Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Page 34
LESBÓK Skautað verður yfir sögu óperuflutnings á Íslandi í þriðja sinn á þremurvikum á morgun, sunnudag, í Hörpu. Óperusöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson hefur veg og vanda af dagskránni sem hefst klukkan 16. Óperu á Íslandi fagnað í Hörpu 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.7. 2016 Bókin tekur til þess sem ég myndi telja tilumhverfismála sem eru mikið í deigl-unni hérna heima. Viðfangsefnin eru ólík, allt frá loftlínum og jarðstrengjum til ferðaþjónustu og sjávarnytja, en svo reyni ég líka að fjalla jarðbundið um það sem mér finnst vera aðalatriðið sem er núningurinn á milli náttúrunytja og náttúruverndar. Við komumst ekki hjá náttúrunytjum, enda lifum við á náttúrunni, en við komumst heldur ekki hjá því að reyna að gera það með sjálfbærum hætti. Í fyrsta kafla bókarinnar má einmitt finna siðfræðilegar vangaveltur um þetta,“ segir jarðfræðingurinn, fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Ari Trausti Guðmunds- son en hann gaf ný- verið út bókina Ver- öld í vanda undir hatti Hins íslenska bókmenntafélags. Ari Trausti hefur lengi verið einn helsti forkólfur um- hverfisverndar á Ís- landi og hefur hann meðal annars gefið út tugi bóka um náttúruna, auk skáldverka, og unn- ið fjölda umhverfisþátta fyrir sjónvarp og út- varp. Ásamt því að koma eigin þekkingu til skila í fjórtán köflum nýjustu bókar sinnar, þá fær Ari Trausti fjórtán sérfræðinga til þess að ræða þar málin – allt frá prófessorum til al- þingismanna. Áhersla á sjálfbærar náttúrunytjar „Það tók átta eða níu mánuði að vinna þetta verk. Umhverfismál eru farin að smita inn í flesta kima samfélagsins og hér á Íslandi erum við ekkert kominn neitt sérlega langt í þeim efnum, nema þá það sem snertir raforkufram- leiðslu og húsahitun. Við þörfnumst mikillar upplýstrar umræðu og hún fer ekki nægilega skipulega fram hér á landi. Það er nauðsynlegt að taka betur utan um þetta og finna lausnir á því hvernig hægt sé að stunda náttúrunytjar á sjálfbæran máta. Það þarf síðan að gera tvennt meðfram því, annars vegar að minnka losun kolefnisgasa hressilega og hins vegar að binda kolefnisgös. Þetta eru auðvitað tvö ólík verk- efni, að minnka losunina og binda kolefni með allskonar uppgræðsluaðferðum, skógrækt, endurheimt votlendis og fleira. Ef við náum að gera þetta tvennt í einu þá náum við kannski einhverjum markmiðum sem við höfum til dæmis sett okkur með Parísarsamningunum,“ segir Ari Trausti. Hann kveðst jafnframt benda á ýmsar lausnir í bók sinni en að hann sé þó ekki að finna upp hjólið í þeim efnum. „Það er nú þegar búið að benda á það hvern- ig hægt er að minnka innflutning á kolefn- isbrunaefnum og fara yfir í aðra orkugjafa hvort sem það eru samgöngur, útgerð eða eitt- hvað annað. Það er verið að vinna í þessu en það vantar kraftinn og nákvæmari áætlanir hjá ýmsum opinberum aðilum. Reykjavík- urborg er búin að setja sér tiltölulega háleit markmið og ríkisvaldið er búið að setja fram óskalista. Það vantar hins vegar skýrari línur um það hvernig þetta verður gert, hversu mik- ið fjármagn þarf til þess og hvaðan það fjár- magn kemur. Það eru komnar upp á yfirborðið áhugaverðar nýjungar við losunina eins og að binda kolefnisgös frá jarðhitaorkuverum í berggrunninum. Stóra málið á Íslandi er þó auðvitað að fara úr innfluttri dísilolíu og bens- íni yfir í raforku, alkóhól, metan, bíódísil og vetni. Það eru að minnsta kosti fimm orkugjaf- ar sem við getum framleitt sjálf en til þess þarf raforku og þá erum við komin að enn einu deiluefni sem fjallað er um í bókinni – sem sagt hvar og hvernig við fáum raforkuna,“ segir hann. Færir umræðuna inn í bókina Ari Trausti segir bókina vissulega vera há- pólitíska. Þá sé ekki um að ræða flokkspólitík heldur heildræna sýn og lausnir og hvar fjár- magn sé að finna. „Það er svo margt að gerast í náttúrunni sem veldur okkur áhyggjum og smám saman vandræðum. Það er vissulega vaxandi um- hverfisvitund hjá ungu fólki en á hinn bóginn er stór hluti samfélagsins alltaf að fjarlægjast náttúruna. Náttúrunytjarnar fá stundum á sig neikvæðan stimpil hjá þeim hópi á meðan eins- konar ofurást á náttúrunni eykst. Þetta gerir það að verkum að talsmenn þessara fylkinga talast ekki við í raunveruleikanum. Þeir grafa sig niður í skotgrafir og eru fastir þar. Önnur fylkingin telur nánast alltaf að náttúrunytj- arnar hafi forgang og hin telur að nátt- úruverndin hafi nánast alltaf forgang. Fylk- ingarnar þyrftu að tala meira saman. Það er alveg ljóst,“ segir hann en eins og áður segir ljá fjórtán sérfræðingar, að Ara Trausta und- anskildum, bókinni rödd sína. „Ég fékk viðbrögð frá fjórtán öðrum rödd- um, einni fyrir hvern kafla. Ég er með því að reyna að færa umræðuna inn í bókina. Ég er til dæmis ekki talsmaður olíuvinnslu við Jan Ma- yen og ég fæ því Heiðar Guðjónsson, sem er einn helsti talsmaður þess, til að vera mér hundrað prósent ósammála. Hann hefur ákveðin rök fyrir sínu máli, bæði fjárhagsleg og jafnvel umhverfisleg, og færir þau fram af festu og fimi. Þarna er líka Sigrún Helgadóttir sem er ekki með öllu sátt við mína afstöðu til virkjanamála og Karl Ingólfsson sem er ekki alveg sammála því hvernig ég lít á loftlínur og jarðstrengi svo fátt eitt sé nefnt,“ segir hann. Vonar að bókin nýtist til kennslu Ari Trausti kveður ástandið í heild á heimsvísu vera miklu alvarlegra en margir geri sér grein fyrir. Hann segir að ef við vinnum ekki hratt og vel þá geti það vel verið að við verðum kom- in í gríðarleg vandræði um miðja þessa öld, hvort sem þau vandræði varða veðurlag, sjáv- arborðshækkanir, vatnsskort eða eyðimerk- urmyndun sem ekki sé hægt að rekja til neins annars en þessarar ógurlega hröðu hlýnunar sem sé gjörsamlega fordæmislaus í hundrað þúsundir ára. Hann segir bókina þó aðallega hugsaða fyrir íslenskan markað enda sé hún að ákveðnu leyti svolítið dægurbundin. Þá kveðst Ari Trausti vonast til þess að Veröld í vanda geti nýst sem ítarefni í kennslu í skólum á borð við Landbúnaðarháskólann, Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur, enda sé þörfin mikil. „Það er engu að síður mjög mikilvægt að það komi út bók um íslensk umhverfismál og að kynna hana fyrir erlendum þjóðum. Ég hef mikil samskipti við útlendinga og ég finn að ís- lensk umhverfismál eru mikið á reiki. Það er miklu meiri geislabaugur yfir landinu hvað umhverfismál snertir en raunveruleikinn gef- ur tilefni til,“ segir Ari Trausti. „Ég hef lagt mig mikið fram við að upplýsa almenning um umhverfismál í gegnum tíðina og ég hef alltaf rökstutt það með afskaplega einfaldri formúlu. Því meira sem fólk veit um umhverfismál og náttúruna, því meiri þrýst- ingur verður til í samfélaginu á allar þessar stofnanir, hvort sem þær heita Umhverf- isstofnun eða Alþingi, um að taka afstöðu og þoka málunum áfram. Að upplýsa fólk um staðreyndir í þessum efnum er bara partur af því að hafa virkt lýðræði,“ segir Ari Trausti að lokum. Veröld í vanda er hluti af umhverfisritröð Hins íslenska bókmenntafélags en Trausti Jónsson veðurfræðingur stýrir henni. Ari Trausti segir ritröðina vera gott og merkilegt innlegg í þessa upplýstu umræðu. Morgunblaðið/Ófeigur Núningur á milli nytja og verndar Jarðfræðingurinn Ari Trausti Guðmundsson gaf nýverið út verkið Veröld í vanda í samstarfi við Hið íslenska bókmenntafélag. Bókinni er ætlað að vera ákveðin umhverfisverndarhugvekja en þar má finna, til viðbótar við orð Ara Trausta, greinar eftir fjórtán sérfræðinga og upplýst umræðan þannig flutt inn í bókina sjálfa. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is ’„Því meira sem fólk veit umumhverfismál og náttúruna,því meiri þrýstingur verður til ísamfélaginu á allar þessar stofnanir, hvort sem þær heita Umhverfisstofnun eða Alþingi, um að taka afstöðu og þoka málunum áfram. Að upplýsa fólk um staðreyndir í þessum efnum er bara partur af því að hafa virkt lýðræði.“ Bókin er fagurlega skreytt ljósmyndum og ljóðum eftir Ara Trausta.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.