Morgunblaðið - 05.07.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016
stutt með því að hann sé sérstaklega
skipaður af öðrum og aldrei hafi ver-
ið litið svo á að hann væri undirmað-
ur seðlabankastjórans. Sömuleiðis
er í álitsgerðinni tekin afstaða til
þess hvort aðstoðarseðlabankastjóri
kunni að teljast vanhæfur til að taka
ákvörðun um stjórnsýslumeðferð
máls, sem bankinn hefur haft til úr-
lausnar, á grundvelli vanhæfisreglna
stjórnsýslulaga.
Málið snýr að málarekstri Seðla-
bankans gegn Samherja og því hvort
seðlabankastjóri hafi gert sig van-
hæfan til að koma að úrlausn málsins
með ítrekuðum ummælum sínum í
fjölmiðlum um það. Sneru ummælin
meðal annars að þeirri staðreynd að
sérstakur saksóknari hafði fellt nið-
ur mál sem Seðlabankinn hafði sent
til embættisins og endursent það til
meðferðar og ákvörðunar hjá bank-
anum.
Í stjórnsýslulögum er í þriðju
grein fjallað um sérstakt hæfi. Segir
þar að starfsmaður sé vanhæfur til
meðferðar máls ef næstu yfirmenn
hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi
eiga sjálfir sérstakra og verulegra
hagsmuna að gæta við úrlausn þess.
Í aðdraganda þess að kallað var
eftir álitsgerðinni var umræða á
bankaráðsfundi í Seðlabankanum
um mögulegt vanhæfi Más Guð-
mundssonar í fyrrnefndu máli. Á
fundinum lýsti seðlabankastjóri því
yfir að ef vafi léki á hæfi hans vegna
ummælanna, myndi hann víkja sæti
og aðstoðarseðlabankastjóri tæki við
yfirstjórn málsins.
Aðstoðarbankastjóra bætt við
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
bendir á í svari sínu að þegar breyt-
ing hafi verið gerð á lögum um Seðla-
bankann hafi staða aðstoðarseðla-
bankastjóra ekki verið í frumvarpinu
sem lagt var fram. Hins vegar hafi
viðskiptanefnd Alþingis gert tillögu
um að ráðherra skyldi einnig skipa
aðstoðarseðlabankastjóra sem einn-
ig skyldi vera staðgengill seðla-
bankastjóra. Af því sem fram komi í
nefndaráliti viðskiptanefndar um að-
stoðarseðlabankastjóra sé ljóst að
hann sé undirmaður seðlabanka-
stjóra.
Ráðuneytið vísar einnig til þess
sem fram kemur í lögum um Seðla-
banka að seðlabankastjóri beri
ábyrgð á rekstri bankans og fari með
ákvörðunarvald í öllum málefnum
hans sem ekki eru falin öðrum í lög-
unum. Engin ákvæði séu í lögunum
um að aðstoðarseðlabankastjóri sé
hliðsettur seðlabankastjóra.
Loks vísar ráðuneytið til sam-
bærilegs fyrirkomulags í ákvæðum
lögreglulaga, um veitingu starfa í
lögreglunni. Kemur þar fram að ráð-
herra skipi ríkislögreglustjóra og
lögreglustjóra og jafnframt er ráð-
herra heimilt að skipa aðstoðarríkis-
lögreglustjóra, aðstoðarlögreglu-
stjóra á höfuðborgarsvæðinu og
Suðurnesjum. Jafnfram komi fram
að ef fleiri en einn aðstoðarlögreglu-
stjóri er við embætti þá skuli einn
þeirra vera staðgengill lögreglu-
stjóra. Viðkomandi aðstoðarlög-
reglustjóri sé samt sem áður undir-
maður viðkomandi lögreglustjóra.
„Hvað varðar stöðu aðstoðarseðla-
bankastjóra þá lítur ráðuneytið svo á
að hann sé undirmaður seðlabanka-
stjóra og skiptir þá ekki máli þó
hann sé sérstaklega skipaður af ráð-
herra í starfið,“ segir í svari fjár-
mála- og efnahagsráðuneytisins.
Telur Má yfirmann Arnórs
Morgunblaðið/Kristinn
Yfirmaður Viðskiptanefnd Alþingis bætti aðstoðarbankastjóra í frumvarpið.
Fjármálaráðuneytið lítur svo á að aðstoðarbankastjóri sé undirmaður seðla-
bankastjóra Sé Már vanhæfur, samkvæmt stjórnsýslulögum, er Arnór það líka
Álit fjármála- og efna-
hagsráðuneytis
» Staðgenglar í stjórnkerfinu,
stofnunum ráðuneyta og sjálf-
stæðra stofnana ríkisins eru
undirmenn forstöðumanna
viðkomandi stofnana.
» Engin ákvæði í lögum um að
aðstoðarseðlabankastjóri sé
hliðsettur seðlabankastjóra.
BAKSVIÐ
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Fjármála- og efnahagsráðuneytið lít-
ur svo á að Arnór Sighvatsson,
aðstoðarseðlabankastjóri, sé undir-
maður Más Guðmundssonar, seðla-
bankastjóra, og skiptir þá ekki máli
þótt Arnór sé sérstaklega skipaður
af ráðherra í starfið. Þetta kemur
fram í svari ráðuneytisins við fyrir-
spurn Morgunblaðsins.
Þetta er þvert á niðurstöðu
lögfræðiálits sem seðlabankastjóri
kallaði eftir vegna umræðu í banka-
ráði Seðlabankans um vanhæfi í máli
bankans gagnvart Samherja og
greint var frá í Morgunblaðinu fyrir
skömmu. Segir í lögfræðiálitinu að
aðstoðarseðlabankastjórinn sé stað-
gengill seðlabankastjóra sem þýði að
lögin geri ráð fyrir að hann sé ekki
undirmaður hans heldur komi í hans
stað í forföllum. Hugsanlegt vanhæfi
seðlabankastjóra myndi því ekki
gera aðstoðarseðlabankastjóra van-
hæfan, segir þar jafnframt.
Staðgenglar undirmenn
„Staðgenglar í stjórnkerfinu,
stofnunum ráðuneyta og sjálfstæðra
stofnana ríkisins eru undirmenn for-
stöðumanna viðkomandi stofnana,“
segir hins vegar í svari ráðuneytis-
ins.
Samkvæmt forsetaúrskurði heyra
málefni Seðlabanka Íslands undir
fjármálaráðherra, auk þess sem
starfsmannamál ríkisstofnana eru á
ábyrgð fármála- og efnahagsráðu-
neytisins.
Í fyrrgreindu lögfræðiáliti sem
Garðar Gíslason, fyrrverandi hæsta-
réttardómari, vann að beiðni seðla-
bankastjóra, er það að aðstoðarseðla-
bankastjóri sé í raun ekki
undirmaður seðlabankastjóra rök-
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
árshelmingi en voru 833 milljarðar á
sama tímabili í fyrra, en það er 13%
samdráttur. Aðalvísitala skulda-
bréfa hækkaði um 0,32% frá upphafi
til loka tímabils.
Hlutdeild kauphallaraðila í
skuldabréfaviðskiptum var mest hjá
Kviku banka, 21,8%. Landsbankinn
átti næstmestu hlutdeildina, eða
20,6%, og Íslandsbanki var með 18%
veltunnar.
Sé velta með hlutabréf og skulda-
bréf lögð saman sést að veltan er yfir
þúsund milljarðar á fyrri árshelm-
ingi. jonth@mbl.is
Á fyrri helmingi ársins jukust
heildarviðskipti með hlutabréf í
Kauphöll Íslands um 78% í saman-
burði við fyrri árshelming í fyrra.
Viðskipti voru með hlutabréf fyrir
290 milljarða króna á fyrstu sex
mánuðum ársins, en 163 milljarða á
sama tíma í fyrra.
Í tölum sem Kauphöllin hefur tek-
ið saman fyrir Morgunblaðið kemur í
ljós að heildarmarkaðsvirði hluta-
bréfa þeirra félaga sem skráð eru í
Kauphöllinni í lok júní síðastliðins
hefur vaxið um 15% frá sama tíma-
marki í fyrra og nemur heildarvirðið
nú tæplega 990 milljörðum króna. Í
lok júní voru hlutabréf 20 félaga
skráð í Kauphöllinni en þau voru 19 í
lok júní í fyrra.
Arion banki var með mestu hlut-
deild kauphallaraðila í hlutabréfavið-
skiptum, eða 24,7%. Næst á eftir
kom Landsbankinn með 23,5% og
Kvika banki með 18,1%.
Mest viðskipti fyrstu sex mánuð-
ina voru með bréf Icelandair Group,
fyrir 83,6 milljarða króna. Viðskipti
með bréf Marel námu 41,7 milljörð-
um króna og 22,4 milljarða viðskipti
voru með bréf Haga.
Frá áramótum til loka júní lækk-
aði Úrvalsvísitalan um 5,5% og stóð í
1.777 stigum um mánaðamótin.
Heildarviðskipti með skuldabréf
námu 755 milljörðum króna á fyrri
Viðskipti með hluta-
bréf jukust um 78%
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kauphöll Þúsund milljarða velta.
5. júlí 2016
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.36 122.94 122.65
Sterlingspund 164.66 165.46 165.06
Kanadadalur 94.51 95.07 94.79
Dönsk króna 18.327 18.435 18.381
Norsk króna 14.613 14.699 14.656
Sænsk króna 14.465 14.549 14.507
Svissn. franki 125.3 126.0 125.65
Japanskt jen 1.1886 1.1956 1.1921
SDR 171.03 172.05 171.54
Evra 136.37 137.13 136.75
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.3847
Hrávöruverð
Gull 1348.75 ($/únsa)
Ál 1645.0 ($/tonn) LME
Hráolía 49.9 ($/fatið) Brent
● Mikill meirihluti
hluthafa kauphall-
arinnar í London
samþykkti sam-
runa við kauphöll-
ina í Frankfurt í
gær, en óttast var
að niðurstöður
atkvæðagreiðslu
um úrsögn Breta
úr ESB gætu gert
þau áform að
engu. Samtals greiddu 99,89% hlut-
hafa kauphallarinnar í Lundúnum at-
kvæði með sameiningunni. Samkvæmt
samkomulagi kauphallanna verður
eignarhaldsfélag sameinaðs félags með
heimilisfesti í Lundúnum. Því hefur ekki
verið vel tekið af eftirlitsaðilum í
Þýskalandi, í ljósi væntanlegrar úrsagn-
ar Breta úr ESB. Hluthafar í kauphöll-
inni í Frankfurt munu geta greitt at-
kvæði um samrunann fram til 12. júlí,
en stefnt er að því að hann gangi í gegn
fyrir mánaðamótin.
Úrsögn hefur ekki áhrif
á samruna kauphalla
Kauphallir Líkur á
samruna aukast.
STUTT