Morgunblaðið - 10.08.2016, Page 6

Morgunblaðið - 10.08.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 Rafmagnshjól.is • Fiskislóð 45 • Sími 534 6600 Hollensk rafmagnshjól vönduð og margverðlaunuð Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Skólahald í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum næsta vetur, hefur verið tryggt. Eva Sig- urbjörnsdóttir, hótelstýra Hótels Djúpavíkur, er oddviti Árnes- hrepps. Eva sagði í samtali við Morgunblaðið að nýr skólastjóri hefði verið ráðinn að grunnskól- anum og tryggt væri að a.m.k. fjögur börn, frá sex og upp í ellefu ára, yrðu nemendur skólans í vet- ur. „Það er búið að ráða skólastjóra að skólanum, Helgu Garðarsdóttur, og kaupfélagsstjóra, sem kemur hingað með þrjú börn, þannig að skólahald í vetur er tryggt, með að minnsta kosti fjórum börnum,“ sagði Eva. Hún segir að börnum í Árnes- hreppi muni fækka þar sem tveir bændur hafi ákveðið að bregða búi, en á þessum tveimur bæjum hafi verið fjögur börn, sem hafi verið í Finnbogastaðaskóla. „Það er eitt barn fyrir og þrjú að auki bætast við með nýja kaup- félagsstjóranum. Við höfum verið með skólahald hér með allt niður í tvo nemendur. Það var fyrir nokkr- um árum sem aðeins voru tvö börn í skólanum tvo vetur í röð. Fé- lagslega gengi það aldrei upp að vera með eitt barn í skólanum. Það er því a.m.k. komin lausn í skóla- mál, fyrir komandi vetur,“ sagði Eva. Skólahald í Árneshreppi er tryggt næsta vetur  Þrjú börn bætast í hópinn Finnbogastaðaskóli Skólahald verður í vetur í Árneshreppi. Unnið er að undirbúningi friðlýsingar á Hjómskálanum, Sóleyjargötu 2 í Reykjavík, og gamla hæstaréttarhús- inu, Lindargötu 1-3. Minjastofnun Ís- lands sendi tillögur þess efnis til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar nýverið. Skipulagsfulltrúi vísaði báð- um tillögunum til umsagnar verk- efnisstjóra. Búið er að senda eigendum húsanna og þeim sem hafa hagsmuna að gæta, bréf þar sem hugmynd að friðlýsingu er kynnt. Frestur þeirra til að skila inn athugasemdum við friðlýsingarnar er fram í næsta mán- uð. „Það komu erindi til okkar um að friðlýsa þessar tvær byggingar. Ann- ars vegar frá borgarstjóranum í Reykjavík um gamla hæstarétt- arhúsið og hins vegar Lúðrasveit Reykjavíkur, sem á Hljómskálann, um að friðlýsa hann. Að fengnu áliti húsafriðunarnefndar ákvað Minja- stofnun að leggja þessar tillögur fram og kalla eftir athugasemdum hags- munaaðila,“ segir Pétur H. Ármanns- son, sviðsstjóri umhverfis- og skipu- lagssviðs Minjastofnunar Íslands. Bæði húsin njóta umsagnarskyldu en hvorugt er friðlýst. Nýverið gerði ríkið gagngerar endurbætur á gamla hæstaréttarhúsinu. Samkvæmt nú- gildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir að rífa hæstaréttarhúsið. Ef ráð- herra staðfestir friðlýsingu hefur sú ákvörðun vægi umfram gildandi deili- skipulag og tryggt að húsið verði ekki rifið Gamla hæstaréttarhúsið var reist árið 1945 og það teiknaði Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins. Pétur telur afar ólíklegt að húsið verði rifið í ljósi nýlegra viðhalds- aðgerða sem farið var í. Í rökstuðningi Minjastofnunar um friðlýsingu á húsinu stendur: „Bygg- ingin er sambyggð Arnarhvoli sem er verk sama höfundar og nýtur hverf- isverndar skv. Húsverndarskrá Reykjavíkurborgar. Í listrænu tilliti mynda þessi hús samræmda heild. Gildi dómhússins felst ekki síst í lát- lausri og virðulegri framhlið þess í klassískum stíl.“ Í bréfi Minjastofnunar um rök- stuðning fyrir friðlýsingu Hljómskál- ans segir m.a.: „Hjómskálinn við Reykjavíkurtjörn hefur menningar- sögulegt gildi sem fyrsta hús á land- inu sem byggt var sérstaklega fyrir tónlistarstarfsemi. […] Bygging- arstíll hljómskálans ber öll einkenni steinsteypuklassíkur en lögun hans og uppbygging gerir mannvirkið ein- stakt í íslenskri byggingarsögu.“ Hljómskálann teiknaði Guðmundur H. Þorláksson húsameistari og var hann reistur árið 1922. Í bréfi borgarstjóra Reykjavíkur til Minjastofnunar um friðun húsa á stjórnarráðsreit er einnig lagt til að Sölvhólsgata 13 verði friðuð. Þessi til- laga borgarstjóra var samþykkt í borgarráði 10. desember 2015. Minja- stofnun er með tillögu um friðun Sölvhólsgötu 13 í skoðun en ákvörðun liggur ekki fyrir, að sögn Péturs. thorunn@mbl.is Unnið að friðlýsingu Hljómskálans  Vilja einnig friðlýsa gamla hæsta- réttarhúsið við Lindargötu Morgunblaðið/Styrmir Kári Hljómskálinn Lúðrasveit Reykja- víkur óskaði eftir friðlýsingu. Morgunblaðið/Arnaldur Dómhús Óskað er eftir friðlýsingu gamla hæstaréttarhússins. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bláfjallasvæði og Sandskeið eru þjóðlenda innan marka Kópavogs- bæjar. Það er niðurstaða Héraðs- dóms Reykjavíkur í máli Reykja- víkurborgar gegn Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Grindavík og Sveitarfé- laginu Ölfusi. Sveitarfélögin voru sýknuð af kröfum borgarinnar og málskostnaður felldur á Reykjavík- urborg. Meginhluti lands sem nú tilheyrir Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópa- vogi var upprunalega í Seltjarn- arneshreppi hinum forna og jarð- irnar áttu sameiginlegan afrétt. Reykjavíkurjörðinni og fleiri jörð- um var skipt út úr hreppnum á 19. öld og til varð lögsagnarumdæmið Reykjavík. Á árinu 1948 var Sel- tjarnarneshreppi skipt í tvo hreppa, sem urðu Seltjarnarnes og Kópa- vogur. Til síðarnefnda hreppsins gekk allt land sem er sunnan og austan Reykjavíkur og þar með af- réttur Seltjarnarneshrepps hins forna. Óbyggðanefnd úrskurðaði að af- réttur Seltjarnarneshrepps hins forna teldist þjóðlenda og staðfesti Hæstiréttur það. Óbyggðanefnd komst að þeirri niðurstöðu á árinu 2014 að þjóðlendan væri öll innan staðarmarka Kópavogsbæjar. Reykjavíkurborg sætti sig ekki við þá niðurstöðu og stefndi Kópa- vogsbæ og öðrum hlutaðeigandi sveitarfélögum með kröfu um að landsvæðið tilheyrði Reykjavíkur- borg, það er að segja stjórnsýslu- lega. Kópavogsbær tók til varna fyrir dómstólum en ekki hin sveit- arfélögin. Úrskurður stendur Héraðsdómur sýknaði sveitar- félögin af kröfu Reykjavíkurborgar og stendur því úrskurður óbyggða- nefndar óhaggaður. Allt land ofan jarðanna Vatnsenda, Elliðavatns og Lækjarbotna allt að sýslumörkum gagnvart Árnessýslu telst því hluti af Kópavogsbæ. Í niðurstöðu dómsins er vísað til úrskurðar félagsmálaráðuneytisins við skiptingu Seltjarnarneshrepps hins forna í tvö sveitarfélög þar sem fram kom að hið umdeilda land kæmi í hlut Kópavogshrepps. Reykjavíkurborg hafi ekki hreyft andmælum við þeirri skiptingu fyrr en málið var tekið fyrir í óbyggða- nefnd. Reykjavíkurborg var gert að greiða Kópavogsbæ 2,2 milljónir í málskostnað. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Bláfjöll Ekki virðist langt úr Reykjavík í Bláfjöll en mörk afréttarins liggja eftir hæstu tindum í Vífilsfell. Bláfjöll og Sandskeið tilheyra Kópavogi  Kröfum Reykjavíkurborgar hafnað í héraðsdómi Hinn umdeildi afréttur er þann- ig afmarkaður: „Frá Sýslusteini austan Lyklafells eftir árfarvegi Lyklafellsárinnar fyrir sunnan Lyklafell og niður í Nautapoll. Úr Nautapolli meðfram heiðarbrún í vatnsfarveginn við norðurenda Vatna-ássins. Úr því ræður norðurkvísl Lyklafellsárinnar þangað til hún fellur í Foss- vallaá. Syðsta kvíslin af Foss- vallaám frá Lækjarmóti, sem rennur frá bænum, ræður upp að þúfu sem stendur í Holts- tanga fyrir neðan Neðrivötn, þaðan til útsuðurs í mógrýtis- klett með rauf í, er snýr suður, þaðan í Sandfellshnjúk. Þaðan til norðvesturs í suðvesturhorn á Selfjalli og þaðan í Markhól‚ úr Markhól í Húsfell, þaðan í Þrí- hnjúka og áfram í Bláfjallahorn. Síðan eftir hæstu tindum Blá- fjalla í stöpul á Vífilsfelli. Þaðan í fyrrgreindan sýslustein.“ Afmörkun afréttarins LANDAMERKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.