Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.7. 2016 Í slensk kosningabarátta, hvort sem hún snýst um sæti í sveitarstjórn, á þingi eða Álftanesi stendur í fáeinar vikur í hvert sinn. Ekkert bendir til að nauðsynlegt sé að lengja í slagnum hér til að tryggja vandaðri nið- urstöður. Kjósendur, sem öðlast óneit- anlega óvenjulega athygli og upphafna tilveru á þessum mikilvægu vikum, hafa ekki krafist þess að fá að baða sig lengur í sviðsljósinu. Annar háttur á Í Bandaríkjunum stendur slík lýðræðiskeppni yfir í nærri því eitt og hálft ár. Allir helstu fjölmiðlar vestra, sjónvarpsstöðvar, óteljandi útvarpsstöðvar og fjöldi blaða virðast vera með nýjar, sláandi fréttir úr hinum eilífa kosningaslag á hverjum degi. Og þar sem allur heili sirkusinn snýst um áhorf og auglýs- ingar þá virðist bandarískum neytendum fjölmiðla líka þessi efnistök vel. Fyrir utan þann ríkulegan áhuga sem fréttaspírur- nar sýna, þá verja frambjóðendur, flokkar þeirra og stuðningssjóðir, óheyrilegum fjárhæðum í pólitískar auglýsingar. Og þegar baráttan harðnar, síðustu 4-5 mánuðina fyrir kosningar, fyllist allt af neikvæðum auglýsingum um andstæðingana. Slíkt er óþekkt hér í fámenninu. Nú hafa Bandaríkjamenn þau forréttindi umfram Íslendinga og aðrar þjóðir, að fá á 4 ára fresti að velja valdamesta stjórnamálamann heimsbyggð- arinnar. Sú staðreynd og framantaldar upplýsingar um fjölmiðlafár í aðdraganda kosninga, og pen- ingaaustur í auglýsingar ættu að tryggja góða kosn- ingaþátttöku. En svo er ekki. Aðeins tæp 60 pró- senta kosningabærra Bandaríkjamanna nýta sér kosningaréttinn. Allt fór öðru vísi en ætlað var Fyrri hluti baráttunnar um Hvíta húsið varð óvenju- legur. Sérfræðingar og spámenn um stjórnmál riðu ekki feitum hesti frá sínum útlistunum. Lítum fyrst til demókrata. Það var aldrei gert ráð fyrir alvöru keppni á þeim vængnum. Aðeins krýningu. Út frá því var alltaf gengið að Hillary Clinton yrði frambjóðandi Demókrataflokksins. Hún lét í minni- pokann fyrir Barack Obama árið 2008, eftir prýðilegt gengi framan af. Sagt er að Obama hafi gert og stað- ið við samkomulag við Hillary um að hún fengi emb- ætti utanríkisráðherra eftir kosningar gegn óskor- uðum stuðningi þeirra hjóna í baráttuni við McCaine, frambjóðanda repúblikana. Kosningavél þeirra hjóna er sögð sú langöflugasta innan Demókrataflokksins og Obama gat ekki án hennar verið. Hillary Clinton var dugleg og starfsöm í embætti utanríkisráðherra, þótt deilt sé um árangurinn af puðinu. Andstæðingarnir gera harla lítið úr ferlinum. Það kemur ekki á óvart. Kannanir sýna að vinsældir Obama forseta hafa aukist verulega á ný, en þættir sem snúa að öryggis- og varnarmálum eru veikastir í mælingunum. Það ætla repúblikanar að reyna að notfæra sér, eins og vikið verður að. Þegar að ljóst varð að eini marktæki mótframbjóð- andi Hillary Clinton í prófkjörinu myndi verða Ber- nie Sanders styrktust sérfræðingar mjög í spám sín- um. Sanders er ekki demókrati. Hann hefur boðið sig fram sem óháður og aldrei dregið dul á að hann væri sósíalisti. Sanders er eini þingmaður öldungadeildar sem segist vera sósíalisti. Í háðungarskyni er um hann sagt að hann hafi farið í brúðkaupsferð til Sov- étríkjanna og hugmyndafræðilega aðeins keypt flug- miða aðra leiðina. Talið var víst að prófkjörsbarátta hans myndi litlu skila. Örfá prósent kjósenda myndu væntanlega styðja sósíalista vegna sjónarmiða hans og að auki sá hluti flokksmanna sem hefði horn í síðu Clinton-hjónanna. En þetta fór á allt annan veg. Sanders, sem verður 75 ára 8. september nk., sýndi ótrúlegt þrek í kosn- ingabaráttunni. Ekki nóg með það. Hann var sá frambjóðenda sem hreif ungt fólk með sér í svo rík- um mæli að undrum sætti. Fjármunir skipta miklu í bandarískri kosningabar- áttu, svo sem eðlilegt er. Landið er stórt og fjöl- mennt og mikið fé því nauðsynlegt til að kynna ein- stakling og stefnumið hans fyrir þjóðinni. Þeir hafa forskot sem bera frægt nafn. Það átti við um Clinton og Jeb Bush og raunar einnig Donald Trump. Nöfn þeirra fyrrnefndu komast, ásamt Kennedy-fjöskyld- unni, næst því að hafa konunglegan blæ vestra. Trump var einnig allvel þekktur vegna við- skiptaumsvifa, sem öll eru tengd nafni hans með áberandi hætti. Því til viðbótar var hann stjarna í raunveruleikaþáttum í sjónvarpi með mikið áhorf. Fréttaskýrendur stjórnmálanna töldu einsýnt að sósíalistastimpill Sanders markaði hann sem jaðar- frambjóðanda og auraleysi myndi fljótlega ýta hon- um út úr keppni. Hvorugt reyndist rétt. Þótt fjáðir demókratar löðuðust eins og flugur að Hillary drap það ekki Sanders. Litla fólkið, eins og það er stundum kallað, sendi litlu upphæðirnar í kosningahirslur hans. Og þótt þær væru smáar gerði hinn mikli fjöldi meira en að bæta það upp. Sósíalistinn sólaði sig í kosningaframlögum allan þann tíma sem baráttan stóð. Og hann gat þrátt fyrir það minnt kjósendur sí og æ á tengsl andstæðingsins við stórfjármagnseigendur, ekki síst við Stóra bola sjálfan, vesírana á Wall Street. Fyrirbærið Milljarðamæringurinn Trump galt ekki auðs síns í baráttunni. Öðru nær. Hann sneri því dæmi sér í hag og lagði áherslu á að hann einn myndi kosta próf- kjörsbaráttuna úr eigin vasa. Hann væri ekki keypt- ur stjórnmálamaður. En keppinautar hans í próf- kjörinu væru það hins vegar. Og það kæmi að skuldadögunum. Hann gæti trútt um talað. Sjálfur hefði hann keypt fjölda stjórnmálamanna um dag- ana! Til dæmis hefði hann keypt frú Clinton. Einhver hefði haldið að slík ummæli hlytu að skaða Donald Trump. En það gerðu þau ekki, frekar en margvísleg ummæli önnur sem „allir“ töldu öruggt að gerðu út af við hann. Trump jók í og sagði að Hillary og þau hjón væru raunar í fyrsta sæti yfir keypta stjórn- málamenn. „Ég ætti að vita það,“ sagði hann. „Af hverju haldið þið að þau hjón hafi komið í brúðkaup okkar hjóna? Einungis vegna þess að ég borgaði þeim 300.000 dollara fyrir að mæta. (40 milljónir króna). Það furðulega var að auðjöfurinn, sem græddi mjög á yfirlýsingum um að hann myndi sjálfur standa straum af prófkjörsbaráttu sinni, þurfti sára- litlu að eyða í hana. Það kepptu 16 frambjóðendur við hann um fyrsta sætið. Því hefur verið haldið fram að Trump hafi fengið jafnmikinn tíma í fjölmiðlum frítt og allir hinir frambjóðendurnir til samans. Þeir reyndu að bæta sér upp skort á umfjöllun með keyptum auglýsingum, en fé þeirra margra gekk hratt til þurrðar. Allar stærstu sjónvarpskeðjur Bandaríkjanna hafa lengi hallað sér þétt að demókrötum, allt þar til að Fox-stöð Ruperts Murdocs kom til sögunnar. Fyrr- nefndar stöðvar ætluðu sér síst af öllu að hygla Donald Trump. En það æxlaðist þannig. Frambjóð- andinn virtist einsetja sér frá fyrsta degi prófkjörs- baráttu sinnar að láta fyrirmæli stjórnmálalegs rétttrúnaðar og stundum einnig stjórnmálalegrar kurteisi sigla sinn sjó. Gekk hann ótrúlega langt í þeim efnum, að minnsta kosti á norður-evrópskan mælikvarða. Margir göptu yfir þessum ósvífna, ókurteisa trúð og furðufugli. Fyrrnefndu stöðvarnar spöruðu sig hvergi við að upplýsa áhorfendur sína um óvenjulega tilburði frambjóðandans og Fox nálgaðist hann svo til viðbótar frá sinni hlið. Ýmsum fréttaskýrendum á þeim bæ virtist þó einnig brugðið yfir fullyrðingum hans um menn og málefni. Sá frægi en stillti pistla- höfundur, Charles Krauthammer, gat vart dulið það hversu mikla skömm hann hafði á framgöngunni. Hann er óvenjuskarpur sjálfstæður fréttaskýrandi, bæði á Washington Post og á Fox og pistlar hans birtast vikulega í mörg hundruð miðlum. Krautham- mer sagðist viss um að þennan mann myndu repú- blikanar aldei setja í forsetaframboð fyrir sig. Að þessu sinni reyndist sá spaki ekki sannspár. Trump hélt sínu striki. Hann réðist á Bush- fjölskylduna með niðrandi hætti og talaði af lítilsvirð- ingu um fyrri forsetaframbjóðendur repúblikana, McCain og Romney. Þeir mótframbjóðendur hans sem andmæltu honum fengu það óþvegið til baka. Þegar Megyn Kelly, vinsæll þáttastjórnandi hjá Fox, spurði hann hvassrar spurningar var svarið svo ósvífið og með svo áberandi kvenfyrirlitningarbrag Langdregin keppni æsist loks – vonandi ekki úr böndum Reykjavíkurbréf22.07.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.