Morgunblaðið - 05.07.2016, Side 29

Morgunblaðið - 05.07.2016, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft á allri þinni einbeitingu að halda og mátt því ekki láta hugann reika um of. Gleymdu ekki að þakka það sem að þér er rétt. Einhver á heimilinu gæti leitað til þín með vandamál sín. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú væri kjörið að gera framtíðaráætlun. Einhver álítur þig vera að stíga í fótinn við sig, þegar þú ert í raun að daðra við hann. Hristu upp í hlutunum og vertu djarfur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Stuðningshópurinn þinn er ekki endi- lega formlega skipaður hópur fólks, en hann sér reglulega um að létta þér lífið. Láttu ekki deigan síga þótt langt sýnist til lands. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Notaðu daginn til þess að rannsaka, ljóstra upp leyndarmálum eða finna lausnir á gömlum vanda. Einkum eru það samstarfs- menn þínir sem gera þér lífið leitt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þiggðu aðstoð samstarfsmanna þinna. Leitaðu af þér allan grun og njóttu svo þess sem er saklaus skemmtan en láttu annað eiga sig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að skoða langanir þínar og þrár. Hvort heldur sem er, er alheimur þinn að stækka með einum nýjum vini í einu. Góður vinur getur gert kraftaverk. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er alltaf leiðinlegt þegar einhver verð- ur reiður þegar ætlunin var skemmtun ein eða að halda friðinn. Markmið hans er aftur á móti bara að koma umbótum til leiðar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú vekur meiri athygli í samfélag- inu en venjulega um þessar mundir. Núna er hjartað best í að skilja alheimsmerkjasendingar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ekki setja þig upp á móti foreldrum þínum eða öðrum í fjölskyldunni í dag. Sýndu mönnum þínum traust og þú færð það end- urgoldið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að læra að takmarka um- svif þín, þannig að þú hafir yfirsýn yfir það, sem þú ert að gera. Svo virðist, að því lengra sem þú ferð að heiman, því heppnari verður þú. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Yfirboðari þinn eða foreldri virðist gera of miklar væntingar til þín í dag. Einhver þér eldri getur gefið þér góð ráð varðandi fjár- málin. 19. feb. - 20. mars Fiskar Dagurinn í dag er upplagður fyrir and- lega áreynslu af hvaða tagi sem er. Farðu í gegnum fötin í skápunum og gefðu þau gömlu til að búa til pláss fyrir það nýja. Davíð Hjálmar Haraldsson ermeð hugann við Hesta- mannamótið á Hólum á Boðnar- miði: „Þau hross vöktu hrifningu og lukku sem hreinræktuð voru og stukku. Best var Sól mín frá Stað,“ Sigurður kvað, „ég sauð hana niður í krukku.“ Pólitískar vísur er skemmtileg- astar þegar léttleiki er yfir þeim. Ármann Þorgrímsson gerir sér það að yrkisefni á Leirnum að Vigdís Hauksdóttir hafi sagt um Guðna Thorlacius: „Nýkjörinn forseti fer ekki vel af stað í tilvonandi emb- ætti“: Er nú fargi af mér létt. Íslands framtíð björt og slétt. Ef Vigdís finnur veikan blett. Við höfum þá kosið rétt. Ólafur Stefánsson þóttist þekkja til skyldleikans: „Hann Ármann er ekki ólíkur Guði almáttugum að því leyti að hann agar þann sem hann elskar. Því er hann óþreytandi í að siða Framsókn og segja þeim flokki til synda og betri vegar. Hann Ármann unir sér glaður í andófi göfugu. Mér finnst hann sé framsóknarmaður með formerki öfugu. Hjálmar Freysteinsson yrkir á Boðnarmiði: Við Vigdísi meta það má að með sínum hætti, trú mína á Guðna Th. töluvert bætti. Hér er Ármann í heimpekilegum hugleiðingum: „Litið í eigin barm. Við eldri borgarar höfum byggt þetta upp. Ekki getum öðrum kennt um ýmislegt þó fari miður uppskerum það oft með rentum arfa þegar setjum niður. Páll Imsland heilsar leirliði eftir dúk og disk. – „Uppáhalds svar mitt við spurningunni: Hvað segirðu? Er gjarnan: „2 pöss.“ Ég varð að koma þessu í limru en það er ekki margra orða völ til að ríma á móti orðinu pass í fleirtölu, þó til séu. Ekkert þeirra féll mér að þessu sinni og notast því við slettur í staðinn, hvort sem þær nú skiljast eða ekki. Hún fékk á mér kynþrungið kröss. Við krossstigum valsa og djöss, en kjarkinn mig brast er hún biðlaði fast og brást við með svari: tvö pöss. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fákar, björt framtíð og sólskinsskap Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ÞÚ VEIST, ÞAÐ ERU EKKI ALLIR KETTIR LATIR, GRETTIR SAMMÁLA ÞAÐ ERU LÍKA TIL LYGARAR ÞAÐ ER KOMINN TÍMI Á GJALDIÐ OKKAR! BÍDDU! ÞAÐ ERU JÓLIN, ÞAÐ ER TÍMI TIL AÐ GEFA! VIÐ GEFUM ÞÉR 30 SEKÚNDUR TIL ÞESS AÐ GEFAST UPP! ÞAÐ ER JÓLA- ANDINN! „GERÐU ÞAÐ SEM ÉG SEGI, EKKI ÞAÐ SEM ÉG SAGÐI.“ „ÉG VEIT AÐ ÞÚ FERÐ Í STURTU Á NÆSTUM ÞVÍ HVERJUM DEGI. ÞÚ FÓRST NÆSTUM ÞVÍ Á MÁNUDAGINN OG NÆSTUM ÞVÍ Á ÞRIÐJUDAG…“ ... notaleg! Það eru allir hérna,“ hrópaði einnglaðbeittur gutti á félaga sinn og saman hlupu þeir inn í þvöguna á Skólavörðuholti í gærkvöldi, þegar mannfjöldinn beið eftir að „strák- arnir okkar“ birtust á rauðu rútunni. Víkverji var þar á meðal, ásamt þús- undum annarra glaðbeittra Íslend- inga, og ekki síður erlendra ferða- manna sem fengu ókeypis skemmtun í miðborginni. x x x Stemningin var frábær en Víkverjivar einnig staddur á Stade de France í París í fyrrakvöld og leið nefnilega dálítið eins og guttunum á Skólavörðuholti í gærkvöldi. Það voru bara „allir“ Íslendingar þarna í stúkunni. Þetta var eins og eitt stórt ættarmót og það var sama á hverju gekk á vellinum, áfram hélt stuðn- ingurinn með fjöldasöng og hrópum, að ógleymdu „húinu“ margfræga. Víkverji hefur sjaldan eða aldrei öskrað jafn hátt og lengi, enda brast röddin og var ekki til stórræðanna í gærkvöldi á Arnarhóli. Þeim mun meira var klappað í staðinn. x x x Víkverji hefur heldur aldrei tárastjafn mikið eða sungið þjóðsöng- inn jafn hátt og í París. Leikurinn tapaðist kannski 5-2 en hann vannst í stúkunni. Þessir 10 þúsund Íslend- ingar yfirgnæfðu 70 þúsund Frakka oftar en einu sinni og sköpuðu magnað andrúmsloft. Verra var að heyra frönsku stuðningsmennina reyna að herma eftir „húinu“ og blessunarlega var það kæft í fæð- ingu með alvöru „húi“. x x x Þrátt fyrir úrslitin gegn Frökkumvar gaman að vera Íslendingur í París um helgina. Á leikdegi var marserað í miðborgina, merktur frá toppi til táar, og hvar sem Víkverji kom var hrópað „Islande“ eða „Ice- land“, gefin fimma, þumallinn upp og oft bætt við nokkrum „húum“ og viðeigandi klappi. Síðustu vikur hafa verið eitt alls- herjar ævintýri og þegar frá líða stundir verður árangur landsliðsins í hópi fræknustu viðburða Íslands- sögunnar. Víkverji hefur bara eitt að segja í lokin: Takk, strákar! víkverji@mbl.is Víkverji Mörg er ráðagerð mannshjartans en áform Drottins standa. (Orðskv. 19:21) VALS TÓMATSÓSA ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.