Morgunblaðið - 10.08.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS
Verð
1.990.000 kr.
án vsk.
1.605.000 kr.
Til á lager
Sportman® 570 EPS
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Styrking íslensku krónunnar gagn-
vart erlendum gjaldmiðlum hefur
skilað sér í hagstæðara innkaupa-
verði fyrir verslanir hér á landi.
Þetta segja viðmælendur Morgun-
blaðsins en íslenska krónan hefur á
undanförnu ári styrkst um tæp tíu
prósent gagnvart evru, rúm tíu pró-
sent gagnvart bandaríkjadal og um
rúm 25 prósent gagnvart breska
sterlingspundinu.
Gestur Hjaltason, framkvæmda-
stjóri ELKO, segir síma og sjónvörp
hafa lækkað í verði hjá verslunum
fyrirtækisins, og að það megi að
hluta til rekja til styrkingar á gengi
krónunnar. „Við kaupum mest í
norskri krónu og hún hefur verið
sígandi niður,“ segir Gestur í sam-
tali við Morgunblaðið, en ELKO
kaupir megnið af sínum vörum frá
hinu norska Elkjøp.
„En á móti kemur að þeir hafa
verið að hækka verðið til okkar, þar
sem olíukreppan hefur lækkað
gengi norsku krónunnar og þeir
kaupa inn í evrum og bandaríkjadöl-
um.“
„Kaupir nýja ef sú gamla bilar“
Gestur segist samt sem áður telja
að verðlag í ELKO sé á sífelldri nið-
urleið. Þá hafi salan aukist að sama
skapi. „Hún hefur aukist talsvert
mikið á þessu ári, jafnvel ofan á
mjög gott ár í fyrra,“ segir hann og
bendir á að endurnýjun heimilis-
tækja sé nú hafin að nýju, eftir þó-
nokkra ládeyðu í kjölfar hruns
bankanna.
„Mikill samdráttur var í því eftir
hrun á sama tíma og álagið jókst
gríðarlega hjá viðgerðaraðilum okk-
ar. Nú er þetta aftur orðið þannig að
fólk kaupir nýja vél ef sú gamla bil-
ar mikið.“
Jákvæð áhrif í Húsasmiðjunni
Árni Stefánsson, forstjóri Húsa-
smiðjunnar, segir gengisstyrkingu
krónunnar hafa vegið verulega á
móti þeirri hækkunarþörf sem
myndast hafi í kjölfar kjarasamn-
inganna á síðasta ári og í febrúar
síðastliðnum.
Bendir hann á að gengisstyrking-
in hafi almennt haft jákvæð áhrif á
verðlag í Húsasmiðjunni. Til marks
um það hafi vísitala Hagstofunnar
um byggingarkostnað, sem síðast
var reiknuð um miðjan júlí, lækkað
á milli mánaða, og aðallega vegna
1,3% verðlækkunar á innfluttu
byggingarefni.
„Þá má nefna að Húsasmiðjan
lækkaði fyrr á árinu listaverð ákveð-
inna vöruflokka verulega, og styrk-
ing krónunnar spilaði veigamikinn
þátt í þeirri ákvörðun.“
Morgunblaðið/Eggert
Neytendur Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um góð áhrif gengisstyrkingar íslensku krónunnar.
Sterkari króna gefur
hagstæðari innkaup
Sjónvörp lækkað í verði, segir framkvæmdastjóri ELKO
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur um að
nítján ára piltur, sem grunaður er
um tvær nauðganir, skuli sæta
gæsluvarðhaldi á grundvelli al-
mannahagsmuna.
Dómarar í Héraðsdómi Reykja-
víkur komust meðal annars að þeirri
niðurstöðu að æskilegt hefði verið að
geðrannsókn færi fram á piltinum á
meðan hann sætir gæsluvarðhaldi.
Einnig segir í úrskurðinum að vís-
bendingar séu um að pilturinn gangi
ekki heill til skógar og hefur hann
sjálfur lýst því að hann telji sig geð-
veikan. Hann sagðist hafa verið bú-
inn að panta tíma á göngudeild geð-
deildar 9. eða 10. ágúst þegar hann
var handtekinn vegna seinna máls-
ins.
Í niðurstöðu dómsins segir að þar
sem geðrannsókn hafi verið ákveðin
og pilturinn hafi samþykkt að gang-
ast undir hana þá þyki dómnum rétt
að gæsluvarðhald sé styttra en lög-
regla krafðist þannig að gefist þá
tækifæri fyrr en ella að meta hvort
skilyrðum 100. greinar laga um með-
ferð sakamála sé fullnægt, að hann
verði hugsanlega vistaður á sjúkra-
húsi eða annarri viðeigandi stofnun.
Í báðum málum saka stúlkurnar,
sem eru 15 ára gamlar, piltinn um að
hafa nauðgað sér. Einnig hafi hann
beitt þær hótunum og líkamsmeið-
ingum. Í báðum málum telur lögregl-
an rökstuddan grun um nauðgun
sem hún byggir meðal annars á frá-
sögnum vitna og rannsóknum á vett-
vangi.
Héraðsdómur féllst á að brot
mannsins væru þess eðlis að varð-
hald væri nauðsynlegt með tilliti til
almannahagsmuna. „Stutt sé á milli
meintra brota, en tæp vika hafi liðið
frá því tilkynnt hafi verið um hin
meintu kynferðisbrot. Með vísan til
framangreinds ætli lögregla að sak-
borningur muni halda áfram brotum
meðan málum hans sé ekki lokið. Þá
sé það mat lögreglu að áframhald-
andi gæsluvarðhald sé nauðsynlegt
til að verja aðra fyrir árásum sak-
bornings,“ segir í úrskurðinum.
Gengst undir
geðrannsókn
19 ára piltur mun sæta gæsluvarð-
haldi Grunaður um tvær nauðganir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
„Ég hef veitt hreindýr í 40 ár og ver-
ið leiðsögumaður í hreindýraveiðum
í 25 ár og þetta er alstærsti tarfur
sem ég hef séð og átt þátt í að fella,“
sagði Sigurður Aðalsteinsson hrein-
dýraveiðileiðsögumaður, frá Vað-
brekku, í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Tilefni samtalsins við Sigurð var
að hann var nýkominn úr leið-
söguferð með breskum veiðimanni,
Graham Dawell, sem í fyrrakvöld
felldi ásamt Sigurði, ofangreindan
tarf, sem vó 126 kíló, samkvæmt
upplýsingum Sigurðar.
„Það eru engar ýkjur að þetta er
stærsti tarfur sem ég hef séð og ég
held að það sama hafi átt við um föð-
ur minn, Aðalstein Aðalsteinsson,
sem veiddi hreindýr í 70 ár. Ég held
að hann hafi aldrei náð að veiða
svona stóran tarf,“ sagði Sigurður.
Sigurður sagði að hann og Bretinn
(sem var á suðurleið, þegar samtalið
átti sér stað) hefði verið að leita að
hreindýrum í þrjá daga um allt norð-
ursvæðið og svæði eitt, án árangurs.
„Svo var það undir kvöld í gær að
við rákumst á 40 tarfa hóp með þess-
um líka risatörfum í. Við felldum
bara þann með stærstu og flottustu
hornin og fallegasta spaðann. Gra-
ham var vitanlega rosalega glaður
þegar við vorum búnir að fella dýrið
og þá gleði er auðvelt að skilja,“
sagði Sigurður.
Sigurður reiknaði með því að Gra-
ham myndi láta setja hornin upp á
platta og þau yrðu síðar send til
hans til Bretlands.
Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson
Risatarfur Graham Dawell við tarf-
inn sem vó 126 kíló.
Veiddu 126 kílóa
risatarf fyrir austan
Andrés Magn-
ússon, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka
verslunar og
þjónustu, seg-
ir það ekkert
vafamál í sín-
um huga að
sterkara
gengi krónu
hafi haft góð áhrif á verðlagið.
„Fyrirtækin komast bara ekki
upp með annað. Samkeppnin er
bara þannig, ef innkaupsverðið
lækkar þá verða þau að fylgja
eftir,“ segir Andrés í samtali við
Morgunblaðið.
„Við sjáum það og vitum að
verð er að lækka. Bifreiða-
umboðin eru nú hvert á fætur
öðru að tilkynna lækkun og ég
veit það einnig fyrir víst að í
matvöruverslunum hafa vörur
verið að lækka í verði.“
Samkeppni í
versluninni
VERÐA AÐ FYLGJA EFTIR
Andrés
Magnússon
Fjarðabyggð stefnir að því að fjar-
lægja dekkjakurl af öllum sparkvöll-
um sveitarfélagsins, en bæjarráð
samþykkti á síðasta fundi að fara í
framkvæmdina. Verður íþrótta- og
tómstundafulltrúa og fjármálastjóra
falið að fara yfir fjárhagslega hlið
málsins.
Jón Björn Hákonarson, forseti
bæjarstjórnar og formaður bæjar-
ráðs, segir stefnt að því að hefja
framkvæmdir í lok ágúst. „Við vild-
um helst gera þetta sem fyrst, áður
en skólinn byrjar,“ segir hann.
Skipt verður um kurl á tveimur af
völlunum fimm í ágúst, í Reyðarfirði
og Stöðvarfirði, en hinir þrír verða
einungis hreinsaðir og látnir vera
kurllausir til vorsins, þegar skipt er
um gervigras. „Grasið á þeim er
bara orðið lélegt vegna notkunar,“
segir Jón Björn.
Fjarðabyggðarhöllin er ekki með-
al þeirra valla sem verða hreinsaðir
þar sem kurlið á gervigrasi vallarins
er annars eðlis og ekki skaðlegt.
Dekkjakurl fjarlægt
Fjarðabyggð
hreinsar upp kurl á
öllum sparkvöllum
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Gervigras Víða er unnið að því að
fjarlægja dekkjakurl af sparkvöllum.
Níu gámar féllu af Arnarfelli, flutn-
ingaskipi Samskipa, að morgni
mánudags. Skipið var á miðri leið á
milli Hjaltlands og Færeyja þegar
óhappið varð. Vont veður var á
svæðinu, óvenju vont að sögn Pálm-
ars Óla Magnússonar, forstjóra fyr-
irtækisins, í samtali við mbl.is í gær.
Skipið var komið til Færeyja í
gær og var verið að kanna ástand
gáma um borð. Vonaðist Pálmar Óli
til að hægt yrði að halda þaðan í
nótt eða í dag til Íslands. Verið var
að hafa samband við eigendur
farmsins sem var í gámunum sem
fóru útbyrðis. Að því loknu kemur
betur í ljós hvað var í þeim og
hversu mikið tjónið er.
Níu gámar féllu út-
byrðis af Arnarfelli