Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 41
og ákváðum að slá til. Við vorum svo heppnir að þekkja margt gott fólk sem leyfði okkur að nota aðstöðu sína, stúdíó og fleira þannig að við tókum plötuna upp í apríl, maí og júní í fyrra. Við skelltum svo lagi sem heitir „Harrison“ í útvarpið, á Rás 2, í júlí og það hlaut svo góðar viðtökur að við enduðum í þriðja sæti á vinsældalistanum þar.“ Aðdáendur Bítlanna Lagið heitir í höfuðið á George Harrison heitnum enda þeir félagar miklir aðdáendur Bítlanna. Hljóm- sveitin er undir áhrifum frá klass- ískri „feel good“ popptónlist sjöunda áratugarins en þó ekki föst á þeim tíma þar sem útsetningar og heild- arhljómur eru í takt við tímann. Ar- on lýsir tónlist sveitarinnar sem ind- írokki með Bítla-ívafi með Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Puffin Island, eða Lundaeyja, gaf fyrir skömmu út sína fyrstu breiðskífu, Another Day, og segja liðsmenn hljómsveitarinnar að hún falli lipurlega í flokk sum- arplatna. Puffin Island skipa bræð- urnir Skúli og Egill Jónssynir og Aron Steinþórsson og sömdu þeir í sameiningu lög og texta plötunnar, að und- anskildum texta við lagið „Sólarvín“ sem saminn var af ljóð- skáldinu Kristni Árna- syni. Egill sá um upptökustjórn og hljóðvinnslu og hljóðblöndun og hljómjöfnun var í höndum Alberts Finnbogasonar, að undanskildu einu lagi sem hinn ný-danski Jón Ólafsson hljóðbland- aði en hann lék einnig á hljómborð í meirihluta laga plötunnar. Þá blæs Kjartan Jón Bjarnason í saxófón í þremur lögum, Einar Lövdahl syng- ur bakraddir í einu og Sigyn Jóns- dóttir í öðru. Eins og sakir standa er platan að- eins aðgengileg á netinu en hljóm- sveitin stefnir að því að gefa hana út á föstu formi, diski og vínyl. Ákváðu að skella í plötu „Við Skúli erum búnir að þekkjast lengi og vorum alltaf að tala um að við þyrftum að fara að gera eitthvað, tónlistarlega séð. Upphaflega pæl- ingin var að við tveir myndum vera með kassagítara og glamra einhver lög saman. Skúli var með fullt af efni og sýndi það bróður sínum, Agli, og honum leist svo vel á að hann vildi bara að við stofnuðum hljómsveit og skelltum í plötu, “ seg- ir Aron, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, spurður að því hvernig hljómsveitin hefði orðið til. „Skúli flutti til Bandaríkjanna í ágúst í fyrra og við höfðum u.þ.b. þrjá mánuði til að taka upp plötuna röddunum í anda sjöunda áratug- arins. „Þegar við vorum að byrja var Skúli mikið að hlusta á fyrstu Bítla- plöturnar þar sem eru pínu kjána- legar textasmíðar og skemmtilegar raddanir. Hann var undir áhrifum frá því þegar hann var að semja,“ segir Aron. Lögin á plötunni eru á níu og ýmist með enskum og ís- lenskum textum. Aron segir hljóm- sveitina alla skráða fyrir lagasmíð- unum, Skúli hafi samið lögin í grunninn og þeir allir svo unnið út frá því í upptökum. Aron segir hljómsveitina stefna að því að halda marga tónleika í haust en hún er bókuð á tónlistarhá- tíðina Iceland Airwaves sem fram fer 2.-6. nóvember. „Við spilum eitt- hvað í sumar en ætlum að byrja á fullu í ágúst,“ segir hann. Ekki veiti af því að æfa fyrir Airwaves. – Þetta nafn, Puffin Island, er það eitthvert grín? Annað heiti yfir Ís- land, Lundaeyjan? „Já, það var pínu pælingin. Okkur fannst þetta skemmtileg pæling því Ísland er orðið einhver lundaeyja, allar þessar lundabúðir búnar að taka yfir. Í fyrra, þegar við vorum að ákveða nafn, var einhverjum tón- leikastað lokað af því það átti að koma lundabúð þar í staðinn. Við reyndar hentum nokkrum tillögum á netið og létum vini og vandamenn kjósa um nafn á hljómsveitina. Þetta varð fyrir valinu og við erum nokk- uð sáttir við þetta nafn,“ segir Aron. „Það er smá kaldhæðnislegt af því Ísland er orðið hálfgerð lundaeyja.“ Hægt er að hlusta á plötuna á Bandcamp: puffinisland.band- camp.com, Spotify og iTunes. Ljósmynd/Sigyn Jónsdóttir Lundaeyjarmenn Skúli og Aron á blíðviðrisdegi í New York. Þeir skipa Puffin Island ásamt Agli, bróður Skúla. Ísland „hálfgerð lundaeyja“  Puffin Island gefur út fyrstu breiðskífuna, Another Day  Indírokk með Bítla-áhrifum  Hljómsveitin kemur fram á Iceland Airwaves í nóvember MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016 Hátíðartónleikar Alþjóðlegu tónlist- arakademíunnar í Hörpu fara fram í dag kl. 17 í Norðurljósum og bera yf- irskriftina „Beethoven og Paganini“ „Undanfarna 10 daga hafa nem- endur akademíunnar fengið einka- tíma og masterklassa, leikið kamm- ertónlist, spilað á tónleikum og setið hljómsveitaræfingar. Nú er komið að lokapunkti námskeiðsins þar sem þátttakendur leggja saman krafta sína og flytja eitt af stórvirkjum tón- listarsögunnar, 7. sinfóníu Beetho- vens,“ segir í tilkynningu. Finnski sellóleikarinn og hljómsveitarstjór- inn Tomas Djupsjöbacka verður stjórnandi tónleikanna og hinn 15 ára gamli Kevin Zhu mun leika fiðlu- konsert nr. 1 eftir Niccolo Paganini, sem gerir gríðarlegar tæknilegar kröfur til einleikarans. Zhu fór með sigur af hólmi í Menuhin-keppninni árið 2012 og er rísandi stjarna í klassískum tónlistarheimi. Hann er nemandi í forskóla Juilliard undir leiðsögn Itzhak Perlman og Li Lin. Tónleikunum lýkur með flutningi á þjóðsöng Íslands. 15 ára Kevin Zhu leikur fiðlukonsert nr. 1 eftir Paganini í dag. 15 ára fiðluleikari leikur verk Paganinis Hljómsveitin Gus Gus hljóp í skarð- ið fyrir St. Germain á Sec- ret Solstice tón- listarhátíðinni í gær. Í tilkynn- ingu sem send var síðdegis í gær er haft eftir Þorsteini Steph- ensen, einum skipuleggjenda hátíðarinnar, að ástæðan væri sú að St. Germain hefði ekki mætt á svæðið. Hún hefði átt að vera komin kl. 10 í gærmorg- un en ekkert hefði heyrst frá henni. St. Germain mætti ekki á hátíðina Þorsteinn Stephensen LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 2, 5 LEITIN AÐ DÓRU 3D ÍSL.TAL 1:30, 3:40, 5:50 CENTRAL INTELLIGENCE 7:30, 10 THE NICE GUYS 10:30 WARCRAFT 8, 10:30 FLORENCE FOSTER JENKINS 8 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 1:50, 3:50, 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 1:30 TILBOÐ KL 2 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 SVEFNSÓFAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.