Morgunblaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 169. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Líkið fannst í heilu lagi
2. Dagsgamalt barn lánaði …
3. Ísland fer á HM í Frakklandi
4. Ógnvekjandi íslenskir …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Wift á Íslandi, félag kvenna í kvik-
myndum og sjónvarpi, vinnur nú að
undirbúningi nýs vefmiðils á vefsíðu
sinni, Wift.is. Vefmiðillinn mun inni-
halda ítarlega skráningu yfir konur
sem starfa í kvikmynda- og sjón-
varpsbransanum á Íslandi og verk
þeirra og að auki mun heimasíðan
innihalda vefmiðil. Þar munu birtast
þættir og greinar um og eftir konur.
Markmið vefmiðilsins er að auka
sýnileika kvenna og vægi í kvik-
mynda- og sjónvarpsgeiranum.
Félagið óskar eftir efni eftir konur,
bæði skriflegu og í formi myndbanda,
til að birta á vefnum. Óskað er eftir
vikulegum örþáttum, gagnrýnendum,
pistlahöfundum, vídeóbloggurum svo
dæmi séu nefnd, að því er fram kem-
ur í tilkynningu frá Dögg Móses-
dóttur, formanni Wift.
Þær sem vilja taka þátt eru beðnar
um að senda tölvupóst á doggmo-
@yahoo.com.
Kvikmyndaefni
eftir konur óskast
Tónleikarnir Rock the Boat verða
haldnir í gamla bátnum í hjarta
Breiðdalsvíkur í kvöld kl. 20. Teitur
Magnússon og Prins Póló ásamt
hljómsveit munu leika lög sín í bátn-
um og verður aðgangur ókeypis.
Teitur sló í gegn með fyrstu sóló-
plötu sinni 27 og
mun austfirsk
hljómsveit leika
með honum. Prins
Póló hefur, líkt og
Teitur, notið mikilla
vinsælda hér á landi
og þá m.a. fyrir plötu
sína Sorrí og tónlist
sem hann samdi
við kvikmyndina
París norðursins.
Rokkað í gamla bátn-
um á Breiðdalsvík
Á laugardag Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en hægari vindur og
þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 19 stig.
Á sunnudag Suðaustlæg átt 3-10 m/s og skúrir. Hiti breytist lítið.
Á mánudag Stíf austanátt með rigningu, einkum suðaustanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Úrkomuminna um landið vestanvert og léttir
víða til í kvöld. Hiti 9 til 15 stig yfir daginn.
VEÐUR
Íslandsmeistarar FH tylltu
sér á topp Pepsi-deildar
karla í knattspyrnu í gær-
kvöldi þegar þeir lögðu
Valsmenn, 1:0, á Valsvelli í
við Hlíðarenda. Emil Páls-
son skoraði eina mark leiks-
ins. Hann hefur nú skoraði
þrjú mörk í deildinni í sum-
ar. Valsmenn sitja í sjöunda
sæti, tíu stigum á eftir FH-
ingum. Fjölnismenn koma
næstu á eftir FH-ingum með
16 stig. »2
FH-ingar efstir á
nýjan leik
„Menn eru einbeittir að næsta verk-
efni sem verður erfiður leikur á móti
Ungverjunum. Það verður öðruvísi
leikur en leikurinn við Portúgalana.
Þeir eru þéttir fyrir,
skipulagðir og við reikn-
um með að vera
meira með boltann
en andstæðing-
arnir,“ sagði
Heimir Hall-
grímsson, annar
landsliðsþjálfara
Íslands í knattspyrnu
karla, um næsta and-
stæðing íslenska lands-
liðsins á EM í knatt-
spyrnu. »4
Allt öðruvísi leikur
gegn Ungverjalandi
Norður-Írar sungu og trölluðu Lyon í
gær eftir að landslið þeirra vann í
fyrsta sinn kappleik á Evrópumeist-
aramótinu í knattspyrnu karla. N-Írar
unnu Úkraínumenn, 2:0. Þar með eru
þeir síðarnefndu úr leik þótt þeir eigi
einn leik eftir á mótinu. Þjóðverjar og
Pólverjar gerðu markalaust jafntefli
en Englendingar kreistu út sigur á
Walesbúum á síðustu mínútu. »3
Norður-Írar sungu og
trölluðu í Lyon
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Lára fagnar aldarafmælinu á þjóðhá-
tíðardaginn, en það hefur aðeins gerst
einu sinni áður að Íslendingur fæddur
sautjánda júní hafi náð hundrað ára
aldri.
„Ég er fædd norður í Húnavatns-
sýslu í Bólstaðarhlíð og þar ólst ég upp
til 16 ára aldurs,“ segir Lára, sem er
búsett í Seljahlíð í Breiðholti. 17 ára
fór hún norður í Skagafjörð á prests-
setur, að Mælifelli, og var þar í tvo vet-
ur þar til hún fékk brjósthimnubólgu,
undanfara berkla. „Í stað þess að fara í
menntaskóla eins og stóð til þá fór ég á
Kristneshæli og þar dúsaði ég í tvö ár,
en það voru ágætis ár.“
Lára flutti síðar til Reykjavíkur og
árið 1940 giftist hún Pálma Péturssyni
skrifstofustjóra. Þau skildu. Síðar gift-
ist hún Ægi Ólafssyni stórkaupmanni
en þau skildu. Börn Láru og Ægis eru
Guðrún Unnur Ægisdóttir og Gunnar
Ingi Ægisson. Lára gegndi meðal ann-
ars starfi gjaldkera hjá atvinnudeild
Háskólans og starfaði einnig við skúr-
ingar í Kennaraháskólanum.
Af hverju í andskotanum
er ég að skúra hér?
„Það vildi svo þannig til að ég var að
skúra eitt kvöldið og sá pappíra frá
Fóstruskóla Íslands á borðinu og lít á
þá og sagði við kunningja minn sem
var að skúra þarna með mér: Af
hverju í andskotanum er ég að skúra
hér? Af hverju fer ég ekki í þennan
skóla?“ Lára sótti um lauk námi
tveimur árum seinna og fékk strax
starf sem forstöðukona. Lára starfaði
lengst í Hamraborg, leikskóla í Hlíð-
unum, sem hún tók þátt í að byggja
upp. „Það var yndislegt starf, fóstru-
starfið.“
Árið 1953 var Lára formaður
Fóstru, félags barnagæslustúlkna á
uppeldis- og barnaheimilum og árið
1988 var hún kosin heiðursfélagi
Fóstrufélagsins. Þegar Lára var 90
ára sagði í Morgunblaðinu að hún
væri elsti núlifandi leikskólakennari á
landinu. „Og ég er það enn.“
Lára segir að það hafi alltaf fylgt
því svolítil reisn að eiga afmæli 17.
júní. „Það þykir svolítið flott að eiga
afmæli á þessum degi.“ Lára man vel
eftir 17. júní árið 1944. Þó svo að rignt
hafi eldi og brennisteini á lýðveldishá-
tíðinni á Þingvöllum minnist Lára
þess að sólríkt hafi verið í borginni.
„Þetta var yndislegur dagur og hátíð-
legur.“
Lára hefur alltaf verið félagslynd
og tengir langlífið við það. „Ég var
alltaf dugleg, glaðlynd og vinsæl, það
var mikið guðs gjöf að eiga marga
vini.“ Lára á von á vinum og ætt-
ingjum í kaffi í Seljahlíð í dag, en hún
hefur enga hugmynd um hvort von er
á margmenni. „En ég veit að börnin
mín eru búin að kaupa afmælistertur.“
Dugleg, glaðlynd og vinsæl
Lára Helga
Gunnarsdóttir er
100 ára í dag
Morgunblaðið/Þórður
Perluvinir Lára Helga Gunnarsdóttir er 100 ára í dag, 17. júní. Hér er hún ásamt Stefáni Hilmarssyni, fyrsta barna-
barni sínu. Þau eru sex talsins og barnabarnabörnin níu. „Hann hefur alltaf verið eftirlætið mitt, hann Stebbi.“
Lára á tvö börn, sex barnabörn
og 9 barnabarnabörn. Lára er
einnig langalangamma en eitt
barnabarnabarnabarn bættist ný-
verið í hópinn. „Ég er heppin með
börnin mín og hef verið af-
skaplega heppin með barnabörn-
in,“ segir Lára. Stefán Hilm-
arsson söngvari er fyrsta
barnabarn Láru og ólst að hluta
til upp hjá henni, frá 8 ára aldri.
„Hann er mitt líf og yndi. Við er-
um afskaplega samrýnd og hann
hefur alltaf verið mitt eftirlæti.“
Stefán er fæddur 26. júní árið
1966 og fagnar því fimmtugs-
afmæli um næstu helgi. „Það var
allt reynt svo að ég myndi fæð-
ast á afmælisdegi ömmu. Mamma
gekk um gólf og upp og niður
stiga en ekkert gekk,“ segir Stef-
án. Þeir tíu dagar sem eru á milli
Stefáns og Láru, auk hálfu ald-
arinnar, hafa þó ekki komið að
sök, þau hafa ávallt verið perlu-
vinir og eru enn.
„Stebbi er mitt eftirlæti“
LÁRA OG AFKOMENDURNIR