Morgunblaðið - 10.08.2016, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 10.08.2016, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 Vinir í aftanskini Hjólreiðamaður og fjórfættur vinur hans njóta sumarblíðunnar í geislum kvöldsólar innan um fjölskrúðugan gróður í Laugardalnum í Reykjavík. Golli Skattaskjól eiga sér fáa formælendur. Stjórnmálamenn eru duglegir að gagnrýna lönd sem veita skjól. Fjölmiðlar taka ekki aðeins undir heldur hafa þeir, með ýms- um hætti og aðferð- um, dregið fram í dagsljósið upplýs- ingar um hvernig einstaklingar og fyr- irtæki koma sér með skipulegum hætti undan því að greiða skatta. Stjórnmálamenn sem tengst hafa skattaskjólum eða lágskattaríkj- um hafa neyðst til að segja af sér embættum. Réttlætiskennd almennings er misboðið. Ríkisstjórnir á Vest- urlöndum, og Evrópusambandið sérstaklega, hafa í orði skorið upp herör gegn skattaskjólum og segjast vinna sameiginlega að því að koma í veg fyrir að þau séu nýtt til að komast undan skatt- greiðslum. Á sama tíma er reglu- verk nokkurra ESB-landa hannað með það sérstaklega í huga að hægt sé að fela eignarhald fyr- irtækja, leyna fjármunum og koma fé í skjól fyrir ágengum skattheimtumönnum annarra landa. Saga um Jón og séra Jón Í baráttunni við skattsvik hafa ríkisstjórnir margra landa Í Evr- ópu keypt upplýsingar um eignir borgaranna í lágskattaríkjum. Upplýsingarnar sem fengnar eru með vafasömum hætti – svo ekki sé dýpra í árinni tekið – hafa ver- ið nýttar til að hefja umfangs- miklar rannsóknir á skattskilum einstaklinga og fyrirtækja. Skjöl- um um bankareikn- inga og aflandsfélög í lágskattaríkjum hef- ur verið lekið og fjöl- miðlar flutt af þeim ítarlegar fréttir. Þótt ekki sé það ólöglegt að eiga bankareikninga eða félög í lágskattaríkj- um og þekktum skattaskjólslöndum, er það sögð vísbend- ing um einbeittan vilja til að fela eignir og koma sér undan skattgreiðslum, jafnvel með skipulegum skattsvikum. Og ekki sitja allir við sama borð. Hinir efnameiri hafa tækifæri til að nýta sér sérhæfða þjónustu al- þjóðlegra banka og lögmanna við að stofna bankareikninga og afla- ndsfélög. Almenningur á þess ekki kost – hefur ekki til þess fjárhagslega burði. Stórfyrirtæki nýta sér kosti þess að stofna dótturfélög í lágskattaríkjum með einfalt regluverk. Lítil og með- alstór fyrirtæki verða að gera sér að góðu flókið regluverk heima- landsins. Þetta er gamalkunnug saga um Jón og séra Jón. Ég hygg að fátt þoli Íslendingar verr en mis- munun, ekki síst á grunni mennt- unar, stéttar og efnahags. Tvöfalt skattkerfi Það er því merkilegt hve Ís- lendingar eru umburðarlyndir þegar skipulega er unnið að því að búa til tvöfalt skattkerfi – mis- muna fyrirtækjum og athafna- mönnum. Allt samkvæmt lögum og ákvörðunum stjórnvalda á hverjum tíma. Jafnræðisreglan var numin úr gildi af vinstri of- stjórninni 2009 til 2013, þegar er- lendum fjárfestum var boðið að kaupa eignir hér á landi með 20% afslætti í gegnum Seðlabankann. Þá nutu þóknanlegir auðmenn og þekktar Hollywood-stjörnur sér- stakrar ríkisverndaðrar velvildar í formi skattfríðinda. Vinstri stjórn norrænnar velferðar inn- leiddi ójöfnuð og óréttlæti, setti íslenska framtaksmanninn út í horn og taldi rétt að launafólk stæði skörinni lægra en þekktar kvikmyndastjörnur. Nú er komin meiri formfesta á forréttindin. „Af hverju eru Tom Cruise og Russell Crowe jafnari en við hin?“ var yfirskrift Morgunblaðs- greinar sem ég skrifaði í maí á síðasta ári. Þar var gagnrýnt hvernig skattalegir ívilnunar- samningar hefðu brotið gegn jafnræðisreglu, sem við Íslend- ingar viljum þó halda í heiðri – a.m.k. í orði. Orðrétt sagði: „Skattalegar ívilnanir eru draugar sósíalismans. Eitt hlut- verk hægri manna er að kveða niður slíka drauga og byggja upp heilbrigt skattaumhverfi sem örv- ar allt efnahagslífið. Þetta gerði Sjálfstæðisflokkurinn þegar hann tók við forystu í ríkisstjórn og fjármálaráðuneytinu árið 1991. Umfangsmiklar breytingar á skattkerfinu, þar sem skattar voru ýmist lækkaðir eða felldir niður, skiluðu ríkissjóði auknum tekjum. Frá 1991 til 2007 tvöföld- uðust tekjurnar að raunvirði. Meiri hófsemd í tekjuskatti fyr- irtækja skilaði öllum meira. Árið 1985 var tekjuskatturinn 50% en var kominn niður í 18% árið 2003. Skatttekjur ríkisins af fyrir- tækjum hækkuðu engu að síður úr 0,9% í 1,5% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.“ Grænt ljós á forréttindi Í liðinni viku gaf ESA – Eftir- litsstofnun EFTA – grænt ljós á ívilnunarsamning sem íslensk stjórnvöld gerðu við Silicor Mat- erials vegna byggingar sólarkís- ilverksmiðju á Grundartanga. Samningurinn tryggir eigendum verksmiðjunnar skattalegt hag- ræði og sérreglur um leigu og fyrningu í tíu ár. Þannig er búið til sérstakt „skattaskjól“ fyrir sólarkísilverksmiðju upp á 4.640 milljónir króna samkvæmt mati ESA. Samningurinn gerir ráð fyrir að tekjuskattur fyrirtækisins verði 15% í stað 20% líkt og ís- lensk fyrirtæki þurfa að greiða. Þá fær verksmiðjan sérstakan 50% afslátt af tryggingagjaldi sem reiknast af launagreiðslum til starfsmanna og einnig 50% af- slátt af fasteignagjöldum. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir að um 450 starfsmenn verði á vegum fyrirtækisins þeg- ar verksmiðjan tekur til starfa. Ívilnunarsamningurinn jafngildir því 10,3 milljónum króna á hvert starf. Sjálfstæði atvinnurekand- inn sem hefur hug á því að fjölga starfsmönnum hefði örugglega ekkert á móti því að fá rúmlega tíu milljónir króna í meðgjöf með hverju nýju starfi, ekki síst á meðan tryggingagjaldið lækkar ekki meira. En athafnamann- inum, með litla fyrirtækið, stend- ur ekki slíkur samningur til boða, ekki frekar en sérstakir þjálfunarstyrkir sem ríkið er tilbúið að veita á grunni ívilnana. Forskrift að skattkerfi Það er fullkomlega eðlilegt og skiljanlegt að eigendur Silicor Materials gangi til samninga við stjórnvöld um skattalegar íviln- anir og komi sér í skattalegt skjól í áratug. Allir atvinnurekendur myndu grípa slíkt tækifæri. En tækifærin standa ekki öllum til boða. Í því felast óréttlætið og ójöfnuðurinn. Kannast einhver við söguna um um Jón og séra Jón? Auðvitað er það rétt og skyn- samlegt að ýta undir fjárfestingu í atvinnulífinu með skattalegum hvötum. Þannig er byggt undir bætt lífskjör landsmanna. For- réttindi útvalinna er hins vegar versta aðferðin. Einföld reglu- setning og hófsöm skattlagning, þar sem allir lúta sömu leik- reglum, eru efnahagslegir hvatar sem brengla ekki ákvarðanir og tryggja hagkvæma nýtingu fjár- muna. Á undanförnum árum hafa ver- ið gerðir fleiri ívilnunarsamn- ingar s.s. um álþynnuverksmiðju, fiskvinnslu, gagnaver, stálendur- vinnslu, fiskeldi og kísilver. Það er umhugsunarvert af hverju sér- stöku skattaskjólin sem búin hafa verið til hér á landi vekja litla eða enga athygli. Fjölmiðlar beina fremur kastljósinu að aflandseyjum, sem fáir þekkja nema af afspurn. Stjórn- málamenn halda áfram að und- irrita forréttindasamninga í stað þess að ganga hreint til verks og sníða hagstætt skattaumhverfi. Forskriftin liggur fyrir í íviln- unarsamningunum sjálfum. Eftir Óla Björn Kárason » Sjálfstæði atvinnu- rekandinn sem hefur hug á því að fjölga starfs- mönnum hefði örugglega ekkert á móti því að fá rúmlega tíu milljónir króna í meðgjöf. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Innlend skattaskjól fá staðfestingu Í ritstjórnar- grein Frétta- blaðsins hinn 8. ágúst sl. er gefið til kynna að það horfi til þjóðar- hags að halda uppboð á afla- heimildum og m.a. er fullyrt að svo virðist sem að nýleg tilraun Færeyinga til að bjóða út fiskveiðikvóta hafi gengið vel og „hafi þegar auk- ið hagnað Færeyinga af auð- lindinni svo miklu munar“. Hér er víðtæk ályktun dregin á forsendum sem í besta falli eru hæpnar. Þannig er engra heimilda getið um þennan aukna hagnað Færeyinga af uppboðsleiðinni fyrir utan að of snemmt er að dæma um efnahagsleg og samfélagsleg áhrif þessarar leiðar fyrir Færeyinga (uppboðin fóru fram á tímabilinu 14.-22. júlí síðastliðinn). Varfærni í þessum efnum er þörf, ekki síst vegna þess hve uppboð á aflaheimildum á heimsvísu eru fátíð og þau sem hafa komist til fram- kvæmda hafa ósjaldan gengið brösuglega (sjá t.d. umfjöllun í skýrslu sem unnin var fyrir ESB og gefin var út árið 2009: An analysis of existing Rights Based Management (RBM) instruments in Mem- ber States and on setting up best practices in the EU – Fi- verður ekki annað ráðið en að efnahagslegur afrakstur þess- ara veiða hafi lengi verið slak- ur í heildarlegu tilliti, meðal annars vegna aflasamdráttar. Hvers vegna að leita í smiðju Færeyinga? Þrátt fyrir þessa „ferilskrá“ vina- og frændþjóðar okkar við stjórn botnfiskveiða á heimamiðum sínum, hefur það ósjaldan tíðkast hér á landi að ýmsir hampi aðgerðum fær- eyskra stjórnvalda í þessum málaflokki, nú síðast með þeirri takmörkuðu uppboðsleið sem valin var þar í landi. Þótt sumir vilji umbylta ís- lenska fiskveiðistjórnkerfinu þá hygg ég að leitin að farsæl- um umbótum á því kerfi sé ekki að finna í smiðju Fær- eyinga. Enn síður er líklegt að hægt sé að finna þess dæmi í heiminum að uppboð á öllum aflaheimildum í aflakvótakerfi hafi verið reynd og án efa örð- ugt að sýna fram á að slík að- gerð horfi í raun og veru til þjóðarheilla. nal report: Part I, bls. 21-22). Enn frekari ástæða er til að draga varfærnis- legar ályktanir af tilraunum Fær- eyinga í ljósi þess að téð uppboð lutu að takmörkuðu magni aflaheimilda á tegundum nytja- stofna sem aðallega veiðast utan fær- eyskrar lögsögu og tegunda sem veið- ast bæði innan eða utan lög- sögu, svokallaðra deilistofna, svo sem eins og makríls og norsk-íslenska síldarstofnsins (sjá t.d. fisk.fo, skoðuð síðast 8. ágúst 2016). Þrátt fyrir þessa skipan mála er því gefið undir fótinn í fyrrnefndri rit- stjórnargrein að uppboðið hafi lotið að fiski á færeyskum miðum. Hver er staðan á heima- miðum Færeyinga? Þegar rætt er um færeysk mið í þessu sambandi ber til þess að líta að þau hafa í sögulegu tilliti verið gjöful fyrir verðmætar botnfiskteg- undir á borð við þorsk, ýsu og ufsa. Veiðum í þær tegundir hefur síðan árið 1996 verið stjórnað með sóknardagakerfi eða fiskidagakerfi. Um langt árabil hefur legið fyrir það mat vísindamanna að ástand þessara stofna sé óviðunandi og þeir séu ofveiddir (sjá t.d. heimasíðu Alþjóðlega hafrann- sóknaráðsins, ices.dk). Einnig Horfir uppboð á afla- heimildum til þjóðarheilla? Eftir Helga Áss Grétarsson »Uppboð á öllum aflaheimildum verndar vart þjóðar- hag og óskynsamlegt er að draga víðtækar ályktanir af færeysku uppboðsleiðinni. Helgi Áss Grétarsson Höfundur er dósent við Lagadeild Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.