Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Síða 18
HÖNNUN Eins og kunnugt er verður Druslugangan gengin í dag, laugardag, og þvíum að gera að „drusla sig í gang“ ef þú vilt taka þátt í að skila skömm-
inni til gerenda. Hefurðu hugleitt að fjárfesta í bol eða „druslubrók“?
Að drusla sig í gang
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.7. 2016
Grafískir hönnuðir hafa mjög stórt hlut-verk í þjóðfélagsumræðunni. Bakviðflest sem við sjáum er grafískur
hönnuður, hvort sem það eru plaköt, bækur,
bæklingar, auglýsingar, föt, umbúðir, vefsíður
eða eitthvað annað. Það er mjög mikilvægt að
skilja ábyrgðina sem grafískir hönnuðir hafa,“
segir Helga Dögg Ólafsdóttir, sem útskrifaðist
nýlega úr námi sínu í grafískri hönnun við
Listaháskóla Íslands. Hún sinnir nú ásamt
Grétu Þorkelsdóttur grafískri hönnun fyrir
Druslugönguna, þriðja árið í röð, en Druslu-
gangan er gengin til að vekja athygli á kyn-
ferðislegu ofbeldi og mótmæla því. Þá herjaði
Helga á auglýsingabransann með lokaverkefni
sínu, Þrátt fyrir, þar sem hún vakti máls á
staðalímyndum og neikvæðri orðræðu um fatl-
að fólk.
„Það var mikið talað um umhverfislega
ábyrgð hönnuða í náminu við LHÍ, hvernig við
notum efni, sjálfbæra hönnun og fleira í þeim
dúr en mun minna talað um samfélagslega
ábyrgð hönnuðarins. Það er svo mikið í um-
hverfi okkar grafísk hönnun og við getum sagt
flókna hluti með mjög aðgengilegum hætti og í
raun gjörbreytt hegðun fólks.“
Druslugangan stendur nærri
Þó svo að Druslugangan sé gengin einu sinni á
ári, nú í sjötta sinn, er viðburðurinn alltaf í
mótun og miðar að því að breyta viðhorfum og
orðræðu um kynferðisofbeldi allan ársins
hring, segir Helga.
„Í ár er áherslan mjög mikið á forvarnir áð-
ur en ofbeldið á sér stað og afleiðingarnar eft-
ir að það á sér stað, en í fyrra var meira talað
um þöggunina í kringum ofbeldið,“ segir
Helga um breyttar áherslur Druslugöngunnar
milli ára. „Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir
því hversu djúptæk áhrif ofbeldið hefur á þol-
andann.“
Viðburðurinn hefur stækkað gífurlega
undanfarin ár og sömuleiðis öll hönnun, úrval
af varningi og fleira í kringum gönguna.
„Nú erum við með tvær tegundir af derhúf-
um, nærbuxur í ýmsum litum, tattú, fjóra boli,
plaköt, myndaþátt og auglýsingar í strætó-
skýlum. Hver einasta manneskja sem gengur
gönguna er í bol eða einhverju álíka og á
hverjum bol eru ákveðin skilaboð. Hönnunin
gerir málefni göngunnar mun aðgengilegri og
auðvelda fólki að lýsa yfir stuðningi, vekja
máls á þessu málefni og taka þátt.“
Aðspurð hvað hafi leitt hana í hönnun fyrir
Druslugönguna segir Helga málaflokk
Druslugöngunnar standa sér nærri. „Svo var
engin grafísk hönnun í kringum þennan við-
burð í upphafi, þannig að ég sá tækifæri og
stökk á það. Ég fann bara að ég varð að vera
með.“
Forréttindi hvítrar ófatlaðrar konu
Lokaverkefni Helgu herjaði eins og áður sagði
á auglýsingabransann og staðalímyndir um
fatlaða, en það bar titilinn Þrátt fyrir.
„Ég hafði ákveðið að vinna með einhverjum
hætti með staðalmyndir fatlaðs fólks. Ég rak
augun í blaðið BUTT magazine sem er eró-
tískt blað fyrir samkynhneigða og mér fannst
svo merkilegt hvernig tekst að eyða algjörlega
öllum staðalmyndum um erótík fyrir samkyn-
hneigða. Blaðið vinnur þess í stað með mjög
fallega og einlæga erótík.“
Þannig hafi útgangspunkturinn verið blað
til að eyða staðalímyndum, ekki um samkyn-
hneigða heldur um fatlað fólk.
„Fatlað fólk er mjög falinn hópur í öllu lífs-
stílstengdu efni á Íslandi, og í raun í samfélag-
inu öllu. Verkefnið þróaðist út í að einblína á
auglýsingabransann og til að herja á auglýs-
ingabransann ákvað ég að rannsaka hann,
hafa módelmyndatöku með fötluðu fólki,
hanna plaköt, bækling og ákveðið útlit í kring-
um þetta allt saman og halda fyrirlestur.“ Úr
varð viðburðurinn og herferðin Þrátt fyrir.
„Orðræðan í kringum fatlað fólk er svo oft
þannig að það hafi náð hinum eða þessum ár-
angri þrátt fyrir fötlun sína.“
Helga segist ekki hafa verið ósmeyk við
verkefnið í upphafi. „Mér fannst skrýtið að ég,
hvít og ófötluð manneskja í forréttindastöðu,
tæki að mér svona verkefni og væri að setja
mig inn í svona málefni,“ segir hún en við
vinnslu verkefnisins leitaði Helga aðstoðar hjá
kennara í fötlunarfræði og samtökunum Tabú,
sem beina sjónum sínum einkum að mis-
munun gegn fötluðu fólki.
Viðburðurinn vakti viðbrögð bæði meðal að-
ila í auglýsingabransanum og samtökum sem
tala fyrir málefnum fatlaðra, en viðbrögðin frá
fötluðum fyrirsætum Þrátt fyrir-herferð-
arinnar voru ekki síður sterk að sögn Helgu.
„Þetta var mjög valdeflandi reynsla fyrir mód-
elin sem ég fékk til liðs við mig,“ segir hún.
Hún segir mikilvægt að átta sig á eigin for-
réttindum. „Hvítt, ófatlað fólk er í forrétt-
indastöðu og það skiptir máli hvernig fólk tal-
ar um aðra hópa. Ef þín orðræða og hegðun
gerir lítið úr öðrum samfélagshópum þarftu
eitthvað að fara að skoða. Það er auðvelt að
bera virðingu fyrir öllum.“
Helga Dögg Ólafsdóttir í eldhúsi sínu á Ránargötu. Helga segir ábyrgð grafískra hönnuða margþættari en margan kann að gruna.
Morgunblaðið/Þórður
Hannar til að breyta heiminum
Helga Dögg Ólafsdóttir
er grafískur hönnuður og
aktívisti sem sér hönnun sem
vopn til að gera þjóðfélags-
umræðuna opnari og að-
gengilegri og til að varpa ljósi
á ákveðin málefni, hvort sem
þau eru afleiðingar kynferðis-
ofbeldis, staðalímyndir um
fatlaða eða eitthvað annað.
Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is
’Hvítt, ófatlað fólk er í forrétt-indastöðu og það skiptir málihvernig fólk talar um aðra hópa.Ef þín orðræða og hegðun gerir
lítið úr öðrum samfélagshópum
þarftu eitthvað að fara að skoða.
Helga hefur hannað eitt og annað fyrir Druslugönguna og lokaverkefni sitt Þrátt fyrir.