Morgunblaðið - 05.07.2016, Page 30

Morgunblaðið - 05.07.2016, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Tvær stjörnur“ en áherslan að þessu sinni er á ástarsöngva og ást- arkvæði,“ segir Gunnsteinn Ólafs- son, stofnandi og listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði sem nú er haldin í 17. sinn dagana 6.- 10. júlí. „Ég bað alla flytjendur í ár að sveigja efnisskrá sína að slíkri tónlist sem var auðsótt mál,“ segir Gunnsteinn og bendir á að hátíðin í ár verði víðfeðm. „Hér verður leikin þjóðlagatónlist, klassísk tónlist sem sveigir sig í átt til þjóðlaga, balkan- músík, alþýðu- tónlist, erlend músík og frum- samin tónlist. Við förum mjög vítt yfir sviðið til þess að allir gestir fái eitthvað við sitt hæfi. Styrkleiki hátíðarinnar felst einmitt í því að langflestir hátíðargestir mæta á alla tónleika hátíðarinnar og fara þá á tónleika sem þeir hefðu annars ekki farið á. Þannig kynnist fólk alveg nýrri tónlist sem það hefði annars ekki komist í tæri við,“ segir Gunn- steinn og bendir á að alls verði í ár boðið upp á um 20 tónleika á fimm dögum, en flytjendur eru tæplega 120 talsins. Þar af er 60 manna sin- fóníuhljómsveit sem kemur fram á lokatónleikum hátíðarinnar í Íþróttahúsinu sunnudaginn 10. júlí kl. 14 undir stjórn Gunnsteins. Á efnisskrá tónleikanna eru Íslensk svíta eftir Misti Þorkelsdóttur og 1. sinfónía Gustavs Mahler. Tónleik- arnir verða endurteknir í Langholts- kirkju þriðjudaginn 12. júlí kl. 20. Býr yfir ákveðnum sjarma Að sögn Gunnsteins eru hátíðar- gestir á öllum aldri. „Dæmigerður hátíðargestur er bara hinn venjulegi Íslendingur. Þetta er fólk á öllum aldri sem kemur alls staðar að og hefur áhuga á tónlist og því að vera innan um skemmtilegt fólk. Þetta er líka fólk sem hefur áhuga á því að vera á Siglufirði, því Siglufjörður býr yfir ákveðnum sjarma sem margir kunna mjög vel við og líður vel í bænum. Það er því margt sem hefur áhrif á það að fólk kemur á há- tíðina,“ segir Gunnsteinn. Á sl. árum hefur veðrið haft nokk- ur áhrif á það hversu margir gestir leggja leið sína til Siglufjarðar og því ekki úr vegi að spyrja Gunnstein hvort hann viti hvernig veðurspáin sé út vikuna. „Mér er alveg sama hvernig veðurspáin er – hún hlýtur að vera mjög góð. Við spáum því að það verði afskaplega gott veður í ár og trúum því þar til annað kemur í ljós. Við verðum að minnsta kosti með sól bæði í hjarta og sinni,“ segir Gunnsteinn og bendir á veðrið muni þó stjórna því hvort hægt verði að hafa vissa tónlistarviðburði úti undir berum himni. Ókeypis stofutónleikar Spurður um val sitt á flytjendum segir Gunnsteinn mikinn áhuga hjá tónlistarfólki á því að koma fram á hátíðinni. „Auðvitað er alltaf eitt- hvað um það að ég hafi samband við tónlistarfólk að fyrra bragði og óski eftir því að það komi fram, en um 90% flytjenda sóttu um að koma fram. Því miður geta ekki allir sem sækja um tekið þátt því við verðum að gæta að fjölbreytileikanum,“ seg- ir Gunnsteinn og bendir á að áhug- inn frá erlendum flytjendum sé alltaf þónokkur. Meðal þeirra sem fram koma í ár eru söngvarnir Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi yngri, sem syngja við undirleik Helga Hannesar píanóleikara. „Í tilefni af 20 ára söngafmæli sínu ætla Davíð og Stefán að bjóða bæjarbúum á Siglufirði upp á ókeypis 20 mínútna tónleika heima í stofu. Einnig má panta þá í fyrirtæki eða á stofnanir, sérstaklega á sjúkrastofnanir til að gleðja þá sem ekki eiga heiman- gengt á hátíðina,“ segir Gunnsteinn og bendir á að tekið sé við tónleika- pöntunum í síma 897-1533. Ekki lengur hjábarn veraldar Föstudaginn 8. júlí kl. 17 verður efnt til hátíðardagskrár í Þjóðlaga- setri sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði í tilefni þess að liðin eru 10 ár frá vígslu setursins. „Þjóðlagahá- tíðin og Þjóðlagasetrið mörkuðu ákveðin þáttaskil í sögu, þróun og viðhorfi þjóðarinnar til þjóðlaga- tónlistar. Þetta var nokkurs konar hjábarn veraldar þangað til Þjóð- lagahátíðin var stofnuð. Við í Þjóð- lagasetrinu söfnuðum heilmiklu efni og kvikmynduðum það og sýnum þetta í Þjóðlagasetrinu. Einnig höf- um við gefið út DVD-disk með úrvali efnis úr Þjóðlagasetrinu. Þetta hefur allt haft þau áhrif að tónlistarmenn eru miklu hugaðri að takast á við þjóðlagaarfinn, jafnt tónskáld sem eru að útsetja og ungir tónlistar- menn sem eru að leika sér að því að spinna með arfinn. Það er því óhætt að segja að það hafi orðið ákveðin vatnaskil með tilkomu Þjóðlagahá- tíðarinnar árið 2000 og Þjóðlagaset- ursins árið 2006, því við auðvelduð- um fólki að komast í tæri við þjóðlagaarfinn og gera sér grein fyr- ir hvernig tónlistin hljómaði,“ segir Gunnsteinn og bendir á mikilvægi þess að heyra tónlist í stað þess að sjá hana einungis á nótum. „Þetta var þannig að menn gátu skoðað nóturnar í safni Bjarna Þor- steinssonar, en voru litlu nær um hvernig ætti að syngja og spila tón- listina eða hvernig hægt væri að vinna úr efninu. Ég held að okkur hafi tekist að opna þarna dyr fyrir tónlistarfólki. Samhliða þessu hafa fordómar gagnvart íslensku þjóðlög- unum horfið. Maður fann það þegar maður var að byrja að sumum þótti þetta ómerkileg tónlist og ekkert í þetta varið. En svo kemur í ljós að þarna eru hundruð laga sem eru frá- bær og hægt er að leika sér að og vinna úr,“ segir Gunnsteinn og bend- ir á að enn sé mikill óplægður akur eftir þegar komi að íslensku þjóðlög- unum. „Það er alls ekki búið að skrá alla músíkina. Sem dæmi eru hjá Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum hundruð klukku- tíma af upptökum með tónlist sem hefur aldrei verið skráð. En svo snýst þetta ekki bara um að skrá efnið heldur ekki síður að gera það aðgengilegt þannig að menn heyri og þekki þessa músík, sem er það sem vantar fyrst og fremst.“ Að vanda verður boðið upp ýmis námskeið fyrir jafnt fullorðna og börn á Þjóðlagahátíðinni og í Þjóð- lagaakademíunni, en meðal kennara eru Francisco Javier Jáuregui, Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir, Ragnar Heyerdahl, Guðrún Ingimundar- dóttir, Arnaldur Arnarson og Björg Þórsdóttir. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á vefnum folkmusik.is, en tekið er á móti skráningum á netfanginu festival@folkmusik.is. Veglegt afmælisár 2018 Þegar Þjóðlagahátíðin fagnaði 15 ára starfsafmæli sínu sumarið 2014 var frumflutt ævintýraóperan Bald- ursbrá eftir Gunnstein sem hann samdi ásamt Böðvari Guðmunds- syni. Ekki er því hægt að sleppa Gunnsteini án þess að forvitnast um hvort hann sé þegar farinn að leggja drög að næstu óperu til að fagna 20 ára starfsafmæli hátíðarinnar. „Það er aldrei að vita hvernig tímamót- unum verður fagnað. En fyrst ætlum við að halda upp á 100 ára afmæli Siglufjarðarkaupstaðar. Þó svo að Siglufjörður sé nú hluti af Fjalla- byggð þá á Siglufjörður 100 ára kaupstaðarafmæli árið 2018 og þá gerum við ráð fyrir að vera með mjög veglega hátíð.“ Tvær stjörnur á Siglufirði  Þjóðlagahátíð á Siglufirði haldin í 17. sinn dagana 6.-10. júlí  Boðið upp á alls 20 tónleika á fimm dögum  Þema hátíðarinnar í ár er ástarsöngvar og kvæði  Þjóðlagasetrið fagnar 10 ára afmæli Þjóðleg Þjóðlagahópur Tónlistarskóla Kópavogs kemur fram á laugardag. Stofutónleikar Helgi Hannesar, Stefán Íslandi og Davíð Ólafsson. Ríma Félagar úr Kvæðamannafélaginu Rímu verða í Bátahúsinu. Nútímatónlist Elements Ensemble leikur í Siglufjarðarkirkju á laugardag. » Þjóðlagahátíðin ogÞjóðlagasetrið mörkuðu ákveðin þátta- skil í sögu, þróun og við- horfi þjóðarinnar til þjóðlagatónlistar. Gunnsteinn Ólafsson Miðvikudagur 6. júlí  Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui flytja baskneska og spænska söngva í Siglufjarðarkirkju kl. 20.  Félagar úr Kvæðamannafélag- inu Rímu flytja tvísöng og tvíræðar vísur í Bátahúsinu kl. 21.30.  Ingibjörg Ýr, Tytti Arola og Sig- urður Ingi flytja samtímahljóð og sögur í Siglufjarðarkirkju kl. 23. Fimmtudagur 7. júlí  Þulur og barnagælur samdar og útsettar af Báru Grímsdóttur í Siglufjarðarkirkju kl. 17.  Ný íslensk og erlend verk fyrir flautu og píanó í Siglufjarðarkirkju kl. 20.  Jóhanna Þórhallsdóttir og Aðal- heiður Þorsteinsdóttir flytja ástar- kvæði og mansöngva Megasar í Bátahúsinu kl. 21.30.  Þjóðlagatríóið Húm flytur nor- ræna þjóðlagatónlist í Siglufjarð- arkirkju kl. 23. Föstudagur 8. júlí  Kvæðamannakaffi inni og úti við Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þor- steinssonar kl. 17 í tilefni af 10 ára afmæli setursins.  Stjörnubjart með Andakt í Siglufjarðarkirkju kl. 20.  Ragnar Heyerdahl leikur norska þjóðlaga- og klezmertónlist í Báta- húsinu kl. 21.30.  Skuggamyndir frá Býsans flytja söngva frá Balkanskaga á Allanum kl. 23.  Þjóðlagadúóið Funi kveður í rökkrinu í Siglufjarðarkirkju kl. 23. Laugardagur 9. júlí  Íslenskir þjóðdansar á Kirkju- loftinu milli kl. 10 og 12 í umsjón Kolfinnu Sigurvinsdóttur þjóð- dansakennara.  Ingibjörg Fríða og Johannes G. Hellman verða með norrænan spuna og þjóðlög í Bátahúsinu kl. 14.  Arnaldur Arnarson leikur gítar- tónlist frá ýmsum heimshornum í Siglufjarðarkirkju kl. 14.  Þjóðlagahópur Tónlistarskóla Kópavogs leikur í Siglufjarðar- kirkju kl. 15.30.  Hljómsveitin Nefndin flytur lög við ljóð eftir Hákon Aðalsteinsson á Allanum kl. 15.30.  Thin Jim flytur bandaríska og íslenska sveitatónlist í Bátahúsinu kl. 17.  Elements Ensemble leikur bandaríska nútímatónlist með þjóðlegu ívafi í Siglufjarðarkirkju kl. 17.  Uppskeruhátíð í Bátahúsinu kl. 20.30 þar sem listamenn af hátíð- inni koma fram. Sérstakur gestur er Sinead Kennedy sem leikur fiðlutónlist frá Írlandi.  Gréta Salóme og hljómsveit flytja útsetningar Grétu á íslensk- um þjóðlögum og nýjar lagasmíðar á Allanum kl. 23. Sunnudagur 10. júlí  Lokatónleikar Þjóðlagahátíðar- innar á Siglufirði í íþróttahúsinu kl. 14 undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Tónleikarnir verða endurteknir í Langholtskirkju þriðjudaginn 12. júlí kl. 20. Um 120 flytjendur koma fram á 20 tónleikum hátíðarinnar FJÖLBREYTT DAGSKRÁ ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐAR Á SIGLUFIRÐI Sögur Ingibjörg Ýr og Tytti Arola.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.