Morgunblaðið - 05.07.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við kynntumst þegar ég vará flakki um Ísrael eftir aðhafa verið þar í brúðkaupihjá vinkonu minni. Omry
flutti svo hingað til Íslands árið
2008, en hann er alinn upp í krydd-
menningu sem er allt önnur en sú
sem við þekkjum hér í norðrinu,“
segir Ólöf Einarsdóttir, en hún og
maður hennar Omry Avraham eiga
og reka saman Krydd & Tehúsið
sem stendur við Þverholt í Reykja-
vík.
„Ég er alinn upp í Ísrael en
mamma mín er frá Marokkó og faðir
minn er frá Írak. Matarmenningin
heima hjá mér á uppeldisárum mín-
um var því bland af ýmsu. Mamma
notaði meðal annars í sinni elda-
mennsku kúmen, túrmerik, kórían-
der, marokkóska papriku og fleira í
þeim dúr. Móðir mín lærði elda-
mennsku af mömmu sinni, sem lærði
af sinni móður og áfram þannig aftur
í aldir. Þetta er eldforn hefð sem
hefur skilað sér kynslóð fram af kyn-
slóð. Í menningu Mið-Austurlanda
sér konan alfarið um að elda og
maturinn er alltaf búinn til frá
grunni í eldhúsinu heima, þar þekk-
ist ekki að kaupa tilbúinn mat úti í
bæ og taka hann með heim. Hjá okk-
ur fjölskyldunni í Ísrael var hádeg-
ismaturinn alltaf aðalmáltíðin en
kvöldmaturinn var léttari. Bernsku-
minningar mínar úr eldhúsinu heima
eru um mömmu standandi yfir
stórum pottum sem ilmuðu af góm-
sætum mat. Hún matreiddi úr kjúk-
lingi, kjöti eða fiski og svo var með-
lætið kartöflur og grjón og hellingur
af fjölbreyttu fersku grænmeti. Og
Man vel eftir ilminum
úr eldhúsi mömmu
Þau langaði til að auka kryddúrvalið á Íslandi og opnuðu því sælkeraverslun
með áherslu á krydd og te. Ólöf og Omry bjóða fólki að koma og lykta af og smakka
á, áður en það verslar. Omry eldar súpu frá grunni og bakar súrdeigsbrauð fyrir
viðskiptavinina á hverjum virkum degi. Á fimmtudögum býr hann til hummus.
Notalegt Aðkoman að versluninni er hugguleg og heimilisleg.
Krydd Hægt er að kaupa krydd í staukum, fyrir þá sem ekki vilja í lausu.
Listhópurinn Bermúda býður til
götuhátíðar í kvöld kl. 20-22, þriðju-
dagskvöldið 5. júlí, í Grárri götu 3
(neðri hæð) á Smiðjuvegi. Meðal ann-
arra koma fram Mixed Feels, Harpa
Dís 3 vs. Jóa (Mashup (feat. Guetta))
og Berglaug.
Hópurinn starfar á vegum Skap-
andi sumarstarfa í Kópavogi sumarið
2016. Á vef Kópavogsbæjar lýsa for-
sprakkar hans hugmyndinni með
þessum orðum: „Handan stórvirk-
isins Kjarrhólma austast í Kópavogi
rís Smiðjuhverfi – Bermúdaþríhyrn-
ingur höfuðborgarsvæðisins. Flestir
landsmenn hafa einhvern tíma á lífs-
leiðinni keyrt í gegnum Smiðjuhverfi
en enginn hefur skilgreiningu á því
hvað það er í raun og veru. Hvað hef-
ur það að geyma? Er Smiðjuvegur yf-
ir höfuð til? Eða er hann aðeins hug-
arfóstur þeirra sem dveljast þar? Við
þessum spurningum fundum við eng-
in svör svo við ákváðum að taka mál-
in í okkar hendur og stofnuðum fjöl-
listahópinn Bermúda. Við höfum
leitað ýmissa leiða, til dæmis notast
við ljósmyndun og grafíska útlistun,
en við erum engu nær. Nú grípum við
á það ráð að efna til allsherjar
listahátíðar til þess að reyna á stað-
inn og sjá hvað gerist.“
Vefsíðan www kopavogur.is
Bermúda Fjöllistahópurinn Bermúda
starfar á vegum Skapandi sumar-
starfa í Kópavogi sumarið 2016
Leyndardómar Smiðjuhverfisins
Í kvöld kl. 21, þriðjudag 5. júlí, heldur
hljómsveitin Andakt upphitunar-
tónleika á Café Rósenberg en síðan
liggur leið sveitarinnar á Þjóðlagahá-
tíðina á Siglufirði þar sem hún kemur
fram í Siglufjarðarkirkju 8. júlí. And-
akt er ný hljómsveit sem spratt að
mestu úr samvinnu í kringum geisla-
diskinn Stjörnubjart sem kom út fyrir
jólin 2015. Hljómsveitin leikur sér
með þjóðlagaskotinn stíl og sýnir
„crossover“-tilburði. Við sögu koma
lög af Stjörnubjart, eitthvað frum-
samið og líka eitthvað óvænt. Andakt
skipa: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir,
söngur, Haraldur V. Sveinbjörnsson,
söngur, gítar, píanó o.fl., Kjartan
Guðnason, trommur, ásláttur o.fl.,
Sváfnir Sigurðarson, söngur, gítar
o.fl, og Þorgrímur Jónsson, bassi.
Endilega ...
... hlýðið tónana hjá Andakt
Andakt Hljómsveitin Andakt leikur sér með þjóðlagaskotinn stíl.
Ísland er ekki hlýjasta land íheimi. Sumir vilja meira aðsegja ganga svo langt að segja
að hér sé of kalt til að stunda tjald-
útilegur. Ég er ekki viss um að Vil-
borg Arna eða Haraldur Örn séu
sammála. Þau sváfu örugglega
ágætlega á pólgöngum sínum, í
litlum tjöldum á þykkum íshellum
hvort á sínum enda jarðarinnar. Í
samanburði er íslenska sumarið
eins og sánaklefi á Ibiza.
Hvort sem það er norður- eða
suðurpóllinn, eða bara tjaldsvæði á
Íslandi, eru það í grunninn sömu að-
ferðir sem við getum notað til að
halda á okkur hita yfir nóttina.
Í fyrsta lagi er lykilatriði að ein-
angra sig frá jörðinni, því annars
streymir mikill hiti frá líkamanum. Í
stað svampdýnu eða vindsængur
skaltu nota sérstaka einangrunar-
dýnu, annað hvort úr frauðplasti eða
uppblásanlega. Þó að meginreglan
sé sú að þú fáir það sem þú borgar
fyrir þarf góð dýna ekki að vera
dýr. Hægt er að fá þunnar og léttar
dýnur, eða mýkri og aðeins þyngri
sem henta betur okkur sem eru
komin af unglingsaldri. Ef það er
eitthvað eitt sem þú ættir að kaupa í
sérhæfðri útivistarbúð, þá er það
dýnan.
Í öðru lagi er gott að vera með
þokkalegan svefnpoka. Taktu mið af
uppgefnu hitastigi sem hentar
svefnpokanum (miðaðu við þæg-
indamörk, ekki jaðarmörk) og veldu
poka sem passar þinni líkamsstærð
og hægt er að þétta utan um háls og
höfuð. Einangrun er yfirleitt trefjar
(ódýrari en endast styttra) eða dúnn
(dýrari en endast í mörg ár ef hugs-
að er um hann).
Í þriðja lagi er mun einfaldara að
halda á sér hita en að hitna. Því
skaltu passa að hita þig upp áður en
þú skríður í pokann. Borðaðu eða
drekktu heitan drykk, gakktu rösk-
lega um tjaldsvæðið eða hvað annað
sem til þarf. Sá sem skríður kaldur
ofan í pokann er miklu lengur að ná
upp hita, ef það tekst þá á annað
borð.
Í fjórða lagi er góð regla að vera í
síðum ullarnærfötum og hreinum
ullarsokkum þegar þú ferð í svefn-
pokann. Fleiri flíkur gera ekki mik-
Útivist fyrir alla
Starfsfólk á fjölskyldutjaldsvæðinu við Úlfljótsvatn gefur góð ráð fyrir útileguna
Fimm ráð til að líða
vel í svefnpoka
Skátahornið
Elín Esther Magnúsdóttir
Skannaðu kóðann
til að lesa
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Ert þú búin að prófa
súrdeigsbrauðin okkar?
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.