Morgunblaðið - 05.07.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.07.2016, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016 Árið 1864 ritaði bandaríski um- hverfisverndarsinninn George Perkins Marsh: „Enginn eðlisfræð- ingur hefur látið sér detta í hug að maðurinn geti... hamið bráðið hraun.“ Þótt mönnum tækist að leysa nýja krafta úr læðingi á tutt- ugustu öld stóð fullyrðing Marsh óhögguð. Þangað til 1973. Það var Þorbjörn Sigurgeirsson sem átti þá nýstárlegu hugmynd að dæla sjó á hraunið sem rann úr Eldfelli á Heimaey árið 1973 og freista þess að bægja því frá byggðinni og höfninni í Eyjum. Þeir sem stýrðu aðgerðum í Heimaeyjargosinu ákváðu að reyna fyrir sér með dælingu, fyrst með brunabílum og síðan dæluskipum. Þegar gosið hafði staðið í tvo mán- uði varð ljóst að tiltækar dælur réðu engan veginn við verkefnið. Varð eðlisfræðingurinn að játa sig sigraðan? Dauðadómur Tazieffs Margir töldu reynd- ar framan af að Vest- mannaeyjabær ætti sér ekki viðreisnar von andspænis hraun- flóðinu. Franskur jarðfræðingur, Har- oun Tazieff, sem heim- sótti Heimaey lýsti því yfir að Vestmanna- eyjabær væri „nánast dauðadæmdur“. Í fréttum Ríkisútvarps- ins sagði: „Franski eldfjalla- sérfræðingurinn Haroun Tazieff heldur því fram að Vestmanna- eyjabær sé dauðadæmdur nema að gosið hætti á næstu dögum. Segir Tazieff að ekki sé um annað að ræða, en hæga eða hraðfara eyði- leggingu bæjarins.“ Áttu björg- unarmenn að játa sig sigraða? Í fréttum sagði að Tazieff væri „með- al þekktustu eldfjallafræðinga heims“ og hann hefði „dvalist um skeið við rannsóknir á Heimaey á vegum UNESCO“. Hvernig átti að bregðast við skoðun þessa kenni- valds? Sama dag og fréttin var flutt á öldum ljósvakans boðaði Raunvís- indastofnun Háskólans til fundar. Þorbjörn Sigurgeirsson gekk beint að efninu. „Hvernig eigum við að líta á H. Tazieff,“ sagði hann, „sem vísindamann, ljósmyndara eða eitt- hvað annað?... Ef við segjum ekkert þýðir það að við samþykkjum um- mæli H. Tazieffs.“ Í fréttum var sagt að Tazieff hefði gist í Fiskasafninu í Eyjum. „Við sváfum á gólfinu í risastórum sal innan um tólf fiskabúr,“ sagði hann; „á næturnar, meðan eldfjallið gaus og drunurnar bárust um dauðadæmdan bæinn, fylgdumst við með stórum fiskum sem syntu í átt til okkar; það glitti í tennurnar. Ég hef aldrei upplifað aðra eins nótt.“ Gárungar á Íslandi sögðu að Tazieff hefði vaknað með andfælum eina nóttina í Fiskasafninu í Eyj- um, horft beint í skrautlegt ginið á stórtenntum steinbít í fiskabúrinu við hliðina á sér og eftir það hafi honum ekki verið haggað; honum væri best að koma sér í burtu, og Heimaey ætti sér enga framtíð. Þótt Tazieff hafi stundum verið lýst sem gosa var honum ekki alls varn- að. Þremur árum eftir að hann felldi dauðadóm sinn yfir Vest- mannaeyjabæ sneri hann blaðinu við. Þá andmælti hann vísinda- manni sem lagði til að íbúar í ná- grenni við eldfjallið Soufriere á eynni Guadeloupe í Karíbahafi, 75.000 manns, yrðu fluttir á brott vegna yfirvofandi hættu. Að þessu sinni reyndist hann hafa á réttu að standa. Sigur í höfn Fyrir milligöngu bandaríska sendiráðsins voru fjörutíu og þrjár öflugar dælur og tilheyrandi málm- leiðslur fluttar með hraði til Vest- mannaeyja í lok mars. Það kom í hlut Valdimars Jóns- sonar verkfræðings, sem lést í maí síðast- liðnum, að stjórna uppsetningu dælnanna og tryggja að þær skiluðu vatns- flaumnum á rétta staði – eins og Þorbjörn Sigurgeirsson mælti fyrir. Skyldi búnaður- inn duga gegn mörg- hundruð gráðu heitu hrauni sem stundum skreið fram með gönguhraða manns? Hér eins og annars staðar í þessu nýstárlega verkefni dugði ekkert minna en sífelldar „redd- ingar“. Valdimar líkti kælingunni við það að reka nagla ofan í hraun- ið; hver buna kældi hraunið í kring svo það storknaði fyrr en ella, hægði á sér og myndaði trausta varnarbrynju. Þeir sem störfuðu á hrauninu mynduðu svonefnda „sjálfsmorðs- sveit“ eða „dauðasveit“. Oft háði þessi sveit baráttu upp á líf eða dauða. Kælingu fylgdi gufumökkur sem byrgði mönnum sýn. Dauða- sveitin þurfti að ganga ofan á þunnri storknaðri hraunskán, eins og á ísilögðu vatni. „Kaldir“ strák- ar, sem voru vanir að stikla á hál- um steinum í fjörunni, gátu nú stært sig af því að geta hlaupið eft- ir glóandi hraunnibbum út um allt hraun. Þar til skósólarnir brunnu. Seint um kvöld á páskadag, 22. apríl, tilkynnti gosvaktin við Eldfell að nýtt hraunflóð streymdi beint í austur. Margir þustu austur á eyju og fylgdust agndofa með hraun- straumnum þar sem hann rann eins og straummikil á fram af klett- unum. Nú þóttust menn vita að sig- ur væri í höfn; kælingin hafði dug- að og Vestmannaeyjahöfn væri borgið. Fólkið sem var í bænum þennan dag kom saman og fagnaði, eftir langt og strangt björg- unarstarf og nagandi óvissu. Engar ræður voru fluttar og engar veislur haldnar, en öllum var stórlega létt. Þann 2. júlí gekk Þorbjörn Sig- urgeirsson í fylgd nokkurra sam- starfsmanna niður í gíg Eldfells og lýsti því yfir að gígbotninn væri orðinn kaldur. Daginn eftir sendi Almannavarnanefnd Vestmanna- eyja frá sér yfirlýsingu um að gosi væri lokið. Það urðu aftur mikil fagnaðarlæti í Eyjum. Nú væri tímabært, hugsuðu menn, að hægja á dælunum og hefja heimflutning og uppbyggingu, laga sig að þessu tvífundnalandi sem fyrst var numið af norrænu og keltnesku fólki á átt- undu eða níundu öld. Í bandarískri jarðfræðiskýrslu var komist svo að orði að „hvergi hafi náðst betri ár- angur, hvorki fyrr né síðar, við að hemja hraunstraum meðan á eld- gosi stendur“. Fremstir meðal jafningja Eldstöðin í Eyjum var aug- ljóslega aðalpersónan á sviðinu á vordögum 1973. Margar aðrar sögupersónur höfðu þó þröngvað sér upp á sviðið. Starfsliðið lét ekki sitt eftir liggja: verkfræðingar, tæknifræðingar, jarðvísindamenn, dauðasveitin, matseljur, vélvirkjar, kranamenn, ýtustjórar, for- ráðamenn í Eyjum og hjá Al- mannavarnaráði. Eldstöðin, tækin, fólkið, hafið og fjölmargt annað nær og fjær sem lagði hönd á plóg- inn – hafði skrifað nýjan og merki- legan kafla í langri sögu um eldfjöll og náttúruhamfarir af þeirra völd- um. Þorbjörn Sigurgeirsson og Valdi- mar K. Jónsson, sem voru fremstir meðal jafningja, höfðu það ekki fyr- ir sið að stæra sig af afrekinu á Heimaey. Þegar Þorbjörn leit yfir farinn veg hrósaði hann öðrum en sjálfum sér: „Minn þáttur var sá, að óska eftir svo og svo stórri vatnsbunu einhvers staðar inni á hrauni, en það voru aðrir sem sáu um framkvæmdina. Hér var um óvenjulega og vandasama fram- kvæmd að ræða og allt undir þeim komið, sem skipulögðu, stjórnuðu og unnu verkið.“ Valdimar flutti er- indi um það í Bandaríkjunum hvað það hefði í för með sér „að hafa eldfjall inni í bænum hjá sér“. Það er kaldhæðnislegt að tvítug- ar dælurnar sem réðu úrslitum í orrustunni um Eyjar voru sagðar „úreltar“ þegar þeim var sankað saman í Bandaríkjunum og þær voru sendar til Íslands. Dælurnar voru börn kalda stríðsins, en nú voru þær þátttakendur í sjóðheitu stríði við vellandi hraun uppi á Ís- landi. Áður en yfir lauk höfðu þær dælt óhemju magni af sjó á hraun- ið; líklega samsvarar það öllu því vatnsmagni sem fer um Dettifoss, einn af tignarlegustu og vatns- mestu fossum Íslands, á þremur klukkustundum eða svo. Dælurnar voru allar fluttar til Reykjavíkur að loknu gosi. Nokkrar þeirra ílentust og var ein þeirra send að lokinni starfsævi til Eyja þar sem hún skipar veglegan sess á nýju hrauni, sem minnisvarði um orrustuna um Eyjar. Eftir Gísla Pálsson » Í bandarískri jarð- fræðiskýrslu var komist svo að orði að „hvergi hafi náðst betri árangur, hvorki fyrr né síðar, við að hemja hraunstraum meðan á eldgosi stendur“. Gísli Pálsson Höfundur er mannfræðingur og starf- ar við Háskóla Íslands; gpals@hi.is. Vestmannaeyjabær Loftmynd frá 31. mars. Hraunbreiðan til hægri. Ljósmynd/Björgvin Agnarsson Úrelt? Ein af bandarísku dælunum, minnisvarði á nýju hrauni. Hraunið kælt Skopmynd Sigmunds frá 8. febrúar 1973. Ljósmynd/Gísli Pálsson Goslok Heimaey skömmu eftir goslok. „Í bandarískri jarðfræðiskýrslu var komist svo að orði að „hvergi hafi náðst betri árangur, hvorki fyrr né síðar, við að hemja hraunstraum meðan á eldgosi stendur“.“ Hraunið tamið – Orrustan um Eyjar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.