Morgunblaðið - 05.07.2016, Síða 31

Morgunblaðið - 05.07.2016, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2016 Ævar Þór Benediktssoner vel þekktur hjálandsmönnum semÆvar vísindamaður og nú líka sem afkastamikill barna- bókahöfundur. Bækur hans Þín eigin þjóðsaga og Þín eigin goðsaga hafa slegið í gegn í jólabókaflóðunum en í sumarbókaflóðið hefur Ævar sent frá sér sögur um bernskubrek sín: Risaeðlur í Reykjavík og Vélmenna- árásina. Þær komu út 2015 og 2016 að vori í kiljuformi svo þær henta vel sem sumarlesning fyrir krakkana. Í þessum bókum segir frá Ævari áður en hann varð vísindamaður, þegar hann var venjulegur 11 ára strákur. Ævar er dálítill einfari en foreldrar hans eru öfgahress og reyna að ýta honum út í að gera ýmislegt sem hann er lítið hrifinn af, eins og að halda upp á ellefu ára af- mælið sitt. Í Risaeðlum í Reykjavík kemur Ævar því skýrt á framfæri að hann sé lítið gefinn fyrir að eiga vini en foreldrar hans bjóða samt nokkrum krökkum í afmælisveislu sem leiðir til að leikar æsast nokkuð í lífi Æv- ars litla. Krakkarnir eru allt í einu orðnir risaeðluforeldrar og þurfa að takast á við ýmislegt sem tengist því að ala upp sjö risaeðlur í litlum garði í Reykjavík. Í seinni bókinni eru foreldrar Æv- ars að reyna að koma honum úr tölv- unni í sumarfríinu, en Ævar vill helst hanga í tölvunni allan daginn og sér ekki tilgang með öðrum gjörðum. Þegar hann liggur úti í sólbaði, sem foreldrar hans píndu hann í, heyrir hann auglýsingu í útvarpinu um sum- arskóla þar sem krakkar geta verið í tölvunni allan daginn. Hann fær for- eldra sína til að skrá sig í hann og heldur að hann sé þar með kominn í draumalandið en það reynist allt annað. Skólinn er ekki venjulegur og þar kemst Ævar ásamt nokkrum skólasystkinum sínum í hann krapp- an þegar þau komast í kynni við vél- menni. Báðar þessar bækur virkja ímynd- unaraflið vel, þær eru fjörugar, fræð- andi og spennandi. Þær tengja vel við líf barna og þau eiga auðvelt með að sökkva sér ofan í þær. Gagnrýn- andi talar af reynslu því það reyndist hið mesta basl fyrir hann að fá að lesa bækurnar í friði því börnin á heimilinu, 8, 11 og 12 ára, voru alltaf að hnupla þeim til lesturs og að þeirra dómi eru þetta frábærar bæk- ur. Það þarf ekki að glæða sögurnar lífi með myndum, því þær eru stút- fullar af lífi og fjöri, og tekst vel til með myndskreytinguna að því leyti, myndirnar hressa upp á en taka ekki yfir. Bækurnar eru prentaðar í sér- stöku letri sem gerir lesblindum auð- veldara með að lesa þær og það verð- ur að segjast að letrið og upp- setningin á sögunum er afskaplega aðgengileg. Ævar fór af stað með sérstakt lestrarátak meðal grunnskólabarna í 1. til 7. bekk í tengslum við bækurnar og voru krakkar dregnir út úr því átaki og nöfn þeirra notuð á sögu- persónur. Það er til fyrirmyndar að rithöfundur skuli ekki bara skrifa bækur fyrir börn heldur einnig hvetja þau til þess að lesa bækur með þeim hætti sem Ævar hefur gert. Í Risaeðlum í Reykjavík og Vél- mennaárásinni tekst Ævari að búa til skemmtilegan söguheim sem auðvelt er að tengja við þó atburðirnir í hon- um séu langt fyrir utan raunveru- leikann... eða hvað? Líf og fjör í heimi risaeðla og vélmenna Skáldsögur Risaeðlur í Reykjavík bbbbn Vélmennaárásin bbbbn Eftir Ævar Þór Benediktsson Myndskreyting: Rán Flygenring Risaeðlur í Reykjavík 208 bls. Vélmennaárásin 192 bls. Mál og menning 2015 og 2016 INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Golli Snjall Að mati rýnis tekst Ævari Þór Benediktssyni að búa til skemmtilegan söguheim í bókum sínum. Bandarísku söngkonunni og laga- höfundinum Carole King var vel fagnað í Hyde Park í London um helgina þegar hún flutti metsölu- plötu sína Tapestry frá árinu 1971 í heild sinni. Frá þessu greinir BBC. Þar er rifjað upp að King hlaut fyrir Tapestry Grammy- verðlaun fyrir bestu plötu ársins fyrst kvenna. Áhorfendur, sem voru 65 þúsund, höfðu greitt tæp- lega 250 sterlingspund (sem sam- svarar um 40 þúsundum íslenskra króna) fyrir stakan miða og sungu hástöfum með. „Þetta var ótrú- legt,“ hafði King á orði á tónleik- unum þar sem hún sat við flyg- ilinn. King, sem er 74 ára, hélt síðast tónleika í London fyrir 27 árum eða árið 1989 þegar hún lék í Albert Hall. Dóttir King, Lo- uise Goffin, söng dúett með henni í laginu „Where You Lead“ en með nýjum texta frá 2000 þegar lagið var gert að titillagi sjónvarpsþáttaraðarinnar Gilmore Girls. Fyrstu tónleikar King í London í 27 ár Carole King Breski leikarinn John Hurt hefur að læknisráði dregið sig út úr upp- færslu Kenneths Branagh á The En- tertainer eftir John Osborne hjá Garrick-leikhúsinu í London sem frumsýnd á 20. ágúst nk. Hurt átti að leika Billy Rice, föður Archie sem Branagh leikur. Samkvæmt frétt BBC þurfti Hurt nýverið að leggjast inn á spítala vegna veikinda sinna, en hann var á síðasta ári greindur með krabbamein í brisi, og mátu læknar það svo að hann væri enn of veikburða til að takast á við erfitt hlutverk á sviði þó honum færi fram að heilsu. „Mig tekur það sárt að þurfa að hætta við sýninguna og það eru mér mikil vonbrigði,“ hefur BBC eftir Hurt, sem óskar Rob Ashford leik- stjóra og leik- hópnum góðs gengis án sín. Enn er óljóst hver tekur við hlutverkinu af Hurt. Þetta er seinasta upp- færsla Branagh hjá Garrick-leikhúsinu, en hann tók að sér að vera listrænn stjórnandi þess í eitt ár og hafa margar upp- færslur leikhússins verið teknar upp og sýndar í kvikmyndahúsum víðs vegar um heim. The Entertainer verður tekin upp og sýnd í Bíó Para- dís frá og með 19. nóvember nk. John Hurt gefur frá sér hlutverkið John Hurt Tónlistarmaðurinn Frank Ocean ýj- aði að því fyrir skemmstu að von væri á nýju plötunni hans þann 13. nóvember næstkomandi. Rapparinn hefur legið í dvala, sem margir hafa furðað sig á, í fjögur ár en þá kom út hans síðasta plata, Channel Orange. Sú plata hlaut mikið lof gagnrýn- enda og því hefur verið beðið eftir því í eftirvæntingu að nýtt efni komi út frá honum. Það var á vefsíðu hans, Boys Don’t Cry, sem því var fleygt fram að von væri á nýja efn- inu en ár er síðan að Ocean gaf í skyn að plata væri í vændum. Aðdá- endur rapparans geta því tekið gleði sína á ný en kappinn lagði einmitt hönd á plóg við gerð laganna „My Willing Heart“ og „Always“ sem finna má á nýútkominni plötu James Blake, The Colour in Anything. Ljósmynd/Dave Gold Dvali Síðasta plata Frank Ocean kom út fyrir fjórum árum síðan. Dagsetning komin á plötu Ocean Vertu upplýstur! blattafram.is BREGSTU VIÐ, EF ÞÚ SÉRÐ EÐA VEIST AF OFBELDI, EÐA FINNST ÞÉR ÞÆGILEGRA AÐ LÍTA UNDAN? Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.