Morgunblaðið - 10.08.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 10.08.2016, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. Á G Ú S T 2 0 1 6 Stofnað 1913  185. tölublað  104. árgangur  EINSTÖK OG EINLEIKIN LEIK- LISTARHÁTÍÐ ELTA SÖNG- DRAUMINN TIL VÍNAR MEÐAL MESTU AF- REKA ÍSLENDINGA Á ÓLYMPÍULEIKUM LJÓÐATÓNLEIKAR 12 HRAFNHILDUR Í RÍÓ ÍÞRÓTTIRSUÐUREYRI 33 Morgunblaðið/RAX Á Lóninu Margt er að skoða við Jökuls- árlón enda vinsæll viðkomustaður.  Hæstu tilboð sem borist hafa í jörðina Fell við Jökulsárlón eru á bilinu 1 til 1,5 milljarðar króna. Tvö hæstu tilboðin bárust lögmanni sem sér um söluna fyrir sýslumann nokkrum mínútum fyrir fund með landeigendum þar sem taka átti af- stöðu til tilboðs upp á 1 milljarð. Boðaður er annar fundur eftir hálf- an mánuð og enn er tekið við til- boðum. Hæsta tilboðið er frá manni sem á lítinn hlut í jörðinni en er bróðir eigendanna sem kröfðust nauðung- arsölu til slita á sameign jarð- arinnar Fells. Bjóðendur virðast ekki hafa ver- ið beðnir um að sýna fram á að þeir geti staðið við boð sín, eins og áskil- ið er í skilmálum nauðungarsöl- unnar. »18 Hæsta boð í jörðina Fell við Jökulsárlón er 1,5 milljarðar Styrkist sífellt » Gengi krónu hefur stöðugt styrkst gagnvart erlendum gjaldmiðlum á undanförnu ári. » Gengi punds er nú um 155 kr. en var um 207 kr. fyrir ári. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Gengi breska pundsins hélt áfram að falla í gær og hefur nú tapað 25,16 prósentum af verðgildi sínu gagn- vart íslensku krónunni á undanförnu ári. Á sama tíma hefur krónan styrkst um tæp tíu prósent gagnvart evru og um rúm tíu prósent gagn- vart bandaríkjadal. Árni Stefánsson, forstjóri Húsa- smiðjunnar, segir gengisstyrkingu krónunnar hafa vegið verulega á móti þeirri hækkunarþörf sem myndast hafi í kjölfar kjarasamning- anna á síðasta ári og í febrúar síðast- liðnum. Þá segir hann styrkinguna hafa spilað veigamikinn þátt í þeirri ákvörðun fyrirtækisins fyrr á árinu, að lækka listaverð ákveðinna vöru- flokka. Gestur Hjaltason, framkvæmda- stjóri ELKO, segir síma og sjónvörp meðal annars hafa lækkað í verði hjá verslunum fyrirtækisins, en það kaupir megnið af sínum vörum frá hinu norska Elkjøp. „Við kaupum mest í norskri krónu og hún hefur verið sígandi niður,“ segir Gestur í samtali við Morgunblaðið í dag. Meira fæst fyrir krónuna  Sterkt gengi krónunnar gefur fyrirtækjum kost á hagstæðari innkaupum  Vegur á móti hækkunarþörf vegna kjarasamninga  Pundið veikst um 25,16% MSterkari króna gefur … »4 Morgunblaðið/Eggert „Ef kosið verður í haust er líklegast að yfirstandandi löggjafarþing, 145. þing, verði lengt, og sú lenging þá miðuð við áætlaðan kjördag, hve- nær sem hann verður,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Al- þingis. Að öðrum kosti yrði að setja nýtt löggjafarþing 13. september, segir Helgi, með öllu því umstangi sem því fylgir. Þá féllu jafnframt niður öll þingmál sem nú liggja fyrir þinginu og ríkisstjórninni væri skylt að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 skv. stjórnarskránni. Helgi segir að búast megi við að fram komi frumvarp fyrir lok ágúst- mánaðar um breytingu á þingsköp- um til bráðabirgða þannig að ekki þurfi að hafa þingsetningu 13. sept- ember. „En með því frumvarpi yrði væntanlega að ákveða í raun hver kjördagurinn verður, hann fellur saman við lok löggjafarþingsins,“ segir Helgi. Ekki mega líða meira en 45 dagar frá útgáfu þingrofsbréfs þar til kosningar fara fram. Alþingi hefur verið kallað saman til þingfunda næstkomandi mánu- dag, 15. ágúst. » 14 Þingið verður líklega lengt  Lenging yrði miðuð við áætlaðan kjördag í haust Í gærkvöld fór fram kertafleyting í Reykjavík og á Akureyri til minningar um fórnarlömb kjarn- orkuárásanna á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki 6. og 9. ágúst árið 1945. Með kerta- fleytingunum er lögð áhersla á kröfuna um frið og heim án kjarnorkuvopna. Um tvö hundruð manns mættu á kertafleyt- inguna við Tjörnina í Reykjavík, ljóð voru lesin og ræður fluttar og veðrið var milt og gott. Friðsælt við kertafleytinguna í gærkvöldi Morgunblaðið/Golli  Starfsmenn fréttastofu 365 sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fram- göngu aðalrit- stjóra fyrirtæk- isins í tengslum við uppsögn yf- irmanns ljós- myndadeildar fyrirtækisins var harðlega mótmælt. Upplýst var um uppsögnina á föstudag. Í að- draganda þess að yfirlýsingin var send á yfirstjórn 365 og fjöl- miðla ræddu starfsmenn mögu- legar aðgerðir gegn fyrirtæk- inu. » 16 Starfsmenn ræddu mögulegar aðgerðir Búist var við því að í gærkvöldi næð- ist sá merki áfangi að milljónasti er- lendi ferðamaðurinn á árinu færi frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll, að sögn Guðna Sigurðssonar, upp- lýsingafulltrúa Isavia. Ferðamálastofa telur erlenda ferðamenn sem fara frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Heild- arfjöldi ferðamanna frá áramótum og til júlíloka var 936 þúsund. Um 236 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí samkvæmt taln- ingum Ferðamálastofu eða 55 þús- und fleiri en í júlí á síðasta ári. Aukn- ingin nemur 30,6% milli ára. Fjölgun ferðamanna fyrstu sjö mánuði ársins er 34,1% . Um 73% ferðamanna í júlí voru af tíu þjóðernum. Bandaríkja- menn voru fjölmennastir eða 25,7% af heildarfjölda en næstir komu Þjóðverjar, 10,7%. Þar á eftir fylgdu Bretar (7,7%), Frakkar (6,1%), Kan- adamenn (5,2%), Svíar (3,8%), Danir (3,8%), Kínverjar (3,6%), Svisslend- ingar (3,1%) og Spánverjar (2,9%). Sex þjóðernum fjölgaði mest í júlí: Bandaríkjamönnum, Kanadamönn- um, Þjóðverjum, Svíum, Bretum og Frökkum. Milljónasti ferðamað- urinn frá landinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.