Morgunblaðið - 05.07.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Minnst 213 týndu lífi þegar maður
sprengdi sig í bifreið á fjölfarinni
verslunargötu í Bagdad á sunnudag.
Þá særðust að minnsta kosti 200 til
viðbótar, samkvæmt upplýsingum
frá þarlendum yfirvöldum. Ódæðið
er hið mannskæðasta í landinu um
langt skeið, en Ríki íslams hefur lýst
yfir ábyrgð sinni.
Sprengingin varð í Karrada-hverf-
inu snemma morguns og greinir
fréttaveita AFP frá því að fjöldi
manns hafi skömmu áður safnast þar
saman til að kaupa inn matföng
vegna hátíðarhalda sem marka lok
Ramadan-föstunnar.
Haider al-Abadi, forsætisráðherra
Íraks, hefur heitið því að „refsa“
þeim sem ábyrgð bera á tilræðinu
auk þess sem hann hefur gefið út til-
mæli þess efnis að taka eigi öryggis-
mál traustari tökum í Bagdad. Einn
liður í því, samkvæmt AFP, er að
skipta út gölluðum sprengjuleitar-
tækjum sem finna má á mörgum eft-
irlitsstöðvum í borginni. Þá munu ör-
yggisverðir einnig leita mun oftar að
vopnum og sprengjum í ökutækjum
til að stuðla að frekara öryggi.
Breska ríkisútvarpið (BBC) segir
sprenginguna hafa verið afar öfluga,
en ódæðismaðurinn kom miklu
magni af sprengiefni fyrir í vöru-
flutningabifreið sinni. Nokkur hús
hrundu til grunna í kjölfar spreng-
ingarinnar og eldur kom upp í öðr-
um. Björgunarmenn voru enn að
störfum í húsarústunum í gær.
„Það mun taka okkur nokkra daga
að endurheimta lík þeirra sem fór-
ust. Þetta er mjög erfitt verkefni,“
hefur AFP eftir björgunarmanni.
Heilu fjölskyldurnar létu lífið
Búið er að hengja upp svarta
borða á nærstödd hús og eru nöfn
látinna skrifuð þar á. Heilu fjölskyld-
urnar eru taldar af. „Á listunum sem
ég sá eru nöfn fjölskyldna. Feður,
synir, mæður og dætur – heilar fjöl-
skyldur sem þurrkast hafa út í
sprengingunni,“ sagði sami björgun-
armaður við AFP.
Al-Abadi forsætisráðherra hefur
lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í
landinu og hófst hún í gær.
Í nágrannaríkinu Sýrlandi hafa
hersveitir umkringt bæinn Manbij
þar sem vígasveitir Ríkis íslams hafa
aðsetur. Almennir borgarar streyma
út út bænum og er nú talið að um
13.000 manns hafi yfirgefið heimili
sín undanfarnar vikur. Vígamenn
reyna hins vegar hvað þeir geta til að
hindra för þeirra úr bænum.
Yfir 200 manns týndu lífi
Sprengjutilræðið er hið mannskæðasta í Bagdad um langt skeið Björgunar-
menn voru enn við leit í gær Forsætisráðherra boðar hert öryggi í borginni
Tveir öryggisverðir særðust þegar
sjálfsvígssprengjumaður sprengdi
sig í loft upp við ræðisskrifstofu
Bandaríkjanna í borginni Jeddah í
Sádi-Arabíu. Fréttaveita AFP
greinir frá því, og vitnar til innan-
ríkisráðuneytis Sádi-Arabíu, að
mennirnir hafi hlotið minniháttar
áverka í árásinni.
Vitni segja að öryggisverðir hafi
fyrst tekið eftir tilræðismanninum
þar sem hann stóð við sjúkrahús-
byggingu sem finna má til móts við
ræðisskrifstofuna. Þegar þeir
gengu upp að honum þá sprengdi
maðurinn sig skyndilega í loft upp á
bílastæði sjúkrahússins, en hann
var íklæddur sprengjuvesti.
„Bandarískir ríkisborgarar
særðust ekki í sprengingunni. Fjöl-
miðlar greina frá því að tveir sádi-
arabískir lögreglumenn hafi
særst,“ segir í tilkynningu sem birt-
ist á heimasíðu ræðisskrifstofunnar
í kjölfar tilræðisins. Bandarísk
stjórnvöld hvetja nú ríkisborgara
sína til að sýna varúð á ferðalögum
í landinu.
Talið er að tilræðismaðurinn hafi
verið hliðhollur Ríki íslams og að
hann hafi með sprengjunni ætlað að
myrða bandaríska ríkisborgara.
AFP
Tilræði Lögreglumenn á verði skammt frá ræðisskrifstofu Bandaríkjanna.
Sprengdi sig í loft upp
við ræðisskrifstofu
Ætlaði að myrða Bandaríkjamenn
Nigel Farage,
leiðtogi Breska
sjálfstæðis-
flokksins (UKIP),
sem andsnúinn
er aðild Breta að
ESB, mun hætta
sem formaður
flokksins.
„Á meðan á
þjóðaratkvæða-
greiðslunni stóð
sagðist ég vilja fá landið mitt aftur,
nú vil ég fá líf mitt aftur,“ sagði
Farage er hann tilkynnti um afsögn
sína, en sigur útgöngusinna í at-
kvæðagreiðslunni er sagður full-
nægja hans pólitíska metnaði.
BRETLAND
Nigel Farage á útleið
sem formaður UKIP
Nigel
Farage
„Það sem ég
sagði var að við
erum reiðubúnir
til samvinnu með
öllum í barátt-
unni gegn Ríki
íslams,“ segir
Mevlut Cavus-
oglu, utanríkis-
ráðherra Tyrk-
lands, í samtali
við AFP, en hann
segir fjölmiðla hafa rangtúlkað um-
mæli sín þegar þeir greindu frá því
að Tyrkir myndu leyfa rússneskum
herþotum að nýta Incirlik-flugvöll.
Völlurinn er nú notaður af her-
sveitum NATO til árása í Sýrlandi.
TYRKLAND
Bauð Rússum ekki
sérstaklega aðgengi
Mevlut
Cavusoglu
Heræfingar Kínverja við Paracel-
eyjar í Suður Kínahafi hefjast í dag,
en þær munu standa yfir til 11. júlí
nk. Breska ríkisútvarpið (BBC)
greinir frá því að öllum öðrum skip-
um verði meinað aðgengi að haf-
svæðinu áðurnefnda daga.
Kínversk stjórnvöld hafa verið
harðlega gagnrýnd fyrir mikla
hernaðaruppbyggingu á svæðinu.
SUÐUR-KÍNAHAF
Kínverski herinn æf-
ir við Paracel-eyjar
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
Stjórnvöld á Filippseyjum hafa hrundið af stað
miklu átaki sem draga á úr dreifingu og sölu
geisla- og mynddiska sem innihalda efni sem
fengið var eftir ólögmætum leiðum, s.s. með
niðurhali á netinu. Í gær var fjölmörgum diskum
safnað saman við höfuðstöðvar lögreglunnar og
bryndreki fenginn til þess að keyra yfir hrúg-
una. Hvort gjörningurinn skili einhverjum ár-
angri í baráttu stjórnvalda skal ósagt látið.
Herferð stjórnvalda á Filippseyjum gegn ólöglegu afþreyingarefni
AFP
Hljóð- og mynddiskar urðu bryndreka að bráð