Morgunblaðið - 05.07.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 05.07.2016, Síða 13
Stolt Omry og Ólöf eru stolt af verslun sinni enda full ástæða til, þar er lagt upp úr gæðum og hreinleika. að sjálfsögðu líka brauð sem hún bakaði sjálf,“ segir Omry og brosir að minningunni. Matur tengir fólk saman Ólöf segir að í Ísrael sé matar- menningin afar fjölbreytt, af því að þar mætist margir menningar- heimar, sá arabíski og sá evrópski blandist vel saman. Og í framhaldinu dregur Omry fram matarbókina Jerúsalem, sem fæst í verslun þeirra, en höfundar hennar eru tveir menn, annar ísraelskur en hinn pal- estínskur. „Þetta er gott dæmi um það hvernig matur tengir fólk saman. Þarna mætast þessir menn saman í friði, fulltrúar afla sem takast á. Í þessari bók blandast saman hebr- eska matarhefðin og sú arabíska, sem er afar áhugavert,“ segir Omry. Kaupa beint frá býli Þegar Omry fluttist til Íslands fannst honum kryddmenningin hér ekki mjög spennandi. „Þess vegna datt okkur í hug að stofna þessa verslun, til að auka úr- valið og bæta við matarmenninguna. Fólk hefur tekið þessu fagnandi og finnst þetta mjög spennandi. Þeir sem koma hingað inn hafa látið hrifningu sína í ljós, svo það er sannarlega þörf fyrir þessa vöru. Við bjóðum fólki bæði að lykta af og smakka það sem við seljum og það hefur mælst vel fyrir. Við erum að reyna að mynda svolitla markaðsstemningu hér hjá okkur með því að bjóða líka upp á krydd í lausavigt og án umbúða, fólk get- ur þá komið með sín eigin ílát eða poka, sem er mjög um- hverfisvænt, en það skiptir okkur líka máli. Við leggjum áherslu á að versla við litla aðila á markaði og mikið af því sem hér fæst kemur beint af býli, enda flytjum við sjálf inn níutíu og átta prósent af vörunum sem hér fást,“ segir Ólöf og bætir við að eng- in aukaefni séu í því sem þau bjóði upp á. Súpa og hummus slá í gegn Í verslun þeirra fást ekki aðeins krydd, heldur líka morgunkorn, fræ, hnetur, þurrkaðir ávextir, grillsósur og fleira. Og þar er líka heilsusam- legur nammibar. Síðast en ekki síst fást þar um þrjátíu tegundir af te og teblöndum, sem og tejurtum. „Temenning í heimalandi mínu er gamalgróin og fjölbreytt. Ég hef drukkið ferskt myntute frá því ég man eftir mér, þar sem myntulauf voru sett í pott með heitu vatni og bætt við hunangi. Teið sem við selj- um hér er úr hundrað prósent náttúrulegu hráefni,“ segir Omry, en á virkum dögum eldar hann góm- sæta súpu frá grunni í versluninni, og hana er hægt að kaupa til að taka með. Að sjálfsögðu notar hann kryddin þeirra góðu í súpuna og súr- deigsbrauðið sem fylgir með gerir hann að sjálfsögðu líka á staðnum. Hann býr líka til hummus á fimmtu- dögum sem hefur hingað til alltaf selst upp. Omry hefur boðið upp á kynn- ingarkvöld fyrir hópa undir heitinu Framandi krydd. „Þá kynni ég kryddið okkar fyrir fólki og ég kenni því einfalda hluti, til dæmis að búa til hrísgrjón með kryddblöndu, kjúk- lingabringu og salat og fleira. Það er til dæmis munur á hvaða krydd mað- ur notar þegar maturinn fer í ofn, eða þegar hann er soðinn. Ég leyfi fólki að finna muninn og kenni því hvernig þetta allt saman virkar. Þetta eru mjög skemmtileg kvöld og fólk fær að smakka,“ segir Omry og bætir við að kynningarkvöldin fari aftur af stað í haust. Honum finnst íslenskur fiskur, íslenskt lamb og ís- lenskur kjúklingur afbragðs gott hráefni til matreiðslu. „Ég vona að fólk geti fengið hér það sem það vantar til að auðga sína kryddveröld. Við ætlum að bæta við okkur fleiri sælkeravörum sem tengjast mat, til dæmis ólífuolíum, hunangi og sultum. Eigendur kaffi- húsa og veitingastaða koma hingað og versla, sem við teljum nokkuð góð meðmæli,“ segja þau Omry og Ólöf að lokum og bæta við að hægt sé að leggja inn pantanir hjá þeim. Morgunblaðið/Ófeigur Framandi Kryddin og sælkeravörurnar eru spennandi og gaman að prófa. „Ég hef drukk- ið ferskt myntu- te frá því ég man eftir mér.“ Girnilegt og hollt Hægt er að kaupa í lausavigt, sem er umhverfisvænt. www.kryddogtehusid.is Facebook/Krydd og Tehúsið DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016 ið gagn nema pokinn sé þeim mun lélegri. Skítug föt og sokkar ein- angra minna svo gott er að vera með til skiptana. Í fimmta lagi skaltu þétta pokann við hálsmálið og andlitið til að minnka hitatap úr pokanum. Það skiptir miklu máli þegar líður á nóttina. Passaðu að bera ekki bleytu inn í tjaldið eða pokann og taktu með góðan kodda til að tryggja góð- an og hressandi nætursvefn. Vonandi duga þessi einföldu ráð til að bæta nætursvefninn í næstu útilegunni þinni!  Höfundur er útivistarskáti, björgunar- sveitarkona og starfsmaður Úlfljótsvatns. Engin geimvísindi Allir eiga að geta fengið góðan nætursvefn í tjaldi, hvort sem þeir eru heitfengir eða ekki – og notið útilegunnar betur fyrir vikið. Í fyrsta lagi er lykilatriði að einangra sig frá jörð- inni, því annars streymir mikill hiti frá líkamanum. AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.