Morgunblaðið - 05.07.2016, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. J Ú L Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 155. tölublað 104. árgangur
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Gríðarmikið mannhaf tók á móti íslenska karla-
landsliðinu á Arnarhóli þegar það kom heim eft-
ir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakk-
landi. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Lár
Gunnarssyni, verkefnastjóra móttökuhátíðar-
innar, voru á bilinu 30-40 þúsund manns saman-
komin í miðborginni við heimkomuna. „Á leikn-
um í gær var talað um að 20-30 þúsund manns
hefðu verið í bænum. Það var miklu fleira fólk á
fleiri stöðum í bænum í kvöld,“ segir Gunnar.
Þó að sjálf móttakan hafi farið fram á Arnar-
hóli sýndi fólk stuðning sinn í verki allt frá
Keflavík meðfram Reykjanesveginum og hyllti
liðið þegar það ók til Reykjavíkur. Fjöldi manns
stóð við Skólavörðustíg og hrópaði hvatningar-
orð til liðsins, sem veifaði fólki á toppi rútunnar.
Á Arnarhóli mátti hvarvetna sjá stolta brosandi
Íslendinga á öllum aldri syngjandi stuðnings-
mannasöngva og Ég er kominn heim, einkenn-
islag íslenskra landsliða, að ógleymdu víkinga-
fagni sem tugþúsundir tóku þátt í.
„Þið eruð þjóðargersemi“
,,Hver einasti Íslendingur telur sig eiga hvert
bein í ykkur, þið eruð þjóðargersemi, á sama
hátt eigið þið hug og hjörtu hvers Íslendings.
Til hamingju með stórkostlegan árangur, takk
fyrir stórkostlega skemmtun, velkomnir heim,“
sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráð-
herra í ávarpi til landsliðshópsins og mannfjöld-
ans í miðborginni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Arnarhóll Bláleitt mannhaf tók á móti íslenska landsliðinu þegar það kom heim frá frægðarför á Evrópumótið í Frakklandi. Áætlað er að á fjórða tug þúsunda hafi verið í miðbænum.
HETJURNAR SNÚA HEIM
Á fjórða tug þúsunda komu saman í miðborginni til að hylla íslenska landsliðið eftir frægðarför til
Frakklands Komu í miðborgina í opinni rútu Landsliðinu fagnað allt frá Keflavík að Arnarhóli
Morgunblaðið/Eggert
Heimkoma Mikill mannfjöldi var einnig meðfram Skólavörðustíg og Bankastræti til þess að taka á móti karlalandsliðinu. MHeimkoman »2, 4, 6 og íþróttir