Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.7. 2016
Nú er EM karla í fótbolta lokið og næsta stórmót sem Íslendingar takaþátt í er EM kvenna 2017. Þétt umfjöllun íslenskra fjölmiðla umkarlamótið gefur tóninn fyrir kvennamótið. Stefnan hlýtur að vera
tekin á samskonar umfjöllun. Það er eðlileg krafa og ætti að vera sjálfsögð.
Undanfarin ár hefur það ítrekað ratað í umræðuna þegar fjölmiðlar fjalla
með ólíkum hætti um fótboltamót stráka og stelpna. Sú gagnrýni á fyllilega
rétt á sér að því leyti að vitanlega á að sýna afrekum beggja kynja á þessu
sviði jafna athygli. En þegar börn eiga í hlut er þó ástæða til að staldra aðeins
við og hugsa málið lengra. Af hverju ættum við að vilja umfjöllun, jafnvel
viðamikla sjónvarpsumfjöllun, um íþróttakeppnir barna?
Í yngri flokkum fótbolta lı́kt og fjölmargra annarra íþróttagreina hefur
undanfarin ár farið markvisst fram vinna við að draga úr áherslu á keppni.
Það er hreinlega ekki talið til bóta fyrir yngstu börnin að einblína á keppni
eða það að vinna mót. Fátt bendir til
þess að þau verði meiri eða betri
íþróttamenn, eða manneskjur, af því
að vera í stöðugri keppni. Hjá
yngstu iðkendum íþrótta er meira
lagt uppúr því til dæmis að kenna
hvað það er að vera í liði, gera hreyf-
ingu og íþróttir aðlaðandi með því að
notast við leiki, kenna það að bera
virðingu fyrir andstæðingi með því
að takast í hendur að leik loknum og
svo mætti lengi telja. Með öðrum
orðum er lögð áhersla á nánast allar
hliðar íþrótta aðrar en keppni. Það
kemur síðar.
Þegar fjölmiðlar fara á stjá og fjalla um íþróttir barna ætti það þess vegna
alls ekki að vera krafa foreldra að um keppnir barna sé fjallað sérstaklega.
Miklu frekar ætti að kalla eftir vandaðri umfjöllun um gildi íþrótta fyrir börn,
um hreyfiþroska, um góðar þjálfunaraðferðir, um vægi foreldra og þátttöku
þeirra í íþróttalífi barnanna og fleira. (Þetta er reyndar oft gert, en vekur þó
því miður minni athygli en umfjöllun um mótin).
Fótbolti og aðrar vinsælar íþróttir eru, þegar komið er í efstu deildir og at-
vinnumennsku, áhorfsíþróttir. Afrek á íþróttasviðinu eru sjónvarpsvæn af-
þreying og íþróttakeppnir milli atvinnumanna, jafnt karla og kvenna, geta
verið stórkostleg skemmtun sem færir okkur bæði gleði og gæsahúð. En það
er hins vegar ekki hlutverk barna að sjá fullorðnu fólki fyrir afþreyingu með
íþróttaiðkun sinni. Þess vegna ætti í raun að snúa umræðunni á haus. Í stað
þess að foreldrar stúlkna í fótbolta barmi sér yfir lítilli umfjöllun um þeirra
keppnir ættu foreldrar strákanna þvert á móti að kvarta yfir því að börnin
séu allt of snemma gerð að afþreyingarefni, þegar þau ættu í raun bara að fá
að vera í friði í sínum boltaleik, fjarri sjónvarpsvélum.
Er endilega eftirsóknarvert fyrir börn að
iðka íþróttir með sjónvarpsvélar yfir sér?
Morgunblaðið/Golli
Leikið frekar
en keppt
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Hjá yngstu iðkendumer lagt uppúr því aðkenna hvað það er að veraí liði og gera hreyfingu og
íþróttir aðlaðandi með því
að notast við leiki.
Morgunblaðið/Ófeigur
HJALTI VIGFÚSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Hjalti er einn af tíu grunnskipuleggjendum
Druslugöngunnar. Hún hefst í dag, 23. júlí,
kl. 14 við Hallgrímskirkju. Gengið verður
að Austuvelli þar sem Guðrún Ögmunds-
dóttir flytur ræðu og tónlistarfólkið Frikki
Dór, Hildur og Hemúllinn kemur fram.
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Ingibjörg Birta Pálmadóttir
Ég ætla að fara á Þjóðhátíð í fyrsta
skipti. Mjög spennt.
SPURNING
DAGSINS
Hvað ætlar
þú að gera
um versl-
unarmanna-
helgina?
Gabríel Fayomi
Ég ætla að vera heima hjá mér í
Noregi.
Magnús Skúlason
Vera heima. Ekki að gera neitt sér-
stakt.
Indíana Sigrún Hjartardóttir
Ég ætla bara að vera heima.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina
tók Ófeigur
Ertu drusla?
Já! Ég er drusla og við sem köllum okkur druslur
erum með því að taka druslustimpilinn úr höndum
þeirra sem hafa notað hann og orsakað skömm og
vanlíðan. Allir sem taka afstöðu gegn kynferðisof-
beldi og standa með þolendum þess eru druslur.
Hvað eru drusluganga?
Drusluganga er þverpólitísk kröfuganga þar sem
samfélagið rís upp gegn kynferðisofbeldi og sýnir
þolendum stuðning. Gengið er fyrir breyttu sam-
félagi; til að ryðja úr vegi gömlum hugmyndum og
orðræðu sem hafa orksakað ótrúlegan sársauka í
gegnum tíðina.
Hverjir taka þátt í druslugöngu?
Það er gríðarlega fjölbreyttur hópur. Að miklu leyti
eru þetta þolendur sem ganga til þess að skila
skömminni. Einnig aðstandendur að sýna stuðning.
Tabú-hreyfingin hefur líka sett sterkan svip á göng-
una. Það er mikilvægt að allir hafi sitt pláss í göng-
unni og í raun ganga allir á sínum forsendum.
Hefur þátttakan aukist frá ári til árs?
Gangan hefur stækkað gríðarlega. Um 2.000 manns
mættu í fyrstu gönguna árið 2011, en 15.000 fyrir ári.
Framan af þurftum við að beita fortölum til að fá fólk til að
mæta. Núna sjáum við hvernig orðræðan hefur breyst, og
svo margir stigið fram og opnað augu samfélagsins fyrir
þessu samfélagsmeini sem kynferðisofbeldi er. Núna
mætir fólk bara og það er fallegt að sjá.
Hvernig verður gangan í ár?
Hún verður stærsta druslugangan sem hefur verið
gengin. Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi forvarna
og fræðslu og hvernig við getum komið í veg fyrir
kynferðisafbrot. Drusluganga er einstakur við-
burður og ekki hægt að lýsa því hvernig er að taka
þátt. Það eru margir sem gráta og aðrir sem fyllast
einhverri orku við að labba þessa leið. Druslugang-
an er alltaf ótrúlega sterk reynslustund.
Skömminni
skilað