Morgunblaðið - 10.08.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.08.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 ✝ Gunnar Guð-mundsson fæddist 10. sept- ember 1923 á Auð- unarstöðum V- Hún. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 28. júlí 2016. Foreldrar hans voru Guðmundur Jóhannesson bóndi á Auðunarstöðum, f. 25.6. 1884 á Hörgshóli, V-Hún., d. 26.4. 1966, og Kristín Gunn- arsdóttir húsfreyja, f. 25.8. 1890 á Skeggjastöðum, V-Hún., d. 11.8. 1969. Börn þeirra voru Ingibjörg, f. 16.4. 1914, d. 12.4.1999. Jóhannes, f. 13.2. 1916,d. 8.4. 1996. Sophus Auð- un, 6.4. 1918, 4.1. 2006. Kristín, f. 20.7. 191, d. 29.9. 1944. Erla, f.28.4. 1921, d. 24.2. 1997. Gunnar og yngstur var Hálf- dán, f. 24.7. 1927, d.4.10. 2001. Auk þess ólst upp á heimili þeirra Pétur Gíslason, systk- inabarn Kristínar. Auk sveitastarfa vann hann frá fermingu sem kúskur í vegagerð og stundum sem mat- ráður. Gunnar fór sína fyrstu ferð til Reykjavíkur árið 1941 í stutt frí og fór eftir það árlega suður í stutt frí á haustin og vann m.a. hjá hernum, en flutti til Reykjavíkur í árslok 1944 og hóf störf sem umsjónarmaður um skeið. Gunnar var einnig kjörinn í stjórn Landssambands iðnaðarmanna og sat sem fulltrúi iðnaðarmanna í banka- stjórn Iðnaðarbankans. Eftir að hann hóf verslunarrekstur var hann kjörinn í stjórn Kaup- mannasamtaka Íslands. Gunnar tók ávallt virkan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins og sat m.a. í stjórnum Varðar og fulltrúa- ráðs flokksins. Á ferðum sínum til Reykja- víkur á stríðsárunum kynntist hann Hallfríði Guðmundsdóttur (Díu), f. 3.3. 1925 í Reykjavík, d. 22.11. 2010. For. Guðmundur Jónsson bifvélavirki, f. 12.4. 1898 á Hlemmiskeiði, Skeiðum, d. 22.8. 1977, og Rósa Bach- mann Jónsdóttir klæðskeri, f. 6.4. 1888 í Steinsholti Mela- sveit, d. 19.2. 1951. Systkini Hallfríðar voru Guðrún Vil- borg, f. 23.8. 1921, d. 19.6. 2004. Jón Bachmann, f. 5.7. 1923, d. 14.10. 1998, og Vilborg Jóna, f. 22.1. 1927,d. 24.8. 1993. Gunnar og Día giftust 29.7. 1945. Börn þeirra eru Guð- mundur, rafvirki og fyrrv. for- maður Rafiðnaðarsambandsins, f. 29.10. 1945, maki hans Hel- ena Sólbrá Kristinsdóttir text- ílhönnuður. Kristín skrifstofu- maður, f. 29.12. 1946, maki hennar Óli Már Aronsson vél- fræðingur. Auðun Örn rafvirki, f. 27.3. 1949, maki hans Hjördís Guðnadóttir verslunarmaður. Barnabörn Gunnars og Díu eru 11 og barnabarnabörn 24. Útför hans fer fram í Graf- arvogskirkju í dag, 10. ágúst 2016, klukkan 13. kjötborðs KRON á Skólavörðustígn- um. Hóf síðar nám í rafvirkjun hjá mági sínum, Ósk- ari Hanssyni raf- virkjameistara, og lauk sveinsprófi 1949. Gunnar starfaði hjá Raf- magni á Vest- urgötu og síðar við Áburðarverk- smiðjuna. Hann hóf rekstur eigin rafverktakafyr- irtækis árið 1953 og opnaði Rafbúð í Domus Medica árið 1966. Rafbúð flutti á Bíldshöfða árið 1988 og var lokað árið 1994. Gunnar hafði alla tíð mikil afskipti af félagsmálum, var virkur í ungmennafélaginu í Víðidal og eftir að hann kom suður starfaði hann mikið fyrir Húnvetningafélagið í Reykjavík og var stjórnarmaður þar um langt skeið. Hann kom að störf- um félags rafvirkjanema á námstíma sínum og eftir sveinspróf var hann kjörinn sem ritari í stjórn Félaga ís- lenskra rafvirkja. Skömmu eft- ir að hann gerðist rafverktaki var hann kjörinn í stjórn Fé- lags löggiltra rafverktaka í Reykjavík og stjórn Lands- sambands rafverktaka og var formaður beggja samtakanna Kynni okkar Gunnars Guð- mundssonar tengdaföður míns hófust fyrir rösklega 50 árum þegar ég hafði kynnst dóttur þeirra hjóna, Kristínu. Hann var ekkert yfir sig hrifinn í fyrstu þegar ég vildi ná tali af henni í síma, sérstaklega ekki þegar komið var fram yfir mið- nætti. En kynni okkar þróuðust fljótlega í hálfrar aldar vináttu og félagsskap í gegnum tíðina. Meðal annars vorum við saman í brids-spilaklúbbi í Reykjavík, áður en við unga fjölskyldan fluttum um set austur á Hellu. Eins áttum við okkar heimili um tíma hjá þeim, meðan ég var að ljúka námi og vann þess á milli við sjómennsku. Eftir að við fluttum austur voru þau Gunnar og Día nokkuð dugleg að koma í heimsókn á Hellu, enda fleiri ættingjar búsettir þar. Nokkrum sinnum tóku þau að sér að gæta bús og barna þegar við lögðum land undir fót. Einnig kom það fyrir að við fórum saman utan, þá aðallega í tengslum við sýningar á raf- vörum og ljósabúnaði. Gunnar hvatti mig mjög til að stofna fyrirtæki til að framleiða ljósa- búnað og studdi mig í hvívetna við starfsemina meðan ég rak það. Var hann alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa til við sölu á þess- um afurðum, en hann rak raf- tækjaverslunina Rafbúð í Domus Medica og síðar Bílds- höfða 16, frá árinu 1966. Gunnar var sannkallað félagsmálatröll. Fljótlega eftir að hann flutti til Reykjavíkur og hóf nám í rafvirkjun, var hann kominn í stjórnir og nefndir á vegum iðnnema og síðar í stjórn Félags íslenskra rafvirkja eftir að hann tók sveinspróf. Eftir að hann gerð- ist sjálfstætt starfandi rafverk- taki var hann meðal annars for- maður Landssambands íslenskra rafverktaka, í stjórn Landssambands iðnaðarmanna og formaður sýningarnefndar Iðnsýningar í Laugardalshöll 1977. Þá sat hann um skeið í bankaráði Iðnaðarbankans og var formaður Félags raftækja- sala, ásamt því að sitja í stjórn Kaupmannasamtaka Íslands. Hann átti um tíma sæti í stjórn Varðar og sat löngum í full- trúaráði Sjálfstæðisflokksins og í stjórnum hverfafélaga flokks- ins. Gunnar var ættaður frá Auð- unarstöðum í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu og sat í stjórn Húnvetningafélagsins í Reykja- vík um tíma. Hann var vanur að bjóða mér og sonum sínum sitt á hvað í veiðiferðir norður í Víði- dalsá á haustin í svokallaða bændadaga. Það voru ánægju- legar ferðir meðan hann treysti sér til að fara með. Gunnar var glaðvær og ein- staklega húmorískur þegar það átti við. Margar sögur sagði hann af sérstökum persónuleikum í Húnavatnssýslunni og víðar. Gunnar hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og fylgdi Sjálf- stæðisflokknum að málum. Það var orðið nokkuð dregið af hon- um síðustu vikurnar, en alltaf komu inn á milli spurningar um pólitíkina og stöðuna í þeim málum. Mér verður lengi minn- isstætt þegar hann spurði með veikum mætti um stöðu Sjálf- stæðisflokksins í skoðanakönn- unum kvöldið áður en hann andaðist. Þegar ég hafði svarað því eftir bestu getu, spurði hann um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og síðan um stöðuna í Bretlandi með nýjum forsætisráðherra. En áhuginn var fyrir hendi þótt mátturinn væri lítill. Hvíl í friði kæri vinur. Óli Már Aronsson. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Elsku afi, margar minningar koma fram sem ég ylja mér við þessa dagana og munu geym- ast. Ég tala við þig í huga mín- um um þær. Nú eruð þið amma saman aftur. Mikið ósköp sem ég veit að þið hafið verið glöð að hitt- ast. Ég sem barn tók strax eft- ir hversu ástfangin þið voruð, það er svo falleg minning. Ég rakst á vísu sem mér finnst lýsa hug ykkar hvors til annars og læt hana hér með. Hver stund með þér var stjarna himinskær. Hver stund með þér var ljós á mínum vegi. Sem lítið blóm, er eitt við götu grær. Sem geislablik, er drungann sigrað fær svo lýsi af ljúfum degi. Sem lindin tær. Sem ljúfur blær. Hver stund með þér. Hvíl í friði, elsku afi, og kysstu ömmu frá mér. Þín, Hallfríður (Haddý). Við kveðjum í dag þann síð- asta af systkinunum frá Auð- unarstöðum í Víðidal, kæran mág og góðan vin. Þegar ég kom í fjölskylduna kynntist ég fljótt Gunnari og Díu, konunni hans, en þeir bræður, Gunnar og Hálfdán, tengdust sterkum vináttuböndum. Ekki veitti af að standa þétt saman í systk- inahópnum en sumir voru afar stríðnir. Día og Gunnar voru afar gestrisin og góð heim að sækja, jafnvel í bæjarferðum með halarófu af krökkum í eftir- dragi. Við fluttumst nú fljótt úr Reykjavík en svo vildi til að í mörg ár bjuggu tvö barna þeirra í sama þorpi og við. Börn þeirra Guðmundar og Kristínar á Auðunarstöðum voru dugleg að halda ættarmót og svo voru nú réttirnar. Gunnar missti sína ágætu konu fyrir sex árum og var hennar sárt saknað. Nú er svo komið að ég er ein eftir af þess- ari kynslóð. Ég vona að ætt- ræknin sé það sterkur þáttur í næstu kynslóð að þau haldi áfram að hittast. Ég gæti víst endalaust rifjað upp þær ánægjustundir sem við áttum með þeim hjónum en sleppi því nú. En ég get ekki stillt mig um að óska börnum þeirra til ham- ingju með að hafa átt svo góða foreldra. Það er alltaf sárt að missa þá sem manni þykir vænt um en sá einn missir sem á mikið. Anna Margrét. Við, börn Jónasar og Guð- rúnar Vilborgar, viljum minn- ast í örfáum orðum frænda okkar Gunnars Guðmundsson- ar, en hann og faðir okkar voru bræðrasynir og kona hans móð- ursystir okkar. Yndislega nátengd hjón sem við eigum margar góðar minn- ingar um í gegnum bernskuár- in. Nú er hann fallinn í valinn eftir langa og góða ævi, en Hallfríður lést 2010 . Þau hjónin Día og Gunnar voru afar stór partur af fjöl- skyldumynd okkar, settu sterk- an blæ bæði á æskuárin en ekki síður eftir því sem við uxum úr grasi. Allar minningar um þennan góða mann eru umluktar gleði og gjafmildi og alltaf sýndi hann áhuga á því sem við ætt- ingjarnir tókum okkur fyrir hendur. Í okkar augum voru hjónin ávallt höfðingjar heim að sækja. Þeirra er beggja sárt saknað og vottum við nánu frændfólki okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Eysteinn Óskar, Erla Björk og Sigrún Huld. Gunnar Guðmundsson, föð- urbróðir minn, ólst upp í anda góðra, gamalla og rótgróinna gilda í foreldrahúsum, sem voru miðstöð félagslífsins í sveitinni. Á Auðunarstöðum var farskólinn til húsa og þar voru dansleikir haldnir áður en sam- komuhús ungmennafélagsins, Víðihlíð, var byggt í túnjaðrin- um. Heimilið var mannmargt og þar var gestkvæmt enda í al- faraleið. Afi stjórnaði verkum utandyra og tók virkan þátt í hrepps- og sýslumálum. Amma hafði umsjón með öllu innan- húss, sá um bókasafn lestrar- félagsins og kenndi um tíma við farskólann. Samkvæmt tíðar- andanum sá hún um uppeldi barnanna, sem alla tíð dásöm- uðu mildi hennar, hlýju og um- hyggju. En tímarnir voru að breyt- ast. Fólkið flykktist úr sveit- unum á mölina og haustið 1944 fluttist Gunnar til Reykjavíkur. Þar hóf hann von bráðar nám í rafvirkjun, sem varð hans að- alstarf næstu áratugina, en hann stofnaði sitt eigið rafverk- takafyrirtæki 1953. Líklega hefur ekkert haft jafn mikil áhrif á daglegt líf okkar og rafmagnið. Gunnar og fleiri rafvirkjar lögðu rafmagn víða um land á sjötta áratug síðustu aldar og þar á meðal í Víðidalinn, heimasveit hans. Ég man vel eftirvæntingu og ánægju íbúanna, þegar þessar framkvæmdir áttu sér stað og víst er að þær gjörbreyttu að- stæðum öllum. Ég verð þó að viðurkenna að okkur aðkomu- börnunum sumum, sem litu á borgarljósin sem sjálfsagðan hlut, fannst sem við hefðum verið rænd rómantíkinni á haustin, þegar kertin og olíu- lamparnir viku fyrir rafljósun- um. Við gerðum okkur ekki grein fyrir þeim erfiðleikum, sem fylgja rafmagnsleysinu einkum á dimmum og köldum vetrum. Gunnar fann ástina sína þeg- ar hann var í heimsókn í Reykjavík nokkru áður en hann fluttist alfarinn til bæjarins og árið 1945 kvæntist hann Hall- fríði Guðmundsdóttur, sem varð lífsförunautur hans. Hún lést árið 2010. Hallfríður – eða Día eins og hún var alltaf köll- uð – var mjög listfeng; afburða- músíkölsk og fékkst einnig við myndlist. Á stríðsárunum var húsnæðisekla mikil í borginni. Gunnar og Día leigðu því fyrsta hjúskaparárið herbergi í lítilli kjallaraíbúð, sem foreldrar mínir höfðu á leigu í Norður- mýrinni. Þar fæddist frumburðurinn, Guðmundur. Gunnar og Día voru samheldin og samhent og það verður fagnaðarfundur, þegar þau sameinast á ný. Nú hefur Gunnar Guðmunds- son kvatt okkur síðastur systk- inanna. Við frændsystkinin munum sakna hans á ættarmótunum, en þar flutti hann jafnan ræð- ur, þar sem hann lýsti æskuár- um sínum á Auðunarstöðum á einlægan, en samt glettinn og gamansaman hátt eins og hon- um var lagið. Með fráfalli Gunnars er horfinn úr ættinni kynslóð, sem lifði á miklum um- brotatímum breytinga og bú- ferlaflutninga. Við, sem tilheyr- um næstu kynslóð, áttum samt mörg hver kost á að dveljast á æskustöðvum hans um lengri eða skemmri tíma við störf og leik. Við munum ávallt minnast Gunnars og systkina hans með þökk fyrir það veganesti, sem þau gáfu okkur fyrir lífsgöng- una. Við Sigríður Dúna sendum Guðmundi, Kristínu og Auðuni og fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur. Friðrik Sophusson. Kveðja frá Kaupmanna- samtökum Íslands Genginn er góður maður, Gunnar Guðmundsson rafverk- taki og kaupmaður. Gunnar rak verslun með hverskonar raf- tæki og ljós og ljósabúnað í Do- mus Medica að Egilsgötu 3 í fjölmörg ár. Jafnframt því, og áður, var hann með starfsemi við raf- verktöku víðsvegar. Hann flutti síðar verslun og verkstæði sitt úr Domus Medica upp á Bílds- höfða. Það var til þess tekið hvað ljósin sem Gunnar var með til sölu alla jafna vor- uvönduð vara og stundum nokkuð framúrstefnu-/nýtísku- leg. Gunnar var félagsmaður í Félagi raftækjasala frá fyrstu tíð og sat í stjórn þess lengi vel. Ennfremur sat hann í stjórn Kaupmannasamtaka Íslands um árabil. Hann var sæmdur gullmerki Kaupmannasamtakanna þann 12. nóvember 1996 fyrir mikið og gott starf í þágu kaup- manna. Mikið var um fundastörf áð- ur fyrr og því menn stundum frá verslunum sínum hvað það varðar. Gunnar var skemmtilegur maður og viðræðugóður, ætíð brosmildur og kátur. Það var gaman að ræða stjórnmál við hann. Hann var fastur á sínu, studdi sinn flokk, en virti skoð- anir annarra, en þótti ekki lak- ara að eiga síðasta orðið. Þegar nokkrir eldri kaup- menn tóku sig til og stofnuðu með sér klúbb, sem stundum er nefndur „Lávarðadeildin“, þá var Gunnar auðvitað þar innan borðs. Við komum saman af og til og ræðum málin, sem oft eru um liðinn tíma, en auðvitað líka um málefni dagsins hverju sinni. Fundargerðir eru skrif- aðar að gömlum og góðum sið og fundargerðin lesin á næsta fundi og þá undirrituð. Ætíð er það svo á þessum fundum, að einhver einn kemur með sitt erindi á hvern fund sem hann svo flytur og fær til þess 5-10 mínútur. Það var gaman að þessum erindum Gunnars, sem oft voru minningar norðan úr Víðidal frá hans tíð á Auðunarstöðum, þaðan sem hann var. Ég vil fyrir hönd stjórnar Kaupmannasamtaka Íslands, svo og frá okkur félögunum í „Lávarðadeildinni“ senda að- standendum samúðarkveðjur. Ólafur Steinar Björnsson. Gunnar vinur minn og starfs- bróðir er fallinn í valinn. Með þessum fáu línum langar mig að minnast góðs drengs sem vann ötult og fórnfúst starf fyr- ir Kaupmannasamtök Íslands og undirdeild í KÍ, Félag raf- tækjasala. Leiðir okkar Gunn- ars lágu saman í raftækja- bransanum upp úr 1978, hann sem rafverktaki og seinna meir kaupmaður og ég sem fram- kvæmdastjóri Rafha í Hafnar- firði. Ég varð þess fljótt áskynja að hér fór afar vandaður og traustur maður hvað viðskipti snerti. Það voru nánast öll við- skipti handsöluð og allt stóðst sem stafur á bók. Þegar Rafha gekk í Kaupmannasamtök Ís- lands upp úr 1980 og Félag raf- tækjasala kynnist ég Gunnari enn betur sem frábærum fé- lagsmanni með mikla reynslu af félagsstörfum og góðs „for- ingja“. Ef sló í brýnu á fundum fé- lagsins var Gunnar fljótur að átta sig á stöðu mála og sló þá oft á létta strengi. Gunnar var afar vandvirkur í störfum sín- um sem formaður fyrir Félag raftækjasala og man ég ekki eftir því að hann vantaði á einn einasta fund. Á þessum árum var mikil barátta við stjórnvöld vegna tollamála og verðlagsmála sem tóku mikinn tíma hjá stjórn fé- lagsins. Á seinni árum fór að bera á heyrnarleysi hjá Gunnari og tók ég eftir því hversu mikið það háði honum á fundum fé- lagsins sem gerði það að verk- um að hann naut sín ekki til fulls. Í góðra vina hópi naut Gunnar sín vel sem góður sögu- maður og fróður mjög. Þá leyndi sér ekki hrifning hans á sonardóttur sinni, henni Björk, sem sigraði heiminn með rödd og framkomu sinni. Guðmundur, sonur Gunnars, fetaði í fótspor föður síns og lærði rafvirkjun. Það var mikill harmur þegar Gunnar missti konu sína fyrir nokkrum árum, en ég kynntist henni lítillega á árshátíðum fé- lagsins sem afar lífsglaðri konu með mikinn persónuleika. Kaupmannasamtök Íslands og Félag raftækjasala færa að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Ingvi I. Ingason. Gunnar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.