfissvið Mosfellsbæjar
óskar eftir tilboðum í verkið:
Kjörskrá vegna forsetakosninganna sem fram
fara þann 25. júní 2016 liggur frammi almenningi
til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2,
á skrifstofutíma frá kl. 08:00 – 16:00, frá og með
15. júní 2016 og til kjördags.
Mosfellsbæ 15. júní 2016
Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ
Elskuleg Lillian,
tengdamóðir mín,
er nú farin frá okk-
ur, einstök kona
sem ég hef verið svo heppin að
vera samferða í rúmlega 35 ár.
Það er margt sem væri hægt að
rifja upp, vil þó minnast á ferða-
lög okkar saman til Danmerkur á
þínar æskuslóðir. Þangað fórum
við nokkrar ferðir saman bæði til
að vera við skírn og fermingar í
fjölskyldunni. Dásamleg ferðalög
og hafðir þú frá mörgu að segja
hvort sem það var frá leik þínum
á Ráðhústorginu í Kaupmanna-
höfn eða erfiðleikum frá stríðs-
árunum. Dætur okkar Sævars,
Heiðrún Ósk og Birta Sif, sakna
ömmu sinnar sem var þeim mikið
kær og svo mikill vinur sem var
hægt að spjalla við um allt, já-
kvæð og sá alltaf björtu hliðarn-
ar. Þær fundu bangsana sína sem
amma þeirra keypti í einni ferð-
inni okkar saman til Danmerkur,
knúsa og rifja upp. Við eigum
mikið af ljúfum minningum sem
er ómetanlegt, ég vil þakka fyrir
allt, elsku Lillian, og hjartans
samúðarkveðjur til allra í fjöl-
skyldunni.
Auður Svala.
Amma mín, Lillian, er dáin. Ég
hef eytt mörgum stundum ævi
minnar með henni og er svo
heppin að um hana á ég ekki eina
slæma minningu. Ég er óendan-
lega þakklát fyrir hversu margar
góðar minningar streyma um
huga minn þegar ég hugsa um
hana. Ég vil þó ekki kveðja hana
og það mun ég heldur ekki gera.
Amma lifir í hjarta mínu og huga
og þar geymi ég hana svo lengi
sem ég lifi.
Þakklæti er orð sem kemur
aftur og aftur upp í huga minn
þegar ég hugsa um ömmu, líka
söknuður og sorg en tíminn og
fjölskyldan munu hjálpa til við að
vinna úr því. Eftir mun standa
gleði við upprifjun allra minning-
anna sem amma og afi Sverrir
tóku sér tíma til að skapa með
mér. Veiðiferðir um hálendið,
göngurnar upp frá Ljótapolli
seint um kvöld, að sitja í bíl eða í
eldhúsinu á Eyró og Bakkó og
leggja kapal eða púsla á meðan
spjallað var um heima og geima.
Hefði amma sagt mér að himin-
inn væri grænn og stjörnurnar
fjólubláar þá vefengdi ég það
Lillian Kristin
Söberg Andrésson
✝ Lillian KristinSöberg Andr-
ésson fæddist 25.
september 1933.
Hún lést 3. júní
2016.
Útför hennar var
gerð 10. júní 2016.
ekki. Hún var minn
haukur í horni og ég
hennar. Við krulluð-
um okkur saman í
sófanum í stofunni
ófá kvöldin þegar ég
var lítil til að horfa á
Matlock, Murder,
She Wrote eða grín-
þætti, og amma
sötraði kaffið sitt,
sem barnabörnin
hafa verið sólgin í í
gegnum árin, því kaffið hennar
ömmu var eiginlega meira mjólk
og sykur með skvettu af kaffi útí.
Það voru margar skrýtnar
sögur sem ég fékk að heyra frá
uppvaxtarárum ömmu, um lífið á
stríðsárunum í Kaupmannahöfn,
íslenska langömmu sem ég aldrei
kynntist, en sú hafði víst munn-
inn fyrir neðan nefið og skamm-
aðist á íslensku við ágenga her-
menn. Verst fannst mér þó sagan
af lýsinu sem allir í skólanum áttu
að fá án undantekninga, en það
var svo þránað að amma kastaði
upp eftir inntökuna á hverjum
degi. Sagan endaði samt vel eins
og allar sögurnar hennar ömmu
gerðu, hún dó ekki ráðalaus og
uppköstin tóku enda þegar hún
uppgötvaði laust sæti við hliðina
á pottaplöntu í matsalnum sem
hægt var að lauma lýsinu til. Tal-
andi um sögur sem enda vel, ef ég
ætti að líkja ömmu við skáld-
sagnapersónu þá kæmi bara ein
til greina í mínum huga, Pollý-
anna. Amma sá bara alltaf eitt-
hvað jákvætt við alla hluti.
Ást á dýrum, aðallega hund-
um, var fallegt einkenni ömmu
Lillian. Hún átti nokkrar Perlur
og Prinsa og dekraði við þau eins
og nöfnin sem þau báru gefa til
kynna. Stóra hundabókin var oft
tekin fram, myndirnar skoðaðar
og kostir og gallar framandi
hundategunda ræddir fram og til
baka.
Tónlist var stór þáttur á heim-
ili ömmu og afa. Afi spilaði á
saxófón og söng í karlakór og við
hlustuðum líka á plötur, aðallega
Kim Larsen auðvitað. Samband
ömmu og afa var til eftirbreytni,
hann var sannarlega hennar
riddari á hvíta hestinum fannst
mér og finnst enn.
Amma kenndi mér svo margt
og við höfum verið bestu vinkon-
ur frá því ég kom í þennan heim.
Ég get ekki og vil ekki kveðja,
bara þakka fyrir mig. Takk fyrir
allt. amma mín, fyrir allar stund-
irnar, alla góðmennskuna og
stuðninginn.
Í hóp haukanna sem ég er svo
heppin að hafa í horninu mínu
hefur myndast skarð sem ekki
verður fyllt.
Takk. Þín
Kristín Arna.
Eitt sinn verða
allir menn að
deyja. Það er eitt
af því fáa sem við
getum gengið út
frá sem gefnu í lífinu.
Ögmundur lét mig vita sjö
dögum fyrir brottför sína að
hann væri tilbúinn að kveðja.
Við andlát ættingja og vina
hugar maður að því hversu
margar góðar minningar hann
skilur eftir. Ögmundur kemur
inn í líf mitt 1982 sem sambýlis-
maður móður minnar. Ögmund-
ur skilur eftir ljós í mínu hjarta
Ögmundur Árnason
✝ ÖgmundurÁrnason fædd-
ist 5. ágúst 1947.
Hann lést 23. maí
2016. Ögmundur
var jarðsunginn 8.
júní 2016.
sem mun loga alla
daga.
Ég vil þakka fyr-
ir hans vináttu og
þann heila hug sem
hann bar til mín og
minna barna, bróð-
ur og móður. Ög-
mundur sýndi
ávallt umburðar-
lyndi, var þakklát-
ur og uppbyggileg-
ur við alla sem
honum kynntust.
Nú, þegar Ögmundur tekur
tösku sína fulla af góðum fyr-
irbænum og hefur sig til flugs
af brautinni, er ég viss um að
hann er komin á nýjar slóðir í
Cadillac. Ég rís úr sæti og veifa
til hans með þakklæti fyrir allar
samverustundirnar.
Þín er saknað.
Patricia.