Morgunblaðið - 17.06.2016, Side 34

Morgunblaðið - 17.06.2016, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016 Golf er uppskrift að góðum degi,“ segir Sigurður FannarGuðmundsson sem er 45 ára í dag. „Strax fyrir hádegiætla ég með góðum vinum vestur á Seltjarnarnes ogtaka þar einn hring á golvellinum sem mér finnst afargaman að leika á. Umhverfið er fallegt, aðstaðan góð og þarna hittir maður oft skemmtilegt fólk sem er gaman að rabba við bæði um íþróttina og það sem er í deiglu þann daginn.“ Sigurður Fannar starfar í dag hjá Borg – fasteignasölu og er í námi til löggildingar fasteignasala. Hann kveðst ungur hafa fundið sína fjöl í sölumennsku hvers konar. Fyrr á árunum rak hann tískuvöruversl- un í heimabæ sínum austur á Selfossi. Fór seinna að sinna sölu fast- eigna sem hefur verið starfsvettvangur hans nú í meira en áratug. „Við fjölskyldan fluttum að austan árið 2010 og settumst að í Garða- bæ. Hér unum við okkur vel og verkefni dagsins eru skemmtileg,“ segir Sigurður Fannar sem er kvæntur Þórunni Elvu Bjarkadóttur og eiga þau tvö börn. „Núna, þegar ég er 45 ára, er hálfleikur í lífinu og nú tekur seinni lotan við. Almennt sagt þá finnst mér ég núna vera kominn með flest mín mál fyrir vind, svo sem húsnæði, atvinnu og börnin dafna. Að vera bakhjarl þeirra og foreldranna er mikilvægt verkefni – en von- andi gefast á næstu árum líka fleiri stundir til að sinna áhugamál- unum – þar sem golf, knattspyrna og ferðalög eru tvímælalaust efst á blaði,“ segir afmælisbarn dagsins að síðustu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hálfleikurinn Er bakhjarl barna og foreldra, segir Sigurður Fannar. Kominn fyrir vind með flest mín mál Sigurður Fannar Guðmundsson 45 ára í dag P álína Sigurjónsdóttir fæddist 17. júní 1931 í Reykjavík og ólst þar upp í Austurbænum, á Laugarnesvegi og víðar. Hún gekk í Laugarnesskóla. Pálína lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1953, stundaði framhaldsnám í heilsu- gæsluhjúkrun við Danmarks Syge- plejerske Højskole í Háskólanum í Árósum 1968-69 og nám í kennslu og uppeldisfræði við Kennarahá- skóla Íslands 1976. Þá hefur Pálína sótt ýmis námskeið á vegum Hjúkr- unarfélags Íslands og norrænna samtaka hjúkrunarfræðinga. Eftir nám var Pálína hjúkrunar- kona á Kleppsspítalanum 1953-54, fór þá að ala upp börn en hóf aftur störf 1961 og þá á Hvíta bandinu og var þar í eitt ár. Hún vann síðan á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1963, lengst af á barnadeild, þar til hún varð hjúkrunarforstjóri Heilsu- gæslustöðvarinnar í Efra-Breiðholti 1978. Hún lét af störfum fyrir ald- urs sakir árið 1997. Formaður Hjúkrunarfélagsins Pálína var fulltrúi Hjúkrunar- félags Íslands í samvinnu norrænna hjúkrunarfræðinga um árabil. Einnig sat hún alþjóðaþing hjúkrunarfræðinga í Seoul í Kóreu 1989. Hún gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir Hjúkrunarfélag Íslands, var m.a. varaformaður fé- Pálína Sigurjónsdóttir, fyrrverandi hjúkrunarforstjóri – 85 ára Með börnunum Pálína ásamt börnum sínum, Helga Kr., Ingibjörgu og Helgu, á 80 ára afmæli sínu á Ísafirði. Alltaf verið sjálfstæð Hjónin Pálína og Sigmundur Ragnar á brúðkaupsdeginum, 16. júní 1954. Elvar Ágúst Andrason, Rafael Stevenson Boss og Hugi Elmarsson héldu tom- bólu og söfnuðu 4.208 krónum sem þeir styrktu Rauða krossinn með. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is Reyktur og grafinn Eðallax fyrir ljúfar stundir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.