Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Page 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Page 23
24.7. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Getty Images Bragðbætt útilega! Verslunarmannahelgin er á næsta leiti og margir hyggja á útilegur. Höfuðverkur margra er hvað eigi að hafa á matseðlinum. Pulsur, krydd- legnar kótelettur, hrásalat og rækjusalat var vinsælt hér á árum áður en nú gildir að láta hugmynda- flugið ráða för þegar kemur að útilegumat Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Tilvalið er að útbúa þennan rétt heima en það tekur aðeins 10 mín- útur. Auðvelt er að taka með í útileg- una tilbúinn álbakka af spennandi kartöflum sem eru frábært meðlæti með grillmatnum og góð tilbreyting frá bakaðri kartöflu. Fyrir 6 9 kartöflur, skornar í báta eða grófar sneiðar 2 laukar, skornir frekar gróft 6 msk. smjör ca. 100 g rifinn ostur 4 tsk. þurrkuð steinselja 2 msk. Worcestershire-sósa Skerðu kartöflur og lauk og leggðu í álform eða í álpappír. Skerðu smjör í bita og dreifðu þeim yfir. Blandið saman rifnum osti, steinselju og Wor- cestershire-sósu. Dreifið blöndunni yfir kartöflurnar. Lokið með álpappír. Setjið á grillið sem á að vera stillt á frekar lágan hita (175-200°C). Grillið í 35-40 mínútur. Saltið og piprið eftir smekk. Útilegu kartöflugratín Frábær máltíð sem maður myndi ekki einu sinni vera óánægður með á fínasta veitingahúsi, en úti í náttúrunni, uppi á fjalli, með fal- legt útsýni, við sætan læk, í góðu veðri er bara ekkert betra! Fyrir 2 2 pakkar sveppasúpa, úr heilsubúð 1 lítri kalt vatn 10 g þurrkaðir sveppir hálf lúka fjallagrös (má sleppa) 100-150 g hrísgrjónanúðlur smá klípa salt, pipar og múskat Áður en lagt er af stað í ferðina skuluð þið blanda saman súpu- duftinu, þurrkuðum sveppum, salti, pipar og múskati í plast- poka. Hafið hrísgrjónanúðlurnar í sér poka. Í áningarstað skuluð þið sjóða súpuna samkvæmt leiðbein- ingum á umbúðum. Hrærið mjög vel. Skolið fjallagrösin eða dustið af þeim og tætið aðeins niður. Þegar súpan er byrjuð að sjóða, setjið þá fjallagrösin og hrís- grjónanúðlurnar út í og láta malla í 5 mínútur eða svo. Berið fram strax. Frá cafesigrun.com. Útilegusveppasúpa með fjallagrösum Hver elskar ekki beikon og maís, en í þessum rétti er þetta tvennt sameinað. Undirbúðu réttinn daginn áður en hald- ið er í útilegu. Fyrir 8 rúmlega kg beikon 1 bakki basillauf 2 jalapeno, skornir smátt 8 ferskir maísstönglar Raðaðu á bökunarpappír beikonsneið- um þannig að þær leggist hver ofan á aðra á köntunum, fiturönd á móti kjöt- rönd. Raðaðu 6-7 sneiðum saman þann- ig að þú sért kominn með „kassa“ af beikoni. Leggðu smjörpappír yfir og lemdu með pönnu til að fletja það að- eins út. Taktu þá smjörpappírinn ofan af og leggðu ofan á beikonið skorinn jalapeno-pipar og basillauf. Taktu maís- stöngulinn og leggðu ofan á og rúllaðu beikoninu varlega yfir. Vefðu þessu inn í plastfilmu og láttu liggja í ísskáp yfir nótt. Þegar í útileguna er komið, stilltu grillið á meðalhita. Ef þú ert með efri hillu er hægt að grilla þetta þar. Byrj- aðu á að grilla þar sem samskeytin á beikoni eru. Snúðu um fjórðung á fimm mínútna fresti. Grilltími er 25-30 mín- útur. Beikonvafðir maísstönglar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.