Morgunblaðið - 10.08.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 SÆNSKAR GÆÐASAGIR Sög - verð 3.730 Með japönsku sniði, gúmíhandfang. Ahliða hágæða sög - verð 3.860 með teflon húðuðu blaði Greinasög - verð 3.150 Sög sem leggst saman eins og vasahnífur Ryoba sög - verð 6.460 Með japönsku sniði; tennt beggja vegna, þverskera og langskera Dozuki sög - verð 6.780 Með japönsku sniði, frábær í fínvinnu t.d. geirneglingu Greinasög með harðviðarskefti Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 - verð 2.890 FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alþingi kemur saman á ný næstkom- andi mánudag eftir sumarleyfi þings- ins. Samkvæmt starfsáætlun mun þingið starfa dagana 15. ágúst til 2. september og alls eru áformaðir 13 þingfundir auk eldhúsdagsumræðna. Þar með lýkur 145. löggjafar- þinginu. Í lögum um þingsköp Alþing- is segir að nýtt þing skuli koma saman annan þriðjudag í september. Sam- kvæmt því ætti nýtt löggjafarþing, 146. þing, að koma saman þriðjudag- inn 13. september næstkomandi. Forystumenn ríkisstjórnarflokk- anna boðuðu í apríl sl. að efnt yrði til þingkosninga í haust, u.þ.b. hálfu ári áður en núverandi kjörtímabil rennur út. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur nefnt að til greina komi að kjósa í lok október, annaðhvort 22. eða 29. þess mánaðar. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa krafist þess opinberlega að kjördagur verið tilkynntur strax við upphaf þings í næstu viku. Þingrofsrétturinn er hjá forsætisráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni og hann hefur síð- asta orðið. Frumvarp til breytinga „Ef kosið verður í haust er líklegast að yfirstandandi löggjafarþing, 145. þing, verði lengt, og sú lenging þá miðuð við áætlaðan kjördag, hvenær sem hann verður,“ segir Helgi Bern- ódusson, skrifstofustjóri Alþingis. „Að öðrum kosti yrði að setja nýtt lög- gjafarþing 13. september, með öllu því umstangi sem því fylgir. Þá féllu jafnframt niður öll þingmál sem nú liggja fyrir þinginu og ríkisstjórninni væri skylt að leggja fram fjárlaga- frumvarp fyrir árið 2017 skv. stjórn- arskránni. Ég held að allir vilji hafa þetta einfaldara. Það má því búast við að fram komi frumvarp fyrir lok ágústmánaðar um breytingu á þing- sköpum til bráðabirgða þannig að ekki þurfi að hafa þingsetningu 13. sept. En með því frumvarpi yrði væntanlega að ákveða í raun hver kjördagurinn verður, hann fellur sam- an við lok löggjafarþingsins,“ segir Helgi. „Hins vegar eru kosningar til Al- þingis ekki formlega ákveðnar fyrr en með þingrofi. Verði kosið 22. eða 29. okt. verður það ekki formlega ákveðið fyrr en í fyrri hluta september eða um miðjan mánuðinn, því að ekki mega líða meira en 45 dagar frá útgáfu þingrofsbréfs þar til kosningar fara fram. Þetta er allt dálítið flókið fyrir venjulegt fólk að skilja, en svona eru reglur stjórnarskrár og þingskapa.“ Missa ekki lengur umboðið En hvaða áhrif hefur þingrof? Þeirri spurningu svarar Árni Helga- son, lögfræðingur á Vísindavefnum: „Þingrof hefur fyrst og fremst þau áhrif að boðað er til kosninga og þing- störfum lýkur fljótlega eftir að til- kynningin hefur verið lesin upp eða gefin út. Stundum olli þingrof því að þingmenn misstu umboð sitt fram að kosningum. Þannig var það til dæmis árið 1974, þegar þing var rofið 8. maí en kosningar fóru ekki fram fyrr en 30. júní sama ár og voru þingmenn umboðslausir þennan tíma. Því skap- aðist nokkuð sérstakt ástand þar sem ekki hefði verið hægt að samþykkja lög með venjulegum hætti á þessu tímabili. Þessu var breytt árið 1991, þegar gerð var sú breyting á 24. gr. stjórnarskrárinnar að þingmenn haldi umboði sínu til kjördags. Ennfremur kemur þar fram að áður en 45 dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var um þingrofið skuli boða til kosninga. Í for- setabréfi um þingrof kemur því dag- setning kosninganna fram enda fellur þá saman gildistaka þingrofs og kosn- ing nýs þings.“ Alþingi var síðast rofið með bréfi í mars 2009, en þá var við völd minni- hlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Þing rofið á kosningadag Hinn 13. mars 2009 gaf Ólafur Ragnar Grímsson út svofellt forseta- bréf um þingrof og almennar kosn- ingar til Alþingis: „Forseti Íslands gjörir kunnugt: Forsætisráðherra hefur tjáð mér að vegna þess mikla efnahagsáfalls, sem þjóðin hefur orðið fyrir, hafi þeir flokkar sem nú standa að ríkisstjórninni orðið ásáttir um við myndun hennar að efna sem fyrst til almennra alþingiskosninga. Samkvæmt tillögu forsætisráð- herra og með vísan til 24. gr. stjórn- arskrárinnar, nr. 33/1944, eins og henni var breytt með 5. gr. stjórn- arskipunarlaga nr. 56/1991, sbr. 21. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, er með skírskotun til fram- anritaðs ákveðið að þing verði rofið 25. apríl 2009 og að almennar kosn- ingar til Alþingis fari fram sama dag.“ Hið óvenjulega við þingrofið 2009, sem tilkynnt var 13. mars það ár, var að Alþingi starfaði fram til 17. apríl, þ.e. í meira en mánuð fram yfir útgáfu þingrofsboðskapar; það hafði ekki gerst áður. Nú var slíkt stjórnskip- unarlega heimilt eftir 1991. Þing- störfum var því frestað aðeins rúmri viku fyrir kjördag 25. apríl 2009. Til samaburðar má nefna að þing- fundum 141. löggjafarþings 2013 var frestað 28. mars til loka kjörtímabils 27. apríl 2013, en þann dag var kosið til þings, og þingfundum 133. löggjaf- arþings 2007 var frestað frá 18. mars til loka kjörtímabils 12. maí 2007, en þann dag fóru alþingiskosningar fram. „Þingrofið tekur nú gildi á kjördag og þess vegna má segja að hugtakið „þingrof“ sé svolítið misvísandi, það merkir nú bara ákvörðun kjördags. Birting þingrofs merkir ekki að þing- störfum ljúki, Alþingi tekur sjálf- stæða ákvörðun um það hvenær þing- störfum lýkur fyrir áætlaðan kjördag,“ segir Helgi Bernódusson til útskýringar. Yfirstandandi þing líklega lengt  Að öðrum kosti yrði að setja nýtt löggjafarþing 13. september  Þá féllu niður öll þingmál sem nú liggja fyrir þinginu  Vorið 2009 sat þingið meira en mánuð fram yfir útgáfu þingrofsboðskapar Morgunblaðið/Golli 6. apríl 2016 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson kynna endurnýjað stjórnarsamstarf flokka sinna. Forystumenn núverandi ríkisstjórnar hafa margoft sagt að mikilvægt sé að ljúka brýnum málum á Alþingi áður en gengið verði til kosninga. Í því ljósi er fróðlegt að rifja upp hvað Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra sagði í umræðum um þingrofsbréf forsetans 13. mars 2009: „Nær öll þau mál sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að fá afgreidd hafa nú verið lögð fram. Fyrir liggur að stjórnmálaflokkar hafa mismunandi sýn á hversu lengi þingið á að starfa á þessu vori og hvaða mál séu brýnust. Ég legg áherslu á að öll brýn mál þarf að afgreiða áður en þingi verður frestað. Þar er m.a. um að ræða mál sem varða stuðning við heimilin í landinu og atvinnulífið og endurreisn fjármálakerfisins, auk frumvarps til laga um breytingar á kosningalögum og stjórnarskipunarlögum sem flutt eru af fulltrúum fjögurra flokka. Listi yfir þau mál sem ólokið er hefur verið kynntur for- mönnum stjórnmálaflokka og jafnframt var þeim greint frá því að ef til vill gætu örfá mál bæst á þann lista,“ sagði Jóhanna m.a. í ræðunni. „Öll brýn mál þarf að afgreiða“ JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Í ÞINGROFSUMRÆÐUM 2009 Jóhanna Sigurðardóttir Engir Íslendingar eru staddir á La Palma, einni Kanaríeyja, á vegum ís- lenskra ferðaskrifstofa en þar hafa miklir skógareldar geisað. Að sögn Klöru Írisar Vigfúsdóttur, forstöðumanns hjá ferðaskrifstofunni Úrvali-Útsýn, hafa pakkaferðir ekki verið seldar til La Palma og því hafa eldarnir engin áhrif á þá Íslendinga sem eru staddir á Kanaríeyjum um þessar mundir. Um 500 Íslendingar á Gran Canaria Um 500 Íslendingar eru staddir á Gran Canaria á Kanaríeyjum á veg- um Úrvals-Útsýnar og segir Klara að ferðaskrifstofan hafi ekki orðið vör við áhyggjur hjá þeim vegna eldanna. Miklir skógareldar geisa á La Palma og hafa þeir farið yfir 7% eyj- arinnar og eyðilagt gróður. Um 2.500 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna eldanna, sem hafa orðið einum að bana. Eldarnir brutust út í síðustu viku og ná þeir yfir 4.800 hektara land- svæði. Hundruð slökkviliðsmanna hafa barist við eldhafið. Þjóðverji á þrítugsaldri er grunaður um að bera ábyrgð á eldinum, en hann er talinn hafa búið í helli á eyjunni. Íslendingar ekki í hættu  Miklir skógareldar geisa á La Palma AFP La Palma Skógareldar hafa farið yfir 7% eyjarinnar La Palma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.