Morgunblaðið - 05.07.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.07.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is Eðallax fyrir ljúfar stundir Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það hefur gengið rosalega vel. Sala á hjólhýsum hefur aukist um 30% frá því í fyrra,“ segir Arnar Barðdal, framkvæmdastjóri Vík- urverks, spurður um ásókn lands- manna í hjólhýsi þetta sumarið í samanburði við fyrri ár. Víkurverk hefur einnig til sölu ný og notuð fellihýsi og tjaldvagna ásamt öðrum tilheyrandi búnaði en Arnar segir sölu tjaldvagna standa í stað milli ára. Fellihýsin seljist einnig minna núna en áður þar sem gengi dollarans sé of hátt og verðið hérlendis því orðið of hátt. „Þetta hefur þróast meira út í þessi hjólhýsi sem eru meiri þæg- indi og henta vel í veðráttunni á Íslandi.“ Finna fyrir uppgangi „Maður finnur að það er smá uppgangur í þjóðfélaginu og þetta fylgir líka oft sölu á nýjum bílum – ef sala þeirra eykst, þá eykst salan hér,“ segir Arnar, en ástandið sé farið að svipa til þess sem var við lýði árið 2006 og árin fyrir efna- hagshrunið. „Það er þó minna tek- ið af lánum en var,“ bætir hann við; fólk taki lægri lán og eigi því meira í eigninni. „Annað sem við finnum fyrir er að það er allt upppantað á hótelum úti á landi.“ Því þurfi þeir sem hafi hug á ferðalögum um landið frekar að verða sér úti um hjólhýsi til að hafa þak yfir höfuðið á löngum ferðum sínum. Hjólhýsin eru misjafnlega dýr; þau minnstu er á um 2,9 milljónir að sögn Arnars en þau dýrari og stærri fara upp í allt að 10 millj- ónum. Aukið eftirlit með eftirvögnum Fyrsta stóra ferðahelgi sumars- ins var um liðna helgi og voru margir ökumenn með eftirvagna í umferðinni. Lögreglan á Suður- landi stöðvaði um 300 ökumenn með eftirvagna í þeim tilgangi að kanna búnað og skoða vagnana. „Af þessum fjölda voru fjórir boð- aðir í skoðun og nokkrir fengu til- tal,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðs- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi, en vegfarendur hefðu brugðist vel við þessu, þakkað lögreglunni og litið svo á að með þessu hefði verið að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Helstu athugasemdir lögregl- unnar við eftirlitið lutu að ljósa- búnaði eftirvagnanna og í einu til- viki vantaði öryggiskeðju milli eftirvagns og ökutækis. Allir eft- irvagnar voru með gildandi skoð- un. „Þessa helgi var farið af stað með aukið eftirlit sem verður í sumar,“ segir Þorgrímur, en því eftirliti verði skipt upp í hálend- iseftirlit, öræfaeftirlit og sérstakt eftirlit í uppsveitum Árnessýslu. Þess utan sé lögreglan á Suður- landi í sínu hefðbundna eftirliti sem snúi fyrst og fremst að akst- urs- og hvíldartíma ökumanna, öx- ulþunga ökutækja, búnaði öku- tækja og hópferðaleyfum. Farið að svipa til áranna fyrir hrun  Sala hjólhýsa eykst um 30% á milli ára  „Það er smá uppgangur í þjóðfélaginu“  Upppöntuð hótelgisting um land allt talin hafa áhrif á söluna  300 ökumenn stöðvaðir af lögreglu um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjólhýsin vinsæl Sala hjólhýsa hefur aukist mikið að sögn framkvæmda- stjóra Víkurverks. Minna selst af fellihýsum og tjaldvögnum. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, undirritaði ný lög um málefni útlendinga þann 16. júní síðastliðinn. Þetta segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í Forsætisráðuneytinu aðspurð hvort lögin hafi verið samþykkt af hálfu forseta. „Það var allt gert í eðlileg- um farvegi.“ Alþingi samþykkti þann 2. júní nýja löggjöf um málefni útlendinga en í henni felst heildarendurskoðun á gildandi lögum um útlendinga sem eru frá árinu 2002. Lögin kveða á um ýmsar breytingar eins og að stuðla að aukinni þjónustu við út- lendinga, sérstaklega umsækjendur um alþjóðlega vernd, erlenda sér- fræðinga, námsmenn og rannsak- endur. Gert er ráð fyrir að útgjöld ríkissjóðs aukist um rúmar 39 millj- ónir króna. Nýr forseti tekur við 1. ágúst Að sögn Ragnhildar eru engin lög sem samþykkt voru af Alþingi fyrir þinglok óundirrituð á borði forseta. Alþingi kemur aftur saman þann 15. ágúst en þá verður nýkjörinn forseti, Guðni Th. Jóhannesson, tek- inn við. Innsetning forseta fer fram mánudaginn 1. ágúst. „Nýr forseti mun ekki hafa sama hlutverk þar eins og við þingsetn- ingu,“ tekur Ragnhildur þó fram því ekki sé um að ræða hefðbundna þingsetningu heldur sé þing aðeins að koma saman aftur eftir hlé. „Þing kemur saman í september og þá hefur nýr forseti hlutverk,“ segir hún. Forseti undirrit- ar útlendingalög  Ólafur samþykkti lögin þann 16. júní Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingið Forseti Íslands hefur hlut- verki að gegna við þingsetningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.