Morgunblaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það getur oft hjálpað að koma að
verkefnunum úr nýrri átt svo ekki sé nú tal-
að um að þiggja ráð hjá sér reyndari mönn-
um. Láttu innsæið ráða; þú veist hvað er
rétt.
20. apríl - 20. maí
Naut Stundum er best að mætast á miðri
leið til að sættast – nema núna. Einhver
reynir að ráðskast með þig fyrir vikið. En
veistu alla málavöxtu? Láttu krókódílatár
ekki villa um fyrir þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert í kátu skapi og hefur góð
áhrif á þá sem þú umgengst, enda dagurinn
vel til þess fallinn að gleðjast. Vertu öðruvísi
og byrjaðu að tala um daginn og veginn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Tekjur maka þíns munu aukast á
næstunni. Nú ríður á miklu um framhaldið
og þá máttu láta tillitssemina ráða ferðinni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Stattu með sjálfum þér og láttu í þér
heyra þegar þörf krefur. Leitaðu til þeirra nú
og þú munt fá aðra og betri sýn á lífið og
tilveruna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þig langar til að brjótast út úr viðjum
vanans. Láttu fortíðina lifa í minningunni en
ekki vera þér fjötur um fót.
23. sept. - 22. okt.
Vog Upplagt að stíga á stokk og strengja
þess heit að taka sig á til að geta öðlast
traustari vináttu annarra. Hrintu einhverjum
þeirra í framkvæmd í dag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er allt í lagi með þau atriði
sem þú leggur mesta áherslu á. Kannski er
ráðlegast að hinkra eilítið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Treystu eigin hugmyndum. Not-
aðu tækifærið og efldu tengslin við ástvini
þína, bæði tilfinningaleg og líkamleg. Fall er
fararheill!
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nýir möguleikar opnast og þú ert
vel í stakk búinn til að greina í milli og velja
þá leið sem farsælust er. Dagurinn í dag
færir þig skrefi nær markmiði þínu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú mátt alveg búast við stormi,
þegar þú ert í samstarfi við geðríkt fólk.
Hugsanleg vandamál má forðast með því að
hafa þinn eigin ferða- og talsmáta sem lúta
tilgangi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er eitthvert slen í þér og þú ætt-
ir að geyma erfiðustu verkefnin til betri
tíma. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Taktu
þér tíma til þess að kanna alvarlegu málin
áður en rokið er af stað.
Ég fletti upp í Skáldu, afmæl-isdagabók Jóhannesar úr
Kötlum, og þar stendur við 17. júní
að þann dag hafi fæðst Pétur Hann-
esson árið 1893 og orti:
Ræ ég og ræ ég ferju fram á sjóinn,
fjarandi sólarblik í vestri skína.
Hafdjúpið andar rótt – ég finn að fróin
fer eins og mjúkur þeyr um drauma
mína.
Sonur Péturs er Hannes skáld.
Hann sendi mér fyrir ári eða svo
limru sem ég hef geymt fyrir mig
og hann orti „á jólaföstu fyrir
löngu“:
Skúlína heitin í Skarði
tók Skyrgám á leggjarbragði:
Hún var afrend sú drós,
því að áburð og ljós
enginn til hennar sparði.
„Úr ökuferð. Horft til Saurbæjar
á Hvalfjarðarströnd“ er yfirskrift
þessarar bögu Hannesar í bókinni
„Um jarðgöng tímans“:
Hallgrímur var Hólasveinn,
já hrösull ærslakálfur,
en hann varð lind og hann varð steinn
og himinblærinn sjálfur.
Síðan segir: „Hér skal þess getið
að á Saurbæ er lind í túni, kennd
við séra Hallgrím, Hallgrímslind,
og hafa margir trú á lækninga-
mætti vatnsins í henni. Skammt frá
bænum er allmikill steinn, stakur,
Hallgrímssteinn; í munnmælum
segir að undir honum hafi skáldið
oft setið á tali við guð sinn og ort
sálma.“
Hagyrðingar eru ekki síður
áhugasamir um fótbolta en aðrir Ís-
lendingar. Helgi Zimsen getur þess
á Leirnum að sér finnist nú Portú-
galar bara standa sig vel – þannig
séð …
Buðu fram sitt besta val,
í betra lið ei safna.
Íslands peyja Portúgal
prísa má að jafna.
Páll Imsland heilsaði leirliði „á
nóttu sigurs og stolts“:
Það er stórfínt að standa í Portúgal
og stappið það einkenndi hanagal,
í stúlkunum glumdi
og strákunum rumdi
og þjóðin er spólandi spinnegal.
Ingólfur Ómar hefur orð á því að
nú styttist óðum í forsetakosning-
arnar. Sér finnist tilvalið að lauma
hér að vísu: – „Það er einhvern veg-
inn svona sem ég sé góðan forseta
fyrir mér og vil ég óska öllum fram-
bjóðendum góðs gengis.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Skúlínu í Skarði,
Hallgrími og fótbolta
Í klípu
„SJÁLFBÆRI SJÁVARRÉTTURINN OKKAR
VAR GRIPINN OG SLEPPT AFTUR Í DAG.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„PANTAÐIR ÞÚ STEFNUMÓT YFIR
TÖLVUNA MEÐ EINHVERRI IÐUNNI?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að dást að nýju
klippingunni hennar
þegar þú sérð ekkert
nýtt við hana.
SVO, SPYRJIÐ
YKKUR…
SIGURVEGARI
ÖSKRAR EKKI Í
ÖRYGGISTEPPIÐ SITT
HVER ER MUNURINN Á
SIGURVEGARA OG LÚSER?
ÚPS
LÚSER
ER ÞETTA
ÞAÐ SEM ÉG Á
SKILIÐ?!
NEI… ÉG
FÓR MJÚKUM
HÖNDUM UM
ÞIG
VÁ!
Íslenski þjóðhátíðardagurinn erhaldinn hátíðlegur um allt land 17.
júní ár hvert. Á árum áður klæddi
fólk sig upp á þessum merka degi, en
sú hefð virðist vera fokin út í veður
og vind. Og þó. Kannski hefur hefðin
bara breyst. Nú ganga allir í bláu og
það fer þeim vel.
x x x
Þrátt fyrir skipulagða dagskrá víttog breitt um landið má ætla að
landsmenn séu með hugann við allt
annað í allt öðru landi, nánar tiltekið
Evrópumótið í fótbolta í Frakklandi.
Frammistaða Íslands í fyrsta leik
var framar vonum flestra og ís-
lenska landsliðið er á allra vörum
fyrir vikið. Þegar svo er komið þýðir
ekki að bjóða upp á fólk í svörtu
halda þjóðhátíðarræður eigi að ná til
fjöldans nema þær fjalli um íslenska
landsliðið. Jafnvel forsetaframbjóð-
endur verða að passa sig á því að
boða ekki til funda á leiktíma og
helst ekki á leikdegi nema til standi
að bjóða upp á leikgreiningu fyrir
leik og annað sem viðkemur íslenska
landsliðinu.
x x x
Þegar dregið var í riðla í und-ankeppni EM lenti Ísland í svo-
nefndum „dauðariðli“, en landsliðs-
hópurinn lét það ekki á sig fá, komst
yfir hverja hindrunina á fætur ann-
arri og náði markmiðinu, sæti í úr-
slitakeppninni í Frakklandi. Hver
heimaleikur var sem þjóðhátíð, alltaf
uppselt og stemningin ólýsanleg.
x x x
Frá því í fyrrahaust og þar til fyrirskömmu voru leiknir nokkrir æf-
ingaleikir og úrslitin yfirleitt ekki
góð fyrir okkar menn. Landsliðs-
þjálfararnir bentu ítrekað á að leik-
irnir væru æfingaleikir og nauðsyn-
legir sem slíkir. Alvaran tæki svo við
á ný í Frakklandi.
x x x
Ævintýrið hófst með jafntefli ámóti Portúgal í Saint- Éti-
enne. Þó íslensku stuðningsmenn-
irnir hafi verið í minnihluta „áttu“
þeir stúkuna á stundum. Víkverji er
sannfærður um að sama verði uppi á
teningnum á móti Ungverjum í Mar-
seille á morgun. víkverji@mbl.is
Víkverji
Reynið yður sjálfa fyrir trúnni, prófið
yður sjálfa. Gjörið þér yður ekki grein
fyrir að Kristur er í yður
(2. Kor. 13:5).
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru
margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi,
umhverfisvernd og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og
alhliða prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki,
stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt
að gera kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
BLI A3 MFP Line of the Year:
2011, 2012, 2013, 2014
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki
BLI Pro Award:
2013, 2014